Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Page 25
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER1985.
25
Peningamarkaður
Innián með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
íyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn-
ir eruverðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 34%
nafnvöxtum og 34% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 36% nafnvöxtum og
39,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30'%,
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%t 3 mánuði
25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6
mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%.
Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi ér 34,1%, eða
eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum
reikningum reynist hún betri. Vextir færast
tvisvaráári.
Utvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóó-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en
innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir
7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast
með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið-
um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg
eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð-
stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og
greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð-
bætur greiðast með höfuðstól við innlausn.
Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta-
auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru
meðEÚtal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum
reikrnngum bankanna og með 50% álagi.
Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur
greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis-
tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau
eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9%
vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn-
lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu
SDR.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársíjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og íleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eni í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár. ^
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11 % vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
1,125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í nóvember 1985 er 1301
stig en var 1266 stig í október. Miðað er við
grunninn lOOíjúní 1979.
Uyggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985
er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983
en 3392 stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20.11.1985
INNLÁN IVIEÐ SÉRKJ0RUM '6 | lllhl
sjAsérlista ii || fiiiiiJi li
INNLAN óverðtryggð SPARISJDOSBÆKU R Úbundin innstæða 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 '22.0 22,0 22.0
SPARIREIKNINDAR 3ja mán. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23,0 25.0 23.0 25.0 25.0
6 mán.uppsögn 31.0 33.4 30.0 28.0 28.0 30,0 29.0 31.0 28.0
12mán.uppsogn 32.0 34,6 32.0 31.0 32.0
SPARNAOUR- LANSRETTURSpaiað3-5mén. 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0
INNLÁNSSKÍRTEINI Sp. 6 mán. ogm. 29.0 28.0 30.0 28.0 26.0 23.0 29,0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17,0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0
Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0
INNLÁN VERDTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4,5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ
ALMENNIR VlXLAR (forvextír) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0
VIDSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34.0 2) kge 32,5 kso 32.5 kge kge kge 34.0
ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0
VIÐSKIPTASKULÐABRÉF 35.02) kge 35.0 kge 33,5 kge kgc kge 35.0
HLAUPAREIKNINGAR yfirdrAttur 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lcngrien21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTIÁN TIL FRAMLEIDSLU SJÁNEÐANMÁLS1)
1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 27,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,5%,
í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 12,75%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilaiána er 2% á ári, baeði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum.
Sandkorn Sandkorn
Hringormar eru algengir i fiski.
Þetta er liklega stóri f nendi.
Það. er oft talað um lög-
frœðingaveldi á íslandf. En
ekki mun það vera betra úti
í Bandarlkjunum. Þar er
aUt morandi í mönnum af
þessari stétt, svo mjög að
þeir berjast um hvern bita.
Þar mun því ekkl vera erfitt
um vik að fá þá til að taka
að sér mál, þött hæpin séu.
Sú saga er höfð cftir
Magnúsi Gústafssyni, for-
stjóra Coldwater í Banda-
rikjunum, að kerling ein,
amerísk, hefði eitt sinn
fundið orm í fiskblokk sem
hún hafði keypt. Vildi kerla
nú í mál við fyrirtækið sem
hafði selt fiskinn. Kvaðst
hún hafa fengið taugaáfall
við að sjá orminn og ætti sér
vafalaust eftir að versna að
mun því við þetta atvik
hefði ýfst upp annað
hryliingsatvik sem hún
hefði orðið fyrir. Það var
líka viðkomandi ormum.
Ekki mun kerlingin hafa
verið I miklum vandræðum
með að fá sér lögfræðing,
þött forsendurnar væru
svona og svona...
Kveður við
annan tón
Hver kannast ekki við
auglýsingar sem byrja á:
„Fiskverkunarfólk óskast
...”? Oftast eru þær i þurr-
kuntulegum stíl þar sem
lífsleiðinn drýpur af hverju
orði.
En nú kveður við annan
tón. Hið margfræga fyrir-
tæki Þormóður rammi aug-
lýsti nýlega eftir starfsf ólki
f frystihús. Þar eru sigl-
firskar húsmæður ákallað-
ar með svofelldum eggjun-
arorðum:
„Nú er tæklfæri til að
bregða sér út á vinnumark-
aðinn! Þetta tækifæri opnar
ykkur möguleika á
nokkrum eftirtöldum at-
riðum:
TUbreytlng frá heimUis-
störfum, þátttaka í aukn-
ingu þjóðartekna, tekju-
möguleikar fyrir báða aðila
(okkur og ykkur), kunn-
ingsskapur við gott fólk, út-
víkkun á s jóndeUdarhringn-
um...
Verið óhræddar. Látið
ekki aldur eða önnur smáat-
riði verða ykkur fjötur um
fót...”
Hvað skyldu annars
margar hafa sótt um?
Bráóum koma biessuft jólin og
þá hafa meuu vœntanlega gjör-
nýtl ÖU þau jólatUboð sem eru í
gangi.
Féll á eig-
in bragði
Söluhemaður er uú
hafinn fyrir blessaða friðar-
hátiðina sem nálgast
óðum. Er öllum meðulum
beitt og ekkert til sparað,
svo að kaupmenn geti nú
prangað sem mestu inn á
lýðinn.
Fyrirtækið Nesco hefur,
sem kunnugt er, auglýst
girnileg jólatilboð samfara
ljúfum tónum. En svo gerð-
ist það á dögunum að sam-
keppnisaðili, Japis, aug-
lýsti „jólatilboð nr. 1”.
Nesco-mönnum ofbauð
frekjan því þeir þóttust eiga
allan rétt á orðinu „jólatfl-
boð”.
Þeir kærðu þvi Japis til
Sambands auglýsingastofa.
Þar var mállð tekið fyrir og
Japismenn heðnir að gera
grein fyrir sinu máli. Það
var auðsótt þvi þeir drógu
einfaldlega npp elntak af
Samúel frá 1982. A baksiðu
blaðsins var auglýsing frá
Japis og þar stóð stórum
stöfum „jólatilboð”.
Það voru því Japis-menn
eftir allt saman sem áttu
hugmyndina.
Siðanefnd SlA visaði mál-
inufrá.
Af hraóa
hmdninum
Liklega er hvergi sagt
eins margt ljótt eins og við
hraðahindranimar á götum
Reykjavíkur og annarra
þéttbýlisstaða. Þessi leyni-
vopn, sem eiga að s já um að
balda ökubraða niðri, gefa
ökumöunum oft ærlegan
skell. Það er nefnilega erfitt
að greina fjárans bindran-
imar úr fjarlægð. Og þvi fer
sem fer.
Bæjarblaðið á Akranesi
hafði af því spurnir að
ónefndum bæjarfulltrúa
hefði orðið hált á svellinu í
þessum efnum. Sá hinn
sami er sagður vera mik-
U1 bvatamaður hraða-
hindrana af þessu tagi. Svo
um daginn var hann á
dauðasiglingu inn Vestur-
götuna á Skaganum. Hafði
hann þá steingleymt að
samþykkt sú sem hann
hafði barist sem mest fyrir
var orðta að veruleika. Hins
vegar f ékk farkostur bæjar-
fuUtrúans að finna fyrir því
þegar hann sentist yfir
bunguna, með braki og
brestum.
Já, svona getur það verið.
Umsjón:
JóhannaS. Slgþórsdóttir.
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
BÍÓHÖLUN - VÍGAMAÐURINN * * *
SÁ NAFNLAUSISNÝR AFRJR
Vigamaöurinn
Leikstjóri: Clint Eastwood.
Handrit: Michael Butler.
Kvikmyndun: Bruce Surtees.
Tónlist: Lennie Niehaus.
Aöalleikarar: Clint Eastwood,
Carrie Snodgress og Michael
Moriarty.
Clint Eastwood hefur gert það
sem enginn hefur þorað að gera í
Hollywood í nokkur ár. Hann tók
sig til og gerði vestramynd - bann-
orð í Hollywood síðan Cimino gerði
mesta „kvikmyndaflopp“ aldarinn-
ar, Heavens Gate, sem fjallaði ein-
mitt um villta vestrið.
Eastwood hefur efni á að gera það
sem hann vill og lét engar hrakspár
hindra sig í að gera Vígamanninn
(Pale Rider). Fyrir utan að leika
aðalhlutverkið leikstýrir hann
myndinni og framleiðir. Og áhætt-
an hefur svo sannarlega borgað sig
fyrir hann. Vígamaðurinn er vel
heppnuð kúrekamynd í anda
myndanna sem hann gerði með
Sergio Leone á árum áður.
Eftir sterkt byrjunaratriði, þar
sem áhorfandinn fær smjörþefinn
af því sem koma skal, kemur nafn-
laus kúreki (Clint Eastwood) ríð-
andi inn í smábæ og bjargar einum
gullgrafara úr klónum á mönnum
LaHoods sem er á góðri leið með
að ná undir sig öllum jörðum.
Kúrekinn gengur vasklega til
verks og gullgrafarinn Hull Barret
(Michael Moriarty) fær hann til að
koma með sér í heimabyggð sína
þar sem allt hefur verið lagt i rúst
af mönnum LaHoods.
Þar klæðist þessi vígamaður
prestakraga, þorpsbúum til mikill-
ar undrunar. Kúrekinn hefur mikil
áhrif á gullgrafarana og fyllast
þeir eldmóði og neita jafnvel að
selja reiti sína fyrir ágæta pen-
ingaupphæð. Kúrekinn hefur sér-
Clint Eastwood bregst ekki þegar hann er kominn
í vestrabúninginn sinn.
staklega mikil áhrif á mæðgur
einar. Hrífast þær báðar af honum
þótt sitt á hvorn mátann sé.
LaHood fær nú til liðs við sig
frægan vígamann sem skartar lög-
reglumerki og er hann með sex
óálitlega menn með sér. Á nú að
hrekja gullgrafarana á brott fyrir
fulitog allt....
Vígamaðurinn er spennandi
strax frá upphafi og er virkilega
gaman að sjá Clint Eastwood aftur
í gervi sem verið hefur hans vöru-
merki. Sem leikstjóra tekst honum
alltaf best upp í kúrekamyndum og
er Vígamaðurinn sönnun þess.
Kvikmyndun Bruce Surtees er
mikilfengleg á köflum. Má geta
þess að myndin er látin gerast að
vetri til og er snjóföl yfir landinu
- sannarlega ekki algeng sviðsetn-
ing í vestramyndum.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um frammistöðu Eastwoods.
Hann er fæddur í hlutverk sem
þetta: nafnlausi vígamaðurinn sem
mikil dulúð hvílir yfir. Hann varð
frægur fyrir þetta hlutverk. Aðrir
leikarar falla að sjálfsögðu í skugg-
an en þar er margt ágætra karakt-
erleikara.
Vígamaðurinn hefur komið
vestramyndum aftur upp á pall-
borðið hjá framleiðendum í
Hollywood og eru þekktir menn
þegar teknir að fást við gerð slíkra
mynda. Mætti segja mér að ekki
verði langt þangað til við fáum að
sjá Clint Eastwood aftur í kúreka-
mynd.
Hilmar Karlsson.