Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 15
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
67
Chui þykir nóg um áganginn og sýnir reiði sina.
ist vera Chui, honum til mikillar
gleði.
Það hafði lengi verið talið næsta
ómögulegt að taka myndir af hlé-
barðaynju með unga sína og sumir
dýraljósmyndarar hafa sagt það erf-
iðasta viðfangsefni sem þeir geti
tekist á við. Scott tókst hins vegar
að venja dýrin þrjú við nærveru sína
og á næstu vikum tókst honum að
ná einstæðum myndum. Þá skráði
hann fjölmargt hjá sér um hegðan
þessara tignarlegu dýra. Svo mikill
var áhugi hans að hann var hjá
dýrunum á jóladag 1983.
Chui verðurfræg
Það fór ekki hjá því að fregnin af
þvi sem Scott var að gera bærist út
og áður en langt um leið fóru ferða-
menn að leggja leið sina á þær slóðir
þar sem hann var við athuganir sín-
ar. Svo fór að ágangurinn varð of
mikill og sjálfur segir Scott um það
að sér hafi fundist hann hafa brugð-
ist trausti Chui þegar flest.var um
fólkið og greinilegt var að henni
líkaði ekki hve margir flykktust að
henni og ungunum hennar.
Ungarnir voru dálítið ólíkir í útliti
og hegðan, og gaf Scott öðrum nafnið
Dökkur en hinum Ljós. Ljós, var,
eins og nafnið gefur til kynna, ljósari
en hinn og varari um sig en hinn var
ekki eins fælinn og átti það til að
vera dálítið stríðinn.
Chui kýs einveruna
í janúar 1984 flutti Chui sig allt í
einu til með unga sína. „Mig langaði
mikið til að sjá þau aftur,“segir
Scott, „en í hjarta mínu var ég þö
glaður yfir því að dýrin voru farin.
Þau voru loks orðin frjáls.'*
Chui hefur ekki sést siðan og hefur
þannig fært sönnur á það að of
mikill ágangur leiðir til þess að þessi
varfærnu dýr fara sínar eigin leiðir
í orðsins fvllstu merkingu.
Scott heldur hins vegar áfram
athugunum sínum og myndatöku og
af og til leyfir hann fréttamönnum,
ljósmyndurum og öðrum að koma
með sér til þess og kynnast hlébörð-
unum, sem hafa nú fengið tækifæri
til þess á Maraverndarsvæðinu að
gleðja fólk á þann hátt sem við sjáum
á meðfyigjandi myndum í stað þess
að leggja því til feldi.
Þýð: ÁSG
The Leopt. -d’s Tale er gefin út aí'Elm
Tree Books.
Jóíakortin eru komin á sinn staö
og jólaskrautið þekur borð og hillur.
Kertamarkaðurinn hefurfestsig í sessi. Kertin
eru í hundraðatali, af öllum gerðum
og stærðum.
VANTIÞIG HUGMYND AÐ GÓÐRIGJÖF
ÞÁ FÆRÐU HANA HÉR
Við nefnum sem dæmi: Vasatölvur, penna og
pennasett, skjalatöskur, undirlegg úr leðri
og statífá skrifborðið, hnattlíkön, margs konar
þrautir og spil, Ijósálfa og töfl.
GALLERÍ EYMUNDSSON
er alveg sérstök deild. Þar finnur þú glæsilegt -
úrval gallerímynda í vönduðum álrömmum í
stærðunum 60x80 og 50x60. Takmarkað
upplag af hverri einstakri mynd. Einnig eigum
við geysilegi úrval mynda í smellirömmum
á ótrúlegu verði.
Auðvitað geturþú líka valið staka mynd og við
römmum hana síðan inn fyrir þig á staðnum.
NYR TIME MANAGERÍ
Við höfum öll ný gögn í hið frábæra Time
Manager sett. Ómissandi eign fyrir allt
athafnafólk: Time Manager er til í leðri og er
hreint tilvalinn fyrirþá sem vilja taka sig saman
um veglega jólagjöf.
OG KÓRÓNAN Á ALLT SAMAN:
Sjálfur jólapáppírinn, merkispjöidir og
slaufurnar frá okkur standast að sjálfsögðu
allan samanburð nú sem endranær. Ekki mega
blessaðir jólapakkarnir vera sviplausir.
EYMUNDSSON
KOMINN MEÐ JÓLASVIPINN
Austurstræti 18
RITFANGADEILDIN BREYTIR UM SVIP
OG VERÐUR ALLSHERJAR JÓLAMARKAÐUR