Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985. 15 únaháskóla 1954. Hann taldi eitt helsta einkenhi þeirra vera óvenju- langan meðgöngutíma, jafnvel mörg ár. Á íslensku birtust skrif hans um þessi efni í Skírni 1958, en árið eftir lést hann fyrir aldur fram. Meðal vísindamanna um allan heim er hann viðurkenndur brautryðjandi á þessu sviði.“ „Kúrú“ „Enn ein fjárpest, riða, var talin í hópi hæggengra veirusjúkdóma, en lrún þekktist í ýmsum héruðum á íslandi áður en karakúlféð kom til sögunnar. Nú gerist það vestur í Bandarikj- unum á sjötta áratugnum að maður að nafni Gajducek er að rannsaka sérkennilegan sjúkdóm í mannætum á Nýju-Gíneu. Þetta var fólk á stein- aldarstigi og át ekki óvini sína held- ur látna ættingja og aðeins vissa líkamshluta, til dæmis heilann. Mér er ókunnugt um hvort þetta var í virðingarskyni gert eða hvort þeir reyndu að tileinka sér gáfur og hugprýði forfeðrenna með þessari aðferð, en nokkuð var að sjúkdómur- inn lagðist á taugakerfið, fólk hló eða grét af engu tilefni. Sjúkdómur- inn nefndist „kúrú“ eða „the laugh- ing death“ og Gajducek hélt hann kynni að vera arfgengur eða jafnvel eitrun þangað til dýralæknirinn Hadlow benti honum á að vefjabrevt- ingar í heilum sjúklinganna væru áþekkar breytingum í heilum riðu- sjúkra kinda. Gajducek kynntist einnig kenning- um Björns Sigurðssonar og mun hafa komið til Islands í því skyni. Með tilraunum á öpum tókst honum að sýna fram á að „kúrú“ var hæggeng- ur veirusjúkdómur í mönnum. Ekki er fullvíst hvernig smitið barst, en sjúkdómurinn hvarf að kalla þegar mannát lagðist niður. Fyrir þessar rannsóknir hlaut Gajducek nóbelsverðlaun árið 1976, en ég hef heyrt marga erlenda vís- indamenn segja að hefði Björn Sig- urðsson þá enn verið á lífi mundi verðlaununum hafa verið skipt á milli þeirra.“ Orsök mæðiveiki ófundin „Seinustu mæðiveikikindinni á íslandi var lógað árið 1965, en rann- sóknum á Keldum var haldið áfram, sumpart í samvinnu við erlenda vis- indamenn. Eitt aðalviðfangsefnið hefur lengi verið visna, en sá sjúk- ^dómur líkist að ýmsu leyti MS (mænusiggi) í mönnum. Sumir telja að MS kunni að vera einhvers konar hæggeng veirusýking, en þrátt fyrir miklar rannsóknir er orsökin enn ófundin. Á Keldum höfum við Guðmundur Georgsson læknir og Páll A. Pálsson einbeitt okkur að því að athuga hvernig visnuveiran framkallar heilaskemmdir sem eru svipaðar þeim sem koma fram hjá MS-sjúkl- ingum. Við höfum komist að því að það er ónæmissvörun líkamans sem veldur hinum sjúklegu breytingum þegar um visnu er að ræða. Jafnframt þessu höfum við reynt að búa til bóluefni gegn visnu- og mæðiveiru. Þar höfum við haft sam- vinnu við dr. Rikke Hoff-Jorgensen, Statens Veterinære Serumlahorator- ium í Kaupmannahöfn. Tilraunirnar eru liður í samnorrænu og raunar alþjóðlegu samstarfi vísindamanna. Enn vitum við ekki hvort okkur mun takast að framleiða slíkt bólu- efni. Vinnan er afar seinleg því til- raunir geta tekið allt að tólf árum sem venjulega er um það bil há- marksaldur sauðkindar." EyðnidregurKeldur i sviðsljósið „Starf okkar á Keldum hefur nú staðið nokkra áratugi án þess að því hafi verið sérstakur gaumur gefinn nema af þröngum hópi vísinda- manna. Og kannski hefur einhverj- um fundist það lítilsvert þar sem á íslandi er búið að kveða niður þær fjárpestir sem við höfum verið að rannsaka. En við lentum heldur betur i sviðs- ljósinu þegar það kom á daginn að veiran, sem veldur eyðni (AIDS), er skyld veirum sem valda visnu og mæði og voru ræktaðar á Keldum í fyrsta sinn í heiminum, eins og ég Rannsóknastofnun Háskólans að Keldum. Stærra lungað á þessari mynd er úr mæðiveikri kind. Til hliðar er eðlilegt lunga. Myndin er af visnu veiru, tekin í gegnurn rafeindasmásjá. Dökku deplarnir eru 1/10.000 hluti úr millimetra í þvermál. sagði áður frá. Evðni telst þannig til þessa flokks hæggengra veirusjúk- dóma sem Björn Sigurðsson skil- greindi fvrstur manna fvnr þrjátíu árum síðan. Skyndilega hefur vaknað gífurleg- ur áhugi á visnu- og mæðirannsókn- um vegna þess samanburðargildis sem þær geta haft, Sú þekking. sem náðst hefur, kemur nú að miklu gagni í óvæntu samhengi. Sérstak- lega þykja tilraunir okkar til að finna bóluefni áhugaverðar. Það er vandkvæðum bundið að gera at- huganir á fólki, hliðstæðar þeim sem ^ við gerum á kindum. Undanfarna þrjá mánuði hef ég átt þess kost að dvelja í fræðimanns- íbúðinni í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn og notaði tímann til þess að vinna með dönskum starfsbræðrum. . Ég hélt fyrirlestra bæði í Sviss og Frakklandi. Til Parísar fór ég til skrafs og ráðagerða við Montagnier og samstarfsmenn hans við Past'eur- stofnunina. Montagnier og Banda- ríkjamaðurinn Gallo hafa orðið fyrstir til að einangra AIDS-veiruna. Stofnanir þeirra í París og Wash- ington deila nú hart um það hvor hafi orðið á undan. Þar er mikið í húfi, því sá sem hreppir einkaleyfi á aðferðum til að greina sjúkdóminn á ,, milljónirnar vísar. Það hefur hlaupið snarpur fjörkippur í rannsóknir á hæggengum veirusjúkdómum, m.a. visnu, og verið er að taka þær upp á mörgum stofnunum sem ekki sinntu þeim áður. Við íslendingar getum engan veg- inn keppt við íjársterkar og vel mannaðar vísindastofnanir stórþjóð- anna. En á tveimur sviðum stöndum við vel að vígi. I fyrsta lagi hafa rannsóknir á visnu staðið svo lengi hér á landi að við höfum byggt upp aðferðakerfi semaðrirgetastuðstvið. I öðru lagi er visna landlæg í fjár- stofnum víða erlendis án þess að einkenni þurfi að koma fram í sýkt- um kindum og hamlar það tilraunum á þessu sviði. En íslenski sauðfjár- stofninn er alveg ósýktur og mjög viðkvæmur fyrir visnuveirunni. Sauðkindin hélt lífinu í íslending- um í þúsund ár og kemur nú að gagnijJi. í þágu læknavísmdanna." ihh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.