Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Qupperneq 1
% ** I ' f p Á DAGBLAÐIЗVÍSIR r FRAMTÍÐ Helgarblaðið býður lesend- um sínum i ferðalag i tilefni áramóta; um auðnir fortíðar og ekrur framtíðar. Fortiðina skoðum við í hefðbundnum annálum sem ritaðir eru af snjöllustu pennum hins dag- lega blaðs. Framtiðina látum við hins vegar stjörnuspek- ingum eftir og þeirra þurftum við að leita utan blaðsins. Á OV vinna nefnilega eingöngu venjulegir spekingar - engir stjörnuspekingar. Qtrúlega margt skemmtilegt hefur gerst á því ári sem nú er að renna sitt skeið á enda. Landsmenn hafa hlegið hátt og dátt svo dögum skiptir þegar allt er talið og engin sérstök ástæða að tíunda grátstafina sem óumflýjan- lega fylgja mannlifi eins og því er lifað er hér á eyjunni úti við ystu höf. Helgarblað- ið á þá von eina að hlátur landsmanna verði ekki minni árið 1986; að líf landsmanna verði hamingjuríkt. Helgarblaðið fjallar reyndar um ýmislegt fleira en fortíð og framtið á þeim drottins- degi sem nú blasir við okkur öllum. Við lítum á það sem mikinn heiður að geta kynnt Guðmund Pétursson lækni og samtaf er hann átti við Ingu Huld Hákonardóttur i Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Guðmundur læknir segir frá hæggengum veiru- sjúkdómum í sauðfé i saman- burði við AIDS, eyðni, ónæmistæringu eða alnæmi; allt eftir hvaða orð menn kjósa að nota um þann vá- gest sem til að mynda lagði Rock Hudson að velli á ár- inu. Rannsóknirnar á ís- lensku kindinni vekja heims- athygli. Eiginlega má segja að islenska sauðkindin sé að verða aðalvitnið í hinum alþjóðlegu AIDS—réttarhöld- um. Eða þannig. -EIR. 296. TBL.-75. og 11. ÁRG.-LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1985. w Islenskar rannsóknir á sauðfé vekja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.