Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1985, Síða 22
DV. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER1985. 22 * *****+*W**+***+*+++if. l r | r Úrvali Í-MIKIÐ AÐ LESA $ FYRIR LÍTIÐ Janúarheftið er komið á blað- sölustaði. $ Meðal efnis | þetta: | Stefnan tekin á Te- ★ heran: Saga af flug- ★ ráni ★ Nákvæm lýsing á því ★ þegar flugvél Kuwait í Airlines, ílugi 221, á leið ★ frá Dubai til Karachi, var ★ rænt í nafni Allah. ★ ★ Reimleikar í bíl ★ íslensk frásögn af ★ draugagangi í bíl vestur á ★ fjörðum þetta er saga Í úr samtímanum. ★ ★ 1100 metra ofan í jörð- ★ ina ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ í I i ★ í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Úrval bregður sér í kola- námu í Wales og rifjar líka upp nokkur atriði um barnaþrælkunina sem fylgdi í kjölfar iðnbylt- íngarinnar. líflð Dolly Parton er leikur Dolly Parton segir frá sjálfri sér, bernsku sinni og starfsferli - hress og brjóstgóð að vanda. Sjúkleg afbrýðisemi er hættuleg Afbrýðisemi er talin böl- valdur eins hjónabands afhverjum fjórum,ogí sinni verstu mynd er hún nánast ólæknandi sjúk- dómur. Lærið um hana í tæka tíð - til þess eru vítin að varast þau. tímarit fyrir alla Áskriftarsíminn er (91)27022 ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i ★ ★ *• ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ i ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ★ ★ ★ ★ i í ★ ! ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! t ★ i ★ ! i i ★ i í ★ ★ I ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! { í Heimsmeistarataktar í Hollandi Kasparov sigraði Timman í einvígi 4-2 Mörgum þótti heimsmeistarinn ungi, Garrí Kasparov, óþarflega ævintýragjarn að leggja af stað í víking til Hollands svo stuttu eftir að heimsmeistaratitillinn var í höfn. Bæði 'mætti ætla að hann væri þreyttur eftir átökin í Moskvu og eins að hann þyrfti undirbún- ingstíma fram að næstu rimmu við Karpov sem hefst strax þann 10. febrúar. En Kasparov vill auðsjá- anlega sýna skákheiminum að þar fari „teflandi heimsmeistari“. Reyndar var einvígi hans við Timman ákveðið með löngum fyr- irvara og Kasparov skoraðist ekki undan þrátt fyrir breyttar aðstæð- ur. Orð skulu standa segir 11. boðorðið. Og mótherji hans, Jan Timman, hefur einnig staðið í ströngu. Á dögunum tryggði hann sér áfram- haldandi þátttöku í heimsmeistara- keppninni er einvígi hans við Mikhail Tal lauk með jöfnu, 3-3. Timman mun því mæta Jusupov hinum sovéska i einvígi sem hefst þann 8. janúar og þá munu Vaganj- an og Sokolov einnig tefla. Sigur- vegarar þessara einvíga tefla síðan innbyrðis í byrjun mars um réttinn til þess að tefla við þann sem tapar í heimsmeistaraeinvíginu. Þá fyrst er sjálfum heimsmeistaranum að mæta. Einvígi Timmans og Kasparovs var glæfralega teflt og einkenndist af því að vera laust við tauga- spennu heimsmeistarakeppninnar. Hollenska sjónvarpsstöðin KRO stóð fyrir einvígi í tilefni af afmæli sínu og teflt var í hollenska bænum Hilversum. Þar vakti einvígið gíf- urlega athygli og daglega komu 2500 áhorfendur frá yfír 30 löndum. Þess má geta að á heimsmeistara- einvíginu í Moskvu voru að jafnaði um þúsund manns í Tsjækovsky- tónlistarhöllinni. Og áhorfendur fengu meira en nóg fyrir snúð sinn. Fyrstu tvær skákirnar vann Kasparov glæsi- lega en þá ofmetnaðist hann, senni- lega með hugann við 6-0 sigra Fischers hér um árið. Timman náði á hann höggi í þriðju skákinni og minnkaði muninn, síðan tvö jafn- tefli en Kasparov klykkti út með sigri í 6. og síðustu skákinni. Loka- tölur 4-2, heimsmeistaranum unga í vil. í þeim þremur skákum þar sem Kasparov hafði svart beitti hann spænskum leik og fetaði þar í fót- spor Karpovs. Hann vann eina, tapaði annarri og mátti hafa sig allan við að halda jöfnu í þeirri þriðju, gegn uppskiptaafbrigði Timmans. Með hvítu tefldi Kasp- arov beitt afbrigði af Nimzo/drottn- ingarindverskri vörn. Þetta voru fjörugustu skákir einvígisins. Tvær þeirra vann Kasparov glæsilega en þeirri þríðju lauk með jafntefli (4. skákin). Hún var hressilegust skákanna í einvíginu og iðandi af möguleikum. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Jan Timman Nimzo-indversk vörn. I.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rf3 b6 4.Rc3 Bb4 5.Bg5 Bb7 6.e3 h6 7.Bh4 g5 8. Bg3 Re4 9.Dc2 Hefðbundna framhaldið en í 2. skákinni lék Kasparov 9.Rd2!? sem skotið hefur upp kollinum í nokkr- um nýlegum skákum. Framhaldið varð: 9.-Rxc3 10.bxc3 Bxc3 ll.Hcl Bb4 12.h4 gxh4 IS.Hxh l Bd614.Dg4 Bxg3 15/Dxg3 Rc6? (betra 15.-Ra6) 16.d5! Re7 17.Bd3 d6? 18.Dg7 Hg8 10.Dh7! með yfirburðastöðu á hvítt. 9. -Bxc3+ 10.bxc3 d6 ll.Bd3 f5 12. d5 Rc513.h4! Nýjung ístaðl3.Rd4strax. 13. -g4 14.Rd4 Df6 15.0-0 Rba6 16.Rxe6Rxe617.Bxfö! Með mannsfórninni nær Kasp- arov öflugu frumkvæði. Svarti kóngurinn verður strandaglópur á miðborðinu, línur opnast og hann fær þrjú peð. Mikilvægast er þó að svörtu mennirnir, biskupinn á b7 og riddarinn á a6, eru úr leik í augnablikinu. 17.-Rg7 18.Bg6+ Kd7 19.Í3! Haf8 20.fxg4 De7 21.e4 Kc8 22.Dd2 Kb8 23.Hxfó+ Hxf824.Dxh6Bc8 Kasparov hefur náð samstæðum frelsingjum á kóngsvæng en peðsránið kostaði tfma og á meðan hefur svartur náð að koma kóngn- um í skjól og biskupnum í leikinn. Timman er að því kominn að rétta úr kútnum svo Kasparov leggur allt í sölurnar. 25.Hel!? Bxg4 abcdefgh 26.c5!? Ótrúlegur leikur en um leið dæmigerður fyrir Kasparov. Ef strax 26. e5 þá 26.- dxe5 27.Bxe5 RÍ5! og nú væri 28.Bxc7 + svarað Kasparov. með 28.-Rxc7 og svartur sleppur. Eftir 26.-Rxc5 valdar riddarinn ekki lengur á c7 og 26.-bxc5? er auðvitað einnig slæmt vegna þess að kóngsstaðan opnast. Timman fellur ekki í gildruna og finnur öflugt svar. 26.-DÍ6! 27.cxd6Bh5! Annar maður fellur og nú má Kasparov hafa sig allan við að haldajöfnu. 28.e5 Dxg6 29.Dxg6 Bxg6 30.e6 Rc5 31.d7 Rxd7! 32.exd7 Hd8 33. He6! Bh5? Ekki 33.-Rxe6? 34.dxe6 Be8 35.h5 Bxd7 36.Bh4! og möguleikar hvíts í kapphlaupinu eru heldur betri. En 33.-BÍ5 gefur svörtum vinnings- möguleika. 34. Be5Hxd735.Hh6! Bf7 Eða 35.-Be2 36.Hh7 og vinnur manninn aftur. 36.Bxg7 Bxd5 37.Be5 Bxa2 38.h5 Kb739.g4Bc440.g5a5 Tímamörkunum náð. Staðan er ákaflega hvöss en svo virðist sem möguleikarnir vegi nokkuð jafnt. 41.g6 Hd5 42.BÍ4 Hf5 43.Bg3 a4 44.Hh7 Hc5 45.h6 a3 46.He7 a2 47.Hel Bd3 48.h7 Hh5 49.Hal Bxg6 50.Hxa2 Hxh7 51.KÍ2 Hd7 52.Ke2 Hd5 53.Ha4 c5 54.HÍ4 Be8 55.Ke3 Hdl 56.He4 Bb5 57.c4 Bd7 58.Ke2 Hgl 59.He7 Hxg3 60.Hxd7+ Ka661.Kd2Ka5 62.Hd6 - Og jafntefli samið. Æsispenn- andi skák og miklar sviptingar þar til yfir lauk. Tvær nýjar frá Skákprenti Rétt fyrir jólin komu tvær nýjar skákbækur á markað frá tímarit- inu Skák og Skákprenti þar sem Jóhann Þórir Jónsson heldur um stjórnvölinn. Hann hefur haft þann sið að gefa skilvísum áskrifendum jólagjöf sem að þessu sinni er ein af perlum skákbókmenntanna. Barátta á borðinu heitir hún í íslenskri þýðingu Braga Halldórs- sonar en þar er á ferð hin fræga bók David Bronstein um áskor- endamótið í Zurich 1953. Hin bók- in, sem út kom nú, er fyrsta bindi af ritröð um íslenska skákmeistara sem hefur verið sex ár i smíðum. Bók Bronsteins er sennilega frægasta mótabók allra tima vegna sérlega vandaðra og lærdómsríkra Skák Jón L. Ámason Timman. skýringa Bronsteins. Bókin er 268 bls. og þetta fyrra bindi inniheldur 14 umferðir (98 skákir) af þeim 28 sem tefldar voru á mótinu - kepp- endur voru 15 og tefldu tvofalda umferð. Bronstein var einn snjall- asti skákmaður heims á þessum tíma og sannarlega sá hugmynda- ríkasti. Hann nýtir sér efniviðinn úr skákum mótsins til þess að varpa Ijósi á ýmsa þætti miðtaflsins og skýringar hans eru miðaðar við hinn almenna lesanda. Um tilgang bókarinnar segir hann m.a. (bls. 8): „Fjöldinn allur af dæmigerðum stöðum sem koma- upp í baráttu hugmyndanna eru sundurgreindar í þessari bók. Nokkur strategísk hugtök eru rannsökuð eins og t.d. veikleiki á svörtu reitunum, kostir biskupaparsins, mótspil á öðrum hvorum vængnum, afstæður styrk- ur mannanna, yfirvöldun og ýmis önnur og auk þess nokkrir þættir baráttunnar eins og innsæi, útsjón- arsemi og ákveðni. Skákir úr stórmeistaramóti leiða lesandann inn í vinnustofu fremstu skákmeistara samtímans og sýna hvernig listaverk í skák verður til. Höfundinn langaði til þess að fjalla um minnst rannsakaða og um leið skemmtilegasta þátt skákarinnar - miðtaflið - og hvernig stórmeistar- ar samtímans meðhöndla hann. Þetta er megintilgangur bókarinn- ar.“ Nú eru þrjátíu ár frá því Bron- stein ritaði bókina og vitaskuld hefur skákkunnáttu fleygt fram á þeim tíma. Ekki verður fram hjá því litið að skákirnar á mótinu og þá um leið skýringar Bronsteins þykja á köflum frumstæðar á nú- tímavísu. En bókin heldur gildi sínu engu síður en Islendingasög- urnar^ Bragi Halldórsson hefur snúið bókinni yfir á kjarngott íslenskt skákmál, eins og hans er von og vísa, og um leið hefur hann unnið þarft verk. Engum blöðum er um það að fletta, að ungir skákmenn á uppleið hafa margfalt betra af lestri svona bókar heldur en legu yfir informöturum og alfræðibyrj- anabókum. Bókin Islenskir skákmeistar- ar, I, er sú fyrsta (og vonandi ekki sú síðasta) í ritröð um íslenska skákmenn sem náð hafa því marki að tefla í landsliðsflokki einu sinni eða oftar, frá u.þ.b. árinu 1950. Undirbúningur að útkomu hennar hófst þegar á árinu 1979, fyrst undir handleiðslu Braga Kristjánssonar, þá Braga Halldórssonar og frá 1982 hefur Trausti Björnsson verið rit- stjóri verksins. I þessu fyrsta bindi, sem er 142 bls. í stóru broti og prentað á gljá- pappír, er að finna 15 skámeistara sem hafa upphafsstafinn A eða Á. Þeir eru Ágúst Karlsson, Áki Pét- ursson, Andrés Fjeldsted, Andri Áss Grétarsson, Ari Guðmundsson, Arinbjörn Guðmundsson, Árni Grétar Finnsson, Árni Snævarr, Árni Stefánsson, Arnór Björnsson, Ásgeir Þór Árnason, Ásgeir P. Ásbjörnsson, Áskell Örn Kárason, Áslaug Kristinsdóttir og Ásmund- ur Ásgeirsson. Rakinn er stuttlega æviferill hvers skákmeistara, nákvæm skrá er yfir þátttöku hans í mótum þar sem fram kemur vinningatala og sæti og birtar eru bestu og frægustu skákir hans, með skýringum og formálum, sem oft eru eftir skák- meistarann sjálfan. Þá er fjöldi stöðumynda í bókinni, skákbrot og skákdæmi og síðast en ekki síst hátt upp i hundrað ljósmyndir frá ýmsum tímum sem gefa bókinni sérlega skemmtilegan svip. Eins og sést af upptalningunni hér að framan ægir saman ungum og efnilegum skákmönnum og gömlum meisturum og gerir það frásögnina svolítið slitrótta en um leið fjölbreytta. Sérstaklega er fengur að köflunum um þá eldri og þeim myndum sem fylgja en er frá líður má búast við að bókin verði ómetanleg heimild. Bókin er skemmtileg aflestrar og skoðunar en ekki er hún gallalaus. Nokkrar meinlegar villur hafa slæðst inn, t.d. er Ásgeir Þór Árna- son í tvígang nefndur Ásgeirsson og fleiri skákir eru í bókinni en efnisyfirlit gefur til kynna - hvort sem það er kostur eða löstur. Þá eru skýringar við nokkrar hinna eldri skáka gripnar úr gömlum tímaritum eða bókum og mér segir svo hugur um að þær hafi sumar hverjar a.m.k. verið unnar í fljót- heitum og ekki verið ætlað að standast tímans tönn til eilífðar. Og þótt bókin hafi verið sex ár í vinnslu virðist hafa gætt tímahraks í lokin. Eg get ekki annað en nefnt athugasemdir við skák á bls. 55, sem eru fyrir neðan allar hellur. En hvað um það. Þessi atriði eru lítilfjörleg og ætti að vera auðvelt að kippa í lag fyrir næstu bindi þessa merka safns. Eftir stendur sem áður að þetta er eiguleg og skemmtileg bók og frábær heimild er frá líður. JLÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.