Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 28
Ótrúlegt en satt. Á undanförnum 7 vikum hafa 2000 bandarískar kerl- ingar komið hingað til lands til þess eins að kaupa lopapeysur og skoða Gullfoss og Geysi. Þær leggja á sig langt flug, Cicago-New York Kefla- -^vík og eru mættar eldhressar í lobbí- inu á Hótel Loftleiðum á föstudags- morgni. Þá snyrta þær sig eilitið á herbergjum sínum á meðan kokkur- inn undirbýr matinn og svo borða þæi' við undirleik tískusýningar. Þá hefst verslunarferðin. 40.000 ÍSL.KR. ,.Eg gæti trúað að hver kona kaupi ullarvörur fvrir um 1000 dollara (40.000. ísl. kr.) á meðan á dvölinni stendur," sagði starfsmaður Ramma- gerðarinnar í samtali við baksíðuna rétt áður en 115 manna hópur réðst inn í búðina hjá honum. „Ullarvör- ^.urnar eru svo miklu ódýrari hér en 'í Bandaríkjunum og konurnar standa í þeirri trú að þær séu að græða stórfé. Hjá okkur kostar góð lopapeysa ekki nema 1300 krónur þannig að konurnar láta sér ekki nægja að kaupa eina. Svo kaupa þær líka jakka. kápur, húfur, vettlinga og allt sem fáanlegt er. Þær eru hlaðnar pokum þegar þær yfirgefa okkur." Bandarísku kerlingarnar fara ekki bara í Rammagerðina, heldur „...enda þar via fslenskur Heimili- ^►siðnaður og Álafossbúðin." eins og talsmaður Flugleiða orðaði það. Flugleiðir hafa auglýst þessar ferðir í Bandaríkjunum og undirtek1 >nar orðið eins og raun ber vitni. Fólk flykkist í Lopaflugið enda kostar það ekki nema um 16.000 krónur og er þá allt innifalið nema verðið á lopa- peysunum. Gisting, matur, ferðir innanbæjar og skoðunarferðin/Gull- foss-Geysir er allt í „pakkanum". þrír ævintýradagar á Islandi. „WEEKEND-HOPPER“ „Þetta er svona svipað og þegar íslendingar flykktust til Glasgow til að kaupa inn,“ sagði maðurinn í 4t.Rammagerðinni. ,.1’að getur mynd- ast skemmtileg stemmning - hérna . inni þegar allar kerlingarnar eru samankomnar. Þær eru afskaplega skemmtilegar." Það er lítil hætta á að þær týnist í miðbæ Revkjavíkur á þessari stuttu ferð frá Hótel Loftleiðum niður í Rammagerð, via fslenskur Heimili- siðnaður og Álafossbúðin, því þær eru allar kvrfilega merktar. I barmi bera þær spjald sem á stendur: „Flug- leiðir Weekend-hopper". Svo eru í Rammagerðinni í desember 1985: one similar. Try this one on, honey. I’m sure uncle Harry would like to have DV-mynd GVA. þær gjarnan með eyrnahlífar til varnar kuldanum. Þjóðhagslegt gildi þessara heim- sókna þarf ekki að draga í efa. 2000 bandarískar kerlingar með krítar- kort eins og harmonikku í innri vasanum virka eins og vítamínsp- rauta á lopaiðnaðinn. Ef hver þeirra kaupir fyrir 40.000 krónur, kaupa 2000 slíkar fyrir 80 milljónir. Og það á einum og hálfum mánuði. Eins og við sögðum í upphafi: Ótrúlegt en satt. LITLIÖÐLINGURINN Þetta leiðir hugann að öðru. Flug- leiðir gætu farið að auglýsa hesta- ferðir til íslands. Þúsundir, ef ekki milljónir Bandaríkjamanna hafa heyrt minnst á þennan litla öðling sem verið hefur besti vinur mannsins hér á landi í árhundruð - að hundin- um undanskildum. En hann er víst bannaður nema með leyfi. Ekki er víst að bandarískar kerl- ingar hefðu eins mikin áhuga á slík- um ferðum og hinum sem tengjast lopanum, en eiginmenn þeirra væru ef til vill til í tuskið. Það væri þá hægt að setja sérstakt merki í barm- inn á þeim þar sem á stæði: „Flug- leiðir - Weekend-riders“. Þeir færu síðan í reiðtúr úr Víðidal upp að Roykjalundi og skoðuðu Gullfoss og Geysi í rútu. Þeir væru fljótir að eyða 40.000 krónum hver ef þeir tækju allir hnakk og beisli heim með sér. Svo ekki sé minnst á heilu hest- ana. „WEEKEND-oWIMn/IER Þá væri hægt að skipuleggja þriðju gerð þessar* helgarferða. Þær gætu heitið: Flugleiðir -Weekend-swim- mer“. Þátttakendum í slíkri ferð yrði boðið í sundlaugarnar og mætti dreifa 2000 bandaríkjamönnum á Sundhöllina við Barónsstíg, Laugar- dalslaugina, Vesturbæj arsundlaug- ina, sundlaugina úti á Nesi og svo í Breiðholtið með afganginn. Þó er alls ekki öruggt að þetta fólk gæti keypt sundskýlur og sundboli fyrir 80 milljónir króna á hálfum öðrum mánuði. En það mætti reyna að selja því víkingabúninga og eftirlíkingar af öndvegissúlunum og ljúga því í leiðinni að Ingólfur Arnarsson hefði alltaf synt í slíkum klæðum og notað súlurnarfyrir kúta. Þær þyrftu þá að vera úr plasti - gjarnan uppblásnar. „Small, medium, large,“ eins og þær segja í Rammagerðinni. Þessar heimsóknir bandarísku kvennanna eru einfaldlega „great“. -EIR. Á BAKINU STUÐ ^ Það á að verða íjör í sjón- varpssal á gamlárskvöld. Stuðmenn hafa verið ráðn- ir til að leika fyrir dansi í btinni útsendingu og eru þeir þegar farnir að æfa „Nú árið er liðið“í nýrri útsetningu. Ballið hefst að loknu ávarpi útvarpsstjóra á miðnætti og er stefnt að því að Markús Örn Antons- son stigi fyrstu sporin á gólfi útvarpshússins. Lík- ii'vn menúett með forseta i.Manils. SMART Það verða fleiri nýjungar í sjónvarpinu á gamlárs- kvöld. Merkilegast er þó að sirkus Billy Smart verður tekinn af dagskránni en eins og alþjóð veit hefur Smart verið fastagestur í sjónvarpi á gamlárskvöld í áratug og rúmlega það. í staðinn ætlar sjónvarpið að vera með beinar lýsingar frá áramótabrennum víðs- vegar um borgina og verð- ur reýnt að hafa þær lýsing- ar svona eins og þegar verið er að lýsa íþróttukappleikj- um. H0LLYW00D Að undunförnu hefur dvalist hér á landi Ísraels- maður og stjórnað mann- ætublómi í söngleik er gengur undir. nafninu Litla hryllingsbúðin. Kann sá náungi vel til verka og hafa margir orðið til þess að lýsa aðdáun sinni á tilþrifum hans þegar blómið þeytist um svið íslensku óperunn- ar syngjandi og ropandi. Nú ráðgera kvikmynda- kóngar í Hollywood að festa Litlu hryllingsbúðina á fdmu og hafa ráðið Steven Spielberg og John Landis til starfans. Verður þetta í annað skiptið sem Litlu hryllingsbúðin er kvikmyn- duð en nú á að gera það stórt. Að sjálfsögðu verður einhver að stjórna mann- ætublóminu í kvikmynd- inni og hafa þrír menn verið tilkvaddir. Tvo þeirra þekkjum við ekki en sá þriðji er enginn annur en Israelsmaðurinn okkar... BLÓÐNASIR Við þekkjum mann sem drekkur mikið vodka. Hann rak i rogastans er hann leit forsíðu síðasta helgarblaðs DV þar scm Ólafur Sigurðsson frétta- maður sat við borð og kynnti eigin framleiðslu er hann nefnir Icy Vodka. „Er þessi nýi drykkur á lítra- eða þriggja pela flö- skum?“ spurði maðurinn. „Þetta eru þriggja pela flöskur," var svarið. ,,Þá er þetta ekkert fyrir mig. Ég verð alltaf að drekka hálfun litra af vod- ka í einu eigi það að hufa einhver áhrif á mig. Hvorki meira né minna. Þess vegna kaupi ég alltaf lítrafl- öskur og get þá drukkiö tvisvar. Ef ég kaupi þriggju pela flösku þá verður peli í ufgung, drasl sem ekkert cr hægt að gera við.“ „En hvað gerist ef þú slysast til að innbyrða þrjá pela?“ varþá spurt. „Það endar alltaf með einhveijum vandræðum. Yfirleitt fæ ég blóðnasir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.