Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Page 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986.. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir |þn Danir sem ja um landsleiki Eric Hyldstrup, framkvæmda- stjóri danska Iandsliðsins, stend- ur i ströngu þessa dagana við að útvega Dönum landsleiki fram að heimsmeistarakeppninni. Danir hafa þegar samið um leik við N-íra sem áætlaður er í Dublin 27. mars. Landsleik við Búlgari sem verður í Búlgaríu 9. april og útileik við Belga 12. mai. Þá hefur Hyldstrup einnig fengið já frá Pólveijum en þeim leik hefur ekki enn verið fundinn staður í tima- töflunni. Sá leikur mun fara fram á Idrætsparken. Næst á dagskrá hjá Dönum er þó keppnisferð til Mið-Austurlanda en danski hópurinn, sem fer þangað, mun eingöngu verða skipaður leik- mönnum sem leika með dönskum liðum. Þar munu Alan Simonsen og fleiri kappar fá tækifæri til að sanna sig. -fros Redbergslid í Sigurður komst f yrstur í úrslit - varð í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í sundi í Mónakó 1947 Tveir góðirtil Akureyrar- Logi Einarsson, sem lék í marki Leifturs, Ólafsfirði, í 2.deild í knattspyrnunni sl. sumar, hefur tilkynnt félagaskipti í l.deildarlið Þórs á Akureyri. Snjall mark- vörður og það mun einnig hafa ráðið ákvörðun hans um félaga- skipti að Þorsteinn Ólafsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, mun þjálfa markverði Þórs í sumar. Þess má geta að Logi leik- ur einnig handknattleik - með 1. deildar liði KA á Akureyri. Hann hefur staðið sig þar vel í vetur en nú er orðið nær öruggt-að KA heldur sæti sínu í 1. deild. Þá hefur Sigrún Sævarsdóttir tilkynnt félagsskipti úr Breiða- blik í Þór, Akureyri. Hún hefur tvö síðastliðin sumur leikið með Breiðabliki í knattspymunni sem framvörður eða framherji. Áður en hún hóf að Ieika með Breiða- bliki lék hún með KA á Akureyri og skoraði mikið af mörkum. - -hsím Vinningar í H.H.Í. 1986: 9 á kr. 2.000.000; 108 ákr. 1.000.000; 216 ákr. 100.000; 2.160 ákr. 20.000; 10.071 ákr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000. Redbergslid hefur nú sex stiga for- skot í deildinni með 23 stig, Warta basli með Dratt —tryggði sér 21:19 sigur á lokamínútunum og hef ur nú sex stiga forskot í Allsvenskan Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttaritara DV í Svíþjóð: Redbergslid hélt áfram sigur- göngu sinni í Allsvensken á sunnudaginn er liðið vann Drott á heimavelli sínum, 21-19. Lengi leit þó út fyrir sigur Drott því liðið hafði yfir, 17-9, er tíu mínútur voru liðnar af siðari hálfleiknum. Þá fór stórskyttan snjalla, Björn Jilsen, í gang og leikurinn snerist Redbergslid i hag sem náði að tryggja sér sigurinn á lokamínút- unum. Fimm aðrir leikir voru leiknir í Allsvenskan um helgina og urðu úrslit þessi: Ystad-Frölunda,.............25-29 Warta-Hellas,...............29-23 Kristiansstadt-Karlskrona...24-29 H43-Lugi,...................21 27 Kroppskultur-Guif,..........23-22 hefur 17 og Drott og Lugi 16. Fjögur efstu lið deildarinnar leika um deild- arbikarinn í úrslitakeppni. Liðin taka ekki með sér stigin úr forkeppn- inni í úrslitin. Þar munu öll liðin byrja án stiga. -fros í íþróttaannál DV fyrir árið 1985 var þess getið að einn fræknasti sundmaður okkar, Eðvarð Þór Eðvarðsson frá Njarðvík, væri fyrsti islenski sundmaðurinn sem hefði náð að komast i úrslit á Evrópumeistaramóti i sundi. Þessi fullyrðing er ekki á rökum reist. Okkur hefur verið bent á að Sigurður Jónsson, KR-ingur, margfaldur íslandsmethafi og meistari í sundi, hafi orðið fyrstur íslendinga til þess. Á Evrópumeistaramóti, sem haldið var í Mónakó 10.-14. september 1947, voru íslenskir sundmenn meðal keppenda. Á þessu móti náði Sigurð- ur Jónsson þeim snjalla árangri að komast i úrslitin í 200 metra bringu- sundinu. Sigurður var þvi fyrsti ís- lenski sundmaðurinn sem vann það afrek að komast í úrslit á stórmóti. Evrópumeistari í 200 m bringu- sundinu varð Bretinn R. Romaine á 2:40,1 mín. en Sigurður varð sjötti á 2:54,0 mín. Rétt er að geta þess, að Sigurður, KR-ingur, var sá eini af úrslitamönnunum í 200 m bringu- sundinu í Mónakó sem synti bringu- sund. Hinir notuðu flugsundsaðferð- ina. Þetta var nokkrum árum áður en bringusund og flugsund voru aðskilin í tvær sérstakar sundgrein- ar. Síðan líða nær 38 ár þar til annar íslenskur sundmaður - sem sagt Eðvarð - kemst í úrslit á sams konar móti. Til gamans má geta þess að um lok síðari heimsstyrjaldarinnar var Sigurður Jónsson fremsti bringu- sundsmaður íslands. Setti fjölmörg Islandsmet. Síðan kom alnafni hans úr Þingeyjarsýslu fram í sviðsljósið. Til aðgreiningar voru þeir kallaðir Sigurður KR-ingur og Sigurður Þin- geyingur. Þegar Sigurður Þing- eyingur fór að bæta fslandsmet Sig- urðar KR-ings gafst sá síðarnefndi ekki upp eins og oft varð raunin þegar gamlir meistarar voru sigraðir. Hann bætti einfaldlega árangur sinn og einvígi þeirra nafnanna er einn af hápunktum íslenskrar sundsögu. Erfitt að spá fyrir um úrslit í keppni Happanúmer til sölu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.