Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Qupperneq 28
!8 DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985. Menning___________Menning___________Menning Menning Sýning Hörpu Bjömsdóttur í Salnum Óhætt er að segja, að ófremdar- ástand ríki í sýningarsölum borg- arinnar. Gallerí Lækjartorg lagði upp laupana fyrir nokkrum mán- uðum, Listmunahúsið, eitt langlí- fasta og glæsilegasta gallerí í Reykjavík, verður að hætta rekstri á næstu dögiim, og sömu sögu má segja af yngsta galleríi borgarinn- ar, Salnum við Vesturgötu. Það síðastnefnda hefur verið rekið af áhugafólki, sem sér nú fram á stór- hækkun ó stórhækkaða leigu. Leigukjör virðast einnig ætla að verða Gallerí Langbrók þung í skauti og gætu riðið galleríinu að fullu. Óneitanlega er það sérkenniiegt, að þeir sem nú hýsa Salinn og Gallerí Langbrók, samtökin Hlað- varpinn og Minjavernd, hvort- tveggja með yfirlýst menningarleg markmið, skuli ekki telja það í sínum verkahring að styðja við bakið á ungum myndlistarmönnum og hönnuðum. Því fer hver að verða síðastur að skoða sýningar á þessum stöðum. f Salnum stendur nú yfir sýning á verkum Hörpu Björnsdóttur, sem er einn aðstandenda galleríssins. Harpa er held ég eina konan í hópi íslenskra myndlistarmanna, sem fjallar opinskátt um kynferðislegt samband karls og konu, munúð, unað og allt það sem flokkað hefur verið undir erótík. ANDSTÆÐAR HVATIR Þetta gerir Harpa á þokkaftillu og oft meinfyndnu líkingamáli, þar sem gamlar mýtur eru teknar til endurskoðunar og umbreytingar. Henni er sérstaklega hlýtt til svansins, ekki aðeins vegna af- skipta hans af meynni Ledu forðum daga, heldur einnig vegna þess að svanurinn er skáldfugl. Skáldskap- argáfan og kynhvötin eru greinar á sama meiði, í senn óbærilegar og ómissandi. Svanurinn í myndum Hörpu er mannskepnunni oft til vandræða.- Hann grær saman við karlmann- inn, verður málpípa hans og böl- valdur, en lyftir honum einnig í hæstar hæðir, ég tala nú ekki um ef kvenkynið lætur svo lítið að gæla við hann. En svaninn er líka að finna í konunni, en henni virðist hins vegar ganga betur að tjónka við fuglinn en karlmanninum. Kannski er Harpa að segja að konunni gangi betur að lifa með andstæðum hvötum en karlmann- inum, hvað veit ég. AÐ BRÚA BILIÐ Ég hef e.t.v. gert meira mál úr þessari svanasymbólík Hörpu en efni standa til, þar sem svanamynd- ir eru í minnihluta á sýningu henn- ar að þessu sinni. Eftir sem áður Harpa Björnsdóttir ásamt tveimur verka sinna. fjallar hún um ýmsar hliðar á hvötum konunnar, erótíska út- geislun hennar, fullnægju og stolt yfir eigin líkama. Verk listakonunnar eru að stofni kröftugar teikningar, þar sem markað er fyrir helstu líkamspört- um með sveiflu dökkra lita. Fylling formanna og baksvið eru síðan gefin til kynna með nokkrum, allt að því tilviljunarkenndum,drátt- um. Þessi kviki, umbúðalausi tján- ingarmáti held ég að henti Hörpu afar vel. Sem sést á því, að þegar hún tekur til við að mála „alvöru” olíumyndir á striga, og vanda til byggingar þeirra, er eins og þær stirðni og steinrenni. Hér er á ferðinni „kvennalist” sem brúar bilið milli karla og kvenna, í stað þess að senda annað kynið út í kuldann. AI MEÐFRAM LANDSLAGI Ný bók með verkum Sigurðar Guðmundssonar Sigurður Guðmundsson mynd- listarmaður er ólíkindatól. Árum saman hefur hann sett á svið uppá- komur með ljóðrænu yfirbragði og fest þær ó filmu, við mikið lof og prís gagnrýnenda og safnstjóra, og virtist ekkert lát ætla að verða á tilbúningi slíkra verka. En áður en aðdáendur hans gátu sagt svo mikið sem „Haags Geme- entemuseum" var Sigurður búinn að snúa við blaðipu og farinn að búa til gríðarlegar steypur af ýms- um hugdettum og hugarórum. Nokkrar af þessum steypum sáum við á Listahótíð í fyrra. Að því ég best veit heldur Sigurð- ur enn tryggð við steypt verk, en nú er hann allt í einu farinn að teikna með viðarkolum upp á gamla mátann. Hollenskur for- leggjari hefur nú gefið 20 viðar- kolsteikningar eftir Sigurð út í veglegu bandi undir nafninu „With landscape" (Meðfram landslagi?), og fæst þessi bók viða í bænum, m.a. í Bókabúð Snæbjarnar. VÆNT UM ÞJÁNINGUNA Sigurður býr yfir innvirðulegu skopskyni og lýsir því í formála bókarinnar hvemig þessar teikn- ingar urðu til: „Eiginlega hefur mér aldrei geðjast að listamönnum sem gera kolteikningar. Og í hroka mínum sneyddi ég' hjá þeim. Síð- sumarmorgun einn, ekki alls fyrir löngu, vaknaði ég og í staðinn fyrir sígarettulöngun, fann ég í fyrsta skipti ó ævinni til löngunar að gera kolteikningar... Vankunnátta mín á þessu nýja sviði var mér ekki hindrun. En samt verð ég að játa að þrátt fyrir alla ánægjuna fann ég til nokkurra vonbrigða vegna þess hve vel mér féll þessi iðja. Það að skapa list olli mér alltaf þján- ingú og greinilega var mér farið að þykja vænt um þessa þjáningu..” Eins og nafn bókarinnar bendir til kemur landslag talsvert við sögu í teikningum Sigurðar, sem er út af fyrir sig ekki ný bóla í myndlist hans. Mörg ljósmyndaverk hans ganga einmítt út á einræður við náttúrukrafta. En teikningin gerir honum kleift að umtuma landslagi, ýkja og breyta að vild. Eins og Sigurður tekur skýrt íram sjálfur er hann ekki vanur teiknari, en það kemur ekki að sök. Honum tekst á sinn hátt að gefa til kynna stefnumót ólíkra fyrirbæra og viðhorfa á ís- lenskum berangri, m.a.s. gætu sumar mynda hans verið frá Vest- mannaeyjum. ORÐSTÍR DEYR ALDREGI Það er líka auðséð á teiknistíl Sigurðar að hann hugsar yfirleitt í þremur víddum. Sumar kola- myndimar gætu hæglega verið drög að skúlptúmm. Hvað er það svo sem skeður í þessum teikningum? Strangt til tekið ekki neitt. Þó skoðum við þær aftur og aftur, ávallt með sömu eftirvæntingunni. Sigurður er ekki nýgræðingur í bókaútgáfu. Eftir hann liggja nokkur bókverk, þar sem myndlist og bókarform verða eitt. „With Landscape" er annars eðlis, meir í ætt við hefðbundnar viðhafharútgáfur á verkum mynd- listarmanna - sem er til marks um orðstír hans á meginlandi Evrópu. Sigurður Guðmundsson. VIÐ ÉTUM HATTINN OKKAR ef. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.