Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Page 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11.SIMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ARVAKUR H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Ruglingslegar tillögur Fyrri efasemdir um, að ríkisstjórnin geti áfallalítið grautað áfram í efnahagsmálum þjóðarinnar og fjármál- um ríkisins, eru orðnar að fullri vissu. Hún hefur misst flest þau tök, sem máli skipta - og lifir í sjálfsblekkingu. Gert er ráð fyrir, að í dag samþykki ríkisstjórnin ruglingslegar tillögur forsætis- og fjármálaráðherra um afnám vísitölu af skammtímalánum og lengingu skamm- tímalána yfir í langtímalán. Ekki hefur verið upplýst, hvort þetta sé samræmd aðgerð eða sitt hvor. Hugsanlegt er, að lántakendur eigi að fá að velja milli vísitöluafnáms eða lengingar. Einnig er hugsanlegt, að þeir fái hvort tveggja. Það mundi þá þýða, að hin nýju langtímalán yrðu einnig án vísitölu. Þar með væri búið að fleygja allri vísitölutryggingu fyrir róða. Sennilega eiga ráðherrarnir við, að húsbyggjendur, sem eru í vandræðum vegna eldri lána, eigi að fá skuld- breytingu til lengri tíma og þá með vísitölu. Ennfremur, að þeir, sem taka ný lán, fái þau til skamms tíma og án vísitölu. Þetta séu semsagt ekki sömu lánin. Kúvendingin frá stefnu sparifjármyndunar er sögð gerð í þágu húsbyggjenda. Samt hafa margir bent á, að vísitalan hafi á allra síðustu árum fylgt launakjörum. Það sé ekki hún, heldur hækkun vaxta, sem sé að fara með húsbyggjendur um þessar mundir. Mun raunhæfara væri að reyna að halda sparnaði inni 1 bankakerfinu og reyna að styðja húsbyggjendur með öðrum hætti, til dæmis með því að endurgreiða þeim hluta vaxtanna með skattafslætti. Slík hliðarað- gerð væri síður líkleg til að valda skaða á öðrum sviðum. Ríkisstjórnin hefur ekki haldið þannig á málum, að hún geti leyft sér að reka sparifé úr bönkunum. Hún á frumkvæði að stórfelldum taprekstri þjóðfélagsins um þessar mundir. Vöruskiptahallinn, sem nam 300 milljón krónum í fyrra, tvöfaldast á þessu ári í 600 milljónir. Enn alvarlegri verða tölurnar, þegar þjónustuhallinn er tekinn með. Samanlagt er búizt við, að viðskiptahall- inn muni nema 5100 milljón krónum á þessu ári. Slíkur halli lýsir sér auðvitað í, að áfram er safnað skuldum í útlöndum og aukinn kostnaður við útgerð þeirra. Ný langtímalán frá útlöndum, umfram endurgreiðslur eldri lána, munu nema 3300 milljón krónum á þessu ári. Verður þá skuld íslendinga í löngum og stuttum lánum gagnvart útlöndum komin upp í 300 þúsund krónur á hvert mannsbarn. Það eru 1,2 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Brotlegasti aðilinn í söfnun þessara skulda er sjálft ríkið og stofnanir þess. Hið opinbera skuldar um 50 af 70 milljarða heildarskuld þjóðfélagsins. f langtíma- skuldum er hlutur ríkisvaldsins enn hærri. Fyrir þessari skuld hefur ríkið sett ófædd börn að veði. Ríkisstjórn forsætis- og fjármálaráðherra hyggst geys- ast áfram á þessari hröðu braut til helvítis. Áætlað er, að á næsta ári muni nýjar erlendar lántökur opinberra aðila nema 6,1 milljarði króna, sem er 2,4 milljörðum umfram endurgreiðslur eldri skulda. Forsætis- og fjármálaráðherra hafa engar hugmyndir sett fram um niðurskurð ríkisútgjalda til að mæta þessu. Þeir hafa heldur ekki sett fram neinar hugmyndir, hvernig ríkið geti sótt þetta fé í innlendan sparnað í stað hinna erlendu lána, sem gera þjóðina gjaldþrota. Þeir setja aftur á móti fram ruglingslegar hugmyndir, sem hæglega og líklega munu skaða þjóðarhag. Jónas Kristjánsson „Ár eftir ár hafa menn spáð því að nú hljóti að koma að því að almennur samdráttur í þjóðfélaginu komi í ljós í minnkandi kaupgetu." ENNÍ Þá fer mesta kauptíð ársins í hönd. Enn streitumst við að kenna hana við fæðingu sveinbarns aust- ur í ísrael fyrir hartnær tvö þúsund árum, og víst tekur minning þess víðast hvar völdin þegar jólin halda innreið sína. Engu að síður er það staðrend að vikurnar fyrir hana eru hátíð annars guðs, pen- ingaguðsins Mammons. Raunar skipta þessar vikur sköpum hvað varðar afkomu fjölda fyrirtækja og þá um leið manna. Fróðlegt verður að sjá hvernig kauptíðin verður hérlendis þessar næstu vikur. Ár eftir ár hafa menn spáð því að nú hljóti að koma að því að almennur samdráttur í þjóðfélag- inu komi í ljós í minnkandi kaup- getu. Jafnoft hafa þessar spár brugðist. Þá hefur verið gripið til annarrar spár, sem sé að verslunin væri „fölsk“, það er að segja fólk greiddi ekki þær vörur sem það keypti heldur byggi sér til láns- traust með greiðslukortum sem það síðan lenti í erfiðleikum með að borga. Einnig þessar spár hafa brugðist að mestu leyti, þótt víst sé að vanskil vegna greiðslukorta fari nú mjög vaxandi umfram það sem peningastofnanir kæra sig um að segja frá í fréttum. Það er því ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að spá þessu einu sinni enn. Þó verður það gert og jafnframt látinn í ljósi ótti um að enn eigi ástandið eftir að versna á því ári sem í hönd fer. Hornsteinar og gálgatimbur Allt íslenska þjóðfélagið hefur í raun verið rekið á fölskum forsend- um í langan tíma. Margs kyns áföllum og samdrætti hefur verið mætt með því að taka fé að láni erlendis. Ríkisstjómir hafa ekki viljað viðurkenna staðreyndir og hafa jafnvel gripið til svo fárán- legra aðferða við að halda verð- bólgu niðri að fyrirskipa ríkisfyrir- tækjum að taka lán erlendis til þess að fjármagna rekstur sinn. Stjómarandstaðan hefur svo sann- arlega ekki látið sitt eftir liggja í skollaleiknum. Þótt á stundum hafi skynsamleg orð hrotið út úr fulltrúum hennar hafa gerðirnar oftast verið að hella olíu á eldinn. Fjölgun atvinnutækifæra hefur verið langmest í opinberri þjónustu og öðrum þjónustugreinum. Nú er ekkert athugavert við þau störf út af fyrir sig, síður en svo, því mörg þeirra miðast að því að stórauka verðmæti hinnar efnislegu fram- leiðslu og búa landsins bömum bjartari fi-amtíð. Hins vegar hefur skort á að stuðlað hafi verið nægi- lega að nýsköpun í framleiðsluat- vinnuvegunum svokölluðu, en þar er einkum átt við landbúnað,.sjáv- arútveg og iðnað. Þannig hefur endurnýjun íslensks atvinnulífs ÖLDUDAL meira verið í ætt við gálgatimbur en trausta homsteina hárra sala. Að vísu hefur heilmikil nýsköpun víða átt sér stað. Kannski óvíða meiri en í landbúnaði, þrátt fyrir allt. Hins vegar hefur hún ekki haft undan að vega upp á móti þeim samdrætti sem þar hefur orðið vegna þess að allt of lengi var fram- fylgt óskynsamlegri framleiðslu- stefnu. Vonandi kemur nýsköpunin þar til góða á næstu árum. Sjávarútvegurinn hefur átt í vök að verjast. Þar var einnig fylgt óskynsamlegri framleiðslustefnu lengur en fært var og virðast sumir Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON um verið honum til góðs, því hann hefur orðið að vaxa af eigin verkum en ekki styrkjum. Nú hafa augu stjórnvalda loks, að því er virðist, opnast fyrir því að hér sé skipu- legra aðgerða þörf og boðaður er stuðningur við iðnþróun sem von- andi verður meiri en orðin tóm. Það þarf hins vegar langan tíma til að byggja upp iðnað og mark- aðssetja vörurnar, ekki síst þegar til skamms tíma hefiir verið litið á markaðsstarfsemi sem afætustörf. Samdráttur í þjónustu -hvað þá? Því miður bendir flest til þess að framundan sé samdráttur í þjón- ustu án þess að aðrir atvinnuvegir séu tilbúnir til þess að fylla upp skarð það sem þá verður á vinnu- markaði. Ferðamannaþjónusta kann þarna að vera undanskilin, en á mörgum öðrum sviðum hrann- ast nú upp óveðursský. Þeir sem til þekkja í viðskiptaheiminum telja hið svokallaða Hafskipsmál aðeins toppinn á ísjakanum, eins og á stundum er sagt. Mörg fleiri mál eigi eftir að koma upp á yfir- borðið. Kannski ekki eins stór hvert um sig, en margt smátt gerir eitt stórt. Hér skulu engin nöfn nefhd, en þessir menn hafa fullyrt í mín eyru að ýmis rótgróin fyrirtæki og einn- ig ný eigi eftir að leggja upp laup- ana á næstu mánuðum. Ýmist fari þau á hausinn eða verði sameinuð öðrum, allt eftir aðstæðum og jafn- vel pólitískum styrkleika aðstand- A „Því miður bendir flest til þess að ™ framundan sé samdráttur í þjónustu án þess að aðrir atvinnuvegir séu tilbúnir til þess að fylla upp skarð það sem þá verður á vinnumarkaði.“ ekkert hafa lært á því sviði enn í dag. Erfitt árferði lagðist á sveif með stjómunarlegum mistökum við að kreppa að þessum mikilvæg- asta atvinnuvegi okkau-. Afleiðing- in hefur orðið sú að allt of mikil orka hefur farið í það að deila um skömmtun og gjaldþrota skip í stað endurnýjunar og skynsamlegrar nýsköpunar. Afleiðingin er að við erum að veróa með úreltan flota og eigum enga peninga fyrir nýjum skipum. Heildarsamtök hagsmuna- aðila í útvegi og stjórnvöld hafa nú tekið höndum saman og lífsskil- yrði í hafinu batnað, en hæpið er að verulegur bati komist í sjávarút- veg næsta árið. A hátíðlegum stundum hefur löngum verið sagt að iðnaðurinn sé vaxtarbroddur íslensks atvinnu- lífs. Stjórnvöld hafa hins vegar löngiun dregið lappimar þegar komið hefur til stuðnings við hann. Kannski hefur það raunar á stund- enda þeirra. En hvort heldur sem verði þá fari ekki hjá því að mikill fjöldi fólks missi atvinnu sína, líkt og nú hefur gerst hjá Hafskipi. Og hver getur tekið við því fólki? Þótt mikið kapp verði lagt á nýsköpun framleiðsluatvinnuvega er engin von til þess að þeir geti á næsta ári tekið við miklum mannafla, enda miðast framleiðsla þar nú ekki síst við það að eins fáar hend- ur þurfi til að vinna verkin og mögulegt er til að halda fram- leiðslukostnaði niðri. Því er mikil hætta á því að sá samdráttur, sem orðið hefur í af- komu þorra fólks, haldi áfram og aukist fremur en hitt á næsta ári, enda þótt gmnnur sé lagður að betri tíð. Éftir tvö til þrjú ár ætti leiðin hins vegar að liggja upp úr öldudalnum að nýju ef stjómvöld og aðilar vinnumarkaðar taka skynsamlega á málum. Magnús Bjarnfreðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.