Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Síða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986. 3 GREKHJM12% AF TEKJ- UM ÁRSINS í SKATTA —það er 0,6% hækkun f rá skattgreiðslum f fyrra Beinir skattar til ríkisins og sveitarfélaganna verða á þessu ári að jafnaði 12% af launatekjum. Þessir skattar eru reiknaðir af tekjum á síðasta ári og nema 15,5% af þeim. Ríkið fær 5,9% og sveitar- félögin 96%- Fyrirframgreiðsla beinu skattanna fyrri hluta þessa árs verður 65% af álögðum skött- um í fyrra. Fyrirframgreiðslan í fyrra var 57%, 1984 var hún 63% og 1983 70%. Fyrirframgreiðslan hverju sinni er miðuð við að skila um helmingi áætlaðrar skattaálagn- ingar ársins. Núna áætlar fjár- málaráðuneytið að 47-48% álagðra skatta á árinu skili sér fyrri helm- ing þess. Fyrirframgreiðslan er innheimt á fimm gjalddögum eins og verið hefur. Ef hlutur ríkisins í beinu skött- unum er skoðaður sérstaklega, kemur í ljós að hann hækkar um 0,2% af tekjum á þessu ári, greiðsluárinu, úr 4,4% í 4,6%. Upphafleg fjárlagatillaga gerði hins vegar ráð fyrir lækkun í 3,8%. Munurinn liggur í því að frestað var framhaldi tekjuskattslækkun- ar. Ríkið hefur aldrei tekið jafnlítið í beinum sköttum og i fyrra, á seinni árum. Þannig var hlutur ríkisins 4,9% af tekjum á greiðsluárinu 1984, en árin þar á undan á bilinu 5,4%- 6,3% og var hæst 1979. Hlutur sveitarfélaganna vex einnig í ár, úr 7% í fyrra í 7,4% af tekjum ársins. Það er sama hlutfall og 1984, en árin þar á undan var hlut- fallið 6,8% í nokkur ár. Rétt er að undirstrika að allar þessar hlut- fallstölur eru meðaltal. Svokölluð skattvísitala hækkaði um 36% frá í fyrra. Það er sama og hækkun launatekna. Tekju- skattur verður reiknaður þannig: Af fyrstu 272 þúsund krónunum greiðast 20%, af næstu 272 þúsund- um 31% og af því sem er umfram 544 þúsund greiðast 44%. Fyrir álagningu dragast ýmsir liðir frá. Persónuafsláttur er 47.600 krónur, nema 83.300 hjá einstæðu foreldri. Þá eru barnabætur 10.200 með fyrsta barni en 15.300 með öðrum börnum. Að auki koma 10.200 krónur vegna barna yngri en sjö ára. Þá er til tekjutengdur barna- bótaviðauki upp á 20.400. Einstæð- ir foreldrar fá hærri bætur. Flytja má 136 þúsund krónur milli hjóna, vinni annað þeirra aðallega fyrir launatekjum. Á þessu ári verður eignaskattur einstaklinga 0,95% af hreinni eign yfir 1.248 þúsund krónur. Sjúkra- tryggingagjald verður 2% af út- svarsstofni yfir 402.560 krónum. HERB Viðtalið Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra náms- nanna. DV-mynd KAE Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri LÍN: „Tilviljun að ég var að skipta um skip” „Góð samvinna við samstarfsfólkið er grundvallaratriði. Kringumstæð- urnar eru kannski ekki eins og maður vildi hafa þær,“ sagði Hrafn Sigurðsson, nýsettur framkvæmda- stjóri Lánasjóðs ísfenskra náms- manna, í viðtali við DV. En verkefnið taldi framkvæmdastjórinn vera áhugavert en framvinda málsins væri óráðin. Hrafn Sigurðsson er viðskipta- fræðingur að mennt. Hann lauk námi frá Háskóla íslands haustið 1972. Þá hóf hann störf hjá Hagrannsókna- deild Framkvæmdastofnunar (nú- verandi Þjóðhagsstofnun) og vann þar í rúmt ár. Frá 1974 hefur Hrafn starfað hjá Sláturfélagi Suðurlands en hætti þar um áramótin. Fyrst starfaði hann sem aðalbókari, síðan skrifstofu- stjóri og síðustu árin sem íjármála- stjóri SS. Hann var ráðinn til starfa hjá Hagvangi l.janúar sl. sem rekstr- arráðgjafi en lét af því starfi til að taka við Lánasjóðnum. „Það er tilviljun að ég er að skipta um skip á meðan þetta ríður yfir,“ svaraði Hrafn aðspurður hvemig stæði á tilkomu hans í framkvæmda- stjórastöðuna. Sem kunnugt er á- kvað menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, að setja Hrafn í þessa stöðu sl. föstudag. Um leið vék ráð- herrann Sigurjóni Valdimarssyni úr starfi. Hrafn mætti til vinnu á nýja vinnu- staðnum í morgun. Hann var spurður um fyrri afskipti af lánasjóðnum sem hafa aðeins verið í því forminu að þiggja náms- lán. „Eg segi ekki að samviskan hafi verið betri en mér þótti gott síðastlið- ið haust þegar ég greiddi námslánin að fullu,“ sagði Hrafn. Aðspurður um áhugamál sagðist hann hafa gaman af svo ansi mörgu. Dálítill spilamaður kvaðst hann vera en mikill áhugamaður um handbolta, helst ekki sleppa úr leik. Hann hefur stutt Víkinga í gegnum þykkt og þunnt í mörg ár. Hrafn sagðisthafa ánægju af ferða- lögum. „En það er einn staður sem mér finnst alveg óendanlega gaman að heimsækja og það er London," sagði hann. Hrafn Sigurðsson er kvæntur Guðrúnu Hannesdóttur bankastarfs- manni og eiga þau tvö börn. ÞG SfcóUtu\ tékuxtl1 staita I3.jaivttaí- Gleðileg* «ý,í ar' Vetrarönn 13/1-9/4. Kennarar: Klassísktækni, Anna og Bára. Stepp, Draumey. Jass, Bára, Anna, Margrét A„ MargrétÓ., Agnes, Sigrún, Irma og Sigríður. Deirdre Lovell choregrapher. azzballettskóli Báru Suðurveri, sími 83730 Bolholti, sími 36645 , Gjald, 2x í viku, kr. 4.500,- Gjald, 3x í viku, ,kr. 5.700,- Endumýjun skírteina laugardaginn 11. janúar. Framhaldsnemendur frákl.2-5. Nýir nemendur komi eftirkl. 5. Félag islenskra danskennara FÍD. Innritun nýrra nemenda í síma 83730. Gestakennari frá NEWYORK kemurífebrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.