Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Qupperneq 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986. BJALLAN OG ANDINN FLUTT í OFANLEITIÐ Némendur árdegisbekkja mættu með léttar skólatöskur í skólahúsið við Grundarstíg. Þannig hófst dagskrá gærdagsins klukkan átta hjá Verslunarskólanemum. Á slag- inu níu var gáð til veðurs sam- kvæmt dagskrá. Flutningadagur- inn var bjartur miðað við árstíma. Borð, stólar, töskur, bjalla og annað, sem skólahaldi fylgir, var flutt úr gömlu skólabyggingum Verslunarskóla Islands við Grund- arstíg yíír í nýja húsnæðið i Kringlunni. Þetta gekk snurðu- laust fyrir sig. Nemendur tóku lagið í morg- unsárið. Hver hópur kvaddi sína stofu með virktum. Um hádegis- bilið var hringt út í síðasta sinn í gamla skólanum. Hver nemandi hélt á sínu borði og sínum stól út í flutningabíla sem biðu fyrir utan. Síðan var haldið af stað gangandi upp í Ofanleiti. Fremstir gengu tveir nemendur með skólabjölluna á slá á milli sín. Næstur.gekk forseti nemendafélags skólans með fundargerðabók, þá skólastjórinn, Þorvarður Elíasson, með prótókollið. Síðan komu kennarar, velunnar- ar og nemendur. Fylkingin hélt sem leið lá inn á skólalóðina við Ofanleiti 1. Þar biðu flutningabíl- arnir með borð, stóla og aðrar skólaeigur. Hver nemandi tók stól og borð og flutti á sinn stað. Skólastjórinn hélt ræðu á sal og kórinn söng skólasönginn. Skólabjöllunni var komið fyrir og hringt til fyrstu kennslustundar. Þá hófst nýr kafli í sögu Verslun- arskóla Islands. Andinn úr gamla skólahúsinu var fluttur með inn í Kringlu; það höfum við eftir áreiðanlegum heim- ildum. - ÞG Haldið niður Hellusund með innanstokksmuni úr gamla Verslunarskólanum. Flutningarnir á byijun- arstigi. Skólastjórinn, Þorvarður Elíasson, hélt ræðu á sal í nýja skólanum þegar flutningarnir voru afstaðn- ir. ...inn í Ofanleiti með skólabjölluna. Skólabjöllunni komið fyrir á nýjum stað og hringt í fyrsta sinn. 1 dag mælir Dagfari_______1 dag mælir Dagfari________I dag mælir Dagfari REYKJAVÍKURBRÉF Blaðið birti fyrir nokkru ítar- lega fréttaskýringu um Haf- skipsmálið. Þar var satt og rétt skýrt frá öllum staðreyndum málsins. Upplýsingar blaðsins fengust eftir áreiðanlegum en nafnlausum heimildum. Notk- un nafnlausra heimildarmanna við frétta- og greinaskrif gera mikla kröfur til blaðamanna um heiðarleika og réttsýni í vinnubrögðum. Óvandaðir blaðamenn geta iðulega slegið upp staðhæfingum og skoðun- um, sem í raun og veru eru þeirra eigin, undir þvi yfirskini að um áreiðanlegar heimildir sé að ræða. Slíka blaðamenn má finna á öðrum blöðum. En ekki hjá okkur. Hér á blaðinu vinna eingöngu heiðarlegir blaða- menn. Þar að auki ér þess að geta að fréttaskýringin um Hafskipsmálið var birt á ábyrgð og í samráði við ritstjóra. Enn- fremur var greinin lesin yfir af lögfræðingi og henni breytt og nýir kaflar teknir inn til að tryggja heiður blaðsins en ekki þeirra sem hlut áttu að máli. Þetta sýnir umfram annað, hversu vandaðir blaðamenn vinna hjá okkur, að þeir fá lög- fræðinga til að skrifa greinarn- ar fyrir sig. Þrátt fyrir allt þetta hefur forstjóri Hafskips gert athuga- semd við fréttaskýringuna og segir hana ranga í veigamiklum atriðum. Hér skal ekki farið út í deilur við forstjórann. Hann varar sig ekki á því að undirmenn hans hafa talað af sér eða kjaftað frá. Auk þess má gera ráð fyrir að hann sé að veija aðra hagsmuni með því að segja að blaðamað- urinn hafi rangt fyrir sér. Þar með er ekki sagt að forstjórinn sé að Ijúga, en skýringin er sennilega sú að hann man ekki hvað hann sagði eða hvernig atburðirnir gerðust. Þetta er ofurskiljanlegt, því tveir menn geta lýst sama atburði með ólík- um hætti vegna þess að þeir sjá hann frá mismunandi sjónar- horni. Blaðamaðurinn veit miklu betur hvað forstjórinn sagði heldur en forstjórinn sjálfur. Blaðamaðurinn hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir nafn- lausra manna, sem blaðið verð- ur að veija. Heiðarlegum blöð- um er meira í mun að veija nafnlausa heimildarmenn held- ur en þá sem verið er að fjalla um. Það er einkenni allra góðra og ábyrgra blaða. Af öllu þessu sést að blaðið hefur yfir vönduðum og heiðar- legum blaðamönnum að ráða. Þeir hafa einnig segulbands- spólur í fórum sínum sem sanna að þeir hafa rétt eftir. Þeir sem halda því fram að blaðamenn fari rangt með verða að gera sér grein fyrir því að ef þeir hafa ekki þeim mun sterkari rök fyrir sínu máli eiga þeir ekki að bera til baka sem stendur í blað- inu. Annars eru þeir að vega að heiðri viðkomandi blaðamanna sem ekki eiga það skilið. For- stjóri Hafskips á að huga vel að því að verja sjálfan sig með því að varpa rýrð á blaðamanninn og blaðið. Hann getur haft verra afþví. Ökkar blað er heiðarlegt og vandað. Það tekur ekki mark á Ieiðréttingum á nafnlausum heimildum blaðamanna. Fólk, sem blaðið íjallar um í frétta- skýringum, hefur ekkert leyfi til að gera athugasemdir við það sem í blaðinu stendur. Heiður þess og æra er aukaatriði þegar heiður blaðsins er annars vegar. Heiður nafnlausra heimildar- manna blaðsins er blaðinu mik- ilvægari en heiður þeirra sem blaðið íjallar um. Þess vegna á forstjóri Hafskips að þegja þeg- ar blaðið hefur sagt frá sann- leikanum, jafnvel þótt hann sé ekki réttur. Þetta þykir blaðinu rétt að taka fram vegna ótímabærra athugasemda forstjórans um það sem sagt er um afskipti hans af Hafskipsmálinu. Með því er ekki sagt að hann eigi að taka það allt til sín. Hann getur auðvitað haft rétt fyrir sér þótt hann hafi rangt fyrir sér. Aðal- atriðið er að blaðið hafi rétt fyrir sér þótt það hafi rangt fyrir sér. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.