Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Qupperneq 1
37.000 EINTÖK PRENTUÐ I DAG. ITSTJÖRN SlMI 686611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SlMI 270 Frjálst, óháð dagblað DAGBLAÐIЗVÍSIR 266. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1985. Óvænt barnsfæðing í skóla á landsbyggðinni: Bamið fæddist án vit- undar móður um þungun Þaö er ekki í frásögur færandi þótt konur fæöi börn í þennan heim. Hins vegar er þaö einstæður atburöur er barn fæðist án þess að móðirin eöa aðstandendur viti um þungunina. Þetta geröist sl. laugardagsmorgun í einum skóla landsins. Sjálfri sér og öllum að óvörum fæddi 18 ára stúlka sveinbarn. Tilvist barnsins uppgötvaöist ekki fyrr en samnemandi stúlkunnar, sem svaf í næsta herbergi.heyrði barns- grát. Hún hljóp til stúlkunnar, sá aö barn var fætt, kallaði á skólastjóra og lét vita af þessum óvænta barnsburði. Skólastjórinn kom á vettvang, skildi á milli barns og móður, og gerði aðrar ráðstafanir sem gera þurfti. Er læknir og ljósmóðir komu á staðinn var allt um garð gengið. Móðirin og barnið voru flutt á sjúkrahús. Móðirin vissi ekki að hún var með barni. Hún mun hafa verið mjög heil- brigð allan meðgöngutimann og ekki fundiö fyrir verkjum í brjóstum eða maga. Ekki varð hún vör við hreyfing- ar hjá barninu. Maginn var að vísu stærri en venjulega en þessari ástæöu ekki kennt um. Þótt ekki hafi verið um blæðingar að ræða var þaö skýrt með óreglulegum blæðingum. Bæði móðirin og sveinbarnið eru heilbrigð og hress. Stráksi er í súrefniskassa, hann fékk gulu sem ekki þarf að óttast og kemur oft fynr aö sögn ljósmæðra. KB 10-20 okurlánarar: VELTA ÞEIR 2 MILLJÖRÐUM? „Okurlánarinn, sem nú situr inni á sér líklega 10 til 12 starfsbræður. Ef þeir velta jafnmiklu gæti þetta verið um 2 milljarðar. Hvers vegna eru þessir menn ekki teknir, sem eru meira og minna nafnkunnir hér í borg?” sagöi Stefán Benediktsson, Bandalagi jafnaðarmanna, þegar okur- lánin voru til umræöu á Alþingi í gær. Hann sagði að viöskipti okurlán- ara færu aöallega fram innan við- skiptaheimsins og það lenti siðan á almenningi að borga vextina með hærravöruverði. Það var Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi, sem hóf um- ræðuna. Hann sagði að „okurveisl- unni” þyrfti að ljúka. Það hefði verið ríkisstjórnin sem boðið hefði til þess- arar veislu með aðgerðum sínum í vaxtamálum. I máli viðskiptaráðherra, fjár- málaráðherra og forsætisráöherra kom fram að stefnt væri að því aö leggja fram frumvarp um verðbréfa- viðskipti áður en þingmenn færu í jólaleyfi. Þar er m.a. gert ráð fyrir að öll slík viðskipti verði háð leyfi viðkomandi ráðherra. Þá er einnig á leiðinni frumvarp um vexti og drátt- arvexti. Auk þess taka ný lög gildi um viðskiptabanka nú um áramótin. Fjölmargir þingmenn tóku til máls. Akveðið var að fresta umræð- unni fram á fimmtudag. APH Drengurinn er hress þ6tt hann sé i súrefniskassa. Hann fékk gulu eins og mörg böru fá rótt eftir fseðingu. Hann er 4 daga gamall. DV-mynd GVA. Nærárekstur fíug- véla til saksóknara Rannsóknarlögregla ríkisins hefur lokiö rannsókn sinni á flug- atviki í september 1984 er tvær Flug- leiðaþotur, með samtals 403 menn innanborös, höfðu nærri lent í árekstri skömmu eftir flugtak vél- anna af Keflavíkurflugvelli. Málið verður nú sent ríkissaksóknara. Loftferðaeftirlit Flugmálastjóm- ar hafði áður rannsakað atvikið. Niðurstaða þess var að aöeins nokkr- ir metrr.r hefðu verið á milli þotn- anna þegar árekstrarhættan var mest. Fram kemur í skýrslu þess að flugstjóri annarrar þotunnar og flug- umferðarstjóri á jörðu niðri lentu í orðasennu meðan stefndi í árekstur. Þotunum var hleypt í loftið með aöeins um einnar minútu millibili af sömu flugbraut. DC-8 þota fór á undan. Boeing 727 þota á eftir klifr- aöi hraðar og dró þá fyrri uppi. Flugstjóri Boeing-þotunnar sá hvert stefndi og hafði orð á því við flugumferðarstjórann sem taldi öllu óhætt þegar í raun stefndi í alvarlegt flugslys. -KMU. Nirfils- hátturfor- Óþarfi ráðamanna j aðtaka frystihúsa j okurlán 8 — sjá lesendur — sjá bls. 5 bls. 14 1 hHHMmmneBanai íslenskirgei raunavinn- ingarhærri en danskir — sjábls.ll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.