Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Síða 28
28
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NÖVEMBER1985.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Lystisnekkja hennar: áhöfnin er 49 manns en með þjónum og öðru starfsliði vinna alls 270 manns á skipinu.
Madonna
fær ekki
f rið í
Hollywood
Hún er ríkasta
kona í heimi
— glæsilegoggáfuð
Þeir sem áhuga hafa á að giftast
til fjár ættu að fylgjast vel með
Nabilu Khashoggi. Hún er afburða-
falleg, greind og síðast en ekki
síst... ríkasta stúlka í heimi og
einhleyp, tuttugu og þriggja ára.
Nabila er dóttir arabíska milljóna-
mæringsins Adnan Khashoggi. Talið
er að eignir hennar séu jafnvirði eins
og hálfs milljarðs Bandaríkjadala.
Hún stýrir tveim fyrirtækjum í eigu
föður síns og er velta þeirra milljónir
dala á ári. Nabila vinnur í París og
New York og á þar glæsiíbúðir en
helst vill hún vera í glæsilegri villu
sem hún á á frönsku rívíerunni. Þar
er fullbúið einkadiskótek og’ kvik-
myndahús.
„Nabila eyðir þúsundum á auga-
bragði," segir vinur hennar. I versl-
unarleiðangri í París eyddi hún á
einum degi um einni og hálfri milljón
dala (60 milljónir ísl.) í kjóla, skó,
skartgripi og feldi.
Eitt sinn var Nabila á siglingu um
Miðjarðarhafið. Hún fann ekki eina
einustu flík sem hana langaði til að
klæðast og bað því þjónustustúlkuna
að henda innihaldi fataskápsins fyrir
borð.
Eitt djásnið í eigu Nabilu er
snekkjan hennar. Þetta er 3500
tonna skip og er áhöfnin 49 manns.
Meðal „fylgihluta" er þyrla, diskó-
tek, kvikmyndasalur, sem tekur
rúmlega hundrað manns í sæti, og
*> svo 800 kvikmyndaspólur til að velja
úr.
Flestir eru þó á einu máli um að
Nabila sé dugnaðarforkur til vinnu
enda hvílir mikil ábyrgð á henni.
„Mér finnst ég ekki vera rík pabba-
stelpa, ég vinn hörðum höndum eins
og aðrir. Ég vinn reyndar svo mikið
að ég hef engan tíma til að velja mér
eiginmann. Ég fæ bréf og gjafir frá
karlmönnum úti um allan heim en
ég kæri mig kollótta. Maðurinn minn
yrði að vera fallegur, metnaðargjarn
og nægilega efnaður til að geta stað-
ið undir fjölskyldu," sem sagt mjög
ríkur ef miðað er við smekk Nabilu.
Nabila Khashoggi: rikasta stúlka í heimi.
Annette Nilsson
knattspyrnuhetja
Annette Nilsson er besta knatt-
spyrnukona Svíþjóðar og það er
talið að miklu leyti henni að þakka
að knattspyrna kvenna er orðin
vinsælasta íþróttagreinin þar í
landi á eftir karlaknattspyrnunni,
ef svo má aðorði komast.
Annette lék reyndar í strákalið-
um langt fram á unglingsár því það
voru engin kvennalið til. Hún segir
að margir strákar hafi þolað það
mjög illa þegar hún „sólaði" þá upp
úr skónum. Einn þeirra varð svo
reiður að hann sparkaði viljandi í
hnéð á henni þegar hún var fjórtán
ára með þeim afleiðingum að hún
gat ekki staðið við ferminguna sína
og var marga mánuði að ná sér.
Annette og félagar hennar í
sænska kvennalandsliðinu eru
reyndar Evrópumeistarar en svo
langt hefur karlalandsliðið aldrei
komist.
Og af hverju er hún að þessu?
„Bara gaman.“
Ekki bara góð í fótbolta heldur
líka stórglæsileg. Annette Nils-
son er frægasta knattspyrnu-
konaSvíþjóðar.
Madonna ætlar að flytja frá
Hollywood. Hún er búin að fá nóg
af því að geta ekki verið í friði fyrir
aðdáendum sínum. Hún skilur
ekkert í þessu, það er engin Ma-
donna í símaskránni nema hús
guðsmóðurinnar og samt vita allir
hvar hún á heima.
Madonna og maður hennar, leik-
arinn Sean Penn, ætla að flytja á
rólegan stað, helst upp í sveit.
Annars er það helst að frétta af
hjónunum að þau munu leika í
sinni fyrstu mynd saman. Hún á
að heita Blind Date og er talið
líklegt að Richard Benjamin fái
þann mikla heiður að leikstýra
þeim. Hjónin eru engir nýgræðing-
ar á hvíta tjaldinu. Hún er fræg
(svona fyrir utan plöturnar sínar)
fyrir að leika í myndinni Desperate-
ly Seeking Susan og hann m.a. fyrir
Fálkann og snjómanninn.
Madonna í banastuði. Nú er
henni ekki lengur vært í
Hollywood.
Simmons, bassaleikari Kiss,
er bara ansans ári trúverðug-
ursem kona.
Bassaleik-
ari Kiss
leikur kyn-
skipting
Gene Simmons meikaði sig allt-
af voða, voða mikið þegar hann
var bassaleikari í þungarokks-
hljómsveitinni Kiss. Og sjáið
árangurinn: Nú er hann búinn
að leika kynskipting í kvikmynd.
My ndin heitir Too Young to Die.
Kynskiptingurinn heitir Velvet
Ragnar. Meðal skemmtilegustu
atriða kvikmyndarinnar er ást-
arsena milli Velvets Ragnars og
kvenkarakters sem Vanity, fylgi-
fiskur Prince, leikur. Annað
óborganlegt er þegar Simmons
syngur lag sem heitir It Takes a
Man Like Me to Be a Woman
Like Me.