Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Qupperneq 43
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
43
Markaðurinn
ÚRVALS svissneskár ryksugur í
glæsilegum tískulitum. 1000
vött-5 lítra rykpoki.
Rotel 1030, kr. 8.900,
Rotel 1060, kr. 9.900,
Rotel 1080, kr. 12.400,-
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI I6V95
Úlfar þormóðsson - Hugmyndir eigenda listaverka um verð eru orðnar mjög afskræmdar.
„Unga fólkið verðleggur verk sín
of hátt. Þá er ég ekki að tala irni
gæði verkanna sem verið er að selja
helaur markaðinn,“sagði Úlfar Þor-
móðsson, einn af eigendum Gallerí
Borgar.
Gallerí Borg hefur nú starfað hátt
á annað ár og stendur þolanlega að
sögn Úlfars. Er það óvenjulegt þegar
gallerí í einkaeigu eru annars vegar.
„Þetta hefst með því að hafa rekst-
urinn þríþættan. Sýningarsalur get-
ur ekki borið sig einn sér án þess að
aðstoð frá ríki eða bæ komi til. Auk
þess að leggja salinn undir einkasýn-
ingar tökum við gömul verk í um-
boðssölu og höldum uppboð. Á því
fljótumvið.
Hagnaðurinn af sölu mynda gömlu
meistaranna og uppboðunum fer til
að borga tapið af sýningarsalnum.
Nútímalistin selst einfaldlega ekki
nógu vel til að hægt sé að láta hana
standa undir galleríi.“
Úlfar sagði að hugmyndir lista-
manna og eigenda listaverka um
verð listarinnar væru orðnar mjög
afskræmdar. Oft láti þeir sögur af
háu verði á verkum einstakra meist-
ara villa sér sýn. Síðan reynist
myndirnar óseljanlegar á því verði.
„Verð listaverka er auðvitað mjög
afstætt. Verðmætamatið mótast oft
af þeim hug sem hver og einn ber til
verksins. Hins vegar er reynslan oft
sú að markaðurinn stendur ekki
undir því verði sem eigandanum
finnst sanngjarnt.
Ég geri mér ekki að öllu leyti grein
fyrir hvað listamenn láta ráða þegar
þeir verðleggja verk sín. Hins vegar
kémur það oft í minn hlut að fá þá
til að lækka verðið, stundum um allt
aðhelming."
- Væri óráð að lækka verðið enn
meira?
„Það er ekki hægt að lækka verðið
meira. Salan eykst ekki nema fólk
fái meiri auraráð og myndrænt upp-
eldi og þroski þjóðarinnar aukist,"
FÆRRI SÝNINGAR - MINNI
SALA
- Nú er fyrirsjáanlegt að nokkrum
galleríum í einkaeigu verður lokað
á næstunni. Vænkast þá ekki hagur
þeirra sem eftir eru?
„Nei, hagur þeirra versnar. Því
meira sem um er að vera í myndlist-
inni, þeim mun almennari verður
áhuginn. Fjöldi sýninga og allt umtal
um listina eykur söluna."
En hveijir eru það sem kaupa sér
listaverk? Það er fullvíst að stór
hópur manna lætur það sem er í boði
á listaverkamarkaðnum fram hjá sér
fara. Það eru helst ódýr grafík og
snöggunnar landslagsmyndir sem
seljast utan þess hóps sem telst til
listunnenda. En hvaða hópur er það?
Úlfar svarar því:
ÞRÍR HÓPAR VIÐSKIPTAVINA
„Það má skipta viðskiptavinunum
í þrjá hópa. í fyrsta lagi eru það
aðdáendur einstakra listamanna sem
kaupa verk þeirra í hvert sinn sem
þeir sýna. Siðan eru það þeir sem
kaupa list til gjafa. Loks eru það svo
þeir sem kaupa dýr verk fyrir sjálfa
sig. Sjálfsagt ræður það sjónarmið
að festa peninga í viðurkenndri list
oft miklu. Verk gömlu meistaranna
falla ekki í verði með aldrinum eins
og bílskrjóðar sem ganga úr sér á
nokkrum árum.“
Hverjir eru það sem fela ykkur
aðseljamyndir?
„Margar myndanna koma úr dán-
arbúum. Nú, sumir eru að taka til
hjá sér og vilja einfaldlega losna við
myndir sem þeir hafa ekki áhuga á
að eiga lengur. Enn aðrir eru að losa
peninga sem þeir eiga í myndunum.
Við tryggjum nafnleynd, bæði fyrir
kaupendur og seljendur. Það er gert
til að koma í veg fyrir að sögusagnir
fari á kreik. T.d. getur það gerst ef
einhver vill selja dýrt verk, þá fer
sögubera að gruna að viðkomandi
sé að fara á hausinn.
Við höfum alltaf ætlað okkur að
vera með bestu listina. Við losum
fólk við að leita uppi góða listamenn
og losum listamennina við átroðn-
ing,“ sagði Úlfar Þormóðsson.
GK
Jólakjör
tekur ekki
við þessu
háa verði
- segir Úlfar Þormóösson
einn af eigendum Gallerí Borgar
fyrir alla semþurfa nýja ryksugu íjólahreingerninguna.
ÚTBORGUN kr. 2000,-, síðan 1500 á mánuði.
Staðurinn skiptir
miklu máli
-segir Hjördís Gissurardóttir hjá Gallerí Grjóti
Hjördís Gissurardóttir - Sérvitringunum fer fjölgandi; sem betur fer.
„Reksturinn hér stendur undir sér
hvort sem það stafar af því að við
eru á góðum stað í bænum eða hóp-
urinn sem selur hér svona góður,“
sagði Hjördís Gissurardóttir, einn
þeirrá áttmenninga sem rekur Gal-
lerí Grjót við Skólavörðustíg.
I Grjótinu eru eingöngu seld verk
þeirra sem að salnum standa. Það
eru fjórir myndlistarmenn, tveir
gullsmiðir, einn keramiker og einn__
höggmyndasmiður. í salnum eru
jafnan standandi sýningar á 'verkum
þessara listamanna. Þó er skipt um
eftir þörfum á viku til mánaðar fresti.
Hjördís sagði að meðal viðskipta-
vinanna yrðu þau bæði vör við fólk
sem keypti verk til að festa fé og til
gjafa. Einnig bæri mikið á erlendum
ferðamönnum. Fólk er greinilega
farið að meta það meira að geta
eignast hluti sem hvergi fást annars
staðar,“sagði Hjördís. „Sérvitring-
unum fer fjölgandi sem betur fer.“
Verð á verkum í Gallerí Grjóti er
ákveðið af eiganda hvers verks.
Hópurinn sem stendur að galleríinu
skiptir sér ekki af því. Síðan borgar
hver félagi ákveðna prósentu af sölu
til reksturs salarins.
„Það er tilfinning hvers og eins sem
ræður verðinu,“ sagði Hjördís. „Þess
utan er reynt að taka tillit til efnis-
kostnaðar og vinnu. Markaðurinn
tekur við þessu verði og salurinn ber
sig þrátt fyrir að leigan sé nokkuð
há. Við verðum vör við að fólk er
sjálfstæðara en lengi hefur verið.
Það er ekki lengur í tísku að allir
séu steyptir í sama mót.“ sagði Hjör-
dís Gissurardóttir.
GK
X
irtrirn-n i
1 itOTUlM—i'l I
v