Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 19
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
71
Inga Huld
Hákonardóttir
skrifar frá
Kaupmannahöfn.
það í 30 þúsund eintökum. Segið svo
að Danir séu ekki ljóðelskir.
Björnkjær sagði í blaðaviðtali ný-
lega að mest áberandi aldurshóparn-
ir á kránum væru unga fólkið, og svo
aftur þeir sem komnir væru á fimm-
tugsaldur, fráskildir og leituðu nú í
annað sinn á hjónabandsmarkaðinn.
(Eða vildu „fá sér gott í klofið'h sagði
íslensk stelpa einu sinni. Það var
reyndar áður en Aids kom.) „Til-
burðirnir geta orðið nokkuð æðis-
gengnir þegar líða fer á nóttina,"
sagði Björnkjær.
Endað á morgunkrá
Hann endar sínar skoðunarferðir
gjarnan á morgunkrá í Nýhöfninni,
Café Öresund eða í Nýhöfn númer
17. Morgunkrárnar opna klukkan
fimm þegar næturstaðirnir loka.
Ilminn af nýbökuðum rúnnstykkjum
og heitu kaffi leggur á móti slæptum
gestunum. Það fást líka harðsoðin
egg. Sést hefur til manns sem pantaði
sér þrjátíu egg og gerði alvarlega
tilraun til að torga þeim öllum. Óg
svo er öl og snafs og dansmúsík.
Menn fá sér snúning ef heilsan levfir.
En margir eru orðnir framlágir og
sunnr farnir að þynnast upp.
Það hefur verið fullyrt í mín eyru
að annar hver næturhrafn, sem enn
er á ferli á þessum tíma sólarhrings,
sé af íslensku bergi brotinn, en ekki
sel ég það dýrar en ég keypti. Held
það hljóti að vera eitthvað orðum
aukið. Vona það hálfpartinn.
Því þótt það sé hressandi að koma
úr reykjarsvælu krárinnar út í kalt.
grátt morgunloftið og möstrin á
gömlu skútunum í Nýhöfninni ruggi
sér vinalega í takt við göngulag þess
sem drukkið hefur alla nóttina, þá
hefur margur framtíðardraumurinn,
mörg glæst áætlunin og margur efn-
ismaðurinn og -konan farið fyrir lítið
á ranglinu eftir - Dauðarútunni.
- ihh
NALGAST
MATVÖRUDEILD
Þaö er löngu orðinn þjóölegur
siöur aö gera vel viö sig og sína í mat
um hátíðarnar. Við höfum á boð-
stólum alla matvöru, hátíðarmat
sem meðlæti. Og vitaskuld alla
hreinlætisvöru. Sem sagt: Allt sem til
þarf.
og því er ekki seínna vænna
að fara að huga að jólatindirbún-
ingnum. Við erum reiðubúin tíl
aðstoðar.
Viljum aðeins rninna á að það er
óþarft að þeytast urn alít þegar
hægt er að fá alit til jólanna í eínni
ferð í Vöruhús Vesturlands.
VEFNAÐARVÖRUDEILD
Jólakötturinn gengur ekki laus
lengur. Og þó svo væri þyrfti enginn
að lenda í honum því við eigum
fjölbreytt úrval fatnaðar á alla fjöl-
skylduna. Til dæmis buxur og _
skyrtur frá Melka. Einnig skóáalla
fjölskylduna. í stuttu máli sagt: Allan
fatnað, frá toppi til táar, yst sem
innst.
GJAFAVÖRUDEILD
Láttu ekki tal um gjafaaustur jól-
anna slá þig út af laginu. Það er
góður siður að gleðja aðra. Líttu inn í
gjafavörudeildina hjá okkur og þú
sannfærist um að jólagjafir eiga
fullan rétt á sér. Við eigum ávallt
smekklegt úrval gjafavöru, s.s.
bækur, leikföng, búsáhöld o.fl.
RAFTÆKJA-
OG SPORTVÖRUDEILD
Hafi einhver haldið að gjafavara
fengist aðeins í gjafavörudeildinni
leiðréttist það hér með. í sportvöru-
og raftækjadeild fæst fjölbreytt úrval
raftækja og tómstundavöru. Nyt-
samar jólagjafir, smáar og stórar. Og
hér velur fjölskyldan sjálfri sér stór-
gjöfina.
BYGGINGAVÖRUDEILD
Það eru ekki bara húsbyggjend-
ur sem eiga erindi við okkur.
byggingavörudeild Vöruhúss Vest
urlands sást sjálfur jólasveinninn
velja sér 1. flokks áhöld til leik-
fangasmíðinnar. Þannig tekur bygg-
ingavörudeildin ekki hvað minnstan
þátt í jólaundirbúningnum.
Góð áhöld gleðja alla.
Það er óneitanlega kostur að fá allt sem
þarf í einni ferð. Ferð í Vöruhús Vesturlands
sparar sporin og er þess vegna ferð til fjár.