Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER1985. Tveir af sonum Ástu, Kolbeinn og Þórir Jökull Þorsteinssynir (Þorsteins frá Hamri), kynna bók móflur sinnar. Nýfundnar sögur eftir Astu Sigurðardóttur „Ef einhver hefði tekið eftir hvernig þær horfðu á mig, rétt áður en ég fór, hvernig þær litu hver á aðra, þegar þær gengu framhjá mér, hefði hann ályktaö: Þarna er sú seka, — skækj- an.” Þannig hófst fræg smásaga eftir Astu Sigurðardóttur, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, sem féll eins og sprengja í kyrrlátt, smáborgaralegt Fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar liggur nú tillaga um að efnt verði til sjálfstæðra kosninga í bænum um opn- un áfengisútsölu. I tillögunni er gert ráð fyrir að kosningarnar fari fram fyrir 1. mars á næsta ári. samfélag Reykjavíkur árið 1951. Nú hefur Mál og menning gefið út Sögur og ljóð eftir Astu, en í þeirri bók eru saman komnar allar smásögur og ljóð sem fullfrágengin voru við lát hennar 1971. Nokkur ljóð og sögur eru í bókinni, sem aldrei hafa birst áður. Að þessu verki stóðu Silja Aðal- steinsdóttir og Kolbeinn Þorsteinsson, sem er einn sona Ástu. Tillagan var lögð fram á bæjar- stjómarfundi síðasta þriðjudag. Af- greiðslu var frestaö til næsta fundar, sem verður þriðjudaginn 26. nóvemb- er. HERB Á blaöamannafundi, sem haldinn var í tilefni af útkomu bókarinnar, sagði Silja að hún geymdi ekki safn Astu heldur aöeins það efni sem talið var fullbúið til prentunar frá hennar hendi. Eftir væru drög að ljóðum, smá- sögum og greinum. Um nýju sögumar, sem varöveittar voru á Handritadeild Landsbókasafns Islands, sagði Silja ennfremur: „Efn- iö, sem sótti á hug hennar siðustu árin, var einkum lif bama til sveita, fátækra og umkomulausra barna. Þetta eru óvægnar og miskunnarlausar sögur. En þær eru afar vel skrifaðar, mynd- vísi höfundar er glögg, einkum þegar hún stillir upp andstæðum, og tilfinn- ingin sönn og sterk.” Eftirmála við þessar sögur skrifa síðan þau Silja og Kolbeinn. AI Hafnarfjörður: Hugsanlega kosið um vínútsölu Opinn háskóli: Háskólanám í heimahúsum Háskólanám i heimahúsum með hjálp sjónvarps, hljóövarps, mynd- banda eða tölva. Þetta er hugmynd sem Ragnar Arnalds, Alþýöubanda- lagi, vill aö Alþingi taki afstöðu til. Hann hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að stofnaður verði opinn háskóli hér á landi. Slíkur skóli gerir nemendum kleift að stunda nám- ið heima hjá sér með hjálp áður- nefndra tækja. Skólinn yrði síðan undir stjóm Háskóla Islands. Ragnar bendir á aö meö þessu móti yrði æðri menntun aðgengilegri fyrir alla, óháð aldri, búsetu eða fyrri menntun. APH Magnús L. Sveinsson, forseti þings Landssambands islenskra verslunarmanna, i ræðustól og til vinstri situr Björn Þórhallsson, formaður sambandsins. DV-mynd GVA. 15. þing Landssambands íslenskra verslunarmanna: Skýr ákvæði um verðtryggingar „Kaupmáttur veröur að vera vel tryggður þannig aö samhliða því, sem allt sé gert til að veita aðhald að verölagshækkunum, séu í samn- ingum skýr ákvæði um verötrygg- ingar.” Þetta kemur m.a. fram í kjara- málaályktun sem samþykkt var á þingi verslunarmanna nú um helgina. Bent er á að launafólk hafi orðið illa úti í öfugþróun síðustu ára. Kaupmáttarrýrnun hafi þrengt aö heimilum og vaxtaokur hafi gert fólki nær ókleift að stofna og halda heimili. Þá er lögð áhersla ó að verkalýðs- hreyfingin verði að sækja fram til aukins kaupmáttar jafnframt því sem lausn verði fundin á félags- legum vandamálum. Forgangsmál þar séu húsnæðismáhn sem stefnt hafi stórum hópum í eignamissi og algjört vonleysi. Ráðstafanir verði geröar til aö greiöslubyröi vegna íbúðakaupa haldist innan bærilegra marka. Þá er því mótmælt að beinir skattar verði lagðir á algengustu nauðsynjar. Skattakerfið verði endurskoðað meö það fyrir augum að tekjuskattur af almennum launa- tekjum verði felldur niður. Vextir lækkaðir I ályktun þingsins um lífeyrismál kemur fram að eðlilegt sé að lækka vexti af lánum sem tekin hafa veriö til að fjármagna eigið húsnæði. Um leið verði þá vextir hækkaðir af lánum annarra sjóðfélaga. Þá er bent á aö aukinn réttur sjóð- félaga í lífeyrissjóðum muni hafa þau áhrif aö greiðslur úr þeim muni hækka. Það hafi jafnframt í för með sér aö greiöslur frá ríkinu í formi tekjutrygginga og annarra trygginga muni minnka. Það er álit þingsins að nota eigi það fé, sem ríkið sparar á þessu, til að styrkja stöðu þeirra lífeyrissjóða sem eiga í erfiðleikum meö aifstanda við skuld- bindingar sínar. -APH í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Hafskipsmenn kaupa sjálfa sig Nú um nokkurt skeið hefur fjöl- mlðlum orðiö tíðrætt um erfiðleika Hafskips og skuldir þess við Útvegs- bankann. Satt að segja virðast menn hafa haft meiri áhyggjur af Útvegs- bankanum, sem hefur lánað, heldur en Hafskip sem skuldar. Að minnsta kosti báru umræður á Alþingi þess merki að miklll kvíði ríki um framtið Útvegsbankans. Verður ekki önnur ályktun dregin en sú að bankinn eigi ekki að vera að lána út peninga, nema skuldunauturinn eigi fyrir lán- unum. Er það heldur skrítin banka- pólitik vegna þess að venjulega fara hvorki fyrirtæki né einstaklingar í banka nema af þvi þá vantar pen- inga. Ef Hafskip ætti nóg af seðlum þyrfti fyrirtækið ekki að slá. En kannski er þetta ný stefna i banka- málum, sem alþingismenn ákveða, að enginn banki láni nema þeim ein- um sem eiga fé. Hinir geta étið það sem úti frýs. Dagfara var öðruvisi farið en þing- mnnnnnnm og fjölmiðlunum. Hnnn hafði meðaumkun með Hafskip vegna þess að Hafskip var komið i vandræði en ekki Útvegsbankinn. Alveg eins og Dagfari hefur með- aumkun með þeim sem hafa slegið lán hjá okraranum, en ekki okraran- um sem hefur lánað peninga. En þetta er sjálfsagt gamaldags hugs- unarháttur. Og nú hefur reyndar komið í ljós að Hafskip þarf ekki á neinni vorkunn að haida. Undanfarna daga berast fréttir um að fyrirtækið sé falt til kaups. Og nógir eru um boðið. Fyrst vildi Eimskip kaupa, svo vildi Sambandið kaupa og nú eru þeir Hafskipsmenn sjálfir búnir að kaupa sjálfa sig. Maður getur skilið að Eimskip vilji kaupa til að gleypa litla bróður og losna við óþægindin af samkeppnlnni. Maður getur líka skil- ið að Sambandið vilji kaupa því þá er komlð í veg fyrir að stóri bróöir gleypi litla bróður og styrki sig i samkeppninni við StS. Þannig vilja bæði Eimskip og SlS tryggja sig í samkeppninnl við hinn með því að gera litla bróður gylliboð, sem ekki er hægt að hafna. Hafskipsmanna biðu sömu örlög og Rauðhettu forð- um, að hverfa ofan í kokið á úlfinum. En þeim þótti hvorugur kosturinn góður, svo sem skiljanlegt er, enda UtiU munur á kokum eftir að maður er á annað borð kominn ofan í þau. Hafskipsmenn tóku því til ráðs að kaupa sjálfa sig. Þetta var óvæntur komið öUum á óvart. Það er ekki á leikur í stöðuqni og hefur sjálfsagt hverjum degi sem menn gleypa sjólfa sig með skuldum og eignum og öUu múr- og naglföstu og er þetta gert að sögn forráðamaúna tU að tryggja betur stöðuna. Makalaust er að engum skuU hafa dottið þetta i hug fyrr. Venjulega horfir maður upp á það að ágætustu fyrirtæki fari á hausinn og leggi upp laupana, skuldug upp fyrir haus, án þess að fá rönd við reist. Engum hefur dottið í hug að kaupa sjálfan sig og forða sér þannlg undan hamrinum og lánar- drottnunum. Með þessu vinnst ýmislegt. Haf- skip er ekki lengur tU, þannig að hvorki Útvegsbankinn né þingmenn- irnir þurfa að hafa frekari áhyggjur af því fyrirtæki. 1 öðru lagi þarf nýja fyrirtækið hvorki að koma sér upp eignum né skuldum, því nóg er af því fyrir. Og í þriðja lagi hlýtur það að vera þægUegt fyrir hina uýju eigend- ur að semja við hina gömlu þegar viðsemjendumir eru þeir sjálfir. Og aUtaf hlýtur það að vera auðveldara að semja um hagstætt kaupverð þegar ekki er við aðra að eiga en sjálfan sig. Svona kaup gerast enn á eyrinni og sannar að sá býður best, sem vett hvað átt hefur áður en misst hefur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.