Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Side 29
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER1985. 29 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Bruce Springsteen er vellauðugur en gleymir ekki að hann er af fátækum kominn. Hér er hann með fólki sem berst fyrir bættum hag atvinnulausra. Bruce Springsteen er ekki nískur! Rock lét koma fyrir styttum af börnum í garði sínum: „Þau tákna börnin sem ég eignast aldrei.“ Billy Crystal heitir maður nokkur og er skemmti- kraftur í Bandaríkjunum. Hann kemur fram í sjón- varpi og á það til að koma fram í allra kvikinda líki. Hann hefur brugðið sér í gervi svo ólíkra manneskja sem Grace Jones, Sammy Davies, Prince og Tinu Turner! Við sjáum hann hér á leiðinni að verða Tina Turner og svo sem Prince. //. Cr ROCK HUDSON ÞRÁÐIAÐ EIGNAST BÖRN Rock Hudson var-ákaflega leiður yfir að hafa ekki eignast börn, segja vinir hins látna leikara. Hann gekk meira að segja svo langt að segja að hann vildi að hann væri ekki hommi. Þótt merkilegt sé þá segja vinir Hudsons að hann hafi tvívegis orðið ástfanginn af konum og viljað kvæn- ast. Þegar ég dey mun enginn bera nafn mitt. Eg var einbirni sjálfur og móðir mín hlakkaði ætíð til að eign- ast barnabörn. Ég er viss um að ég hefði verið mjög góður faðir,“ sagði Rock við vini sína. Vinur Rocks segir leikarann hafa haft á orði að hann hefði tvívegis orðið ástfanginn, fyrst af dansaran- um Veru-Ellen og svo leikkonunni Marilyn Maxwell. Hudson og Vera-Ellen voru saman árið 1949. Þau munu hafa trúlofast en Hudson sleit trúlofuninni að kröfu stúdíósins sem taldi feril hans í hættu ef hann kvæntist. Nokkrum árum síðar kynntist hann stórglæsilegri leikkonu, Mari- lyn Maxwell að nafni, og varð ást- fanginn upp fyrir haus. Hún virðist hafa hryggbrotið Hudson en reyndar vildi hann aldrei segja af hverju þau hættu að vera saman. Rock sá alltaf eftir því að hafa ekki kvænst annarri hvorri. Hann þráði svo mjög að eignast böm að hann lét koma fyrir styttum af börn um í garðinum hjá sér og sagði að þær merktu börnin sem hann eignað- ist aldrei. Vinir hans bera honum allir þá sögu að hann hafi verið einstaklega barngóður og hafi verið síleikandi við börn þeirra. Rock sagði við vinkonu sína: „Ég er hommi og get ekki annað en ég vildi að svo væri ekki og ég gæti eignast konu og börn.“ Bruce Springsteen er sjálfsagt sá rokkari sem mest hefur grætt á þessu ári. Platan Born in the USA hefur selst í milljónum eintaka og hljóm- leikar hans hafa verið gríðarvel sótt- ir. Bruce hefur látið mikið fé af hendi rakna til atvinnulausra víða um heim, til dæmis í Bretlandi og Frakklandi, auk þess til atvinnu- lausra í heimalandi sínu. Á dögunum sótti hann fund hjá baráttusamtökum sem vinna fyrir atvinnulausa í stáliðnaði í Kaliforn- íu. Bruce hefur látið 35 þúsund dali af hendi rakna til samtakanna á síðustu tveimur árum (nær ein og hálf milljón íslenskra króna). Springsteen sagðist hneykslaður á því hversu sjálfumglaðir Kaliforn- íubúar væru. „Þegar ég talaði um atvinnulausa stáliðnaðarmenn á tónleikum hér héldu allir að ég væri að tala um einhverja aðra borg en þeirra eigin.“ Hann hermir eftir Tinu, Grace, Prince og Sammy Stúdíóið vildi ekki leyfa honum að kvænast Veru-Ellen. Rock var ástfanginn af Marilyn Maxwell en honum til mikils harms batt hún enda á sam- bandið. Uppskriftin blýantur, varalitur ... . .hárkolla ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.