Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Síða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÁNÚAR1986.
9
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Reagan boðar efnahags-
aðgerðir gegn Líbýu
Reagan Bandaríkjaforseti heldur
fund með fréttamönnum í kvöld,
fyrsta blaðamannafund forsetans í
fjóra mánuði.
Er búist við að málefni hryðju-
verkamanna og meint samráð Líbýu
við hryðjuverkastarfsemi verði efst á
baugi hjá forsetanum.
Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að
beita sér fyrir nýjum efnahagsþving-
unum gegn stjórn Líbýu og áskilur
hún sér allan rétt til hernaðaríhlut-
unarsíðar.
Á blaðamannafundinum er búist
við að Reagan útskýri frekar til
hvaða aðgerða Bandaríkjastjórn
ætlar að grípa í fordæmingu sinni á
stjórn Gaddafis og hvers konar sam-
ráð hún hafi við bandalagsþjóðir um
slíkar aðgerðir.
Sálfræðihernaður
Larry Speakes, talsmaður Hvíta
hússins, sagði að Bandaríkjastjórn
hefði nú mjög aukið allan þrýsting á
stjórn Líbýu og endurspeglaðist sá
þrýstingur best í nýlegum yfirlýsing-
um Gaddafis þar sem hann segist
enga ábyrgð bera á hermdarverkun-
um í Róm og Vín á dögunum.
Líbýskar sjálfsmorðssveitir
Gaddafi hefur ásakað Bandaríkja-
stjórn um að reyna að þröngva
Líbýumönnum í stríð með því að
safna saman 40 herskipum undan
strönd lands síns.
Hefur hann hótað árásum líbýskra
sjálfsmorðssveita á bandaríska borg-
ara ef Bandaríkjamenn láta til skar-
ar skríða.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið
hefur vísað ásökunum Gaddafis á
bug og segir að allur Miðjarðarhafs-
floti Bandaríkjanna sé aðeins 24
skip.
Nevado de Ruiz í Kólumbíu:
Öngþveitiá
hættusvæðum
Falskar viðvaranir um yfirvofandi
hættu og óröggsöm stjórn yfirvalda
ollu allsherjar fumi og fáti þúsunda
íbúa í nágrenni eldfjallsins Nevado
de Ruiz í gær.
Eldfjallið hefur undanfarna daga
spúið mikilli ösku yfir nágranna-
byggðarlög en svo virðist sem hraun-
gos hafi ekki orðið.
Ofsahræddir íbúar þorpsins
Mariquita flúðu heimili sín í gær
eftir að yfirvöld höfðu gefið út við-
vörun um yfirvofandi aurflóð er
stefndi á bæinn.
Ekkert varð úr aurflóðinu.
„Það ríkti fullkomið öngþveiti,
hver og einn öskraði skipanir út í
loftið og enginn vissi hvað var að
gerast né hvað átti að gera. Skipuleg
Charles
de Gaulle
íkosn-
inga-
baráttu
Sonarsonur og alnafni Charles
de Gaulle hershöfðingja reynir
nú að hasla sér völl í frönskum
stjórnmálum.
Charles de Gaulle yngri er 39
ára gamall lögfræðingur í al-
þjóðarétti og starfandi í París.
De Gaulle sækist nú eftir út-
nefningu hins hægri sinnaða
UDF flokks fyrir kosningar í
Frakklandi er haldnar verða í
mars næstkomandi.
De Gaulle yngri er nýliði á
sviði franskra stjórnmála og
verður framboð hans að vera
staðfest af kjörf'undi UDF sem
haldinn verður á miðvikudag.
Ekki er búist við öðru en hann
hljóti tilnefningu flokks síns.
Afi Charles de Gaulle yngri lést
árið 1975 en nafn hans nýtur enn
mikillar virðingar i Frakklandi.
Er ljóst að einungis nafnið mun
verða hinum nýja frambjóðanda
til framdráttar í kosningabar-
áttunni.
stjórn yfirvalda var ekki til,“ sagði
einn björgunarmannanna.
Ríkisstjórnin lýsti á laugardag yfir
neyðarlögum á svæðinu umhverfis
eldQallið og skyldu þau vera í gildi
þar til annað yrði ákveðið.
Yfir sjö þúsund íbúar á neyðar-
svæðinu hafast við í tjöldum utan
hættusvæðisins á næturnar en halda
í heimahagana á daginn.
Yfirvöld telja að enn sé mikil hætta
á aurflóðum eins og því er í nóvember
drap að minnsta kosti 23 þúsund
manns í einu vetfangi.
„Við erum þreytt á þvi að lifa eins
og tatarar. Við skiljum vel að ástand-
ið er alvarlegt en við kjósum samt
að vera flutt að heiman þegar um
raunverulegt hættuástand er að
ræða,“ hefur dagblaðið E1 Espec-
tador eftir einum flóttamannanna.
Marcos segir að Aquino og Corazon njóti stuðnings kommúnista.
Átta þúsund eða
hundrað þúsund?
Corazon Aquino, forsetaframbjóð-
andi á Filippseyjum, skoraði í gær á
Markos forseta að færa sönnur á
ásakanir um að skæruliðar komm-
únista styddu við bakið á sér í kosn-
ingabaráttunni.
Hún skoraði einnig á Markos að
draga til baka fullyrðingar hans um
að hún myndi láta handtaka hann
ef hún ynni sigur í forsetakosningun-
um í næsta mánuði.
Aquino gaf út yfirlýsingar sínar á
fjölmennum fundi með innlendum og
erlendum verslunarmönnum og
bankamönnum í Manila.
Á sama tíma hélt Markos kosn-
ingafund í útjaðri höfuðborgarinnar
og fullyrti enn að skæruliðasamtök
kommúnista styddu beint við bakið
á Aquino og ætluðu sér aukin völd
í skjóli hennar ef hún sigraði í kosn-
ingunum.
„Látum ekki Filippseyjar verða að
annarri Indónesíu þar sem yfir ein
milljón manna lét lífið í borgara-
styrjöld er kommúnistar í ríkisstjórn
báru ábyrgð á,“ sagði forsetinn á
fundinum.
Ríkisútvarpið í Manila fullyrti að
yfir eitt hundrað þúsund manns
hefðu mætt á fundinn hjá forsetanum
en sjónvarvottar töldu fundarmenn
vart hafa verið fleiri en átta þúsund.
■ ,
Litið yfir ísauðnir Suðurskautslandsins.
ISLOD SCOTTS
Þrír breskir landkönnuðir, sem
ganga í slóð landafundamannsins
Scotts á Suðurskautslandinu, eiga
tíu daga eftir ófarna að suðurpóln-
um. - Ferðin er búin að taka þá tvo
mánuði.
Þrímenningarnir ætla að reyna að
afreka það, sem Scott kafteinn
stefndi að 1910, en það var að komast
á suðurpólinn. Scott komst á pólinn
1912 en leiðangursmenn fórust á
heimleið. - Mennirnir hafa ekki
birgðir til 1412 km göngu til baka,
svo að eins hreyfils flugvél á að taka
þá upp.
Robert Swan (28 ára), Roger Mear
(35 ára) og Gareth Wood (33 ára)
lögðu af stað frá McMurdo-sundi 2.
nóvember og hafa gengið á skíðum
yfir Beardmore-jökul, dragandi á
sjálfum sér sleða. Það sást síðast til
þeirra úr flugvél 10. desember en þá
voru þeir nær hálfnaðir.
Mennirnir eru ekki í neinu sam-
bandi við umheiminn því að talstöð
hefði reynst þeim of íþyngjandi.
Breytturtónn
íBandaríkja-
mönnum
Fréttaritari Prövdu, málgagns
sovéska kommúnistaflokksins, í
New York segist hafa orðið var
við nýjan tón á meðal talsmanna
Bandaríkjastjórnar til Sovét-
manna og hafa fundið fyrir
ákveðinni viðhorfsbreytingu á
meðal bandarísks almennings
gagnvart Sovétríkjunum.
Gennady Vasilyev, fréttaritari
í þrjú ár í New York, segir að
gagnkvæmur nýársboðskapur
leiðtoga austurs og vesturs sé
enn frekara dæmi um aukna þíðu
í samskiptum stórveldanna.
,í dögun hins nýja árs ein-
kenndust heillaóskaskeytin nú
aftur af hvítum dúfum eftir langa
ijarveru,“ sagði Vasilyev.
Fréttaritarinn sagði ennfremur
í grein sinn að nú væri að koma
fram árangurinn af leiðtogafund-
inum í Genf en sagði það miður
að í vissum gerðum Bandaríkja-
stjórnar færu ekki alltaf saman
orð og athafnir.
Kenndi hann þar um haukun-
um í ríkisstjórninni er alls ekki
gætu sætt sig við bætt samskipti
við Sovétmenn.
Franskirfíug-
umferöarstjór-
aríverkfall
Öll flugumferð lagðist næstum
niður í gær í Frakklandi vegna
eins dags skæruverkfalls
franskra flugumferðarstjóra.
Krefjast flugumferðarstjórar
hærri launa og betri ellilífeyris.
Franska þingið hefur nýsam-
þykkt lög þar sem allsherjar-
verkföll stétta í samgönguiðnaði
eru mjög takmörkuð.
Flugumferðarstjórarnir njóta
eindregins stuðnings starfs-
greina annarra verkalýðsfélaga
er tengjast flugmálum.
Yfirvöld á Orlyflugvelli í París,
er sér um mestallt millilandaflug
við höfuðborgina, sögðu að það
hefðu aðeins orðið 14 brottfarir
og komur í millilandaflugi i gær
Venjulegast eru þær yfir 130 á
dag.
Metfækkun inn-
flytjenda
tilísrael
Á síðasta ári fluttust færri
innflytjendur til ísrael en nokkru
sinni frá stofnun Ísraelsríkis árið
1948.
í fyrra komu alls 11.298 inn-
flytjendur til landsins helga. 41
prósent færri en árið á undan.
Heildartalan frá því í fyrri
inniheldur vfir átta þúsund fal-
asha gyðinga er fluttir voru til
ísrael frá Eþíópíu.
Innflytjendur frá Sovétríkjun
um á síðasta ári voru 352, næst
um því sami fjöldi og árið
undan.
Aðeins rúmlega þúsund gyð-
ingum var veitt brottfararleyfi
frá Sovétríkjunum í fyrra og
fluttust langflestir búferlum til
Bandaríkjanna.
Minnkandiveró-
bólgaþýskra
Verðbólgan komst niður í 2,2%
að meðaltali síðasta árið i Vest-
ur-Þýskalandi. Hún hafði verið
2,4% árið 1984. Er þessi lækkun
þökkuð því hvað þýska markið
styrktist gagnvart öðrum gjald-
miðlum, einkanlega Banda-
ríkjadalnum. Verðlag á innan-
landsframleiðslu hélst stöðugt og
launahækkanir í lágmarki. Lífs-
kjaravísitalan var sú lægsta síð-
an 1969.