Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Side 1
DAGBLAÐIЗVISIR 5. TBL. -76. og 12. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1 986. Forsætisráðherra um brottvikningu framkvæmdastjóra Lánasjóðsins: Sverrir braut lög —en bauð fyrst Sigurjóni árslaun efhann segði upp sjálfur „Það er ekki gott fordæmi að ganga gegn lögum,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í morgun um brottvikningu fram- kvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Braut Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra þá lög? „Það segir um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna að sé maður sakaður um vanrækslu skuli hann fá áminningu og fyrir- mæli um úrbætur. Sinni hann þeim ekki getur fyrst komið til brott- vikningar. Það stefnir því í mála- ferli og skaðabætur út af þeim aðgerðum sem við erum að tala um,“ sagði forsætisráðherra. Bréf starfsfólks Lánasjóðsins til hans um að athuga embættisfærslu menntamálaráðherra í málinu verður lagt fyrir ríkisstjórnina í dag. Þar fer það i salt þangað til Sverrir Hermannsson kemur heim úr utanlandsferð, í næstu viku. „Eg er persónulega þeirrar skoðunar að það þurfí að taka til hendinni í sjóðnum," sagði Steingrímur í morgun, „en það eru til ýmsar leið- ir í því“. Varst þú þá ósammála aðgerðum Sverris? „Eg greini ekki frá ríkisstjórnarfundum en það eru til ýmsar leiðir, sumar mildari en aðrar." Þessi orð hljóta að þýða að þú hafir verið ósammála? „Ja, það voru mjög skiptar skoðanir í ríkis- stjórninni þegar Sverrir kynnti þetta mál þar ítarlega, ég get sagt það. Og ráðherra verður að gæta þess áð fara að lögum. Sverrir taldi málið hins vegar svo stórt og svo brýnt að taka á því að hann sagðist ekki breyta ákvörðun sinni.“ Tíminn segir i morgun „vitað að einhverjir þingmenn Framsóknar- flokksins muni ekki taka því þegj- andi að ráðherra skuli nota vald sitt“ eins og Sverrir gerði. Ertu sammála? „Já, og veit að það á eftir að verða mikið fjaðrafok út af þessumáli." Er það rétt að Sverrir hafi boðið Sigurjóni Valdimarssyni árslaun ef hann vildi segja upp sjálfur? ..Já, það er rétt,“ sagði forsætisráðherra i morgun. -HERB Landsmenn kvöddu jólin í gærkvöldi. A Akureyri kom á annað þúsund manns saman á þrettándagleði íþróttafélagsins Þórs. Margt var til skemmtunar. Bálköstur, púkar, tröll, álfar, jólasveinar, þjóðdansarar, Óskar frá Iðnaðarbankanum i sparifötunum og Bjössi bolla. Gleðinni lauk með frábærri flugeldasýningu. DV-mynd FRJALS FJOLMIÐLUN GENGUR ÚR fSFJLM Ákveðið hefur verið, að Frjáls fjölmiðlun, útgáfufélag DV, hætti þátttöku í Isfilm, sem stofnað var í desember 1984 til að annast sjón- varps- og útvarpsrekstur, þegar ný útvarpslög tækju gildi. Var þetta ákveðið fyrir skömmu af hálfu Frjálsrar fjölmiðlunar og sam- þykkt af öðrum aðilum ísfilm, sem eru Almenna bókafélagið; Árvak- ur, útgáfufélag Morgunblaðsins; Haust, fyrirtæki Indriða G. Þor- steinssonar og fleiri; Reykjavíkur- borg; og Samband íslenskra sam- vinnufélaga. Ástæðuna til brottfarar Frjálsrar fjölmiðlunar úr samstarfinu i ísfilm segja forráðamenn félagsins vera þá, að þeim þyki þetta samstarf að athuguðu máli ekki vera heppileg- astur kostur til útvarps- og sjón- varpsrekstrar. Frjáls fjölmiðlun hefur á hinn bóginn ekki tekið neina ákvörðun um samstarf við aðra aðila um rekstur útvarps eða sjónvarps. En á næstunni verða þessi mál skoðuð í nýju ljósi á vegum félagsins. Ekki er annað vitað en, að aðrir aðilar að fsfilm hyggist halda áfram þátttöku sinni í félaginu og það muni sækja um leyfi til að reka útvarp og sjónvarp. ísfilm keypti á síðasta ári myndverið Ismynd, sem annast upptöku á auglýsinga- og kynningarmyndum og hefur að- stöðu til framleiðslu á sjónvarps- efni. Félagið hefur einnig staðið að gerð einnar kvikmyndar, Gull- sands, sem Ágúst Guðmundsson stjórnaði. -sos. „Kæriþetta tilJafn- réttisráðs ídag” — segirHelgaKress „Þetta er ..prinsippmál'' sem varðar ekki bara mig heldur stöðu kvennarannsókna við Háskóla íslands. Mitt rannsókn- arefni er íslensk kvennabók- menntasaga. Mig langaði að kenna hana vegna minna eigin rannsókna. Það er mikill áhugi fyrir þeim og mikil þörf fyrir þennan þátt í íslenskum bók- menntum," sagði Helga Kress. dósent í almennum bókmenntum við Háskóla Islands. Helga hefur ákveðið að kæra stöðuveitingu menntamálaráð- herra í stöðu lektors í íslensktmi bókmenntum til Jafnréttisráðs. Ráðherra veitti Matthiasi Viðari Sæmundssvni stöðuna. Hann fékk aðeins 4 atkvæði á móti 26 sem Helga fékk í atkvæða- greiðsiu sem l'ram fór í heim- spekideild um veitingu þessarar stöðu. „Ég geri einnig ráð fyrir því að Háskólinn muni mótmæla þessari stöðuveitingu því að þetta er einnig brot á þeirri reglu að Háskólinn geti haft áhrif á stöðuveitingar innan skólans." sagði Helga Kress. -APH VanndOOþús. íGetraunum Einn maður var með 12 rétta og 14 raðir með 11 rétta í Getraun- um um helgina. Hann fékk heilar 900 þúsund krónur fyrir vikið. Þetta er einn stærsti vinningur í Getraunum sent einstaklingur hefur hlotið í vetur. Vinningshafinn notaði „OLIS" kerfið svokallaða sem er u.þ.b. 9 þúsund raðir og kostar í kringum 32 þúsund kr. Hann keypti seðlana hjá knattspyrnudeild Fylkis og sölumenn Fylkis fylltu þá út fyrir hann. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.