Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1985.
13
Hvað svo?
Þá er lokið landsfundi Alþýðu-
bandalagsins sem beðið var eftir
með mikilli forvitni. Alþjóð varð
vitni að óvenjustormasömum fundi
á mælikvarða þess flokks, enda
þótti víst sumum nóg um!
I fundarlok bar flokksforustan
sig vel og taldi bjarta tíma fram-
undan fyrir flokkinn. Vel kann að
vera að svo sé og ég er þeirrar
skoðunar að flokkurinn styrki
heldur stöðu sína við fundinn, að
minnsta kosti í bili. Hvort sá ávinn-
ingur verður varanlegur er hins
vegar meira vafaatriði og í raun
hygg ég að um það geti enginn
dæmt að svo stöddu.
Veik staða formanns
Það fer ekki milli mála að staða
formanns flokksins, Svavars Gests-
sonar, var veik á fundinum. Hann
hafði sætt mikilli gagnrýni fyrir
fundinn, einkum frá ákveðnum
hópum er töldu hann of einráðan
og að óbreyttir flokksmenn fengju
of lítil tækifæri til þess að hafa
áhrif á stefnu flokksins.
Meðal þeirra sem harðast höfðu
gagnrýnt Svavar og hina svoköll-
uðu flokkseigendur var Kristín
Ólafsdóttir en vitað var að hún var
talsmaður margra óánægðra
flokksmanna, meðal annars
kvenna og hluta starfsliðs Þjóðvilj-
ans.
Þá var einnig vitað að lítið var
um kærleika milli flokksforystunn-
ar og áhrifamanna í verkalýðs-
hreyfingunni, einkum forseta ASÍ,
Ásmundar Stefánssonar. Hins veg-
ar var einnig kalt á milli verkalýðs-
arms flokksins og ýmissa hörðustu
gagnrýnenda Svavars þannig að
ýmsir töldu að hann kynni að
slampast i gegnum landsfundinn
vegna þess að engin samstaða
næðist milli óánægjuaflanna.
Ljóst var að nýr varaformaður
yrði kosinn á fundinum og að hann
yrði kona. Þegar það var fyrst til-
kynnt að Kristín Ölafsdóttir sækt-
ist eftir því sæti töldu margir að
hún ætti litla möguleika, flokks-
eigendurnir myndu sjá til þess að
sæmilega meðfærilegur varafor-
maður yrði kosinn.
Ýmislegt varð hins vegar til þess
að hagur Kristínar dafnaði. Svavar
varð að grípa til örþrifaráða til
þess að halda formannssæti í út-
gáfustjórn Þjóðviljans og það virk-
aði illa á þá flokksmenn sem ann-
ars hefðu viljað fara að öllu með
friði og spekt en telja dálítið lýð-
ræði ekki saka innan flokksins.
Þegar á landsfundinn kom varð
fljótlega ljóst að hún hafði mikið
fylgi og þegar flokkseigendur vildu
stilla Álfheiði Ingadóttur upp gegn
henni í varaformannssætið fundu
þeir ekki nægan hljómgrunn og
heyktust á öllu saman. Eftir gífur-
legt baktjaldamakk, þar sem val
fulltrúa í framkvæmdastjórn kom
inn í taflið og Ólafur Ragnar
Grímsson komst í essið sitt í horna-
pukri, var horfið frá því að bjóða
fram gegn Kristínu en ljóst er af
atkvæðatölum að langt er frá því
að allir fundarmenn hafi verið
ánægðir með val hennar í varafor-
mannsstöðuna.
Framkvæmdastjómin ber sterk-
an keim af málamiðlun. Það vekur
athygli að Ásmundur Stefánsson
tekur sæti í henni, enda talar for-
maðurinn mikið um hina gífurlegu
samstöðu og mikinn þátt verka-
lýðsforystunnar í æðstu stjórn
flokksins. Þótt ýmsum þyki hún
hefði mátt verða meiri er málamiðl-
Kjallari
á fimmtudegi
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
unin visst pólitískt afrek sem and-
stæðingar skyldu ekki vanmeta.
En hvað svo?
Já, hvað svo? Það verður að
segjast eins og er að ef samstaða
næst meðal þeirra sem kosnir voru
til æðstu trúnaðarstarfa Alþýðu-
bandalagsins á þessum síðasta
landsfundi þá er það pólitískt
kraftaverk, svo ólík eru viðhorf
þessa fólks til íjölmargra mála. Þar
við bætist að ekki var kosið til allra
valdastofnana flokksins á lands-
fundinum. Þingflokkurinn verður
óbreyttur fram að næstu kosning-
um og óvíst er að ýmsir þar líti
þetta brölt endurskoðunarsinna
hýru auga. Það er hvergi nærri
víst að þingflokkurinn, sem vafalít-
ið verður formanninum trúr, telji
sér skylt að hlaupa á eftir hverri
hugmynd sem hinn nýi varafor-
maður og varaþingmaðurinn Ólaf-
ur Ragnar kunna að verða sam-
mála um í framkvæmdastjórninni.
Það er ennfremur ljóst að endur-
skoðunarsinnar vilja ekki láta hér
staðar numið. Þeim er mætavel
ljóst að þeir þurfa að ná meiri
áhrifum í þingflokknum og það
gera þeir ekki nema ryðja þar ein-
hverjum úr sæti. Nýi varaformað-
urinn þarf að fá meiri áhrif með
þingsetu og vafalaust vill Ólafur
Ragnar einnig fá sæti á þingi að
nýju.
Þingstólarnir fara því að verða
valtir undir ýmsum. Vafalítið verð-
ur reynt að koma bæði Guðrúnu
Helgadóttur og Guðmundi J. Guð-
mundssyni úr sætum sínum. Vara-
formaðurinn er kjörinn í sæti
Guðrúnar en óljósara er með sæti
Guðmundar, þó er bæði farið að
nefna Þröst Ólafsson og Ásmund
forseta til sætisins. Fleiri þing-
menn verða í hættu, t.d. Garðar
Sigurðsson í Suðurlandskjördæmi
og Skúli Alexandersson á Vestur-
landi.
En hvað með stefnuna? Hvernig
gengur hinu nýja fólki að ná saman
um hana? Verður hin hófsama
stefna Ásmundar Stefánssonar
ofan á eða herská stefna Þjóðvilja-
liðsins? Styður hin nýja forusta
„lifskjarastefnu" Dagsbrúnar eða
vísitölustefnu BSRB?
Það er fyrst þegar hin nýja for-
usta þarf að fara að taka ákvarðan-
ir sem í ljós kemur hve vel hefur
tekist að sætta öflin.
, var veik á fundinum."
Ný lína frá flokkseigendum
Það vakti nokkra athygli að for-
maðurinn skyldi tala um það að
blandað hagkerfi ætti rétt á sér og
flokkurinn lýsti yfir stuðningi við
það sjónarmið. Það hefur ekki átt
upp á pallborðið hjá kommum fyrr
heldur hafa þeir afsakað fjármála-
umsvif sinna manna með því að
þeir yrðu að spila með í gjörspilltu
kapítalistaþjóðfélagi. Það er
skemmtileg tilviljun að flokkseig-
endurnir skuli ljá máls á þessu
einmitt núna þegar bæði Kínverjar
og Rússar eru að grípa til þess sem
örþrifaráðs að koma upp vísi að
blönduðu hagkerfi hjá sér! Getur
verið að upphefðin komi að utan?!
Þótt svo kunni að virðast að
flokkseigendur hafi beðið lægri
hlut á landsfundi skyldu aðrir
fagna í hófi. Flokkseigendurnir
eiga nefnilega allar þær eignir sem
máli skiptir. Þeir eiga Þjóðviljann
og prentsmiðju hans þegar til kast-
anna kemur, þeir eiga húseignir
þær sem flokkurinn þarf á að halda,
þótt efnt sé til stórra safnana er
merkilegt hve fáir menn eignast
stóra hluti í valdastofnunum al-
þýðunnar. Þeim eignarrétti verður
beitt að hákapítalískum hætti ef í
nauðir rekur. Þar verður ekkert
blandað hagkerfissull!
Magnús Bjarnfreðsson.
^ „Það verður að segjast eins og er
w að ef samstaða næst meðal þeirra
sem kosnir voru til æðstu trúnaðar-
starfa Alþýðubandalagsins á þessum
síðasta landsfundi þá er það pólitískt
kraftaverk.”
HVER HEFUR KJARKINN?
w „Ég á ekki von á að lausnin komi
frá markaðshyggjumönnum, hún
hlýtur að koma frá félagshyggjumönn-
um, sem telja sig hafa skyldur gagn-
vart náunga sínum.”
Þegar litið er til framtíðar þessa
lands verður því miður að segja að
hún sé svört. Einhver mun segja:
Hvílíkt svartnættishjal er þetta,
líttu á allt sem verið er að gera.
Er ekki verið að taka á málunum?
Er ekki verið að taka togarana af
skuldurunum og selja eignir þegna
sem ekki standa í skilum? Þetta
fólk verður bara að taka afleiðing-
um gjörða sinna. Það verður bara
að skilja verðtrygginguna.
Erekki veriðað
taka á málunum?
Það er búið að stofna nefnd vegna
húsnæðismála og ráðgjafarþjón-
ustu fyrir húsbyggjendur. Lýður-
inn verður bara að skilja verð-
trygginguna. Eru ekki fasteignir
að lækka? Að vísu hækka lánin á
þeim, en það gerir blessuð verð-
tryggingin. Ríkisstjórnin er búin
að hækka vexti á verðbréfum ríkis-
sjóðs og vextir eru frjálsir í
landinu. Hvað viltu hafa það hptra?
Er ekki verið að taka á málunum?
Kjallarinn
HELGI S.
GUÐMUNDSSON
MARKAÐSFULLTRÚI
Erum við ekki með vísitölutrygg-
ingu hér á öllu sem tryggir eðlileg-
ar hækkanir en þó ekki á fjandans
laununum? Hér geta allir marg-
faldað peninga sína hjá verðbréfa-
sjóðum. Þú hefur kannski ekki
tekið eftir því að bankarnir ætla
að fara að versla með verðbréf sem
gefur þeim tækifæri til að ávaxta
peninga sína miklu betur heldur
en að vera að lána þá á lúsavöxtum
til almennings.
Þessi röksemdafærsla gæti komið
beint frá hjarta markaðshyggju-
mannsins sem ræður nú ríkjum í
þessu landi. En eins og allir sjá er
ekki tekið á orsökum vandans
heldur fiktað í afleiðingunum.
Vandamálið er verðtrygging á
lánum sem nánast enginn þjóð-
félagsþegn ræður við. Stjórnmála-
menn vita þetta en hafa ekki kjark
til að krefjast afnáms verðtrygg-
ingar í þeirri mynd sem hún nú er.
Ef ekki verður gripið til afnáms
verðtryggingar í núverandi mynd
nú þegar verður hér upplausn sem
seint verður komist fyrir.
Verðtrygging er tilkomin vegna
dugleysis stjórnvalda að taka á
verðbólguvandanum.
Hvaðan kemur lausnin?
Ég á ekki von á að lausnin komi
frá markaðshyggjumönnum, hún
hlýtur að koma frá félagshyggju-
mönnum sem telja sig hafa skyldur
gagnvart náunga sínum. Það er
kominn tími til að stjórnmálamenn
segi þegnum þessa lands hvaða
stefnu þeir fylgja í raun.
Framsóknarflokkurinn er sá
flokkur í dag sem fæstir vita hvorri
stefnunni fylgir, markaðshyggj-
unni eða félagshyggjunni, og væri
ráð að forsvarsmenn hans upplýstu
hvar hann stendur. Það má sá
stjórnmálamaður vita, sem hefur
hugrekki til að berjast fyrir afnámi
verðtryggingar, að hann hefur
stuðning tugþúsunda þegna þessa
lands.
Helgi S. Guðmundsson.