Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 20
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. „Kryfja mig eins og kanínu“ vakið sömu hrifningu og hann gerði á sjöunda áratugnum. Hins vegar eru á nýju plötunum ljóð og lög sem eru ekki frá þeim tíma. Gerð platnanna tók 3 ár Það tók þrjú ár að gera plöturnar fimm og á þeim er hvorki að finna ljóð né lög sem gerð hafa verið eftir 1981. Á þeim er því ekkert að finna sem er í síðustu tveimur umslögun- um sem frá honum hafa komið. Sumir telja því vafalaust að nýju plöturnar gefi ekki rétta mynd af honum í dag en þó verður að telja að þær gefi góða heildarmynd af ferli hans; og hún verður enn betri ef höfð er til hliðsjónar bók hans, „Ljóð, 1962-1985“, sem er nýlega komin út. „Kvikmyndavélin" má því teljast enn ein staðfesting á því að Dylan hafi skipað sér fastan sess í banda- rískri listasögu. Sérstakt lagaval Val laganna á nýju plötunum geng- ur á vissan hátt þvert á það sem menn eiga að venjast. Venjulega eru stef látin ráða en ekki aldur laga eða stíll, en svo er ekki nú. Á fyrstu plötuhliðinni eru því ástarsöngvar og á annarri hliðinni stjórnmála- söngvar frá árunum 1963-1964. Mesta áherslu virðist Dylan þó leggja á að erta þá sem „kryfja lögin mín eins og kanínu", eins og hann kemst sjálfur að orði. Þar á hann meðal annars við þá sem vilja með mati sínu raska því jafnvægi sem hann telur ríkja á milli þjóðlaga og rokks, rokks og sveitalaga og stjórn- mála- og trúariaga hjá sér. I þessu sambandi má einnig nefna umfjöllun hans um gyðingatrú og kristna trú. Ekki í leit að... „Ég er ekki í leit að einhverju óþekktu," segir hann um lög sín. „Það er ekkert í þeim sem gefur til kynna að ég sé að leita að gylltum enda á einhverjum dularfullum regn- boga.“ Lögin á plötunum fimm gefa þó til kynna að Dylan hafi alltaf byggt á vissum siðgæðishugmyndum. Það þýðir þó ekki að hann hafi ekki látið kímnigáfu sína koma fram, en þegar að er gáð þá kemur í ljós að lögin um konur, óréttlæti á stjórnmála- sviðinu, leitina áð trúnni og fleira eru rödd þess manns sem lætur til sín heyra af því að dapurleiki heimsi ins er honum í rauninni um megn. Ósvikinn listamaður Löngu er ljóst að bandarísk hljóm- list hefur sagt að miklu leyti skilið við gamlar tónlistarhefðir og hefur orðið tjáningarform þeirra sem telja ekki að allt að því ofurkapp skuli lagt á að þróa með sér snilligáfu í söng eða hljóðfæraleik. Dylan kann ekki að vera raddmikill maður, en söngur hans getur verið afar áhri- faríkur af því að hann syngur af svo mikilli tilfinningu. í bestu lögum hans og ljóðum verður tjáning hans svo sérstök að á þvi leikur ekki minnsti vafi að henni verður að jafna við það besta sem listamenn hafa gert í Bandaríkjunum. Varast skyldi að líta á „Kvik- myndavélina" eins og sögulegt yfir- lit. List er ekki saga. Listin lifir og er ekki bundin við tíma. „Kvik- myndavélin“ er því miklu frekar staðfesting á því að list Dylans á eftir að gleðja marga um ókominn tíma af því að hún er til á plötum. - Þýð.: ÁSG. Munið þið eftir Bob Dylan? Hann I var þessi grannvaxni og fölleiti þjóð- laga- og rokksöngvari sem sumir töldu svo dæmigerðan fyrir sjöunda áratuginn. Þá söng hann með dálítið hrjúfri röddu lög eins og „Blowin' in the Wind“ og „Mr. Tambourine Man" og lék undir á gítar og munn | hörpu. Þessi lög og önnur náðu afar miklurn vinsældum og því hefur verið haldið fram að Dylan hafi veitt heilli kynslóð nýjan skilning á sjálfri sér. Á síðari árum hefur hann þó ekki verið eins áberandi, hvorki í heimi popphljómlistarinnar né í listum almennt. Það er því ekki að furða þótt „Kvikmyndavélin", fimm LP-plötur, sem hann hefur nú gefið út í einu lagi, hafi vakið mikla at- hygli. Litið til baka Þegar rokkhljómlistarmenn taka að eldast og gefa út plötur. sem hafa að geyma lög sem lýsa ferli þeirra, þá finnst ýmsum að þeim hafi farið aftur. „Kvikmyndavélin“, eða „Biograph" eins og nýja umslagið heitir, vekur til umhugsunar um hvort Dylan hafi farið aftur; og því verður ekki neitað að síðasta hálfan annan áratuginn hefur hann ekki á Ske jólaf Barbí í jólafötum. Ila karaktera sem ég hef leikið Viðtal við Eggert Þorleifsson Lífsreynsla: Ég er faðir líkamsræktar á íslandi segir B veinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.