Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
13
ABL. - GÖMLU LUMMURNAR ÁFRAM
Þar sem stoimasömum landsfundi
Alþýðubandalagsins er rétt nýlokið
er ekki hægt að skilja við sjúklinginn
án smáathugasemda. Því svo undar-
legt sem það nú annars er þá er ennþá
í lok 20. aldarinnar til fólk hér á
Vesturlöndum sem vill hafa aila
stjómmálastarfeemi bak við hurð,
þangað og þaðan sem enginn sér eða
heyrir.
Að skrifa/skríða upp
flokkslistann
En þar kom loksins að því að gömlu
póhtbúróstalínistamir í flokknum
gáfu sig, svo venjulegt fólk, svona
smóborgarar eins og ég og þú, gat
fylgst með uppskurðinum. Þetta eitt
var nú annars ekki litil framfór. - Það
var bara jafhvel hægt að afsaka að
þurfa að horfa á strætó-banann, frk.
Guðrúnu Ágústsdóttur, í ritarastóli
samkomunnar í staðinn.
Fröken Guðrún er annats einmitt
ein þessara dæmigerðu frambjóðenda
Flokksins sem um þessar mundir er
að reyna að skrifa sig upp framboðs-
hsta flokksmaskinunnar, í óverðskul-
duðu m'ði hennar um vin sinn, hr.
Svein Bjömsson strætóforstjóra, fyrir
allt strætóokrið hans. Maður bara
spyr sjálfan sig hvers þessi vesahngs
Sveinn eigi orðið að gjalda. - Því það
vill einmitt svo óhönduglega til að
þessi sama Guðrún var forgöngu-
manneskja þess hér á sínum tíma að
ráða þennan burtsparkaða hr. Svein
tdl strætisvagnanna
Guðrún réð burisparkaða
SV-forstjórann
Svo leiðinlega stóð þannig á þá að
hr. Sveini Bjömssyni strætóforsfjóra
hafði tiltölulega nýlega verið sparkað
sem forstjóra Iðntæknistofhunar ís-
lands þegar frk. Guðrún réð þennan
„atvinnulausa" forstjóra til SVR og
okrið hófst. - Það getur stundum
verið erfitt að þurfa að kannast við
krógann.
„...hér dugar engin andlitslyfting
né ný/gömul andlit með ný smæl
en sömu tuggumar og sömu ráð-
leysin og hr. Svavar Gestsson
gerði sig sekan um.“
Ég veit þetta vel, Guðrún, að það
getur verið erfitt að standa í þessan
póhtík nú á þessum hræðilegu niður-
rifetímum fjölmiðlunarinnar þegar
blaðrað er frá öhu. Og fleiri blöð en
Pravda em gefin út Þessu greina-
pakki er ekkert heilagt Það er ekki
einu sinni hægt að fa að hafa lands-
fundi póht-búrósins lokaða fyrir þessu
blaða-greina-pakki.
En höldum okkur við efiiið. Þið
verðið að afeaka mig, en mér hættir
svo oft til að skrifa um aUt annað en
ég ætla mér. Ég er iðulega áður en
ég veit af farinn að skrifa um uppá-
haldsstjómmálafólkið mitt.
Verður breytingunum
fylgteftir?
Spumingin núna annars í alvöm
er sú hvort Alþýðubandalagið ætlar
að fylgja því eftir áfram, og í reynd,
að gera flokkinn lýðræðislegri en
veriðhefur.
Það er alveg sama hvað gömlu
útbrunnu hugmyndafræðingamir
segja og dásama lýðræðið í Flokkn-
um, eða öUu fremur lýðræðisskortinn,
þá finnst kjósendum hann vera
staðnaður ólýðræðislegur og hund-
leiðinlegur. Og reyndar ýmislegt
fleira. Það er ískaldur raunveruleik-
inn hvað sem flokksræðisvélin malar.
Sem auðvitað endurvarpast best í
hruni flokksins í skoðanakönnunum
nú í stjómarandstöðu. - Og það
gegn þeirri ríkisstjóm sem mest hefiir
rænt af daglaunum launafólks í allri
sögu lýðveldisins, og þó lengra og
víðar væri leitað. Auðvitað er eitthvað
að, enda þótt „hugmyndafræðingam-
ir“ í flokkseigendafélaginu sjái náttúr-
lega ekkert fyrir þykku sólgleraugun-
um í grámuggunni.
Og spvurúngamar, sem brenna því
heitast á vinstra fólki, em auðvitað
hvort lýðræðisþróuninni verði haldið
áfram. Því rétt fyrsta skrefið er stigið.
Og hvort miklu fleira nýju fólki með
alvöru húmanisma og sósíalisma að
leiðarljósi verði veitt traust í miklu
fleiri trúnaðarstöðum flokksins. Og
flokksvél Siguijóns og Svavars gefið
frí.
Þreyttu flokksandlítin
ennþá áfram?
En hitt er borðliggjandi að hvorki
er né verður Alþýðubandalagið nokk-
um tímann stór flokkur eða traust-
veiðugur með þessi sömu gömlu
þreyttu flokksandht á framboðshstum
sínum. Sömu þreyttu andlitin og gerðu
svo eftirminnilega í nytina sína í
stjómartíð sinni í Reykjavík og lands-
málum. Um það em amk. kjósendur
nokkuð sammála „þótt heimskir séu“,
eins og hiökk út úr ónefridum kven-
borgarfidltrúa Flokksins hér um árið.
Ný smæl duga ekki lengur
Og menn skyldu líka alveg gera sér
það ljóst að hér dugar engin andhts-
Kjallarinn
MAGIMÚS H.
SKARPHÉÐINSSON
FYRRV. VAGNSTJÓRISVR
lyftíng né ný/gömul andht með ný
smæl en sömu tuggumar og sömu
ráðleysin og hr. Svavar Gestsson gerði
sig sekan um. - Það er ekki nóg að
b}Tja á þvi, þegar menn verða ráð-
herrar, að kaupa sér rauðsanseraðan
Chevrolet-Mahbu og skubba svo flest-
um alvöru baráttumálunum fram af
borðinu til að koma nýja guhpenna-
statífinu fyrir, um leið og nýju ráð-
herrajakkafötin em sett upp. Þetta er
kannski hægt einu sinni. - Og þó.
En í fullri alvöm annars þá ríður
nú á að breyta flokknum í lýðræðis-
legan, umbótasinnaðan og djarfan
vinstri valkost eigi nokkur möguleiki
að vera á að safna íslendingum saman
í vinstri samfylkingu, eins og alls
staðar á Norðurlöndunum hefir tekist
nema hér. Flokkskontóristamir ættu
einnig að hugleiða þetta áður en þeir
tala af þessum sama gorgeir um aukið
flokksræði, meiri miðstýringu og
minni breytingar. Þessi atriði skera
úr um hvort Alþýðubandalagið verður
þessi 10-15% flokkur í íslenskum
stjómmálum næstu áratugina áfram
eða eitthvað meira'.
Markmiðin sem vinna
verðurkerfisbundið að
En semsagt, þau lágmarksm.irkmið,
sem setja verður, ef tal.. á staifið
alvarlega, eru þessi helst:
- að lofa yaigra og róttækara fólki
að komast meira inn á fram-
boðslistana,
- að gefa þreyttu frambjóðend-
unura með þreyttu andlitin fri,
- markvissari stefnuskrá, er
kveður mun skýrar á um
stefnumálin, framkvæmd
þeiira, forgangsröð o.fl.,
- að taka aftur upp óskoraða
baráttu gegn erlendum her á
íslandi,
- að vinna að því að ísland segi
sig úr Nató og setjist á bekk
með hlutlausum ríkjum er
afiieiti vopnavaldi i samskint-
um þjóða,
- að taka upp einarða afstöðu á
öllum alþjóðaþingum með kúg-
uðum þjóðum og minnihluta-
hópum allra landa og svæða,
- að koma upp þjálfunarskóla
fyrir áhugafólk um stjómmál,
hvemig þau gangi fyrir sig,
vinnureglur, leikreglur, neyð-
arreglur og önnur markviss
vinnubrögð sem em ALGER
forsenda þess að eitthvað náist
fram af stefnumálunum.
Fyrst af öhu er náttúrlega að gera
upp við sig hvort menn ætla sér að
ná nokkrum alvöru árangri í stjóm-
málum. Og ef svo er ekki, eins og
virðist mega sjá á vinnubrögðum ahf-
lestra alþýðubandalagsmanna hingað
til, þá á auðvitað að stjaka svona
athugasemdum eins og þessum í rusla-
körfuna umsvifalaust. - Annað er
hrein tímasóun.
Magnús Skarphéðinsson.
KVENNALISTINN
- margan skell fær sú hurð
Oft hefur mig langað að stinga
niður penna og svara einhverju af
þeim linnulausa áróðri sem sífellt
glymur í eyrum. Alltaf er verið að
reyna að fá fólk til að trúa öllu illu
um Samtök um kvennalista,
Kvennaframboð og yfirleitt allt
það sem hefst á orðinu kvenna:
T.d. las ég um daginn að Albert
hefði gefið „kvennalistanum“ tvær
milljónir. Ég vildi að satt væri.
Hitt hélt ég að flestir vissu að
Hlaðvarpinn er í eigu allra þeirra
kvenna sem hafa keypt þar hluta-
bréf hvar í pólitík sem þær eru.
Ekki sama hver er
Mér er líka minnisstætt í haust
þegar tvær kvennaframboðskonur
voru „teknar“ við að mála með
rauðum lit á götur borgarinnar,
þær voru að minna fólk á Hiros-
hima (og var þess minnst víða um
lönd á þennan hátt). En þetta var
enginn smáglæpur. Þær voru nafn-
greindar í fjölmiðlum eins og gert
er þegar morðingjar eiga í hlut
(margdæmdir nauðgarar eru ekki
nafngreindir opinberlega). Þetta
„athæfi" var básúnað feiknin öll
og óspart talað neikvætt um
Kvennalistann vegna þessa máls.
Nokkru seinna var mikið mara-
þonhlaup í Reykjavík, þá voru
málaðar bláar rendur og örvar á
allar þær götur sem hlaupnar voru,
og viti menn, nú var það allt í einu
ekkert mál að „klína málningu" á
götumar. Engin blaðaskrif, ekkert
umtal.
Ætli það geti verið „glæpurinn“
að kvennaframboðskonur voru
þama að verki? Eða er aðeins blái
liturinn leyfður og alls ráðandi í
borg Davíðs?
Því miður hefur ekki verið haldið
á lofti eða hampað því sem vel er
gert af hálfu þeirra sem að Kvenna-
listanum standa. Þingfréttamenn
virðast hafa einstakt lag á að láta
mæta afgangi, „svo ekki vinnst
tími til“ að segja frá tillögum og
fyrirspurnum „okkar“ kvenna á
Alþingi þó flest annað sé margtíun-
dað; oft hef ég rekið mig á þetta.
I sumar, helgina 22.-23. júní, var
haldin ráðstefna Kvennalistans á
Vesturlandi að Varmalandi i Borg-
arfirði. Þar voru teknir fyrir fjónr
málaflokkar og ræddir ítarlega og
ályktunum skilað. Þessi ráðstefna
var vel undirbúin og kvennalista-
konum í kjördæminu til sóma í alla
staði. En það merkilega skeði að
enginn fjölmiðill birti frétt um
þessa tveggja daga ráðstefnu og
ályktanir um sjávarútvegsmál,
konur í landbúnaði og skólamál í
dreifbýli, sem sendar vom öllum
helstu fjölmiðlum, vom hvergi birt-
ar (nema í NT 10. júlí). Þá fyrst sá
ég að ríkisfjölmiðlarnir em ekki
fyrir hvern sem er. Eftir á að hyggja
held ég að vel heppnuð ráðstefna
þafi ekki þótt æskilegur fréttamat-
ur en kannski ef illa hefði tekist
til.
Hræddir við
Kvennalistann
Auðvitað er ekkert undarlegt að
svo mörgum úr gömlu flokkunum
skuli vera eins í nöp við Kvenna-
listann og raun ber vitni og alltaf
er si og æ verið að tönnlast á að
Kvennalistinn sé svona og svona,
allt illt tínt til sem hægt er að finna
upp, en stundum kemur í lok rom-
sunnar „að líklega kæmu þær vel
út í kosningum ef kosið yrði núna“,
merkilegt nokk ...
Það gefur auga leið að þeir gömlu
eru skíthræddir, það er allt annað
en gaman að sjá á eftir fyrri kjós-
endum sínum yfir til Kvennalist-
ans, sem eðlilegt er, eins og á
málum hefur verið haldið á undan-
förnum árum. Það hlaut að koma
að því að fólkið í landinu hætti að
treysta þeim. Það eitt að bilið milli
ríkra og fátækra skuli breikka
svona jafnt og þétt hlýtur að enda
með skelfingu og ég er ansi hrædd
um að fari að styttast í þá skelfingu
hjá mörgum, sums staðar er hún
skollin á með fullum þunga, og guð
hjálpi þeim sem erfiðast eiga í
þessu þjóðfélagi, ekki er að sjá að
stjórnvöld verði til þess.
Beðið eftir breytingum
Ég hef verið að vonast eftir að
merkja einhverja breytingu til
batnaðar, en djúpt virðist vera á
henni þrátt fyrir „andlitslyfting-
una“. Ekkert lát er á nauðungar-
uppboðum þótt langt sé síðan fjöldi
þeirra fór fram úr því sem gerist á
„venjulegu" ári. í heilum kaupstað
(Ólafsvík) er öllu stefnt í voða
vegna svikinna loforða stjórnvalda
í sambandi við kaupin á togaranum
Má. Já, víðar er 'pottur brotinn i
þessum efnum. En við munum vel
eftir fallegu loforðunum og fyrir-
heitunum við upphaf þessarar
stjórnar og allan þann feiknameð-
byr og samhug sem fólkið í landinu
sýndi henni þá. Því öll vildum við
takast verulega á við efnahags-
vandann, sultarólarnar voru reyrð-
ar til hins ýtrasta, a.m.k. lögðu allir
sig fram sem höfðu laun undir
meðallagi enda virðist hafa verið
gengið á lagið og nú er láglauna-
fólk orðið ansi aftarlega á merinni
og þar eru konur í miklum meiri-
hluta.
Og verðbólgan æðir áfram eins
og skógarbruni, krónan okkar, sem
var peningur fyrir fimm árum síð-
an, er orðin harla lítils virði nú
o.s.frv....
En þá fyrst var tími til kominn
að segja af sér - ef ekki hefði tekist
að níðast á kvennastétt á sjálfan
kvennafrídaginn, þvílíkt og annað
eins, þessir menn sem ekki hafa
SVAVA GUÐMUNDSDÓTTIR
HÚSFREYJA GÖRÐUM
SNÆFELLSNESI
staðið sig betur en þetta. Matthías
lýsir því yfir í sjónvarpinu frammi
fyrir alþjóð „að sér hafi ekki þótt
þessi dagur skipta neinu máli til
eða frá“ ...
Við erum lagðar af stað
Konur, hvar sem þið eruð í pólit-
ík, hvernig varð ykkur innan-
brjósts þegar þið heyrðuð þessi orð
ráðherrans? Mér fannst það eins
og högg í andlitið. Þegar einn af
ráðamönnum þjóðarinnar sýnir
svona fortakslausa kvenfyrirlitn-
ingu hlýtur fleiri konum en mér
að sárna. Framkoma þeirra við
Vigdísi forseta þennan dag var
þeim til stórrar hneisu.
Greinilegt er að það þarf meira
en einn kvennaáratug til að hugar-
farsbreyting verði í sumum stéttum
þjóðfélagsins, þótt allur almenn-
ingur hafi náð því er auðsjáanlega
ekki nóg að gert... Þessi 10 ár eru
aðeins upphafið, við eigum enn
langt, langt í land.
Látum ekki deigan síga.
Svava Guðmundsdóttir
^ „Greinilegt er að það þarf meira en
einn kvennaáratug til að hugarfars-
breyting verði 1 sumum stéttum þjóðfélags-
• CC
ms...