Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 6. JANÚAR1986.
11
BORGARNES-
HREPPUR KAUP-
IR SAMKOMUHÚSK)
— hillir undir að kvikmyndasýningar
hefjistaðnýjuí
Borgarnesi eftir rúmlega árs hlé
Frá Sigurjóni Gunnarssyni,
fréttaritara DV í Borgarnesi:
2. janúar 1986 undirrituðu fulltrúar
Ungmennafélagsins Skallagríms og
sveitarstjóri Borgarneshrepps samn-
ing þar sem Borgarneshreppur
keypti eignarhluta Ungmennafélags-
ins í samkomuhúsinu í Borgarnesi.
Rúmt ár er liðið síðan Ungmenna-
félagið hætti starfsemi í húsinu og
bauð Borgarneshreppi sinn hluta til
kaups. Á móti átti Borgarneshreppur
hlut í húsinu.
Miklir rekstrarerfiðleikar hafa
verið enda reksturinn að mestu
byggst á kvikmyndasýningum og
dansleikjahaldi. Hafði rekstrar-
grundvelli verið kippt undan með
aukinni videovæðingu og stækkun
Hótel Borgarness þar sem stór salur
var tekinn í notkun.
Matsnefnd var kosin til þess að
meta eignina og skera úr um hlut
Ungmennafélagsins og Borgarnes-
hrepps. Var matið 2.500.000 og í
samningi aðilá ákveðið að hluti
Ungmennafélagsins væri 67% og
Borgarneshrepps 33%. Einnig voru
í samningi þessum kaup á innan-
stokksmunum sem Ungmennafélagið
átti og var mat þeirra 400.000.
Samningur þessi hefur fengið
grænt ljós hjá hreppsnefnd Borgar-
neshrepps en á eftir að fá endanlegt
samþykki á aðalfundi Ungmennafé-
lagsins sem fyrirhugaður er í janúar.
Hvað Borgarneshreppur ætlar að
gera við húsið er ekki endanlega
ljóst. Vitað er þó að áhugi er á að
þarna verði haldið uppi kvikmynda-
sýningum og unglingastarfi sem og
leikstarfi. Líklegt er talið að auglýst
verði eftir áhugasömum aðilum sem
taka vilja húsið á leigu og reka þar
starfsemi sem að ofan greinir.
Samkomuhúsið í Borgarnesi.
Námsstyrkir í
breskum háskólum
Fimmtán íslenskir nemendur
stunda nú framhaldsnám í breskum
háskólum og öðrum æðri mennta-
stofnunum þar í landi án þess að
greiða skólagjald. Tveir nemendur
fengu styrki frá British Council en
þrettán frá FCO, breska utanríkis-
ráðuneytinu. Heildarupphæð styrkj-
anna er um 3,4 milljónir íslenskra
króna.
Námsgreinarnar, sem styrkþeg-
arnir stunda, spanna breitt svið en
þær eru t.d. klínisk sálarfræði, kvik-
myndatækni, fiskeldi, kjötvísindi,
skipaútgerð og fjármál, pianónám,
flug- og geimréttur.
Um þessar mundir er auglýst eftir
umsóknum um styrki vegna skóla-
ársins 1986-7. Umsóknir eiga að ber-
ast Breska sendiráðinu í Reykjavík
fyrir 15. mars n.k. Umsækjendur
þurfa að hafa lokið háskólaprófi. Þá
skal vakin athygli á öðrum styrkjum
sem nefnd háskólarektora í Bret-
landi úthlutar á ári hverju vegna
rannsókna erlendra fræðimanna.
ÞG
ENN VANTAR
Á GRUND-
VALLARVERD
TIL BÆNDA
Landssamtök sláturleyfishafa telja
að verulegt fjármagn vanti til þess
að sláturleyfishafar geti í raun og
veru greitt fullt grundvallarverð t.il
bænda.
Samkvæmt lögum skal grundvall-
arverð fyrir sláturíjárafurðir hausts-
ins vera að fullu greitt fyrir 15. des-
ember ár hvert. Þrátt fyrir 449 millj-
ónir króna sem ríkisstjórnin útveg-
aði að láni til að brúa bilið segir
stjórn landssamtakanna að enn
vanti fjármagn.
Landssamtök sláturleyfishafa
áskilja sér rétt til að gera athuga-
semdir við þá útreikninga um fjár-
þörf, sem fyrirgreiðsla ríkisstjórnar-
innar er byggð á, strax og þeir liggja
endanlega fyrir, segir m.a. í fréttatil-
kynningu frá þeim. - ÞG
AUGLYSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGBRA
SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓæ
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1972-1. fl. 25.01.86 kr. 24.360,86
1973-2. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 13.498,99
1975-1. fl. 10.01.86-10.01.87 kr. 7.006,46
1975-2. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 5.288,55
1976-1. fl. 10.03.86-10.03.87 kr. 5.037,69
1976-2. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 3.935,91
1977-1. fl. 25.03.86-25.03.87 kr. 3.673,52
1978-1.fi. 25.03.86-25.03.87 kr. 2.490,85
1979-1. fl. 25.02.86-25.02.87 kr. 1.646,98
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1981 -1 - fl- 25.01.86-25.01.87 kr. 717,78
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Athygli skal vakin á lokagjalddaga 1. flokks 1972,
sem er 25. janúar n.k.
Reykjavík, janúar 1986
SEÐLAB ANKIÍSLANDS
Barna-
dansar
THOMAS
STAUDT
Samkvæmis
dansar
kennir jazzballettog
discodansa. Stórkostlegur
dansari.
Þýskalandsmeistari
1984 og 1985
i diskódansi.
Freestyle
Einka
timar
Innritun daglega
í símum 20345,
74444 og 38126
kl. 13til 18.
Kennsla
hefst 8.
janúar.
Keflavík Suðurnes
sími 8249