Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Síða 32
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1985. Átti að greiða 29 þúsund enekki55 Samkvæmt útreikningum eins rikisbankans átti maður einn aö greiða um 55 þúsund krónur í vexti og verðbætur af skuldabréfi sínu. Hann settist niður og fór að reikna út hvað honum bæri að greiða. 1 ljós kom aö hann átti að greiða um 29 þúsund í stað 55 þúsund króna. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu sem Jón Baldvin Hannibals- son, Alþýðuflokki, hélt á Alþingi þegar þingmenn hófu umræður um okurlánaviðskipti. Samkvæmt útreikningum bank- ans átti maðurinn að greiða 22 þúsund í vexti og um 33 þúsund í verðbætur. Maöurinn sem hafði ___ bókhaldsþekkingu, komst að því aö bankinn hafði reiknað með breyt- legum vöxtum í staö fastra vaxta. Samkvæmt því átti hann aðeins að greiða 9 þúsund krónur. Þá hafði bankinn notaö vitlausar verðbætur. Samkvæmt því átti hann aðeins að greiða 20 þúsund krónur í verð- bætur i stað 33 þúsund. „A hverjum degi er lætt fjöl- mörgum gluggaumslögum inn um bréfalúguna hjá fólki. Eg spyr því, í hversu mörgum tilfellum eru útreikningar afborgana kol- rangir?” sagði Jón Baldvin. APH Sparisjóðsbækur: Vextimirnei- kvæðiruml2% Vextir á sparisjóösbókum eru nú orðnir neikvæðir um 12 prósent miðaö við verðbólgu síðasta mánaðar. I viðtölum við viðskipta- ráðherra og forsætisráðherra í gær kom fram að báðir vilja að innláns- vextir verði hækkaðir á sparisjóðs- bókum. Lánskjaravísitaian hækkað um 2,8 prósent í síðasta mánuði. Þetta þýðir að á ársgrundvelli er nú um 39 prósent verðbólga. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum eru vextir á sparisjóösbókum þvi orðnir neikvæðir um 12 prósent. Vextimir eru nú 22 prósent og er talið aö þeir verði að hækka í 28 prósent. APH LOKI Það þarf nú að skoða þetta betur með bí- flugurnar og blómin i skólakerfinu! Akureyrarbær vill kanna víðtækari eignaraðild að hitaveitunni: Kannar sölu á hlut sínum í stórfyrirtækjum Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: „Það getur verið nauðsynlegt að skjóta af fallbyssum, þó því fylgi aðallega drunur,” sagöi Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær- kvöldi. Sigurður lagði þar fram tillögu um að kannaöur yrði möguleiki á aö selja hlut Akureyrar í Landsvirkjun til þess að bæta eiginfjárstöðu Hita- veitu Akureyrar, en skuldir hennar nema um 1.700 milljónum. En ný til- laga kom fram og öllu víðfeðmari: Kannaður yrði sá möguleiki aö selja hlut bæjarins í fyrirtækjum hans, eins og Slippnum, Utgerðar- félagi Akureyringa og Krossanesi. Jafnframt yrði kannaður möguleiki á víðtækari eignaraðild að hitaveit- unni. Orð Sigurðar hér að framan sagöi hann í lokaumræöunni um nýju til- löguna. Hún var samþykkt sam- hljóða, 11—0. „Eg lít svo á að með þessari samþykkt hafi mín tillaga verið afgreidd, ” sagði Sigurður. I umræðum um nýju tillöguna var orðalagið „eignaraðild ríkisins” lengi vel inni. Gunnar Ragnars, Sjálfstæðisflokki, sagði á loka- stundu: „Eg er á móti orðalaginu: eignaraðild ríkisins”. Tekið var undir það og gert hlé á fundinum til að breyta orðalaginu. „Víðtækari eignaraðild” kom í stað- inn. „Hva, vilja menn ekki selja rík- inu hitaveituna. Eg myndi selja Þor- steini hana strax á morgun ef hann vildi kaupa,” sagði Jón G. Sólnes, Sjálfstæðisflokki, í miðju hléinu. Allir bæjarstjórnarmenn ítrekuðu að ekki væri verið að samþykkja sölu á neinu, aðeins að kanna möguleika á sölu. Stjórnarfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga var fram haldið i morgun. Menn biða afstöðu stjórnar- innar til samstarfs við Íslenska skipafélagið sem Hafskipsmenn stofnuðu á dögunum. Á myndinni, sem tekin var á tíunda tímanum í morgun, kemur Valur Arnþórsson stjórnarformaður á fundinn og Erlendur Einarsson forstjóri tekur á móti honum. DV-mynd GVA. Hólmfriður Karlsdóttir, ung- frú heimur. Hófíger- ir lukku Frá Sigurbirni Aðalsteinssyui, fréttaritara DV í Englandi: Það hefur verið mikið að gera hjá Hólmfríði Karlsdóttur, nýkrýndri Miss World, undanfama viku. Strax morguninn eftir aö hún vann titilinn kom hún bæði fram í út- varpi og sjónvarpi hér á Englandi. I gærkvöldi kom Hólmfríður, eða Hófí ems og hún er kölluð hér, fram í þætti Def O’Connorr á ITV sjónvarpsstöðinni. Þátturinn fór í loftið klukkan 20, sem er besti tími sjónvarpsútsendinga og þar sem ITV er vinsælasta sjónvarpsstöð Bretlands má búast við að með þættinum hafi fylgst um sjö milljónir áhorfenda. Viðtaliö sem þáttastjórnandinn tók við Hólmfríði stóö yfir í tæpar tíu mínútur og komst Hólmfríður mjög vel frá honum. Þau ræddu um Island og komst gestgjafinn að því að það kemur meira frá Islandi en þorskur og Magnús Magnússon, eins og hann hélt. Myndi Hólmfríði langa að leika í kvikmyndum? „Eg hef ekki hugsað mikið um það en er ekki á móti því að prófa,” sagði hún ámjöggóöriensku. 100-200 milljónir bar á milli um Hafskip — enn óljóst um Atlantshaf ssiglingar og tap Útvegsbankans Á milli hugmynda Eimskips og kaupverðs Islenska skipafélagsins á innanlandsdeild Hafskips bar 100— 200 milljónir króna. Eimskip bauð 9,5—12,2 milljónir dollara, 400—510 milljónir króna. Islenska keypti á 15 milljónir dollara, 625 milljónir króna. Jafnframt er sá reginmunur á að Eimskip vildi fá eignir og viðskipta- sambönd Hafskips en Islenska keypti til þess meðal annars að ákveðnir einstaklingar ættu þess kost áfram að standa í skipaútgerö- inni, þá líklegast með SlS. Islenska á nú þau fjögur skip, sem voru í eigu Hafskips, auk ýmissar að- stöðu. Skipadeild SIS á sex og hálft skip. Ljóst er að gangi saman milli þessara aðila verður SIS langstærsti hluthafinn með liklega 65—75%. Þaö skýrist fyrst í dag hvort SlS gengur til formlegra samninga. I dag er einnig von á niðurstöðu um af- drif Atlatnshafssiglinga Hafskips. Rætt hefur verið við erlenda aðila um samvinnu eða sölu. Náist ekki saman um það verður þessi deild Hafskips lögð niður. Hugsanlegt og líklegt tap Utvegs- bankans eftir allt öldurótið kringum Hafskip ræðst endanlega með afdrifum Atlatnshafssiglinganna. Eftir sölu innanlandsdeildarinnar munu enn standa eftir skuldir hátt á annað hundrað milljónir. Það er þó óstaðfest. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.