Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1985. 31 Peningamarkaður Sandkorn Sandkorn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65 74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hveija þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 34,1%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reynist hún betri. Vextir færast tvisvar á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársíjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3%* nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn eldn en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs fslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið- ' um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12 18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139 174 þúsund. 2 4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177 221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207 259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5 8% vöxtum. Lánstími er 15 35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milii sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi lOOt. krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum * -»iknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 1,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í nóvember 1985 er 1301 stig en var 1266 stig í október. Miðað er við grunninn lOOíjúní 1979. Hyggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985 er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3392 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BAMKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01.-10.11.1985 sjAsérlista ÍRUM e II i II II II 11 ll ll II 1 5 15 ll Úbundin innstæða 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 3ja mán. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23,0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 mán.uppsögn 31,0 33,4 30.0 28.0 28.0 30.0 29,0 31,0 28.0 12mán.uppsögn 32,0 34,6 32,0 31.0 32.0 1 Sparað 3-5 mán. 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 Sp. 6 mán. ogm. 29.0 26,0 23,0 29,0 28.0 Til 6 mánaða 28,0 30.0 28,0 28.0 Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0 Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10.0 9,5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 (forvextir) 32.5 2) kge 32.5 kge 32.5 kge kge kge 32.5 32.0 3) 32.0 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 YFIRDRATTUR 33.5 2) kgc 35.0 kge 33.5 kge kge kge 33.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 INNLAN 0VERÐTRYGGD SPARISJÚÐSBÆKU R SPARIREIKNINGAR INNLÁNSSKlRTEINI TÉKKAREIKNINGAR INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR innlAn gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGD ALMENNIRVlXLAR VIÐSKIPTAVlXLAR ALMENN SKULDABRÉF VIÐSKIPTASKULDABRÉF HLAUPAREIKNINGAR útlAnverðtryggð SKULDABRÉF ÚTLÁN til framleidslu SJANEÐANMALSI) 1) Lán til mnanlandsframleiðslu eru á 27,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,5%, í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 12,75%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Viö kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Halharlirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Spennistöð á flakki Bæjaryfirvöld i Kópavogi samþykktu nýlega tillögu Rafmagnsveitu Reykjavík- ur um að færa spennistöð við Nýbýlaveg. Þarna var stöðin á miðri búsagötu og þurfti að víkja fyrir um- ferðinni, enda óþjál og stöð, sem sagt sannköUuð spenni- stöð. Nú lagði Rafmagnsveitan til að færa stöðina aUa leið yfir sjálfan Nýbýlaveginn og bæjaryfirvöld sam- þykktu það. Verður hún því framvegis norðan við þenn- an margnefnda veg, þótt hún eigi eftir sem áður að þjóna byggðinni sunnan við götuna. Við afgreiðslu málsins í bæjarráði Kópavogs bókaði Richard Björgvinsson sjálf- stæðismaður að honum kæmi ekki á óvart að verk- tæknimönnum tækist að eyða eins og hálfri miUjón meira en þörf væri á í það að flytja spennistöðina. Apartheid á Islandi Islenskir blaðamenn þótt- ust hafa komist í feitt þegar þeim var tilkynnt að á með- an Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, væri á landinu myndi Jack Mat- lock, einn færasti Sovétsér- fræðingur Bandarikjanna, halda fyrir þá blaðamanna- fund. En þegar til kom varð ljóst að Matlock hafði ná- Apartheid-stefnan kom hingað í för með Shultz utanríkisráð- herra. kvæmlega ekkert að segja annað en endurtaka „opin- beru linuna”. Eftir að menn höfðu reynt með ýmsum klækjum að spyrja hann um för Shultz tU Moskvu án árangurs, hættu spurning- arnar og fundurinn varð stuttur. En rétt áður höfðu banda- rískir blaðamenn haldið fund með öryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, Robert McFarlane, og fengið ýmis- legt góðgæti í fréttir. Þenn- an fund fengu íslendingar ekki inngöngu á. Fannst þeim þetta leiðinleg apartheid-stefna og þeim litið traust sýnt að sigað var á þá manni sem hafði það eitt hlutverk að tala án þess að segja neitt. Kettir í reglugerð TU tals hefur komið i bæjarstjóm Akureyrar að útvíkka reglugerð up hundahald, þannig að hún nái líka yfir ketti! Samkvæmt frétt, sem birtist í Degi, var það Björa Jósef Arnviðarson, sem kom þessari tiUögu á fram- færi. MáU sinu tU stuðnings benti Björa á að mjög al- gengt væri á Akureyri að Ula væri hugsað um ketti. Þyrftu þeir að annast fæðu- öflunina sjálfir og það gerðu þeir gjarnan með þeim hætti að fara inn um glugga hjá fólki og bjóða sjáUum sér í mat á kostnað húsráðenda. Þetta mál mun nú vera tU athugunar hjá bæjarráði. Þess má svo geta að bannað er að hafa ketti úti í Grímsey. Það bann er til Þessi skyldi þó aldrei komast inn í reglugerð um hundahald? verndar smáfuglategund sem heldur tU í eynni og er í hættu. Ef Akureyringar settu reglur um ketti yrði það annað sveitarfélagið á land- inu, sem gripi tU slíkra ráða. Napóleon Svo er hér smákrydd í tU- veruna: Fransmaður fór með ung- an son sinn á virðulegt safn. Þar uppi á vegg hékk mál- verk af Napóleoni í fuUum skrúða, með bragðið sverð og sitjandi á prjónandi, perlugráum, arabiskum gæðingi. — Nú, sonur minn, hér sérðu heiður og skart Frakklands um aUa eilifð, sjálfan Napóleon. Hér á maður að taka ofan,” sagði faðirinn. Strákurinn þreif strax af sér pottlokið. Það gerði hann lika nokkrum mánuð- um síðar, þegar þeir feðgar stóðu aftur frammi fyrir málverkinu. í það sinnið tók strákur ofan ótilkvaddur og með aðdáunarglampa í barnsaugum sinum. Er faðirinn sá þetta fékk hann kökk í hálsinn og tár í augun vegna þjóðhollustu sonarins. Er þeir vora á leið tU dyra rauf strákurinn há- tiðlega þögnina og spurði stundarhátt: „Pabbi, hvað heitir mað- urinn sem situr á baki Napóleons?” Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir STJÖRNUBÍÓ — BIRDY ★ ★ ★ FÓRNARLÖMB VÍETNAMSTRÍDSIN! Birdy. J > Leikstjóri: Aian Parker Handrit: Sandy Kroopf og Jack Behr eftir skáld- sögu William Wharton. Kvikmyndun: Michael Seresin. Tónlist: Peter Gabriel. Aðalleikarar: Matthow Modine og Nicholas Cage. Alan Parker hefur oftar en einu sinni komið á óvart meö verkefna- vali sínu og svo er einnig nú. Hvað hefur hann séð merkilegt við sögu um tvo drengi sem alast upp saman? Annar er ósköp venjulegur, hinn óvenjulegur. Þeir verða fórnarlömb Víetnamstríðsins, annar andlega, hinn likamlega. Virðist ekki mjög spennandi verk- efnaval á yfirborðinu en eitthvað hefur sagan um Birdy og 'dn hans A1 heillað Parker. Eins og hans var von og vísa er myndin Hirdy hin fag- mannlegasta þótt í öllum sínum dapurleika dragi hvern venjulegan kvikmyndaáhorfanda niöur. I byrjun sjáum við Birdy einan á geðsjúkrahúsi. Hann hefur ekki sagt eitt einasta orð síðan hann fannst einhvers staðar í Víetnam eftir aö hafa verið saknaö í mánuð. Æsku- vinur hans, Al, er fenginn til að heim- sækja hann og reyna aö hjálpa hon- um. A1 er sjálfur illa farinn eftir striðið. Hálft andlit hans er horfið og er hann hræddur við það sem undir umbúðunum er. A1 hugsar til æskuáranna þegar þeir Birdy voru að kynnast. Birdy var hálfgert viðundur í augum flestra vegna áhuga síns á dúfum sem átti eftir að ágerast með aldrin- um og að geta flogið varð árátta hjá honum. Matthew Modine og Nlcholas Cage sýna góðan leik i erfiðum hlutverk- um. A1 er aftur á móti eins og flestir aðrir strákar, gefinn fyrir íþróttir og kvenfólk. Hann tekur þátt í fugla- leiknum með vini sínum en áhugi hans snýst þó frekar um gamlan Ford sem þeir félagar kaupa saman. Það er alveg sama hvað A1 reynir aö fá vin sinn til að líta á kvenfólk, ekkert gengur. Birdy er upptekinn af fuglum sínum og einangrast meir og meir frá öðrum. Víetnamstríðið hefst og vinirnir verða fórnarlömb þess. A1 særist illa líkamlega en Birdy dregur sig inn í skel sína og áhorfandinn er ekki í vafa um hvað það er sem hann hugsar um. Við vitum hvað kom fyrir A1 í Víetnam en við fáum aldrei að vita hvaö varð tfl þess að Birdy dró sig inn í skel sína. Það er meira en hugsanlegt að það hefði ekki þurft Víetnamstríð til þess að Birdy yrði að flestra dómi talinn geðveikur. Eftir því sem árin verða fleiri frá því Víetnamstríðinu lauk verða alls konar kvikmyndir um stríðið algeng- ari, flestar þeirra eru á þann veg að Bandaríkjamenn eru enn að reyna að vinna stríðið. Birdy er blessunar- lega laus við alla slíka tilburði. Þótt við fáum að fylgjast með Birdy og A1 eins náið og kvikmynda- formið gefur tilefni til þá er erfitt að fá eitthvað áþreifanlegt út úr mynd- inni. I heild er Birdy dapurleg lýsing á tveimur ungum mönnum þótt smá- vonarglætu gæti i lokin. Eftir stendur frábær leikur tveggja aðalleikar- anna, Matthew Modin og Nicholas Cage, ásamt gallalausum vinnu- brögðum á sviði allrar tæknivinnu. Hilmar Karlsson jr X'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.