Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Page 8
8 DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASONog ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR HF. -Áskriftarverðá mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Ósvífnir þingmenn Þingmenn þykjast vilja skera niður ríkisútgjöld. Ýmsir þeirra gera heitstrengingar þar um. Ríkisstjórnin telur sig vera að skera niður, þar á meðal framsóknarmenn- irnir. Menntamálaráðherra segist blóðugur upp fyrir axlir í niðurskurði. Því er það eindæma ósvífni meiri- hluta þings, þegar hann samþykkir undir þinglok fyrir jólaleyfi, að blaðastyrkir séu stórlega hækkaðir. Þetta er dúsa fyrir flokksblöðin, sem ekki hafa næga sölu til að geta borið sig. DV þiggur eitt blaða enga slíka styrki, í hvaða formi sem er. Blöð vinstri flokkanna hirða til sín allt, sem þau geta, og dugir hvergi eins og berlega hefur komið í ljós í umræðum síðustu vikna. Það er forherðing að skattleggja landsmenn til að standa straum af útgáfukostnaði blaða, sem fólk yfirleitt vill ekki lesa. Skattgreiðendur ættu að gefa þessu gaum og hafa í huga, að hluti skatts þeirra rennur til áróðurs- kerfís flokkanna. Á Alþingi kom fram tillaga um, að þessi ríkisstyrkur til herkostnaðar flokksvélanna yrði afnuminn. Tiflagan var felld. Með henni voru þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, að undanskildum Sverri Hermannssyni mennta- málaráðherra, og Kolbrún Jónsdóttir, Bandalagi jafn- aðarmanna. Allir framsóknarmenn og stjórnarandstæð- ingar greiddu atkvæði á móti, að frátöldum Guðmundi Einarssyni, Stefáni Benediktssyni og Kristínu Halldórs- dóttur. Þegar fylgismenn styrkjanna höfðu unnið þenn- an sigur, gengu þeir á lagið. Samþykkt var tillaga frá Páli Péturssyni, formanni þingflokks framsóknar- manna, um að hækka styrki til blaðanna úr 13 milljón- um í 18,2 milljónir. Styrkirnir voru 13 milljónir á þessu ári, og hafði fjárveitinganefnd lagt til, að sú tala stæði óbreytt. Stjórnarandstæðingar og framsóknarmenn stóðu að samþykkt tillögu Páls. Hækkunin er verulega umfram verðbólgu. Með þessu er þó aðeins hluti blaða- styrkjann'a talinn eins og nú skal vikið að. Styrkir til blaðanna koma einnig í fjárlögum undir fleiri liðum. Samþykkt var, að ríkið keypti daglega 250 eintök af hverju dagblaði. Þetta er talið nema 6 milljón- um á ári og kemur í ofanálag við styrkinn, sem fyrr var nefndur. DV tekur ekki við þessum styrk. Þessi blaða- kaup voru samþykkt í andstöðu við þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, nema Sverri Hermannsson. Þingmenn flokkskerfanna eru enn lúmskari. Blaða- styrkir koma enn undir einum lið til viðbótar á fjárlög- um. Samþykkt var að hækka styrki til útgáfumála þingflokkanna úr 7 milljónum í 10 milljónir. Þessi fjár- hæð rennur einnig til blaðaútgáfu. Alls tryggðu þingmenn málgögnum sínum þannig 34 milljónir á síðasta degi þings fyrir jól. Blöðin eru vörur eins og aðrar. Þau eiga rétt á sér, ef nógu margir vilja kaupa þau fyrir einhverra hluta sakir, ef þau eru nógu athyglisverð. Fráleitt er, að allur almenningur leggi fram fé af sköttum sínum, til þess að haldið sé gangndi leiðinlegum blöðum, sem þetta fólk vill ekki lesa. Það eru ósvífnir menn á Alþingi, sem samþykkja að skattleggja skattpínt fólk til slíks. Það er auðvitað enn meiri ósvífni að hækka þessa dúsu gífurlega undir lokin. Hvað finnst ráðherrum Sjálfstæð- isflokksins um þessa framkomu samstarfsmanna sinna, sem strengja heit um niðurskurð? Og hversu forkastan- leg er ekki afstaða menntamálaráðherra, sem sérstak- lega hefur stært sig af niðurskurði? Haukur Helgason. STUND Það var í einni jólaheimsókninni að gestgjafinn tilkynnti að það hefði runnið upp fyrir honum, í því sem hann var að sofna kvöldið áður, af hverju jólin væru kölluð friðarhátíð. - Það var gaman, sagði konan hans og bauð okkur upp á sjöundu smákökutegundina sem við höfð- um ekki þrek til að afþakka. Eg lét mig dreyma um maltbrauðssneið með einhverju þjóðlegu áleggi, eins og rúllupylsu, en þorði ekki að biðja um slíkt. Á jólum má bara borða óhollan og fitandi mat. Stólarnir í stofunni voru sérlega þægilegir og mjúkir og það var eitthvað svo undursamlega sval- andi við þögnina, sem hvíldi yfir samkvæminu. Börnin höfðu verið Úr ritvéfinni Ólafur B. Guðnason - Friður er ekki til án stríðs, hvítt ekki til án svarts og svo fram- vegis, sagði hann sigri hrósandi. Mér fannst ég verða að leggja eitthvað til málanna og bætti við: - Og vextir ekki til án lána. - Einmitt, sagði hann eftir andar- taks umhugsun og hélt tafarlaust áfram. - Hvernig hefur jólaundirbúning- urinn verið? í rauninni alveg eins og stríð! Þettá byrjar hægt og ró- lega í byijun desember og vefur svo upp á sig. Síðustu vikuna nær maður varla nokkrum svefni og getur ekkert borðað. Maður þarf að vinna sína vinnu á fullu, svo þarf að taka til og þrífa heima, kaupa í matinn og kaupa gjafir, baka til jólanna, senda jólakort, mæta í jólaglögg út um allan bæ, rekin inn í herbergi þar sem þau sátu og lásu sum meðan önnur reyndu að gera við nýju leikföngin sem þegar voru farin að bila. Sum barnanna lágu einfaldlega út af og störðu út i loftið eins og foreldrarn- ir. Samræðum var haldið uppi meira af vilja en mætti og jafnvel gest- gjafinn, sem hafði þó orðið, dottaði milli frumlags og umsagnar. En hann hélt þó áfram, hetjulega, gleypti geispana og reyndi að út- lista fyrir okkur kenningu sína um jólin og friðinn og lýsti þessu gullna augnabliki þegar sannleik- urinn stóð skyndilega frammi fyrir honum þar sem hann lá milli svefns og vöku. - Ég lá bara út af og var í þessu fullkomna jafnvægi andans, sem er 'forsenda skýrrar hugsunar. Ég var svo afslappaður að ég gat engan veginn gert það upp við mig hvort ég ætti frekar að vaka eða sofa, ég skildi það að það er í rauninni enginn munur á þessu tvennu. Konan hans flissaði syfjulega og hann leit undrandi til hennar en ákvað þó að spyrjast ekki fyrir um það hvað hefði verið svona fyndið. Og þá rann upp fyrir mér sann- leikurinn, í öllu sínu veldi, beinlín- is með kraftbirtingarhljóm, og ég skildi af hverju jólin eru kölluð friðarhátíð. Hann leit ofurhægt í kringum sig og beið eftir spurningunni. Þögnin dýpkaði stöðugt og annar sann- leikur var rétt í þann mund að renna upp fyrir honum, semsé sá að enginn viðstaddra hafði minnsta áhuga á því sem hann var að segja. En þá dottaði konan hans skyndi- lega og missti höfuðið andartak fram á bringuna. Hann kaus að skilja þetta svo að hún væri að kinka kolli til hans í uppörvunar- skyni og sannleikurinn nýi, sem hafði verið rétt í þann mund að birtast honum, koðnaði niður undir þunga þagnarinnar. Hann leit í kjöltu sér og einbeitti sér um stund en tók síðan til máls. - Hvert var ég kominn? Já, ein- mitt, jólin, já! Sko, það er ekkert il í heiminum, nema vegna and- stæðu sinnar, ekki satt? Hefði ég verið betur vakandi og ekki í alveg jafngóðu skapi og ég var hefði ég vel getað hugsað mér að rífast dálítið um þessa kenn- ingu. En smákökutegundirnar sjö höfðu kæft þann litla áhuga sem ég hefði hugsanlega getað vakið í brjósti mér á frumspeki. Svo ég reyndi að brosa gegnum svefnguf- urnar og vera jákvæður á svipinn. bjóða í jólaglögg, gefa börnunum í skóinn og hafa hemil á þeim. Börn- in verða auðvitað sífellt erfiðari, þangað til þau geta ekki sofið eða borðað, horfa hugfangin á auglýs- ingar og jólagjafapantanirnar verða sífellt æðislegri og trylltari. Þegar klukkan verður loksins sex á aðfangadagskvöld eru allir orðn- ir snarvitlausir, krakkarnir gera ekki annað en að öskra og grenja, foreldrarnir eru á stöðugum þönum við að halda friðinn og koma jóla- steikinni á borðið. Ástandið er orðið eins og þegar leynilögreglumaðurinn hefur kall- að alla grunaða saman á morð- staðnum og ætlar að tilkynna hver morðinginn er. Spennan er óþol- andi þangað til gjafirnar eru opn- aðar. En þá er spennan líka búin og ekkert eftir nema þreytan. Jóla- friðurinn stafar af þvi að allir eru örmagna og hreinlega geta ekki meir. Hann þagnaði og beið eftir fagn- aðarópunum sem aldrei komu því konan hans greip tækifærið og bauð áttundu smákökutegundina, með þeim afleiðingum að ég lét loksins verða af því að biðja um maltbrauðssneiðina' með rúllu- pylsunni, sem ég hefði betur látíð ógert, því ég fékk hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.