Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Page 2
2
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
Afnám vísitölu á skammtímalán ársgamalt áform í ríkisstjórninni, segir Steingrímur:
„Bankamir taki áhættu
af skammtímasveiflunT
„Afnám vísitölu á skammtíma-
lán, til þriggja ára eða skemmri
tíma, var fyrst til umræðu í rikis-
stjórninni um síðustu áramót. Úr
framkvæmdum hefur ekki orðið
þar sem verðbólgan hefur ekki
haldist i þeim skorðum sem við
vonuðumst eftir. Ætlunin er að
koma þessu á um næstu áramót,"
segir Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra.
Jafnvel þótt verðbólgan sé ekkert
minni eða viðráðanlegri en fyrir
ári? „Við stefnum auðvitað að því
að ná verðbólgunni aftur niður og
hún verður að nást niður. Og bank-
amir verða að taka þátt í því. Þeir
verða að bera áhættuna af skammt-
ímasveiflum ekkert síður en lán-
takendur. Það veitir' öllum að-
hald.“
Samkvæmt þessu vom fyrstu
fregnir af hugsanlegum breyting-
um í þessu efni nú, um að á bak
við byggi sérstök tillaga Þorsteins
Pálssonar íjármálaráðherra, stór-
lega ýktar. Þetta er sem sé árs-
gömul fyrirætlun ríkisstjómarinn-
ar og núna eru umræður teknar
upp aftur fyrir frumkvæði bæði
forsætisráðherra og fjármálaráð-
herra.
Verði af því að vísitölubinding
skammtímalána falli niður, fást
skammtímalán eingöngu á þeim
markaðsvöxtum sem bjóðast í
bankakeríínu á hverjum tíma. Allt
er í óvissu um það hvort vextir
verða gefnir frjálsir með nýjum
seðlabankalögum þrátt fyrir
ákvæði í þeim um það. Lögin áttu
upphaflega að taka gildi um ára-
mótin en liggja enn sem frumvarp
í viðskiptaráðuneytinu.
í því er raunar ákvæði sem heim-
ilar Seðlabankanum að breiða
vængi sína á ný yfir vextina við
sérstakar, tímabundnar aðstæður.
í Seðlabankanum eru uppi raddir
um að erfitt verði að beita slíku
ákvæði nema af afar sérstökum
tilefnum. Það jafngildi nánast yfir-
lýsingu ríkisstjómar um neyðar-
ástand.
Eins og stendur eru vextir á
óverðtryggðum lánum undir verð-
bólgu og ávöxtun slíkra lána skilar
naumast eða ekki raunvöxtum. Á
meðan lifa bankamir á verulega
neikvæðum raunvöxtum á innlán-
um á almennar sparisjóðsbækur
sem enn em aðeins 22% á ári í 37%
verðbólgu. Raunvextir á verð-
tryggðum útlánum eru nú á hinn
bóginn 4-5%, samkvæmt ákvörðun
Seðlabankans.
Það er samdóma mat allra að
þetta séu allt of háir raunvextir.
Um það segir Steingrímur Her-
mannsson: „Við þekkjum raun-
vexti upp í 7% í Bandaríkjunum
og niður í 1,5% í Sviss. Ég tel 3%
raunvexti í rauninni algert hámark
og vil að við stefhum að minnsta
kosti niður í þá tölu. En til þess
verðum við fyrst að treysta mjög
peningalegan spamað og ná þann-
ig og með aðhaldi í fjárfestingu
almennt og opinberum rekstri
sæmilegum jöfnuði á peninga-
markaðnum."
HERB
Stjórn Arnarflugs á fundinum í gær. Lengst til hægri er stjórnarformaðurinn, Haukur Björnsson.
Baki í myndavélina snúa Anna Sverrisdóttir og Ómar Ólafsson, fulltrúar starfsmanna, og Agnar
Friðriksson framkvæmdastjóri. Fjær eru Grétar Br. Kristjánsson og Guðmundur Pálsson, fulltrúar
Flugleiða, og Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri Sambandsins. DV-mynd PK.
TAP ARNARFLUGS17
MILUÓNIR KRÓNA
Rekstrartap Amarflugs fyrstu
níu mánuði ársins nam um 17 millj-
ónum króna. Þessar niðurstöður
voru kynntar á fundi stjórnar
Amarflugs í gær.
Búast má við að þegar árið í heild
verður gert upp sýni tölur enn
meira tap því að venjan er í rekstri
íslenskra flugfélaga að þau tapi á
. síðasta ársfjórðungi.
í frétt frá stjóm Arnarflugs segir
að mikil hækkun vaxtagjalda sé
meginástæðan fyrir því að afkoman
sé ekki betri en raun ber vitni, þrátt
fyrir gífurleg umsvif. Þau hafi aldr-
ei verið meiri í sögu félagsins.
Amarflug hafi meðal annars verið
stærst flugfélaga í pílagrímaflugi á
liðnu sumri. Til að fjármagna þann
umfangsmikla rekstur hafi félagið
þurft að taka á sig mikinn ófyrir-
séðan vaxtakostnað á liðnum
mánuðum.
Liðlega 50 milljóna króna bati
varð á rekstri Arnarflugs á tímabil-
inu frá júlíbyrjun til september-
loka. Heildárvelta í septemberlok
var liðlega 1.008 milljónir króna,
borið saman við 309 milljónir króna
á sama tíma í fyrra.
Starfsmenn Arnarflugs em nú á
bilinu 120-130. Á liðnu sumri, þeg-
ar umsvifin voru mest, vom starfs-
menn samtals 485.
-KMU.
Dómurinn kom öllum
mjög á óvart
Bankakerfid tekið í gegn:
RÆNINGJA
BÆU
— segir Jón Baldvin Hannibalsson
„ Það er krafa þjóðarinnar að al-
þingismenn fari ekki heim fyrr en
búið er að taka til i bankakerfinu,"
sagði Guðrún Helgadóttir, Alþýðu-
bandalagi, á Alþingi í gær. Hún og
nokkrir aðrir þingmenn vildu að
rækilega yrði hrært upp í bankakerf-
inu, sem Jón Baldvin kallaði reyndar
ábyrgðaiaust ræningjabæli.
Á dagskrá var fmmvarp Guðmund-
ar Einarssonar, Bandalagi jafnaðar-
manna, þess efnis að viðskiptaráð-
herra eigi að skipa bankaráð ríki-
sviðskiptabankanna og að alþingis-
mönnum sé óheimil seta í bankaráði.
Þingmenn notuðu tækifærið til að
ræða um hlutverk ríkisbankanna.
Hafskipsmálið bar oft á góma og það
talið vera orðið alþjóðlegt hneykslis-
mál.
Guðmundur Einarsson sagði að
það væri óeðlilegt að Alþingi kysi í
bankaráðin og væri þar með að færa
arma sína yfir í framkvæmdavaldið.
Hann nefndi Hafskipsmálið þar sem
milljónum króna væri ausið úr
banka án þess að þingmenn hefðu
hugmynd hvað væri að gerast. Á
meðan sætu þeir á þingi og reyndu
að kreista fáeinar krónur í hin og
þessi verkefni. Þegar ákveðið var að
verja einu söluskattsstigi til hús-
næðismála ætlaði allt um koll að
keyra. Hins vegar hefði á sama tíma
verið að smeygja út um bakdymar í
Útvegsbánkanum um fjórum sölu-
skattsstigum til Hafskips, Þetta fé
ætti nú almenningurað greiða. Hann
sagði það vera kaldhæðnislegt að í
einu dagblaðanna hefði verið birt
auglýsing frá Utvegsbankanum þar
sem sagt væri að með því að leggja
inn í ríkisbanka væri engin áhætta.
Jóhanna Sigurðardóttir, Alþýðu-
flokki, sagði að það væru alvarlegir
gallar á bankakerfinu. Hún sagði að
það ætti að auka sjálfstæði bankaeft-
irlitsins. Og innan skamms myndi
hún leggja fram frumvarp um að
bönkum væri einungis heimilt að
lána út ákveðið hlutfall af eigin fé
bankans. Hún lýsti yfir stuðningi við
frumvarp Guðmundar í megindrátt-
um. Það gerði Guðrún Helgadóttir
einnig. Hún sagði að það þyrfti að
endurskoða bankakerfið algjörlega
og bankamir væru stjórnlausir, hún
væri nú að vinna að fmmvarpi þar
sem gert væri ráð fyrir því að banka-
eftirlitið yrði sjálfstæð stofnun.
Jón Balbvin Hannibalsson, Al-
þýðuflokki, var harðorður í garð
ríkisbankanna. Hann taldi eðlilegast
að þeir yrðu lagði niður í sinni mynd
og reknir af sínum raunvemlegu
eigendum eða þeim sem skiptu við
þá. Hann kallaði bankana ræningja-
bæli sem hefðu undanfama áratugi
rænt öllu sparifé af fólki. Það væri
ábyrgðarlaust bankakerfi.
Páll Pétursson, Framsóknarflokki,
sagðist vera andvígur frumvarpinu.
Hann sagði það vera undantekningu
að þingmenn Framsóknarflokksins
sætu í bankaráðum. Hann taldi einn-
ig að margt mætti læra af Hafskips-
málinu. Það mál væri þó ekki hægt
að skrifa á reikning núverandi bank-
aráðs. Þetta mál hefði verið að gerast
ígegnumárin. . APH
Sex útvarpsmál í
meðf erð dómstóla
„ Niðurstöður dómsins komu
okkur öllum mjög á óvart. Við
töldum að hér væri ekki um svo
alvarlegan glæp að ræða. Erfitt er
fyrir löggjafann að meta þennan
útvarpsrekstur hér á Ísafírði á
þennan hátt í dag með tilliti til
þeirra aðstæðna sem giltu í verk-
fallinu í fyrra. Fólkið vissi ekkert,
frétti ekkert, vissi ekki einu sinni
hvaða lög voru í gildi. Símaþjón-
ustan lagðist niður, menn vom að
frétta af alls konar uppþotum í
Reykjavík, byltingum í Háskólan-
um og árásum á ráðherra. Okkur
þótti ekki ólöglegt að upplýsa hvað
væri að gerast ef þess væri nokkur
kostur. Það ömurlegasta í þessu
máli er að 17 ára skólpiltur er
dæmdur sakamaður fyrir að hafa
spilað músík í 1 klukkustund,"
sagði Úlfar Ágústsson, fram-
kvæmdastjóri á ísafirði, í samtali
við DV í morgun.
Úlfar var ásamt níu öðrum
dæmdur í fésekt fyrir að hafa starf-
rækt ólöglega útvarpsstöð á
ísafirði í tvo daga í verkfalli BSRB
í fyrrahaust. Þeir Úlfar Ágústsson,
Ámi Sigurðsson ritstjóri, Óskar
Eggertsson framkvæmdastjóri,
Yngvi Kjartansson blaðamaður og
Bjöm Hermannsson rafvirki myn-
duðu hið svokallaða „útvarpsráð"
og hlutu 5000 kr. sekt eða 5 daga
varðhald. Magni Veturliðason raf-
eindastjóri, Guðmundur Kristins-
son rafeindavirki, Bjarní Hákonar-
son verslunarstjóri og Jakob Garð-
arsson nemi ( 17 ára ) hlutu 3000
króna sekt eða 3 daga varðhald.
Þeim dæmdu ber einnig a'ð greiða
dómskostnað.
í niðurstöðum dómsins segir m.a.
að hvorki neyðarréttur hafi rétt-
lætt þessa úvarpsstarfsemi né hafi
eínkaréttur fallið niður vegna
verkfalls. -KB
Sex svipuð mál og dæmt var í á
ísafirði í fyrradag, vegna ólöglegs
útvarpsrekstrar í BSRB verkfall-
inu í fyrra, eru nú til meðferðar
í dómskerfinu. Þrjú eru í Reykja-
vík, eitt á Akureyri og eitt á
Siglufirði. „ Auðvitað er einhver
hliðsjón höfð af fyrri dómum í
svipuðum málum. Þó hafa hér-
aðsdómar ekki algjört fordæmis-
gildi. Hins vegar hefur Hæstirétt-
ur mikið fordæmisgildi. Líklegt
er að þessum dómi á ísafirði verði
vísað til Hæstaréttar, annað-
hvort af domþolum eða ríkissak-
sóknara,“ sagði Jón Erlendsson
hjá Saksóknara ríkisins sem mun
dæma í einu þessara mála.