Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Side 14
14 DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985. rilraunastöðin á Keldum í sviðsljósinu: ATHUGANIR Á SAUÐFJÁR- SJÚKDÓMUM HAFA GILDI FYRIR RANNSÓKNIR Á AIDS Guðmundur Pétursson er faedd- ur og uppalinn í Selvogi, fæddur 1933, árið sem karakúlféð var flutt til landsins. Hann fór í Menntaskólann í Reykjavík og gegndi þar stöðu „inspector scholae" síðasta námsveturinn. Síðan las hann læknisfræði við háskólann með tilheyrandi fram- haldsnámi og rannsóknum í frumu- og veirufræði í Frakk- landi, Bandaríkjunum ogSviss. A Keldum vann hann stuttan tima árið 1957 og lærði þá fyrstu handtökin við veirurannsóknir af Margréti Guðnadóttur. Að námi loknu, 1967, kom hann þangað aftur, í þetta sinn sem forstöðumaður. Guðmundur hefur skrifað margar greinar um rannsóknirn- ar á Keldum í erlend visindatíma- rit. Fyrir fáum dögum undirritaði hann samning við hollenskt út- gáfufyrirtæki um að ritstýra, ásamt dönsku vísindakonunni Rikke Hoff-Jorgensen, bók um hæggenga veirusjúkdóma í sauð- fé með samanburði við eyðni (AIDS). Guðmundur Pétursson, forstöðu- maður Tilraunastöðvar Haskól- ans i meinafræði á Keldum: „Vísindamenn vita sjaldnast hvort athuganir þeirra eiga eftir að reynast hagnýtar. Oft vill fara svo að tilraunir, sem eiga að skila skjótum gróða, bera lítinn árang- ur. Hagnýtismarkmiðið getur gert menn svo þröngsýna að þeir missa af því sem merkilegast er. Svo geta athuganir, sem í fljótu bragði virðast langsóttar og byggjast eingöngu á vísindaleg- um áhuga, leitt til hagnýtra upp- götvana sem engan hefði órað fyrir.“ í viðtalinu við Ingu Huld Há- konardóttur segir Guðmundur frá því hvernig rannsóknir á fjár- pestum komust í sviðsljósið þegar það uppgötvaðist að eyðniveiran líkist visnuveiru í sauðkindum. Ef til vill merkasta framlag ís- lendinga i læknavísindum. „Sagan hefst á hinum frægu kara- kúl-kindum,“ segir Guðmundur. „Þær voru fluttar til Islands árið 1933 og áttu að skjóta nýjum stoðum undir atvinnulífið, eins og það er kallað á nútímamáli. Þetta var á kreppuárunum og hagur margra bágur, en nú vonuðu stjórnvöld að íslenskir bændur mundu auðgast á því að framleiða gærur í pelsa handa fínum frúm í útiöndum. Gærurnar gengu undir ýmsum nöfnum, t.d. „Persian lamb“. Karakúlféð var ættað austan úr Mið-Asíu og mun vera algengt í því stríðshrjáða landi, Afganistan. En hingað kom það frá landbúnaðar- stofnun í borginni Halle sem nú er í Austur-Þýskalandi. Kindurnar voru tuttugu og þeim fylgdu ítarleg heil- brigðisvottorð. Til frekara öryggis var hópurinn hafður í sóttkví í tvo mánuði áður en fénu var dreift víðs vegar um landið. Svo illa tókst til að í stað þess að verða íslenskum landbúnaði lyfti- stöng ollu karakúlkindurnar alvar- legu tjóni. Dr.Guðmundur Pétursson: „Sagan hefst á hinum frægu karakúlkindum..." Tvær kindur með lamaða afturfætur vegna visnu. íslenski fjárstofninn, sem einkenn- ist af stuttri rófu, dindlinum, hefur nær ekkert blandast öðru fé frá dögum landnámsmanna og er víðast horfmn annars staðar þótt skyldar kindur megi finna á örfáum stöðum í Noregi og Orkneyjum auk færeyska fjárstofnsins. (Svo eru auðvitað ís- lenskar kindur á Grænlandi en þær eru ekki frá dögum Eiríks rauða heldur fluttar vestur yfir hafið á þessari öld.) Kannski hefur einangr- un valdið því að íslensku kindurnar voru mjög viðkvæmar fyrir pestum sem hingað bárust með karakúlkind- unum. Þeirra á meðal voru tvær tegundir mæðiveiki, þurramæði og votamæði, auk visnu. Þessar pestir voru áður óþekktar hér á landi og lítið um þær vitað annars staðar. Það hafði hvergi tekist að einangra veir- urnar sem valda þeim. Engin lyf né bóluefni þekktust. Pestirnar breiddust ört út, einkum mæðiveikin. Þá var gripið til þess ráðs að skipta landinu með girðing- um, drepa allt fé á þeim svæðum þar sem veikin geisaði og flytja þangað kindur af ósýktum svæðum. Þannig tókst að útrýma sjúkdómnum og mun það einsdæmi. Hinn giftusamlegi árangur byggðist fyrst og fremst á því hvað íslenskir bændur eru vel upplýstir. Þeir tóku sjálfir, í samráði við stjórnvöld, þessar örlagaríku ákvarðanir og framkvæmdu þær. Veirur-bakteríur „Níels Dungal prófessor béitti sér mjög fyrir rannsóknum á fjárpestun- um og framkvæmdi þær fyrstur á Rannsóknastofu Háskólans við Bar- ónsstíg. Honum til fulltingis var Guðmundur Gíslason læknir sem síðar var í fararbroddi í haráttunni gegn mæðiveikinni. Þarna var þröngt og öll aðstaða erfið svo það var stór áfangi þegar Tilraunastöð Háskólans var reist á Keldum 1946-8. Helmingur byggingarkostn- aðar kom úr sjóði sem stofnaður var af hinni forríku Rockefellerfjöl- skyldu. Fyrsti forstöðumaður var Björn Sigurðsson læknir, sérlega hugmyndaríkur og snjal). Björn hóf þegar að rannsaka kara- kúlpestirnar ásamt Páli A. Pálssyni yfirdýralækni sem enn vinnur að .rannsóknum á Keldum. Á grundvelli athugana sinna setti Björn fram kenningu um nýjan flokk smitsjúk- dóma sem hann kallaði hæggenga og orsakast einkum af veirum. Veir- ur (vírus) eru sýklar sem eru minni en bakteríur og ófullkomnari. Þær geta til dæmis ekki fjölgað sér á eigin spýtur heldur verða að komast í lif- andi frumur dýra, jurta eða jafnvel bakteríur til að æxlast. Þótt þurramæði komi fram í lung- um en visna í miðtaugakerfi heilans þá eru það sams konar veirur sem valda báðum pestunum. Undir for- ystu Björns tókst að rækta þessar veirutegundir og hafði það ekki gerst í heiminum fyrr. Jafnframt fundust blóðpróf sem koma að gagni þegar ganga skal úr skugga um hvort kind sé sýkt eða ósýkt. Ásamt Birni unnu einkum Margrét Guðnadóttir og Halldór Þormar, nú bæði prófessorar við Háskólann, að rannsóknunum. Björn kynnti kenningar sinar um hæggenga veirusjúkdóma við Lund-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.