Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Side 2
2
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER1985.
Sj6menn ð Rósu frá Hvammstanga sjást hér hnýta fyrir rækjutroll.
Rækjumiðin við Miðfjörð:
„Ofveiði gæti
haft óheppileg-
ar af leiðingar”
— segir Hjálmar Vilhjálmsson
fiskifræðingur.
Rækjumiðin við Húnaf lóa rannsökuð
Rækjubátar við Miðfjörð og Hrúta-
fjörö hafa mokveitt að undanfömu
eins og hefur ktHnið fram í DV. Bát-
arair hafa fengið allt að sex tonn í
einu hali. I framhaldi af fréttum DV
hefur Hafrannsóknastofnunin sent
Ingvar Hallgrimsson fiskifræðing
við annan mann norður til að gera at-
huganir á rækjumiðunum. Ingvar
hefur fariö í róðra með heimabátum
frá Hvammstanga.
„Já, þaö er mikiö magn af rækju
við Húnaflóann. Einhverra hluta
vegna hefur rækjan þjappað sér
saman sitt hvorum megin við Vatns-
nesið. Við erum nú að kanna rækju-
stofninn á því svæði,” sagði Hjálmar
Vilhjálmsson fiskifræðingur.
Hjálmar sagði að auðvitaö væröi
það stefnan að nýta fiskstofna. „Of-
veiði á þessu svæði gæti haft óheppi-
legar afleiðingar ef til lengri tíma
væri lítið. Þetta svæöi verður kannað
vel. Hafrannsóknaskipiö Ámi Frið-
riksson, sem nú er við Vesturland við
súdarrannsóknir, heldur fljótlega
norður fyrir land og þá inn á Húna-
flóa til rækjurannsókna,” sagði
Hjálmar.
— Nú segja sjómenn fyrir norðan
að það sé sárt að sleppa rækju sem er
komin á grafarbakkann og kemur
ekki til með að skila sér aftur?
„Eg hef heyrt þessa rökfærslu áð-
ur og þá einnig í sambandi við aörar
fisktegundir. Þaö er vel skiljanlegt
að sjómenn vilji veiða sem mest,”
sagði Hjálmar.
H jálmar sagði að lítið væri hægt að
segja um rækjustofninn við Húnaflóa
fyrr en rannsókninni væri lokið.
Þess má geta að heildarrækjukvót-
inn á grunnslóðum og í Kolluál er
8820 tonn á ári. Inni í þessum kvóta
er djúprækja ekki. „Djúprækjan er í
rannsókn og það eiga eftir að koma
sérstakar tillögur um nýtingu henn-
ar,”sagðiHjálmar.
-SOS
Kabarett í Inghóli
Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara
DV á Selfossi:
Næstu laugardagskvöld mun Inghóll
á Selfossi bjóöa gestum sinum upp á
kabarett.
Það era Leikfélag Selfoss og stór-
hljómsveit Olafs Þórarinssonar sem
hafa tekið upp samstarf um þessi
skemmtikvöld í kabarettformi. Þar
veröur spaugilegum hliðum hvers-
dagslifsins og ástarinnar gerö góö skil.
Sl. föstudagskvöld var haldin svoköll-
uð forsýning á kabarettinum. Hann
var svo frumsýndur sl. laugardags-
kvöld. Húsfyllir var og mikið hlegið
enda skemmti fólk sér hiö besta. Vil ég
ráöleggja hverjum þeim sem fer að sjá
ástarkabarettinn að hafa með sér
minnst þrjá vasaklúta svo að þeir dugi
út sýninguna.
Aðgangseyrir telst ekki hár. Hann er
1000 krónur fyrir manninn. Þar er inni-
falinn góður og fjölbreyttur matur,
kabarettinn, eins og áður sagði, og
skemmtun til kl. 3 um nóttina. Geta
Selfyssingar verið stoltir af leikfélag-
inu sínu eftir þessar sýningar enda er
tilvalið að hafa heimatilbúin skemmti-
atriði í skammdeginu.
„Er ekkert að klaga
forsætisráðherra”
— vegna ummæla í ..kerlingariti
„Eg er ekkert aö klaga forsætisráö-
herra. Spurningin er bara sú hvort við
eigum aö taka þátt í þessu samstarfi
eöa ekki. Ur því að við höfum ákveöið
að taka þátt í norrænu samstarfi og
mér er falið ákveðið verk hef ég reynt
að sinna því eins vel og mér er unnt,”
sagði Páll Pétursson, forseti Norður-
landsráös, í viötali viö DV.
Utanlandsferöir þingmanna hafa
veriö til umræðu undanfarið. „Þetta er
til komiö vegna ummæla forsætis-
ráöherra í kerlingatimariti hér í
bænum sem heitir Mannlif. Þar lét
hann í ljós hneykslun á utanferðum
mínum,” sagði Páll.
Nú hafa báðir þessir samflokksmenn
látið skrá niður utanferðir hvor
annars. Niðurstaðan var sú að Stein-
grímur hefur vinninginn í utanferöum.
Leikar stóðu 48—37 þegar upplýs-
ingarnar fengust.
„Mín niðurstaða er sú að við eigum
hiklaust að halda áfram norrænu
samstarfi,” segir Páll. „Við höfum
reynt að skera niður ferðir eins og unnt
hefur verið. Það vill nú þannig til að
þetta árið höfum við afar miklum
skyldum að gegna í Noröurlandaráöi.
Auk þess að ég er forseti ráðsins er
Eiður Guðnason formaður menningar-
nefndar, Guörún Helgadóttir formaður
upplýsinganefndar og Snjólaug Olafs-
dóttir formaður ritaranefndarinnar,”
sagði Páll.
Hann sagði einnig að hann ætti eftir
að fara eina ferö á vegum Norður-
landaráös. Förinni er heitiö til Helsing-
fors. Þar verður m.a. fundur forsætis-
nefndar og samstarfsráðherra-
nefndar. Þá mun Páll halda ræðu á
finnska þinginu vegna þess aö liðin eru
30 ár frá því að Finnar gerðust aðilar
að Norðurlandaráöi.
Að þessari ferð lokinni verða ferða-
dagar Páls orönir 40 aö meðtöldum
brottfarar- og komudögum.
APH
EKKIYFIRVEGAÐ-
AR UPPLÝSINGAR
— segir Björn Líndal varaþingmaður um óskaframboðslista forsætisráðherra
„Þaö veröur aldrei hægt aö segja að
svona yfirlýsingar um áhugaverða
frambjóðendur eins og Steingrímur er
að gefa í sambandi við framboðsmál í
Reykjavík séu yfirvegaðar.” Þetta
segir Bjöm Líndal, varaþingmaður
Framsóknarflokksins í borginni.
Steingrímur Hermannsson, forsætis-
ráðherra og flokksformaður, hefur
bent á einstaklinga sem hann álítur
eftirsókn í til framboðs næst. Hvorki
Haraldur Olafsson þingmaður né
Bjöm eru þar nefndir. Ljóst er því
hvað Harald snertir að Steingrímur
tekur beina afstöðu í innanflokksdeil-
um Framsóknar í Reykjavík.
„Eg bendi á,” segir Bjöm Líndal,
„að Steingrímur nefnir enga konu. Þó
er ljóst aþ hæfar konur verða flokknum
nauösynlegar í næstu kosningum.
Svona yfirlýsingar geta hæglega mis-
skilist af mörgum ástæðum.” Bjöm
segist ekki verða í framboði í bráð.
„Eg fer til starfa í Alþjóðabankanum
um mitt næsta ár. Þegar ég kem aftur
tveim árum seinna á ég ekki von á aö
þurfa að hafa áhyggjur af þess konar
misskilningi, sem við eram að tala um
núna.”
HERB
toróur-Þinseýjaraýslu. _----
"Aóalfundur felags áfengTSvarnanufnda í Norftur-Þmgeyjarfays u
haldinn á Raufarhöfn 15. jan, 1985 þakkar þedm verslunarmónnum
sem tóku áskorun aftalfundarins frá 1979 , uin aft hafa ekki o ger ar
pfni t'‘l sölu í verslunum sínum, _ _
Áftalfundur 1985 skorar á þær verslanir f Norftur Þingeyoareyslu sem
enn "hafa ölgerftarefni til sölu aö hætta þv.x hrft snarasta.
fyrir hönd félags áfengisvarnanefnda C Korftur-Þingeyjarsýslu.
'yVO.-r\ UAi &r-^° U. U i
Ljósrit af samþykkt aðalfundar áfengisvarnanefnda í Norður-Þingeyjarsýslu um ölgerðarefni.
Styr um ölgerðarefni í Norður-Þingeyjarsýslu:
„Skipulagðar ofsóknir”
— segir Guttormur Einarsson í Ámunni
„Það hefur komið í ljós að fyrir
tilstilli þessara hálfopinberu áfengis-
varnanefnda hafa verslunareig-
endur og innkaupastjórar víðs vegar
um land verið beittir þrýstingi til að
versla ekki með þessar vörar því ella
fari stór hluti viðskiptavinanna
annað,” segir Guttormur Einarsson í
Ámunni og helsti forsvarsmaður
Landssambands ámuklúbba í viðtali
við DV. Tilefni ummæla Guttorms er
samþykkt á aðalfundi félags áfengis-
varnanefnda í Norður-Þingeyjar-
sýslu er haldinn var síöastliöinn
vetur á Raufarhöfn. Þar var skorað
á verslunareigendur að hafa ekki
ölgerðarefni til sölu í verslunum
sinum.
I kjölfar samþykktarinnar segir
Guttormur að um verulegan
samdrátt hafi orðið að ræöa í verslun
Amunnar við landsbyggðina og telur
hann að skýringuna á því megi finna
„í samræmdum og miðstýrðum
aðgerðum áfengisvarnanefnda”
gegn verslun sinni.
Kærir til Verslunarráðs
I bréfi til Áma Ámasonar í Versl-
unarráði segir Guttormur að sér hafi
borist njósn af skipulögðum andróðri
og nánast ofsóknum gegn söluvörum
sínum víðs vegar um land.
Ennfremur segir Guttormur í
bréfinu að víða hafi komið í ljós að
einstaklingar, tengdir áfengisvarna-
nefndum á viðkomandi stöðum úti á
landi hafi beitt verslunareigendur
og innkaupastjóra þvingunum í
viðtölum til aö fá þá til að hætta aö
versla við Ámuna því ella myndi
verslunin missa viðskipti. Segir
Guttormur að svo hafi verið að sjá
sem þess hafi verið vandlega gætt að
ekki væri unnt að sanna þessar
hótanir. I bréfi Guttorms til
Verslunarráðs segist hann hafa hald-
bæra sönnun fyrir þessum ofsóknum
sem sé áskorun áfengisvarnanefnda
í Norður-Þingeyjarsýslu til allra
verslana í sýslunni þar sem skorað
er á verslanir að hafa ekki ölgerðar-
efni til sölu. I lok bréfsins segir
Guttormur að fyrirtæki sitt hafi orðið
fyrir miklu tjóni vegna þessara
áskorana áfengisvarnanefndanna og
krefst þess að Verslunarráð láti fara
fram opinbera rannsókn á öllum
málavöxtum til aö hiö sanna komi i
ljós. „Við munum áskilja okkur allan
rétt til frekari málaferla og opin-
berrar umfjöllunar um þetta mál til
þess að landsmönnum gefist kostur á
að kynnast starfsháttum þessara
opinberu nefnda,” segir að lokum í
bréfi Guttorms Einarssonar til
Verslunarráðs.
Ámi Amason 1 Verslunarráði tjáði
DV að þeir heföu haft spurnir af
málinu og þegar hefði verið sent
svarbréf til Guttorms Einarssonar
þar sem málaleitan hans var svaraö.
Ekki vildi Ámi tjá sig nánar um af-
stöðu Verslunarráðs, slíkt yrði að
bíða þess tíma er Guttormi hefði
boristsvarbréfið.
Engar ofsóknir
áfengisvarnanefnda
„Við höfum tvisvar sent
verslunum í Norður-Þingeyjarsýslu
áskoranir um að hætta allri verslun
með ölgerðarefni,” sagði Dagný
Marinósdóttir í Sauðanesi, formaður
áfengisvarnanefnda í Norður-Þing-
eyjarsýslu, í samtali við DV. „Það
gleður mig mjög ef menn era
áhyggjufullir yfir minni sölu á
ölgerðarefnum, það sýnir það að
aögeröir okkar hafa einhvern
árangur borið. Hér hefur ekki verið
um neinar ofsóknir eða annað slíkt
að ræða og ekki kannast ég við
neinar hótanir gegn verslunum,”
sagði Dagný.
Að sögn Dagnýjar tóku sumar
verslanir áskoranimar til greina og
hættu sölu á ölgerðarefnum, „en hins
vegar sé ég þetta í flestum
verslunum ennþá, því miður,” sagði
Dagný Marinósdóttir. hhel