Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Side 22
22
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
Ósk Vilhjálmsdóttir í Berlín.
UNGISLENSK LISTAKONA
SÝNIR í V-BERLÍN!
Frá Ketilbirni Tryggvasyni,
fréttaritara DV í Berlín:
I október síðastliðnum opnaði ís-
lensk listakona, Ósk Vilhjálmsdóttir
að nafni, málverkasýningu á lista-
kaffihúsinu Kleister í V-Berlín. Ósk
er nýbyrjuð námi við listaháskólann
í Berlín og er þar með komin í hóp
efnilegra íslenskra listamanna sem
hlotnast hefur sá heiður að fá að
nema við þann fræga skóla. I borg
eins og Berlín er það mjög erfitt fyrir
lítt þekkta listamenn að fá að setja
upp listsýningar. Fjöldi Iistamanna
er mikill og samkeppni gífurleg svo
listahúsaeigendur geta gert miklar
kröfur og valið úr stórum hópi. Það
þykir því saga til næsta bæjar þegar
íslensk listakona, nýkomin til borg-
arinnar, byrjar á því að opna mál-
verkasýningu. Fréttaritari DV sá því
ástæðu til að heimsækja Ósk á sýn-
ingu hennar og eiga við hana stutt
viðtal.
DV: Hvernig er það, Ósk, af
hverju Berlín?
Ósk: Ég er í rauninni búin að vera
að pæla í Þýskalandi og þar með
Berlín heillengi. Þýska málverkið er
að mínu mati spennandi og auk þess
hefur listaháskólinn hér í Berlín gott
orð á sér. Þannig að það var barasta
að drífa sig hingað og reyndar skaðar
það ekki að eiginmaður minn var og
er hér við nám.
DV: Er ekki erfitt að komast inn
í skóla eins og Hochschule der
Kunste hér í Berlín?
Ósk: Jú, það er óhætt að segja að
kröfumar eru miklar og í raun þótti
mér innst inni ólíklegt að mér tækist
að komast inn við fyrstu tilraun en
maður má aldrei efast ef maður vill
komast áfram. Samkeppnin er hörð
en það er annaðhvort að spila með
eða gefast bara upp.
DV: Hvernig leggst Berlín í þig?
Ósk: Það er ótrúlega mikið um að
vera í Berlín á sviði lista og menn-
ingar sem maður nýtur vissulega
góðs af, þar vil ég nefna mikinn
fjölda af góðum listasöfnum og gal-
leríum, leikhúsum, tónleikahúsum
o.s.frv. Ég bý í hverfi hér í Berlín sem
þekkt er fyrir mikinn fjölda Tyrkja
og annarra minnihlutahópa, svo sem
pönkara, hippa og listamanna (ha,
ha) og þykir mér það á margan hátt
áhugavert þar sem þar er mikið um
að vera og mannlíf ekki eins stíft
eins og annars staðar í borginni. Þar
með er ég komin inn á neikvæðu
hliðamar en þar þykir mér helsti
gallinn vera stífni Þjóðverjanna og
reyndar allt mannlíf á frekar lágu
plani miðað við lífið heima. Einníg
finnst mér borgin skítug og menguð
og það hefur vissulega mikil áhrif á
mann þó svo að maður reyni að láta
það sem minnst á sig fá.
DV: Eitthvað að lokum?
Ósk: Ég er kát og hress og horfi
björtum augum til framtíðarinnar.
Þess má geta að Ósk er ekki eini
íslenski listamaðurinn sem er að
sýna hér í Berlín um þessar mundir.
Helgi Magnússon myndhöggvari er
með sýningu á skúlptúr og myndlist-
armaðurinn Tolli er með málverka-
sýningu. Má því með sanni segja að
Berlín sé að verða eins konar ís-
lenskt menningarútibú.
ÓTRÚ-
LEGT
VEÐ-
MÁL
Frá Ketilbirni Tryggvasyni,
fréttaritara DV í Berlín:
Ungur maður í Hamborg,
Tomas Brockmann að nafni,
veðjaði við félaga sinn um það
að hann gæti fyllt íbúð sína af
búðarvamingi alls konar án þess
að borga neitt fyrir. Tomas, sem
hafði, eins og svo oft vill verða,
gert veðmálið undir áhrifum
áfengis, byrjaði strax, þrátt fyrir
stór orð, næsta dag við það að
uppfylla veðmálsskilmálana og
það ótrúlega er að honum tókst
þetta áform sitt. Hvernig hann
fór að þessu lýsir hann í nýút-
gefinni bók, „Dýrar vörur fyrir
hvem sem er, ókeypis!" Aðferðin
var í því fólgin að skrifa fram-
leiðendum ýmissa vörutegunda
lokkandi bréf þar sem hann sagð-
ist vera að setja á laggimar sölu-
fyrirtæki sérhæft á sviði þeirrar
vöru er framleiðandinn fram-
leiddi. Er skemmst frá því að
segja að fyrirtækin bmgðust
skjótt við og hófu að senda vör-
uprufur af slíku magni að Tomasi
sjálfum var farið að blöskra.
Samtals tók hann á móti 100
flöskum af freyðivíni, 200 dósum
af hnífapörum, 25 kílóum af
súkkulaði, 500 túpum af tannkr-
emi, 27 regnhlífum, 97 sólgler-
augum, 44 þamadúkkum, 2 upp-
blásnum sex-dúkkum og 25
stykkjum af skyrtum með bind-
um, svo eitthvað sé nefnt. Auk
þess má nefna að vinkona Tom-
asar þarf ekki að kaupa sér snyr-
tivörur eða ilmvötn næstu 10
árin.
Þegar veðmálið var unnið byrj-
aði Tomas síðan að skrifa fyrir-
tækjunum, sem hann hafði nar-
rað, bréf þar sem hann lýsti sig
reiðubúinn til að skila vömnum
eða selja þær í þágu líknarmála.
Forráðamenn fyrirtækjanna
bmgðust mjög misjafnlega við,
margir hótuðu málaferlum en
sumir hvöttu Tomas til að halda
áfram þessum leik og reyna við
stærri bita eins og Mercedes
Benz eða Rolls-Royce.
ÞJOÐVERJAR HLÆJA
AÐ SKRIFRÆÐINU
Frá Ásgeiri Eggertssyni, frétta-
ritara DV í Múnchen:
Oft fá blaðamenn að heyra hve með
endemum leiðinlegar fréttir þeir
skrifa. Oft er það þeirra eigin sök,
en aftur á móti em þeir sem velja
fréttimar úr of bundnir við upplýs-
ingasjónarmið sín og skoplegum
fréttum er lítið pláss gefið.
í Þýskalandi em þessi mörk auð-
greinanleg. Stærstu fréttablöðin
leggja mikla áherslu á að lesendum
þeirra sé þjónað með fréttum úr öll-
um heimshomum. Æsifréttablöðin
hins vegar gera sér einungis mat úr
því sem óvenjulegt getur talist. Morð
og nauðganir em daglegt brauð á
síðum þeirra blaða og hefur maður
á tilfinningunni að þær fréttir séu
kryddaðar eftir getu.
Þannig huggaði Bild lesendur sína
eftir að „Holmfriour“ var krýnd í
London. „Hvar hafði dómnefndin
eiginlega augun? Okkar Miss Germ-
any, Marion Morell frá Stuttgart,
tapaði strax í fyrstu umferð. Láttu
þér verða það til huggunar að okkur
finnst þú undurfalleg, líka án titils-
Skrifræðið í Þýskalandi gera dag-
blöð oft að umfjöllunarefni sínu.
Dæmi um það er handtaka bókavarð-
ar nokkurs í Hannover. Honum var
gefið að sök að hafa í hillum sínum
í bæjarbókasafninu einum of mikið
af bókum sem spillt gætu ungviðinu.
Opinberir starfsmenn höfðu nefni-
lega kofnið auga á 40 bækur sem á
einhvem hátt var hægt að setja í
samband við ástir og kynlíf. Meðal
þessara bóka var til dæmis „Bikini,
eða sprengjuárás englanna". Þar var
fjallað um atómtilraunir Banda-
ríkjamanna á Bikinieyjunni í Kyrra-
hafi. Að lokum féll saksóknari frá
öllum kærum sínum og bókavörður-
inn fékk að fara alsaklaus heim.
Annar óbreyttur borgari fékk líka
að kenna á kerfinu, svo að segja að
tilefnislausu. Hann var að keyra i
sakleysi sínu í bænum Einbeck í
Norður-Þýskalandi. Á rauðu Ijósi
stansaði hann og fékk sér sígarettu.
Til þess ama varð hann að losa
öryggisbeltið til að geta komist í
brjóstvasann. Varla hefði þessi at-
burður verið í frásögur færandi ef
lögreglumenn fyrir aftan manninn
hefðu ekki tekið eftir þessum ein-
stæða atburði. Frammi fyrir dömar-
anum var ökumaðurinn sýknaður af
öllum ákærum með þeim rökum að
það væri ekki hlutverk réttarins að
skilgreina hvort maðurinn hefði
verið að keyra eður ei.
Nú, áffam með yfirvöldin. Ef lög-
reglan fæst við slíka smámuni, eins
og áður er getið, hlýtur hún að búa
yfir risavöxnum hirslum til að geyma
skráð afrek sín í. Ekki er langt síðan
að opinbert var gert hve smásmugu-
leg lögreglan er í skráningum sínum.
Metið hlýtur lítill drengur að eiga,
hann var staðinn að ódæði sínu 22
mánuðum áður en hann fæddist, og
í tölvum lögreglunnar fannst fjög-
urra ára bam sem var gefið búðar-
hnupl að sök. Gamlingjarnir fá líka
sinn skammt. Á meðal hryðjuverka-
manna er t.d. 80 ára gömul kona af
því að hún hafði brotið sprengiefna-
löggjöfina, 80 ára vændiskona og 84
ára maður sem sakaður var um að
vera að undirbúa styrjöld.
Að lokum verður óskabam Þjóð-
verja, Boris Becker, að fá sinn
skammt. Manfred Wörner varnar-
málaráðherra er mjög í mun að fá
sem flesta Þjóðverja í herinn, enda
er nú komið að þeim aldurshópi sem
óx úr grasi er pillan kom til sögunn-
ar. í viðtali við Radio Lúxemborg
sagði ráðherrann að Boris Becker
væri búsettur í Monaco og því erfitt
að kveðja hann í herinn. Ráðherrann
vonaðist til að lagafrumvarp hans,
sem kveður á um að Þjóðverja, bú-.
setta erlendis, verði hægt að kveðja
í herinn, kæmist fljótlega í gegnum
þingið. Ráðherrann kvaðst þekkja
Beckerfjölskylduna persónulega og
sagðist ekki vera í vafa um að Becker
skundaði í herinn ef þess væri óskað.