Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Qupperneq 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986.
Spufriingin
Trúirþúáálfa?
Arnfríður Snorradóttir húsmóð-
ir: Ekki beinlínis en þeir hafa sjálf-
sagt verið til meðan þeir höfðu frið.
Jú, og eílaust eru þeir til ennþá.
Guðbjörn Guðjónsson sölumað-
ur: Nei, maður gerði það þegar
maður var krakki en ég held að fólk
trúi ekki á þá í dag.
Pálheiður Einarsdóttir, húsmóðir
með meiru: Þetta er stór spurning.
Ætli ég verði ekki að gera það eins
og ýmislegt annað, allavega á þrett-
ándanum. Þeir eru ekki verri en
hvað annað.
Erla Þórarinsdóttir listakona:
Auðvitað, ég er ekkert í vafa um
það. Og mér finnst gott að þeir séu
til, það væri tómlegt án þeirra.
Ásgeir Pálsson íþróttakennari:
Ég trúi á álfa og hef alltaf gert. Ef
ég á að segja þér eins og er þá er ég
nefnilega álfur sjálfur.
Jenný Gunnarsdóttir nemi: Nei,
ég veit ekki hvað álfar eru. En ég
hef farið á álfabrennu og sá þá þar.
Ég veit samt ekki hvað álfar eru.
Lesendur Lesendur
Lesendur Lesendur
Dapurleg dagskrá ríkisfjölmiðla
Skattgreiðandi skrifar:
Það er sama hve langt líður á þessa
öld, ekkert fær umbreytt þeirri áþján
sem alþingismenn og nefndir, sem
kosnar eru af þeim, hlekkja okkur
við og gera þjóðlífið í þessu landi
ömurlegra en á sér stað í nokkru
nálægu landi vestrænu.
Einn heiðursmaður hér í borg hefur
oft gripið til eftirfarandi orðtaks:
„Það er loftgott á íslandi en and-
rúmsloftið er þrúgandi." Hér á hann
við að allar þær reglur, boð, bönn
og hræsni sem hér viðgengst og gerir
ekkert annað en kúga fólk og um-
breyta því í smáborgara, strax við
skólagöngu.
Og allt fellur í sama farveg. Dag-
skrá ríkisfjölmiðlanna um hátíðir
verður full hræsni og dapurleika,
gagnstætt því sem gerist í öðrum
löndum.
Tökum sem dæmi fólk sem ekki
gerir víðreist í heimsóknir til ann-
arra. Það situr gjarnan fram eftir
kvöldi á aðfangadagskvöld við lestur
bóka eða við eitthvað annað sem
hugurinn stendur til.
Hvað er á móti því að Ríkisútvarp-
ið leiki létta, ljúfa tónlist fram eftir
nóttu á þessu kvöldi?
Þetta er gert um allan hinn sið- og
tæknivædda heim. Hvers vegna ekki
hér? Er guði þjónað eitthvað sér-
staklega hér á landi með þeirri
hræsni að ekki megi vera annað en
þrugl og dapurleiki í ríkisfjölmiðlun-
um?
í Keflavikurútvarpinu, sem bless-
unarlega er hægt að grípa til hér á
höfuðborgarsvæðinu, var einmitt
leikin þessi létta og ljúfa tónlist alla
nóttina, til jóladagsmorguns. Ekki
endilega jólalög, sem minna á kirkju
og kvaðir, hræsni og helgisiði. Þetta
voru jólalög í útsetningu ýmissa
valinkunnra hljómsveitarstjóra, Roy
Anderson, Manchini og allt aftur til
Kostelanets.
Á stórhátíðum er eins og djöfullinn
hlaupi í ríkisfjölmiðlana og yfir-
drepsskapurinn og hræsnin sitja í
fyrirrúmi í tónlist og mæltu máli.
Menn eru fengnir til að lesa einhvern
bamalegan þvætting, sem enginn
hlustar á, eða einsöngvarar eru látn-
ir góla passíur eða óratóríur og öllum
dauðleiðist þetta.
Það er ekki svo vel að svarið við
þessu sé einfaldlega þetta: Lokið þá
bara fyrir tækin. Það er svo margt
fólk sem vill gjarnan heyra í tækjun-
um en ekki þessa eindæma hræsni
og helgislepju.
Og það skal svo tekið fram að
lokum að hljóðvarp, rás 1, er hin
merkilegasta stöð og mikið og gott
efni þar á boðstólum nema á stór-
hátíðum. Rás 2 sér svo um grað-
hestamúsíkina fyrir lýðinn.
Sjónvarp talar enginn um. Það á
engan rétt á sér yfirleitt, vegna
vangetu fjárhagslega, og er þungur
baggi á þjóðinni.
„Rás tvö sér svo um graðhestamúsík fyrir lýðinn.“
Skúespil
Orri skrifar:
Þá eru þingmenn farnir í jólafríið
sitt eftir að hafa hespað af þýðingar-
mestu mál þjóðarinnar í einum
hvelli. Gjörbylting alþýðuflokks-
manna í fjárlagagerð fékk klóró-
formið eins og vænta mátti. Það
Fjármálaráðherra ætti að kynna
sér lánskjaravísitölusvínaríið
betur.
virðist betra að fara hefðbundnar
leiðir, þær hafa fært okkur heim
sanninn um að hér geti fólk lifað
sæmilega ef það vinnur 16 tíma úr
sólarhringnum og sendir bömin á
uppeldisstofnanir, sem kostaðar eru
af almannafé, kemur sér upp smá
„business" eða nær sér í umboð, svo
ekki sé talað um ef það getur nú sett
á stofn verslun. Hinir asnarnir, sem
ekki liafa vit á því að féfletta náung-
ann, geta bara lapið úr skelinni. Nú
eru athafnamennirnir, sem lánuðu
þeim blönku fé með „pínulitlum"
vöxtum, sloppnir. Nú minnist enginn
á okur þar sem Hafskipin hafa skyggt
á þá. Þeir ættu því að geta byrjað á
nýjan leik, bara að passa sig svolítið
betur næst. Nú bíður þjóðin í ofvæni
eftir nýju hneyksli, fjárglæfrum sem
geta skyggt á Hafskip og Útvegs-
bankann. Þeir eiga skilið að fá að
sleppa fyrir horn, rétt eins og okrar-
arnir.
Dánumennimir á Alþingi kusu
sína menn aftur í bankaráðin eins
og vænta mátti, þeir treysta sínum
mönnum best til þess að gæta fjár-
hirslanna. Varla trúir þjóðin því að
þeir menn, sem sáu henni fyrir birtu
og yl frá Kröflu, gæti ekki hagsmuna
hennar eins og venjulega. En þótt
þeim verði á mistök upp á nokkur
hundruð milljón krónur þá vita þeir
að kjósendur fylgja flokkum sínum
rétt eins og hundar húsbændum. Nú
er þó sumum farið að skiljast að með
því að kjósa þetta yfir sig á ný þá
heitir það á íslensku „að kyssa á
vöndinn". En íslendingar eru fyrir
löngu orðnir blóðugir um varirnar
af þessum vöndum en kyssa á þá
samt. Velbekomme.
Já, nú er skúespilið á Austurvelli
hætt í bili. Sjónvarpið hafði þá minna
að gera um jólin en ella. Dæmalaus
var viðtalsþáttur við fjármálaráð-
herrann nýlega. Spyrjendur komust
hreinlega ekki að með spumingar
sínar þar sem utanaðlærð romsa var
síþulin yfir þeim og landslýðnum
öllum í svoddan þaula að Örnólfur
Thorlacius gæti kannað hvort ekki
hefði þar verið slegið heimsmet.
Fjármálaráðherra ætti að kynna sér
lánskjaravísitölusvínaríið örlítið
betur fyrir næsta þátt.
Ereinhver
meiri-
háttar?
Helga Finnbogadóttir skrifar:
Ef einhver veit um heimilisfang
aðdáendaklúbbs Grafíkur í Reykja-
vík og myndi svara þessu bréfi er
hann alveg meiriháttar. Það er
nefnilega þannig að ég veit ekki um
heimilisfang aðdáendaklúbbs Graf-
íkur en vil endilega fá að vita það.
Aðeins eitt lag
Tvær úr Breiðholti skrifa:
Okkur langar að koma nokkrum
fátæklegum orðum á framfæri. Við
spyrjum hvers vegna rás tvö sé svona
einhæf. T.d. þegar einhver söngvari
kemst í fyrsta sæti og fellur svo
nokkrum sætum neðar þá heyrist
aðeins þetta eina lag á rás tvö en
ekki neitt annað lag á þeirri plötu.
Þessa sögu er að segja af okkar
besta söngvara, Herberti Guðmunds-
syni. Hann gaf út fyrir skömmu sína
fyrstu plötu sem nefnist Dawn of the
human creation. Ekki heyrist annað
lag af henni en Can’t walk away.
Þetta er rosalega góð og vönduð
plata sem allir ættu að hlusta á því
það er hvert lag mjög gott. Herbert!
Við viljum þakka þér fyrir þessa
plötu og vonum að þú haldir svona
áfram. Takk fyrir!
Haltu áfram Herbert.