Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ —VÍSIR 261. tbl. - 75. og 11. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1985. Margir nef ndir í okurlánamálinu: Sumir með allt að 30—40 milljónir? „Menn rægðir niður/’ segir Hrafn Bachmann, kaupmaður, sem segist enga peninga eiga hjá okurlánaranum og ekkert skulda honum „Ég á enga peninga hjá Hermanni Björgvinssyni. Og hann skuldar mér ekkert. Ég hef heyrt sögusagnir um aö ég sá á kafi í okurlánum og hafi lagt fé í okurlán. Það hefur veriö sagt aö ég eigi allt frá tíu milljónum og upp í tuttugu. Nei, ég á ekki einseyring hjá Hermanni,” sagöi Hrafn Bachmann kaupmaöur. Þær sögusagnir hafa gengiö fjöllunum hærra undanfarið að Hrafn sé viö- riðinn málið. „Þessar sögusagnir ganga eflaust vegna þess aö Hermann vann hjá mér í tíu ár. Þaö má segja að ég hafi alið hann upp. Það eru greinilega komin upp blóðug átök meöal þeirra manna, sem standa í þessu. Þau hafa oröiö til þess að menn eru rægöir niður. Það mun koma í ljós þegar RLR birtir lista yfir þá menn sem eru viöriðnir málið, hverjir standa að lánastarf- seminni sem nú er í rannsókn. Ég hef heyrt að margir menn eigi þar veru- legar peningaupphæðir. Allt að 30— 40 milljónir. Þetta mál virðist verða sætara og sætara, eftir því sem fólk er búið að smjatta meira á því. Við þá sem bera það út að ég sé flæktur í þetta mál vil ég segja: Verði ykkur að góöu, ” sagði Hrafn. -SOS Bankastjóri Útvegsbankans: „Töpum verulegu fea Hafskip” „Þetta er vafalaust pólitískt mál. En hverjar skuldir Hafskips eru við Otvegsbankann kemur eng- um við. Auðvitað komum við til með að tapa verulegu fé á þessum viðskiptum við Hafskip. Hversu miklu vitum við ekki nákvæmlega. Hins vegar vitum við nokkurn veg- inn hvert hámarkstapið getur orð- ið,” sagði Olafur Helgason, banka- stjóri Otvegsbankans, við DV í morgun. Olafur sagði aö allar tölur sem fram hefðu komið í sambandi við þetta mál, t.d. að Eimskip heföi boöið útvegsbankanum 10 milljónir dollara i Islandssiglingar Hafskips, væru úr lausu lofti gripnar, aðeins hugarfóstur fréttamanna. „Bankinn er ekki að verða gjald- þrota. Þaö hefur mjög borið á hræðslu meðal viöskiptavina bank- ans vegna þessa máls, sérstaklega þeirra sem eiga sparifé í bankan- um. Ríkisábyrgð er að baki rekstri bankans, þannig að þessi ótti er ástæðulaus,” sagði Olafur. Viðræður verða í dag milli Otvegsbankans og Eimskips, vegna mögulegra kaupa félagsins á Islandssiglingum Hafskips. „Það getur vel verið að ákveðnir aðilar innan Eimskips hafi ekki áhuga á kaupunum en viðræður eru enn í gangi þannig að einhver áhugi er fyrir hendi,” sagði Olafur er hann var spuröur um áhuga Eimskips á kaupunum. „Það er stórhættulegt að opin- bera rekstur einstakra fyrirtækja. Það getur haft mjög slæm áhrif á stöðu þeirra. Auk þess veit ég að mörg fyrirtæki hér á landi eru verr stödd en Hafskip,” sagði Olafur. KB. Kennsluflugvélin fram af flugbraufinni í Mosfellssveit: Óðu ískaldan sjó 150 metra í land Tveir menn, flugkennari og flug- nemi, sluppu án meiösla en blautir og kaldir er eins hreyfils flugvél þeirra fór fram af flugbrautinni í Mosfells- sveit og 150 metra út í Leiruvog síödegis í gær. Flugmennirnir óöu sjálfir í land í isköldum sjónum. Þaö var þeim til happs hversu grunnur vogurinn er. Flugvélin, TF-FTG, er tveggja sæta, af gerðinni Cessna 152, eign flug- skólans Flugtaks. Hún hafði verið í kennsluflugi í nágrenni Reykjavíkur. Er dimm él gengu yfir borgina lentu mennimir í Mosfellssveit og ætluðu að bíða þess að veðriö skánaði. Eftir um hálftíma bið reyndu mennirnir flugtak. Snjólag var þá komið á flugbrautina, sem var blaut og þung. Flugvélin náði ekki nægilegri ferö, fór fram af brautinni og út í sjó. Nokkrar skemmdir urðu á henni. Skrúfa og framhjól bognuðu. -KMU. Flugvélin var dregin á land i gærkvöldi og seltan skoluð af henni. DV-mynd S. 'K.mmrowfc Magnús Kristinsson á heimili sínu í gærkvöldi. Einn og sjá mé bar hann nokkra áverka ef tir slysið i gær. DV-mynd JGH Tveirmenn hættkomnirí Ólafsfjarðarmúla: „Ertu lifandi?” Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: „Það var í rauninni ekki um margt að hugsa þegar bíllinn fór fram af brúninni. Við reyndum að berjast við að gera eitthvað, gefast ekki upp. Báðir hugsuðum við þó það sama. Að þetta væri punktur- inn yfir i-ið. Okkar síðasta ferð. En fyrir kraftaverk stöövaðíst bíUinn í hiíðinni, um 150 metra frá hengi- flugi niður í sjó. Við iitum hvor á annan og sögðum eitthvað sem svo: Ertulifandi?” Þannig sagðist Magnúsi Krist- inssyni, sölumanni á Akureyri, frá við DV í gærkvöldi. Hann, ásamt Kristni Helgasyni sölumanni hjá Þýsk-íslenska, var í Mitsubishi-bíl sem fór út af veginum í Ölafsfjarö- armúla þar sem hann er hvaö hrikalegastun Bíliinn geystist niður snarbratta hlíðina. Hann fór á hjólunum 70—80 metra, en lenti þá á hafti og enda- snerist tvisvar í loftinu og stöðv- aðist. Framendinn vísaði upp í hlíöina. Bíllinn dældaðist ekki mikið. „Beltin björguðu okkur" „Við vorum báðir í beltum. Eg tel engan vafa leika á þvi að þau björguðu okkur,” sagði Magnús. Hann sagði að eftir að bíllinn stöðv- aðist hefðu þeir losaö sig úr beltun- um og byrjaö að kUfa snarbratta hlíðina. , „Þegar við vorum komnir upp á veginn hinkruðum við andartak. Við ætluðum að athuga hvort ekki kæmi bíll. Það kom enginn, og þá ákváðum við að ganga til Dalvíkur frekar en Ölafsfjaröar. Viö töldum þaðstyttra. Það var komin norðan steyta og éljagangur og okkur orðið kalt. Við ræddum það svona okkar á milU að æðri máttarvöld hefðu verið að verki. Við gengum þá skyndilega fram á slysavarnaskýlið sem er um 4— 500 metra frá þeim stað þar sem við fórum niöur. Við fórum inn í það og hringdum á hjálp. ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.