Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Page 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER1985.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Maður verður að fá tilfinningu fyrir deiginu og sennilega er gott að læra meðferðina með því að nota
hendurnar. En við erum búin að prófa að nota hrærivél og það gekk mjög vel.
Á námskeiöi meö DV:
Gerbaksturinn þolir
ekki dragsúg eða kulda
„Tíminn fram að jólum fer í alls
kyns námskeið. Þetta eru stutt
námskeið, tveggja til þriggja daga,
bæði dag- og kvöldnámskeið. Nefna
má námskeið í gerbakstri, smurðu
brauði, veislumat, fiskréttum, glóð-
arsteikingu, smáréttum, fatasaumi,
vefnaði, almennri matreiðslu og loks
ábætisréttum og laufabrauðabakstri
fyrir jólin,“ sagði Ingibjörg Þórar-
insdóttir, skólastjóri Hússtjórnar-
skóla Reykjavíkur, í samtali við
neytendasíðu DV.
Skólinn var stofnaður árið 1942 og
hét þá Húsmæðraskóli Reykjavíkur.
Þegar jafnréttismálin urðu ofarlega
á baugi var nafni skólans breytt í
Hússtjómarskóli.
- Eru það samt ekki mest konur
sem stunda nám við skólann?
„Nemendur eru mestmegnis konur
en þó eru karlar fjölmennir á nokkr-
um námskeiðanna. T.d. erum við
núna með menn úr Trésmiðafélagi
Reykjavíkur sem eru að læra al-
menna matreiðslu.
Karlmenn hafa einnig sótt kvöld-
námskeiðin okkar. Þetta eru menn á
ölium aldri, algengt að nokkrir taki
sigsaman, t.d. vinnufélagar.
Saumanámskeiðin hafa eingöngu
verið sótt af konum, og þá frekar
ungum konum. Tíu eru á hverju
námskeiði og eru íjögur í gangi í einu
þannig að fjörutíu manns eru á
hverju sex vikna námskeiði.
Vefnaðarnámskeiðin eru í sjö vik-
ur, þrisvar í viku. Þar eru einnig tíu
í einu. Einnig er boðið upp á vinnu-
stofu í vefnaði. Ef einhver sem verið
hefur á námskeiði þarf að komast í
vefstól er hægt að fá hann leigðan
hjá okkur,“ sagði Ingibjörg.
Eftir áramótin verður breyting á
starfsemi skólans. Þá hefst fimm
mánaða hússtjórnarnámskeið. Á því
eru tuttugu og fjórir nemendur sem
geta valið um heimavist eða að búa
heima hjá sér. Nám í hússtjórnar-
deildinni gefur punkta í fjölbrauta-
skólunum til matartækni- náms og
einnig í mynd- og handmenntarnámi.
Töluvert er um að nemendur Kenn-
araháskólans sæki þetta nám. Skóla-
gjald er 1200 kr. en nemendur greiða
allan efnis- og matarkostnað.
Gjaldi fyrir námskeiðin er mjög
stillt í hóf. T.d. kostar gerbaksturs-
námskeiðið, sem stendur í tvo daga,
aðeins 550 kr. Nemendur fá mjög
góða tilsögn auk þess sem þeir fá að
borða það sem kennarinn bakar í tvo
daga og fara svo heim með eigin
bakstur.
Veislumatarnámskeiðin kosta 800
kr. og smurbrauðsnámskeiðin um 700
kr.
Námskeið í ræstingu
Á námskrá fimm mánaða nám-
skeiðsins eftir áramótin er einn lið-
urinn þvottur og ræsting.
- Hefur aldrei komið til tals að
halda námskeið í slíkum fræðum, t.d.
fyrir þá sem stunda ræstingar og
heimilishjálp hjá borginni.
Hann kvæntist síðar ekkju sem einn-
ig átti mörg börn.
Strax og komið er inn í húsið er
rúmgóð forstofa með stórum stiga
upp á loftið. Gólfið í forstofunni er
úr marmara en allir veggir málaðir
með „marmaramálningu" eins og í
gömlum, ítölskum kastala.
Skrifstofa skólastjóra, setustofa og
borðstofa eru á neðri hæðinni, auk
eldhússins. Þar eru gólfin úr gamal-
dags massífu parketi, hátt er til lofts
Margir bjuggu til fléttubrauð sem þarna eru komin í lyftingu. Fremst
má sjá jólahringinn með kanilfyllingu. Þetta sýnist flókið en í rauninni
er þetta sáraeinfalt mál - maður verður aðeins að vita hvernig á að
gera þetta!
voru svo þungir að varla var hægt
að lyfta þeim með annarri hendinni.
Virðuleg húsgögn voru í borðstof-
unni, nóg húsrými til þess að hægt
sé að dúka fagurlega borð fyrir fjölda
manns.
Tólfeldavélar
Eldhúsið er rúmgott og bjart með
tólf eldavélum. Daginn sem DV kom
í heimsókn var búið að kveikja á
flestum ofnunum og mikill hiti í
eldhúsinu. Við ætluðum að taka þátt
í gerbakstursnámskeiði með nokkr-
um öðrum konum úr Mosfellssveit.
Heilmikið er um að kvenfélög úr
nágrenninu hafi milligöngu um að
félagsmenn þeirra sæki námskeið í
skólanum.
„Það er mjög áríðandi að hafa hlýtt
þegar baka á með geri, ekki bara í
eldhúsinu, helst í öllu húsinu. Það
má heldur ekki opna glugga fyrr en
síðasta platan er farin í ofninn.
Gerbakstur þolir ekki trekk,“ sagði
Áslaug Sigurgrímsdóttir kennari við
áhugasama nemendur sína.
Nemendurnir settust fyrir framan
kennaraborðið þar sem Áslaug var
með alls kyns poka og krúsir með
hinum ýmsu mjöltegundum.
Kennslufyrirkomulagið er með
þeim hætti að Áslaug útskýrir eigin-
leika gersins og sýnir aðferðina við
baksturinn um leið og hún fram-
kvæmirverkið.
Þegar búið er að hræra fyrsta hluta
deigsins saman er því komið fyrir til
lyftingar. Eins og áður var sagt verð-
ur að vera heitt í éldhúsinu og ekki
dragsúgur.Til þess að flýta fyrir lyft-
ingu lét Áslaug heitt vatn í einn
vaskinn og lét deigskálina þar ofan
í og breiddi klút yfir.
Námskeiðið stóð í tvo daga. Fyrri
daginn sýndi hún okkur tvílyftingu
„Við buðum upp á slík námskeið
einmitt fyrir þessa aðila og ræddum
við þá stofnun borgarinnar sem sér
um ráðningu heimilishjálparinnar.
Þessi tillaga fékk ekki góðar undir-
tektir, var m.a. borið við að þá þyrfti
að meta starfið til hærri launa og á
því virtist enginn áhugi,“ sagði Jak-
obína Guðmundsdóttir, fyrrverandi
skólastjóri skólans. „Það er augljóst
mál að slík námskeið ættu að geta
verið hagkvæm fyrir það fólk sem
stundar þessi störf og raunar alla. í
heimilishjálpinni eru bæði ungar
stúlkur og piltar og enginn er fæddur
með því að kunna þessi störf til hlít-
ar,“ sagði Jakobína.
Við tökum heils hugar undir þau
orð.
Áslaug kennari tekur kransinn
fullbakaðan út úr ofninum.
og gluggarnir stórir með hvítmáluð-
um gluggakistum og breiðum körm-
um. Á veggjunum hanga fögur mál-
verk eftir íslenska meistara en við
skólann er til listaverkasjóður sem
stendur straum af kostnaði við lista-
verkakaup.
Þarna er m.a. gullfallegt olíumál-
verk af Guðbjörgu í Múlakoti eftir
Ásgrím Jónsson, auk mynda eftir
Jóhann Briem, Þórarin B. Þorláks-
son og fleiri meistara.
í borðstofunni tókum við eftir
tveimur stórum koparstjökum sem
Virðulegthús
Hússtjórnarskóli Reykjavíkur er
til húsa í gömlu og virðulegu húsi
að Sólvallagötu 12. Skólinn var
stofnaður árið 1942 en húsið var
byggt miklu fyrr sem einkaheimili.
Það byggði ekkjumaður, efnaður
kaupmaður, sem átti mörg börn.
Kennarinn, Áslaug Sigurgrímsdóttir, með nýbakað fléttubrauðið sem
hún gaf svo nemendum með kaffinu.