Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Page 19
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985. 19 Menning Menning Menning Menning FRAM H ALDSLÍF FLÖKKUMANNS Hannes Sigfússon: FRAMHALDSLÍF FLÖKKUMANNS Iðunn 1985,208 bls. Fyrir fjórum árum kom út fyrra bindi endurminninga Hannesar Sig- fússonar: Flökkulíf. Því lauk þar sem höfundur er tuttugu og þriggja ára en Framhaldslíf segir frá ævi Hannesar síðan, fram á síðustu ár. Þar er því farið fljótar yfir sögu, enda er fyrra bindið svolítið lengra. Þessar endurminningar eru á viss- an hátt sérstæðar. Algengast er að menn skrifi endurminningar sínar aldraðir og leggi sem mesta áherslu á afrek sín en réttlæti það sem miður hefur farið. En hér er öðru nær, þessar minningabækur rísa hátt yfir karlagrobbið því Hannes leggur síst minni áherslu á að sýna skuggahlið- amar í lífi sínu en sigra sína og ekkert er honum fjær en að gera aðra ábyrga fyrir ósigrum sínum. Hann dregur mjög fram eigin veik- leika, hlífir sér hvergi. Hvað eftir annað segir hann frá því að þegar hann loksins eftir langvarandi fá- tækt hafði fengið sæmilega vinnu, með örugga afkomu, þá kastar hann afkomuöryggingu frá sér til að geta setið við skriftir. En þegar hann þá er búinn að trygja sér aðstöðu til að skrifa þolir hann ekki við, er á eilífu rápi og rabbi. Ekki nefnir Hannes þá skýringu á þessu eirðar- og at- hafnaleysi sem mætti þó þykja nær- tækust; að hann hafi verið svo kröfu- harður í eigin garð að hann hafi ekki getað skrifað niður það sem hann fann að ekki var fullort. Hví skyldi skáldefni una lífinu við and- laust strit og skyldi ekki tvítugu skáldmenni hafa verið mikil þörf á samneyti við fólk, skáldbræður sem aðra? - Það rekur Hannes raunar vel hér hvað byrjandi rithöfundum var lífsnauðsynlegt að vera í klíku með jafningjum sínum til að styrkja sjálfsvitundina. Hannes rekur líka hugarvíl sitt á æskuárum yfir því hve allt gangi verr hjá sér en vinunum, munur að sjá hvað t,d. Jón Óskar hefur getað afrekað með sjálfsaga og reglusemi. En svo var Jón Óskar með nákvæmlega sams konar hug- arví! í sínum endurminningum! Þar ber raunar minna á sjálfsásökunum. Minnisverðir menn Hér er eins og vant er með endur- minningar frægs fólks, í seinna bind- inu, frá fullorðinsárum, er mikið af þjóðkunnu fólki en í bernsku- og æskuminningum fer mest fyrir fjöl- skyldu höfundar og öðru fólki sem fæstir lesendur þekkja. Þaðan eru hins vegar jafnan skærustu minning- arnar, það sem lengst hefur geymst og fágast í minni. Svo er og hér, frásögnin er langdauflegust af síð- ustu áratugum eftir að þau hjón flytj- ast til Spánar. Eftirminnilegasta persónan í fyrra bindinu var faðir Hannesar en hann dó þegar Hannes var barnungur. Þarnæst kom Krist- mann Guðmundsson, en miklu þoku- kenndari eru myndir þeirra sem Hannesi voru nánari, þar sjást að- eins stöku drættir, svo sem framstæð haka og skyndilegar, órjúfanlegar þagnir. Þetta er sjálfsagt eðlilegt, það þarf fjarlægð til að skapa heild- armynd. I þessu seinna bindi er Steinn Steinarr eftirminnilegastur, einkum frá Stokkhólmsvist þeirra Hannesar fyrir fjörutíu árum. Þetta er ófegruð mynd en dregin af mikilli hlýju og aðdáun, enda rekur Hannes hve mikilvæg ljóð Steins voru honum sem byrjanda skáldi. Og það er eink- um hér sem hann skyggnist innfyrir yfirborðið á samferðamanni. Það er þó í helsti hálfkveðnum vísum. Fyrir koma lifandi myndir af vinum hans, svo sem Ása í Bæ, en þær rista ekki djúpt. Ritið hefði líklega batnað mjög mikið ef hann hefði sýnt vinum sínum sömu hlífðarlausu gagnrýnina og hann sýnir sjálfum sér. Ég held að þeir hefðu risið undir henni. Einnig hefði heildarmyndin af vina- hópnum gjarnan mátt vera ítarlegri. Eins og segir á kápu Flökkulífs: „Hann'es Sigfússon varð eitt helst skáldið í hópi þeirra sem nefnd hafa verið atómskáld og (. . .) báru fram nýjan ljóðstíl undir miðbik aldarinn- ar.“ Það má merkilegt heita ef hóp- urinn hefur ekki verið sér meðvitað- ur um það. Hvaða umræður fóru fram um þetta í þeirra hóp, hvernig töldu þeir sig greinast frá fyrri skáld- um? Var einkum talað um form ljóða, svo sem stuðla, rím og hrynjandi, eða frekar um önnur einkenni ljóðanna? Um þetta eru endurminningar Hann- esar helsti ófróðlegar, og minnir mig raunar að sama megi segja um minn- ingar Jóns Óskars. Rætur kvæða Margir munu hafa hlakkað til þessa seinna bindis því Hannes Sig- fússon er ekki fyrst og fremst frægur fyrir að hafa lifað merkilegra lífi en aðrir merm heldur fyrir ljóð sín. Hann segist hafa hikað lengi við að skrifa þessa bók, því líf hans „virtist svo óviðkomandi öðrum“. En - „þrátt fyrir allt hafði ég ort nokkur kvæði sem þörfnuðust skýringar og Bókmenntir ÖRN ÓLAFSSON rótfestu í lífi og skoðunum höfundar- ins. Við hvaða skilyrði höfðu þau orðið til? Gat ekki hugsast að ein- hver bókmenntasnuðrari yrði mér þakklátur ef ég greiddi flókinn lífs- feril minn upp í hendurnar á hon- um?“ Nú þótti það raunar mikil bók- menntafræði hér áður fyrr að rekja sem ítarlegast æviatriði skálda og benda síðan á svipuð atriði í verkum þeirra með orðunum: „Þama getið þið séð!“ Séð hvað? Helst það ómerkilegasta í skáldskap, að hann verður að gera úr einhverjum efni- við; siður hitt, hvernig skáldið vinn- ur úr þessum efnivið, sem það getur varla haft annarsstaðar að en úr því sem það hefur heyrt, séð eða lifað. Ég vona að kvæði Hannesar hljóti merkilegri umíjöllun en svo, þau eiga betra skilið. Og það sem hann rekur um skoðanir sínar á heimsmálum, t.d. í sambandi við Keflavíkurgöngur og Víetnamstríð, það er heldur yfir- borðslegt, því það er ekki annað en sameiginlegur blaðamatur. Hitt er mun fróðlegra sem hann segir af til- urð kvæða sinna, einkum Dymbil- viku og Imbrudaga. Hann rekur þar hvernig þýðingar hans á Eyðil- andi T.S. Eliot og á tekkneska súr- realistanum Nezval komu honum til að finna sinn eigin tón og hvernig hrynjandin réð ferðinni þegar hann orti nýstárleg kvæði sín. Ég sakna þess að hann skyldi ekki ganga lengra á sömu braut, glíma við spurninguna um hvernig hann orti. Til dæmis segir hann sitt af hverju um boðskap og skáldskap. Fyrst, um 1950 (bls. 61): „Ég hafði reynslu fyrir því að jafnskjótt og ég reyndi að forma ræðu í skáldskap og ganga erinda markvissra skoðana fór ann- aðhvort skáldskapurinn úr böndum eða sjö lásar voru hengdir fyrir kjaft- inn á mér. Aftur á móti orti ég liðugt jafnskjótt og ég talaði líkt og upp úr svefni og lét hugmynd tengjast hugmynd af sjálfu sér og tákn ráða merkingum eins og í draumi. Þegar ég síðar leiddi verk mitt augum sá ég að allt lá ljóst fyrir í rökréttu samhengi orða, hugmyndatengsla og ljóðmynda, - að minnsta kosti fyrir sjálfum mér.“ Átta árum síðar hefur Hannes hirtsvegar skipt um skoðun á þessu, svo sem fram kom í frægum umræðuþætti í Birtingi (og hér á bls. 159): „Á þessum háskalegu örlaga- tímum mannkynsins virtist óhæfa að beita táknum og hugmyndatengslum til að vekja fólk til meðvitundar um veruleikann. Því síður hæfði að gleðja sjálfan sig við listræna orða- leiki, eða horfa með söknuði til rómantískrar fortíðar sem leyfði slíkan munað. Ef nútímaljóðið ætti ekki að gera okkur að ómyndugum trúðum yrðum við að einfalda mál okkar og gera það skorinort og markvisst." - í framhaldi af þessu segir Hannes frá tilraunum sínum til að yrkja skorinorð ljóð og að það hafi aldrei tekist svo sem hann vildi. En aftur sakna ég glímu við spurn- inguna hversvegna honum tókst það ekki. Það lætur kannski öðrum betur en skáldinu sjálfu að átta sig á megineinkennum á skáldskap hans, hvaða lesendur hann átti, hvernig hann hefði getað höfðað til þeirra með baráttuskáldskap og hvernig sá skáldskapur hefði greinst frá blaða- greinum og ræðum. En það hefði verið merkilegt að lesa hugmyndir hans um þetta. Þar með hefðu endur- minningarnar getað öðlast kjarna, sem hefði lyft þeim hærra, en skil- merkileg frásögn í tímaröð af ytri atvikum i lífi skáldsins gerir. Ekki er svo að skib > að mér þyki þessar endurminningar ómerkilegri en gengur og gerist um slík rit. Þvert á móti. En mér fmnst eðlilegt að ætlast til meira af þessum hófundi. SAMFESTTNGAR VINNUFATAGERÐISLANDS HF Þverholti 17-105 Reykjavík S. (91) 16666. Söngvakeppni Evrópu Ríkisútvarpiö - Sjónvarp auglýsir hér meö eftir sönglagi sem yrði framlag íslands í Söngvakeppni Evrópu (Eurovision Song Contest) sem haldin verður voriö 1986. Lagiö má hvorki vera komið út áöur né hafa verið flutt í útvarpi eöa sjónvarpi Það má ekki taka nema 3 mínútur í flutningi. Frumsaminn texti á íslensku skal fylgja. Laginu skal skila til Sjónvarpsins bæði á hljóðsnældu og nótum fyrir eitt hljóðfæri. Sjónvarpið áskilur sér allan rétt til að ráða útsetningu lagsins, ef til kemur. Nánari upplysingar um reglur þessarar söngvakeppni liggja frammi hjá símaverði Sjónvarpsins, Laugavegi 176, Reykjavík. Skilafrestur er til 15. janúar 1986. RIKISUTVARPIÐ ÚTVARPALLRA LANDSMANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.