Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Síða 39
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985. 39 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru’29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafhvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja fnánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 34,1%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reynist hún betri. Vextir færast tvisvar á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. öndvegisreikningur er bundinn til 18 mánaða •, verðtryggður og með 7% nafnvöxt- um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- fryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið- um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Aimenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afíollum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fáer mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. ö .manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilégur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 1,125%. Vísitölur Lónskjaravísitala í desember 1985 er 1337 stig en var 1301 stig í nóvember. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985 er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3392 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01 .-10.12.1985 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM sjAsérlista llil 11111111 1111 li ú innlAn överðtryggð SPARISJðÐSBÆKUR Úbundin innstæða 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja món. uppsógn 25,0 26,6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 mán.uppsögn 31.0 33,4 30.0 28.0 28.0 30.0 29.0 31.0 28.0 12 nián. uppsugn 32,0 34.6 32,0 31.0 32.0 SPARNAOUR-LANSRÉTTUR Spar.6 3-5 mán 25,0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 INNLÁNSSKÍRTEINI Sp.6mán.ogm. 29,0 26.0 23.0 29.0 28.0 Til6 mánaða 28,0 30,0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10,0 10.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 INNLAN VERÐTRYGGD SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6mán. uppsögn 3.5 3.5 3,5 3.0 3.5 3.0 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALOEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Sterlingspund 11.6 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN ÖVERÐTRYGGÐ ALMENNlRVlXLAR (forvextir) 30.0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0 VIÐSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34.0 2) kge 34.0 k9. 32.5 kg. kge kge 34,0 ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kgc 35.0 kBe 33.5 kge kge kge 35.0 HLAUPAREIKNINGAR YHRDRATTUn 31,5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 ÚTLÁN VERDTRYGGÐ SKULDABRÉF AÖ21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en2 1/2 á r 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIDSLU sjáneðanmAlsi) l)Lán tíl innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtíun. Vegna útQutnings, i SDR 9,5%, í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 12,75%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréíum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafiiarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði ReykjavíkurogSparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag ó skuldabréf tíl uppgjórs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Sandkom Sandkorn LÍFS MÍNS LEKAHRIP Helgarpósturinn hefur ve- rið rogginn með sig og þótt ástæða til. Það blað varð nefnilega langfyrst til að vekja athygli á vondri stöðu Hafskips. En það voru fleiri en Hel- garpósturinn sem virtust sjá fram i timann. Einn þeirra var Rósberg G. Snædal. f Vísnasafni Sig- urðar frá Haukagili er nefnilega að finna þessa stöku eftir Rósberg: Þó að lífs míns lekahrip liggi á botni Ránar, „alltaf mó fá annað skip,“ Utvegsbankinn lánar. Davíð Oddsson. GULL- TRYGGUR MEIRIHLUTI Ýmislegt hefur verið skraf- að í sambandi við nýafstað- ið prófkjör sjálfstæðis- manna fyrir borgarstjórn- arkosningarnar. Hefur meðal annars verið rætt um sérframboð Alberts Albert Guðmundsson. Guðmundssonar í vor, en kunnugir telja, að af því verði ekki , alla vega eins og málin standa nú. Hitt mun satt, að Albert hafi hugleitt sbkt framboð af fullri alvöru. Segir sagan að hann hafi á dögunum viðrað þessa hugmynd við Davíð Oddsson borgar- stjóra. Davíð var hress eins og alltaf og hvatti Albert til framboðsins, með þessum rökum: „Þá fæ ég ótta og þú tvo, sem gerir tíu.Þar með erum við komnir með góðan meirihluta í borgarstjórn." Albert mun ekki hafa minnst frekar á sérfram- boðið. FÓLKS- FLÓTTIFRÁ AKUREYRI Því hefur verið fleygt, að fólksflótti sé nú töluverður fró Akureyri. Eftirfarandi saga er sögð þessu til stað- festingar: Maður einn ætlaði að flytja frá höfuðborginni norðlensku um daginn. Hann þurfti að pakka bú- slóðinni eins og gengur. Og þar sem hann vantaði til- finnanlega umbúðir, fór hann í áfengisútsöluna og bað um kassa. Hann var spurður hvað hann þyrfti marga. Okkar maður kvaðst þurfa svona þijátiu stykki. En því miður, honum var sagt að svo marga gæti hann ekki fengið. Hann yrði því að fara á biðlista eftir kössum. Það yrði svona vikubið! RAUNIR Í FISKELDI Margar eru raunirnar sem glíma verður við í hinum nýrri atvinnugreinum, svo sem fiskeldi. Víkurfréttir segja til dæmis frá því,að strax eftir að sjóeldiskvíin var sett á flot úti á Keflavíkinni hafi heyrst þær raddir, að fisk- urinn í henni yrði varla mannamatur. Ástæðan væri einfaldlega sú, að kvi- in væri staðsett fyrir fram- an aðalskolpleiðslur Kefla- víkurbæjar. Forráðamenn Sjóeldis munu ekki vera ó sama máli, að þvi er blaðið segir. Telja þeir, að straumar þar úti sjói til þess að hreinsa sjóinn að þessu leytinu til.- En þeir munu hins vegar sjá fram ó annað vandamál sem ekki var vitað um áður. Er þar um að ræða moldina sem kemur úr uppfyUingunni neðan Hafn- argötu og flýtur ofan á sjónum. Hana munu straumarnir ekki ná að hreinsa. Grandfather went on Red... AFIMINN... Við höfum lagt allt kapp á að vera þjóðleg hér í Sand- korni. Þvi getur enginn neitað. En nú verður brugðið aðeins út af þeirri venju. Tilefnin eru tvö, annars vegar að hestamenn eru sem óðast að taka gæðinga sína á hús og hins vegar nýafstaðin ráðstefna um varðveislu og eflingu ís- lenskrar tungu. Vegna þessara tímamóta leyfum vér okkur að birta gamla húsganginn „Afi minn fór á honum Rauð...“ i enskri þýðingu. Ekki er vitað hver sneri verkinu. En það er jafngott fyrir það og hljóðar svo i Drottins nafni og tíu: Grandfather went on Red south to city, took on both sugar and bread, fifty, fifty. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Einfari í myndlistinni - ný bók um Jóhannes Geir listmálara „Það er einhver frásagnarþörf í mér sem veldur því að þetta fíg- úratífa hefur alltaf betur í verkunum hjá mér,“ sagði Jóhannes Geir list- málari þegar DV ræddi við hann um nýopnaða yfirlitssýningu og jafnnýja bók um verk hans. Eitt af því sem markar sérstöðu Jóhannesar Geirs í íslenskri nútímamyndlist er að hann hefur ávallt verið trúr hinu fígúratífa málverki meðan samtíðarmenn hans hafa leitað inn á svið afstraktlistar- innar. „Ég gerði tilraunir með afstrakt- ið á meðan ég var í Myndlista- og handíðaskólanum, þá undir miklum áhrifum frá Þorvaldi Skúlasyni. Ég fann þó á endanum að þetta var aðferð sem ekki átti við mig,“ sagði Jóhannes Geir. Höfundar bókarinnar um Jóhann- es Geir eru þeir Sigurjón Björnsson prófessor og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. í bókinni leggur Aðal- steinn m.a. áherslu á sérstöðu lista- mannsins sem einfarans í íslenskri myndlist. Hann tilheyrði ekki „fram- varðarsveitinni" eins og Aðalsteinn orðar það og komst ekki til fulls þroska í myndlistinni fyrr en á fimm- tugsaldri. En þá rís list hans líka hátt. Sigurjón Björnsson er æskufélagi Jóhannesar Geirs og ritar um berskuslóðir þeirra á Sauðárkróki. Hann segir frá uppruna Jóhannesar og æskuheimili, listfylgjunni í ætt hans og skólagöngu hér heima og erlendis. I bókinni eru litprentanir 49 mál- verka eftir Jóhannes Geir auk teikn- inga eftir hann og fjölda ljósmynda. Bókin um Jóhannes Geir er fimmta bókin í ritröð um íslenska myndlist sem Listasafn ASÍ og bókaútgáfan Lögberg standa að. Áður hafa komið út bækumar Ragnar í Smára, Eirík- ur Smith, Jóhann Briem og Muggur - Guðmundur Thorsteinsson. Ljósmyndun listaverka annaðist Kristján Pétur Guðnason og voru myndimar litgreindar i Kassagerð Reykjavíkur. Torfi Jónsson sá um tilhögun bókarinnar. Prentsmiðjan Oddi annaðist prentun og bókband. GK Hér hefur fálkafáninn, sem Sigurður Guðmundsson mál- ari átti hugmynd að og vildi gera að fána íslenskum þjóð- fána , verið dreginn að húni. Þar sem fáninn er við Hafnar- stræti var hið svokallaða Fálkahús. Geymdu Danakon- ungar þar fálka þá er þeir létu fanga og fluttu til Dana- veldis, seldu og höfðu góðan hagnað af eða gáfu fyrir- mönnum og höfðingjum. Þetta þótiu dýrmætustu gjafir sem um gat. Fálkahúsið var siðan rifið um 1870. Fálkafengur var þá orðinn rýr enda næstum búið að útrýma stofninum vegna græðgi heldri manna í þetta stöðutákn. KB,DV-mynd GVA Listamaðurinn Jóhannes Geir og höfundar bókarinnar um hann, þeir Aðalsteinn Ingólfsson og Sigurjón Björnsson. DV-mynd GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.