Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Qupperneq 24
24
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
25
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
John McEnroe
íkeppnisbann
Bandaríski tenniskappinn kunni.
John McEnroe, Bandaríkjununi lét
skapið heldur betur hlaupa með sig
í gönur á ástralska meistaramótinu,
sem nú stendur yfir í Melbourne.
Hann lék í gær við lítt þekktan
Júgóslava, Slobodan Zivojinovic,
sem er í 66. sæti yfir bestu tennisleik-
ara heims.og tapaði í fimm lotum,
2-6, 6-3, 1-6.6-4 og 6-0. 1 síðustu lo-
tunni sló Bandaríkjamaðurinn bara
eitthvað. Virtist alveg sama um úr-
slitin. Hann hafði verið áminntur í
leiknum og klukkutíma síðar var
hann mættur á flugvöllinn í Mel-
boume. Flaug síðan heim.
McEnroe hefur verið dæmdur í
þriggja vikna keppnisbann fyrir
framkomu sína á mótinu í Melbo-
ume. Eftir aðra umferðina var hann
dæmdur í 1000 dollara sekt og á nú
yfir höfði sér stórsekt auk keppnis-
bannsins.Fjórir Evrópumenn leika í
undanúrslitum mótsins. Svíinn Mats
Wilander leikur við Júgóslavann
sem sigraði McEnroe.Tékkinn Ivan
Lendl leikur við John Lloyd,
Englandi. - - hsím
Stapleton
skoraði
sjálfsmark
— og Everton tryggði
sér þar með sigur í
viðureign liðanna
íSuper-Cup
Sjálfsmark írska landsliðsfram-
herjans Frank Stapleton fimm
mínútum fyrir leikslok færði
Everton sigur í viðureign liðsins
við Manchester United í Super-
Cupígærkvöldi.
Stapleton, sem ekki hefur skor-
að mark fyrir Manchester liðið i
síðustu sextán leikjum, varð að
leika í vöminni sökum mikilla
meiðsla i herbúðum liðsins.
Markið kom eftir að varamark-
vörður Man. Utd., Chris Tumer,
hafði hálfvarið skot Gary Line-
ker. Stapleton hugðist hreinsa frá
marki en sú tilraun hans fór
öðmvisi en ætlaö var. Boltinn
hafnaði í eigin marki og Manc-
hesterliðið verður nú að vinna
Norwich með tveggja marka mun
í lokaleik sinum í riðlinum til að
komast í undanúrslit keppninn-
ar. Everton hefur þegar tryggt
sér ömggt sæti í undanúrslitum.
- fros
íslandsmót
ílyftingum
íslandsmeistaramótið í lyfting-
um fer fram 14. desember í Ár-
mannshúsinu við Sigtún. Vænt-
anlegir þátttakendur þurfa að
skrá sig hjá Óskari Kárasyni fyrir
10. desember. Sími 681437.
Átta marka
sigur Dana
— sem náðu að hefna ófaranna frá þvíífyrrakvöld
með þvíað vinna stórsigur á Svíum, 27-19
Frá Gunnlaugi Jónssyni, frétta- leikslok er hann raðaði fjórum inn.
ritaraDVíSvíþjóð: Mörk Jilson á lokakaflanum dugðu
Eftir að Svíar höfðu unnið tíu þó skammt í Kaupmannahöfn því
marka sigur á Dönum í fyrrakvöld Danir unnu átta marka sigur, 27-19,
leyfði landsliðsþjálfari þeirra, Roger eftir að munurinn hafði verið sjö
Carlsen, sér þann munað að hvíla mörk í hléi, 14-7.
þrjá bestu leikmenn sína frá fyrri Allir tíu útileikmenn Dana náðu
leiknum í seinni landsleik liðanna að komast á markalistann í leiknum.
sem fram fór í Kaupmannahöfn í Þrír menn voru hæstir með fjögur
gærkvöldi, markvörðinn Claus Hell- mörk en það voru þeir Morten Stig
gren og hornamennina Eric Hajas Kristiansen, Kjell Nilsen og Hattes-
og Sten Sjögren. Þar við bættist að en.
helsta stórskytta þeirra, Bjöm Jil- Ebbinge varð markahæstur
son, var í miklu óstuði framan af Svíanna með fimm mörk, Björn Jil-
leik liðanna í gærkvöldi. Skoraði son kom honum næstur með fjögur
ekki mark fyrr en tíu mínútum fyrir og Lindau skoraði þrjú. - - fros
Sjo nyliðar i
kvennalandsliðinu
— sem tekur þátt í b-heimsmeistaramótínu
íhandknattleik íV-Þýskalandi
Hilmar Björnsson hefur valið
sjö nýliða í landslið kvenna í
handknattleik sem tekur þátt í
b-heimsmeistarakeppninni i
V-Þýskalandi í næstu viku.
Möguleikar islenska liðsins geta
ekki talist miklir í keppninni þar
sem liðið er mjög ungt og reynslu-
lítið. Liðið mun leika í riðli með
Austurríki, Ungveijalandi og
Tékkóslóvakíu og felast mögu-
leikar landans í að sigra Austur-
riki. Það mundi tryggja íslend-
ingum sæti í milliriðli með sterk-
um A-Evrópuþjóðum. Lendi liðið
i neðsta sæti riðilsins mun liðið
leika í botnriðli. Þær sextán
stúlkur er munu fara út eru eftir-
taldar:
Hilmar Bjömsson.
Markverðir:
Jóhanna Pálsdóttir
Gyða Olfarsdóttir
Sólveig Steinþórsdóttir, nýliði
Aðrir leikmenn:
Ema Lúðvíksdóttir
Eva Baldursdóttir
Inga L. Þórisdóttir, nýliði
Ingunn Bernódusdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir, nýliði
Sigrún Blómsterberg
Arna Steinsen, nýliði
Svava Baldvinsdóttir, nýliði
Erla Rafnsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Margrét Theodórsdóttir
Anna Guðjónsdóttir, nýliði
Valdís Birgisdóttir, nýliði
Oddný Sigsteinsdóttir gat ekki
gefið kost á sér.
Fyrsti leikur stúlknanna fer
fram þriðjudaginn í næstu viku
erliðiðleikurviðUngveija. - fros
Stórkostleg mark-
varla hjá Hellgren
— tryggði Svíþjóð tíu marka sigur á Dönum
Frá Gunnlaugi Jónssyni, frétta-
ritara DV í Svíþjóð:
Svíar gerðu sér lítið fyrir í fyrra-
kvöld og tóku landslið Dana í
kennslustund er þjóðimar mættust í,
handknattleik í Svíþjóð. Það var
öðm fremur stórkostleg markvarsla
Claus Hellgren í marki Svía er
tryggði þeim tíu marka sigur, 25-15,
á erkifjendunum og er það stærsti
sigur Svía á Dönum í mörg ár.
Hellgren varði sautján skot í leikn-
um, þar af tvö vítaköst. Leikurinn
var í jafnvægi framan af og munur-
inn á liðunum var aðeins eitt mark
í hléi, 11-10, Svíum í hag.
Bjöm Jilsen var að venju marka-
hæstur í liði Svía. Hann skoraði sjö
mörk. Þeir Per Öberg og Eric Hajas
.gerðu fjögur.
Fyrirliði Dana, Röbstorf, var at-
kvæðamestur í sinu liði með fimm
mörk.
Sigurinn var nokkur sárabót fyrir
Svía sem máttu þola tap fyrir Dönum
á stórmótinu sem fram fór í V-Þýska-
landi fyrir stuttu. Þá sigruðu Danir
með eins marks mun í leik liðanna
um sjöunda sæti mótsins. - fros
v'feí'
Andreas Thiel, besti markvörður heims, átti frábæran leik, þegar er
Myndin var tekin í leiknum.
V-Þýskaland sigraði Sovétríkin með sjö marka mun á stórmótinu.
DV-mynd Bongarts.
Besti markvöröur heims
og allir stórkarlamir
- í vestur-þýska landsliðinu í handknattleik sem leikur þrjá leiki við ísland um helgina
í liðið vantar Thomas Happe frá
Essen sem á við veikindi að stríða.
Það er bagalegt fyrir þýska liðið því
hann hefur haldið vörninni saman.
Frá Atla Hilmarssyni, frétta-
manni DV í Þýskalandi.
Þjóðveijar koma með alla sína
bestu leikmenn í landsleikina þrjá
við ísland í handknattleiknum
um helgina. Eftir íslandsförina
verður HM-hópur Vestur-Þýska-
lands svo endanlega valinn, það
er leikmennirnir sem leika á HM
í Sviss eftir tæpa þijá mánuði.
Vestur-þýska liðið hefur sýnt
mjög misjafna leiki að undan-
förnu, til dæmis tapað fyrir Dön-
um en unnið heimsmeistara Sov-
étríkjanna með sjö marka mun.
Þetta átti sér stað á stórmótinu
í V-Þýskalandi á dögunum. Samt
sem áður eru þeir örugglega með
eitt af fjórum bestu landsliðum
heims í dag.
Uppistaða liðsins er leikmenn sem
urðu í öðru sæti í heimsmeistara-
keppni pilta í Finnlandi 1983, leik-
menn 21 árs og yngri, og síðan silfur-
verðlaunahafar á ólympíuleikunum
í Los Angeles 1984. Þýska hand-
knattleikssambandið vonast til að
halda þessu liði saman fram yfir
ólympíuleikana í Seoul 1988 og þar
ætti liðið að vera á toppnum. Fyrsta
verkefnið er hins vegar að verða i
einu af sex efstu sætunum á HM í
Sviss. Við skulum nú aðeins renna
yfir þýsku landsliðsmennina sem hér
leika.
ANDREAS THIEL, Gummers-
bach, 25 ára stúdent. 76 landsleikir.
Besti markvörður í heimi í dag að
flestra áliti. Heldur Gummersbach-
liðinu á toppnum í Þýskalandi með
frábærri markvörslu. Hefur verið
kosinn handknattleiksmaður ársins
í Þýskalandi tvö síðustu árin.
SIEGFRIED ROCH,Grosswall-
stadt, 26 ára , 31 landsleikur. Hefur
átt stóran þátt í velgengni Gross-
wallstadt í ár. Ver sérstaklega vel
gegn línu- og homamönnum.
STEFAN HECKER, Essen, 26 ára
stúdent. 35 landsleikir, sterkur al-
hliða markvörður sem keppir við
Roch um aðra markmannsstöðuna.
Þetta voru markverðirnir en aðrir
leikmenn liðsins eru
ANDREAS DÖRHÖFER,
Schwabing, 22ja ára stúdent. 24
landsleikir, 17 mörk. Örvhentur,
langskytta. Hefur einnig verið
reyndur í hægra hominu en hefur
ekki tekist að festa sig í landsliðinu.
RUDIGER NEITZEL, Gummers-
bach, 22ja ára stúdent. 46 landsleikir,
114 mörk. Sterkur hægri handar
skotmaður, sem getur leikið bæði
hægra og vinstra megin fyrir utan.
Hefur mikinn stökkkraft og skot
hans em firnaföst.
MARTIN SCHWALB, Grosswall-
stadt, 22ja ára stúdent. 47 landsleikir,
133 mörk. Örvhentur og spilar hægra
megin fyrir utan. Einn besti sóknar-
maður í Bundesligunni í dag. Hefur
góða tækni og gpfct auga fyrir sam-
leik. Mjög ömggur í vítaköstum,
hefur góðan stökkkraft og skot.
CHRISTIAN FITZEK, Gummers-
bach, 24 ára stúdent. 16 landsleikir,
19 mörk. Línumaður. Sterkur bæði í
vörn og sókn og verið í mikilli fram-
för síðustu tvö árin. Fljótur að koma
sér í færi og öruggur á línunni.
STEPHAN SCHÖNE, Dusseldorf,
23 ára stúdent. 14 landsleikir, 14
mörk. Hægri handar skytta, sem
spilar vinstra megin fyrir utan. Byrj-
aði að leika með landsliðinu í sumar,
hefur mikinn stökkkraft og góð skot.
MICHAEL ROTH, Grosswall-
stadt, 23 ára. 34 landsleikir, 48 mörk.
Spilar á miðjunni fyrir utan og hefur
leikið mjög vel í vetur. Sterkur í
gegnumbrotum.
ERHARD WUNDERLICH, Mil
bertshofen, 28 ára skrifstofumaður.
128 landsleikir og 461 mark. Leikur
allar stöður fyrir utan. Leikur núna
í 2. deildinni og skorar að meðaltali
10 mörk í leik. Virðist vera að ná sér
á strik aftur eftir heldur lélega leiki
tvö síðustu árin. Með langmesta
reynslu allra leikmanna þýska liðs-
ins og geysilega mikilvægur fyrir
þetta unga lið. Það stendur og fellur
oftast með honum.
WOLFGANG KUBITCHI, Essen.
25 ára stúdent. 20 landsleikir, 26
mörk. Leikur á miðjunni fyrir utan.
Hann er með sérstakan stíl, stekkur
til dæmis upp af báðum fótum og
skýtur. Mjög fljótur og á óvænt skot.
JOCHEN FRAAK, Essen, 22 ára
stúdent. 53 landsleikir, 157 mörk. Er
talinn af þjálfara sínum hjá Essen
einn af þremur bestu homamönnum
heims í dag - vinstra megin - eða á
eftir þeim Ivanovic, Júgóslavíu, og
Karschakowitsch, Sovétríkjunum.
Skorar mikið úr hraðaupphlaupum.
UWE SCHWENKE, Kiel, 26 ára
stúdent. 49 landsleikir, 107 mörk.
Leikur í báðum homunum, rétt-
hentur. Hefur verið besti leikmaður
Kiel undanfarin ár og skorar mikið
af mörkum, sérstaklega úr hraðaupp-
hlaupum og vítum.
JÖRN UWE LOMMEL, Essen,
27 ára stúdent. 6 landsleikir og 6
mörk. Leikur í hægra horninu, örv-
hentur. Var valinn í landsliðið fyrir
leikina í stórmótinu og stóð sig mjög
vel, sérstaklega í varnarleiknum.
ULRICH ROTH, Schwabing, 23
ára skrifstofumaður. Fyrirliði, 65
landsleikir og 120 mörk. Línumaður.
Mjög mikilvægur í vörninni en í
sókninni virðist Fitzek vera að ná
af honum stöðunni.
RICHARD RATHA, Bergkamen,
22 ára stúdent. Nýliði, örvhent
skytta fyrir utan. Hefur verið talinn
efnilegasti leikmaðurinn í Þýska-
landi í mörg ár en hefur ekki fram
til þessa haft áhuga á að leika í
landsliðinu.
Einnig vantar. línumanninn Jörg
Löhr frá Milbertshofen. Hann sleit
liðbönd fyrir stuttu. Þjálfari liðsins
er Simon Schobel og aðstoðarmaður
hans er Heine Brand.
- hsím
Skotar náðu
24. sætinu!
— jafntefli, 0-0, í HM
„ Við vanmátum þá aldrei,
reiknuðum með erfiðum leik og
þeir börðust mjög vel. En varnar-
leikur okkar var góður sem áður.
Við höfum aðeins fengið á okkur
fimm mörk í 10 landsleikjum en
ég verð að viðurkenna að við
vonuðumst eftir sigri í HM-leikn-
um í Melbourne,“ sagði Alec
Ferguson, landsliðsþjálfari Skota
í knattspyrnunni, eftir að Ástral-
ía og Skotland höfðu gert jafntefli
í siðari HM-leik sínum í Mel-
bourne í gær. Ekkert mark skor-
að. Þar með tryggðu Skotar sér
24. og lokasætið í úrslitum HM í
Mexíkó næsta sumar. Þeir sigr-
uðu, 2-0, á Hampden Park í fyrri
leik landanna.
Betra seint en aldrei geta Skotar
sagt og framan af leiknum á ólympíu-
leikvanginum voru leikmenn Skota
mjög taugaóstyrkir og einkum var
fyrirliðinn, Graeme Souness, langt
frá sínu besta á miðjunni. Kannski
skiljanlegt því hann kom ekki til
leiksins fyrr en á þriðjudag eftir
stranga ferð frá Ítalíu. Það hefði
ekki verið ósanngjamt að Ástralía
skoraði tvívegis í fyrri hálfleiknum.
Fyrirliðinn, John Kosmina, fékk
■leiknum við Ástralíu
opið færi á 22. mín. Skallaði á mark,
ótruflaður, af sex metra færi en Jim
Leighton varði vel. Ef Kosmina hefði
skorað þarna er ekki að vita hvað
skeð hefði. Ástralska liðið ákaft
hvatt af 30 þúsund áhorfendum. En
við þessa markvörslu komst Leigh-
ton í mikið stuð - varð ósigrandi fyrir
Ástrali. Á 71. mín. varði hann mjög
vel frá Zarko Odzarkov - aðeins síðar
frá Patikas og var hetja Skota i
leiknum.
Skoska liðið náði sér aldrei á strik
í leiknum. Það var ekki aðeins
taugaspennan sem þjáði leikmenn
þess, - þeir náðu aldrei saman. Slakt
eigið gengi fór í taugarnar á Souness
og hann var bókaður á 41. mín. Hann
lék sinn 50. landsleik þarna í Mel-
bourne. Eftir því sem leið á síðari
hálfleikinn varð leikur Skota skárri
og Paul McStay, Celtic, fann holur
í vöm Ástrala án þess að framherjar
liðsins gætu nýtt þær. En Skotar
voru auðvitað ánægðir í leikslok, -
þeir höfðu náð markmiði sínu.
Komist í úrslitakeppnina á HM og
er það í fjórða skipti í röð sem þeir
gera það. Greinilegt á Ferguson
þjálfara eftir leikinn að þungu fargi
varafhonum létt.
hsím
ÍSÍ-menn á ráðstef nu
Þeir Hannes Þ. Sigurðsson og
Þórður Þorkelsson sóttu fyrir
nokkru Evrópuráðstefnu um
íþróttamál af hálfu íþróttasam-
bands íslands en af hálfu mennta-
málaráðuneytisins sótti Valdim-
ar örnólfsson ráðstefnuna en
hann er formaður íþróttanefndar
ríkisins. Ráðstefnan var haldin í
Cardiff í Wales dagana 30. sept-
ember til 4. október og sóttu hana
89 fulltrúar frá 28þjóðlöndum.
Meðal fjölmargra mála sem tekin
voru til meðferðar á ráðstefnunni
vom hin margumtöluðu lyfjamál.
Ráðstefnan tók skýra afstöðu í þeim
efnum og samþykkti einróma eftir-
farandi ályktun:
“ Þátttakendur á Evrópuráðstefnu
um íþróttamál skora á þjóðleg og
alþjóðleg íþróttasambönd svo og
önnur ábyrg samtök að berjast af
alefli gegn notkun örvunarefna við
íþróttaiðkanir. Notkun örvunarefna
er brot á öllum reglum um drengskap
og öðrum grundvallarreglum íþrótta
um keppni. Slík hegðan er ekki
aðeins ósæmandi heldur og stórlega
hættuleg heilsufari allra íþrótta-
manna. Stöðugt verður að minna
íþróttamenn, karla og konur, á af-
leiðingar neyslu örvunarefna á
heilsufar þeirra. Þeir aðilar sem
sniðganga reglur um notkun örvun-
arefna útiloka sig sjálfir úr heimi
íþróttanna. Þetta gildir jafnt um alla
iðkendur íþrótta, karla og konur,
lækna, þjálfara og íþróttaleiðtoga."
SK.
Fitzek skorar gegn Sovétríkjunum
Tschoumak, markvörður.
á stórmótinu. Frá vinstri: Gagin, Fitzek, Lommel, Kuschnerjuk og
Michel Renquin.
Jafntefli hjá
Waterschei
— Renquin aftur
tilStandard
Frá Kristjáni Bernburg, frétUi-
manni DV í Belgíu:
Waterschei o" Charleroi gerðu
jafntefli, 1-1, í 1. deildinni belgísku
í gærkvöld í leik sem Waterschei
þurfti nauðsynlega að vinna á
heimavelli. Hutka skoraði mark
Waterschei á 30. min. en Vossen
jafnaði fyrir Charleroi á 60. mín.
Eftir það fengu leikmenn Waterschei
þrjú gullin tækifæri til að ná forustu
á ný, draumafæri eins og belgíska
útvarpið sagði en tókst ekki að
skora. Ekki var minnst á Ragnar
Margeirsson í útvarpinu.
Belgíski landsliðsmaðurinn frægi,
Michel Renquin, gerði i gær fimm
ára samning við Standard Liege.
Mun einnig þjálfa hjá iiðinu. Hann
kemur frá Sviss, lék með Servette í
Genf en lék áður fyrr með Standard.
Miklar líkur eru nú á að Anderlecht
láti þjálfara sinn. Paul van Himst,
hætta. Mikil óánægja með hann og
líkur á að hann hætti jafnvel í dag.
Sem leikmaður hjá Anderlecht hlaut
hann íjórum sinnum gullskóinn og
var einu sinni kjörinn besti þiálfari
Belgíu eftir að hann hætti að leika.
Waterschei er í mikilli fallbaráttu
í 1. deildinni í Belgíu. Liðið er í
næstneðsta sæti með 10 stig ásamt
Molenbeek. Kortrijk er neðst með 9
stig en Charleroi í fjórða neðsta
sætinu með 11 stig. - hsím
WBA keypti
John Reilly
— ogNewcastle
miðherja Hull City
Neðsta liðið í 1. deildinni ensku,
West Bromwich Albion, keypti í gær
miðherjann hávaxna, George Reilly,
fyrir 150 þúsund sterlingspund frá
Newcastle. Reilly. sem er 1,91 m á
hæð, mun leika sinn fyrsta leik með
WBA á laugardag gegn meisturum
Everton. WBA hefur aðeins skorað
14 mörk í 19 leikjum í l.deild og
vonast til að mörkin verði nú fleiri
þegar Reilly kemur í framlínuna.
í stað Reillv keypti Newcastle
miðherja Hull, Billy Whiteþurst, og
greiddi fyrir hann 240 þúsund sterl-
ingspund. Það er aðeins 10 þúsund
pundmn minna en Newcastle hefur
greitt mest fyrir leikmann. Borgaði
WBA 250 þúsund pund fyrir John
Trewich fyrir fimm árum. - - hsím
ÞrírfráReal
Madrid íbami
— fyrir seinni leikinn
gegn Gladbach
Þrír leikmenn spánska liðsins
Real Madrid missa af seinni leik
liðsins gegn Borussia Mönc-
hengladbach i Evrópukeppni fé-
lagsliða. Rafael Gordillo, Hugo
Sanches og Miguel Chendo voru
allir dæmdir i eins leiks bann af
aganefnd UEFA. Gladbach leik-
maðurinn Hans-Gunther Bruns
var einnig dæmdur í bann.
- fros