Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Qupperneq 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985. Spurningin Heldur þú að íslensk tunga sé í hættu? Hjálmar Guðmundsson, á eftir- launum: Já, alveg örugglega og við verðum að varðveita hana. Við erum ekki íslendingar nema við tölum málið okkar skammlaust. Fyrir 65 árum lærði maður allt um Fjölnismenn í skólanum en ég efast um að unglingar í dag viti hveijir þeir voru. En ég er samt bjart- sýnn. Guðbjörg Haraldsdóttir húsmóðir: Ég er nú ekki vel inni í þvi, en það er kannski einum of mikið um útlend áhrif. Einar Sveinsson, gerir margt: Nei, ég held ekki, hún stendur íyrir sínu og það er engin ástæða til að óttast erlend áhrif; Friðgeir Steingrímsson, á eftirlaun- mn: Tvímælalaust! Það er mjög tíma- bært að taka þetta til athugunar. En ég er ekki svartsýnn því ég held að sé að vakna mikill skilningur á að þama þurfum við að stemma á að ósi. Gísli Ragnar Pétursson verkamað- ur: Já, ég trúi að svo sé, það er eðlileg afleiðing af miklum breytingum í þjóð- félaginu. En ef rétt er að málvemd staðið og vel unnið þá er óhætt að vera bjartsýnn. Guðmundur Kristberg Helgason skrifstofúmaður: Nei, ég held ekki. Maður verður að vísu var við talsvert slangur en ég er nú samt ekki beint svartsýnn. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur ÁR ÆSKUNNAR BRÁTT LIÐIÐ, HVAÐ TEKUR VIÐ? Akureyrarmær skrifar: Ég vil þakka öllum þeim ungling- um sem skrifað hafa í blöðin að undanfömu og sagt skoðun sína á því sem fjölmiðlar hafa gert í tilefni af ári æskunnar. En því miður er lítið mark tekið á kvörtunum okk- ar og því haldið fram að mikið hafi verið gert fyrir unglinga á þessu ári. En ég spyr hvað það sé. Sjónvarpið sýndi frá Live-Aid. Bravó! Líka tónleika með Duran Duran, Culture Club og Rick Springfield. Það er 30 mínútna Skonrokk tvisvar í mánuði og þrælgóðir þættir á sunnudögum, A framabraut. Búið. Mér finnst þetta ekki mikið. Það stóð til að sýna Wembley-tónleik- ana í ágúst. Við höfum ekki enn fengið að sjá þá og fáum eflaust aldrei. Eins og það hefði verið gaman. Um hverja helgi eru beinar út- sendingar frá fótbolta í Englandi og víðar. Ég hélt að beinar útsend- ingar væru dýrar. En það er líklega misskilningur. Hvemig væri þá að sýna tónleika sem Duran Duran heldur í Los Angeles á annan í jólum? Ef það er ekki of ókristilegt að vera með popp á þeim degi. En þessir tónleikar skipta allan heim- inn máli, þeir em til styrktar rann- sóknum á alnæmi. Mér fyndist allt í lagi að sýna þá. Það verður líka að fara að drífa í einhverju fyrir okkur unglingana, árið er senn liðið. Og hvað tekur þá við? Hrafn. Ég vona að sjónvarpið verði betra þegar hann fær að ráða. Þá em það rásirnar í útvarpinu, 1 og 2. Það er ferlegt hvað rás 1 getur verið leiðinleg, sinfóníur og óperur daginn út og inn eða ein- hverjir glataðir þættir. Er hún ekki bara fyrir eldra fólk? En rás 2 er nú eitthvað annað. Islendingar mega aldeilis gleðjast yfir að hafa útvarp eins og rás 2, hún nær til allra aldurshópa og umsjónar- mennimir em mjög líflegir og skemmtilegir. Það er gaman að hlusta á rás 2. Bara að hún byrjaði fyrr á morgnana. Við á Akureyri missum hana klukkan 5 á virkum dögum því þá kemur svæðisútvarp- ið og það er afskaplega leiðinlegt. Reyndar em sumir þættir á rás 2 leiðinlegir en hún er allavega miklu skemmtilegri um helgar en rás 1. Ég ætla ekki að skrifa mikið meira í þetta sinn en ég vil að lokum skora á Æskulýðsráð, sjón- varp, útvarp og fleiri að taka sig á og reyna að gera eitthvað af viti fyrir okkur sem eigum að erfa landið. Eða hvað, er ekki meining- in að unglingar taki við öllu sam- an? Elsku unglingar, í guðanna bænum skrifið í blöðin, árið okkar er að verða búið! Tónleikar þeirra annan í jólum skipta allan heiminn máli; ágóðanum verður varið til rannsókna á alnæmi. Við erum fólk ekki bara sjáHsögð þjónusta Getaber þesssem vel er gert G.S. öryrki hringdi: Nú þegar Ragnhildur Helgadóttir hefur tekið við tryggingamálum vil ég þakka forvera hennar á því sviði, Matthíasi Bjíimasyni, fyrir vel unnin störf. Ég er öryrki og tel að hækkanir þær sem orðið hafa á örorkubótum á undanfómum árum hafi fyrst og fremst orðið fyrir hans tilstilli. Sagt er að nýir siðir komi með nýju fólki, hvað sem hæft er í því. Ég óska Ragnhildi Helgadóttur fefú og góðs gengis í nýju embætti. g er viss um að hún á eftir að gera góða hluti og mun ekki standa Matthíasi að baki hvað hækkun örorkubóta varðar. Maður hefúr jú heyrt því fleygt öðm hverju að ríkisfjármálin séu hagstæðari nú en oft áður og séu jafnvel alfarið að rísa úr þeirri lægð sem þau hafa illu heilli verið í lengi. Það er óbifanleg skoðun mín að eftir því sem ríkisfjárhagurinn batn- ar muni hækkanir á örorkubótum verða enn meiri en hingað til. Enda þuríúm við öryrkjar öðm fremur á slíkum hækkunum að halda. Ég veit að Ragnhildur veit það og kvíði því engu. Hún er réttur þegn á réttum stað, bæði hvað málefúi öryrkja og önnur mál varðar. Ingibjörg R. Guðjónsdóttir svarar bréfi skattgreiðanda: Ég skil undrun þína og hneykslun varðandi launaseðil Höskulds Jónsson- ar ráðuneytisstjóra. Ég væri þér hjart> anlega sammála ef ekki hefði verið um misskilning að ræða. Hið rétta er að útborguð mánaðarlaun Höskulds em um 23 þúsund krónur. Og síðan ekki orðumþaðmeir. En ég get ekki sætt mig við alhæfingu þá sem fram kemur í bréfi þínu um opinbera starfsmenn. Staðreyndin er nefnilega sú að langflestir opinberir starfsmenn em lítils metnir láglauna- menn og það af þeirri ástæðu að þeir gegna störfúm sem teljast sjálfsögð í nútímaþjóðfélagi. Nægir þar að nefna starfshópa eins og slökkviliðsmenn, strætisvagnabílstjóra, fóstrur, lögreglu- þjóna, kennara, heilbrigðisstéttir og fleiri og fleiri. Ekki em allir sem h'ta á ofantalda sem fólk, heldur fyrst og síðast sem þjónustu, sjálfeagða þjónustu við skattgreiðendur eins og þig, jafnvel all- an sólarhringinn, líka um helgar og á hátíðisdögum. Af þeim sökum em laun þessara starfshópa í algjöru lágmarki. Mér finnst dæmigert að þú skulir fela nafn þitt bak við orðið „skattgreið- andi“. Þú borgar skatt sem m.a. fer í að greiða okkur laun. Þess vegna ber þér þjónusta okkar og þess vegna leyfir þú þér sem skattgreiðandi að skammast út í opinbera starísmenn. Er það ekki ömgglega þannig sem þú hugsar? Sjáðu til, ég h't svo á að þó þú borgað- ir engan skatt ættir þú samt rétt á allri opinberri þjónustu. Það er sjálfsögð krafa þín og okkar allra í þessu þjóð- félagi því opinber þjónusta er ein af sameignum landsmanna. En þrátt fyrir að svo sé em opinberir starfsmenn annað og meira en sjálfsögð þjónusta við Pétur og Pál, nefnilega fólk sem á það sldlið að vera metið að verðleikum ogmenntun. Slökkviliðsmenn gegna störfúm sem þylqa sjálfsögð í nútímaþjóðfélagi. Þess vegna eru laun þeirra í lágmarki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.