Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Blaðsíða 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986. 25 * ' Peningamarkaður Innlán meö sérkjjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir em 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá- dráttar. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri á. öxtunin gildir hvejm mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%, 4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði 37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn- ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. öndvegisreikningur er bundinn til 18 mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt- um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára^en innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið- um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest. 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í janúar 1986 er 1364 stig en var 1337 stig í des. 1985. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 1.-10.1.1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM sjAsérlista flll Ífli if ll INNLAN 0VERDTRYGGÐ SPARISJÚÐSBÆKUR Úbundin innstæða 22,0 22,0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 22,0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25,0 26,6 25.0 25.0 23,0 23.0 25.0 23.0 25.0 25,0 umán.uppsögn 31,0 33.4 30.0 28,0 26.5 30.0 29.0 31.0 28,0 12 nián. uppsöqn 32,0 34,6 32,0 31.0 33,3 SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Sparað 3-5 mán. 25,0 23,0 23.0 23.0 23,0 25.0 25.0 29,0 26.0 23.0 29,0 28,0 innlAnsskírteini Til 6 mánaða 28,0 30,0 28,0 28,0 tékkareikningar Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10,0 10,0 8.0 8.0 10.0 10,0 8.0 10,0 10.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6mán. uppsögn 3,5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8,0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11,0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN ÖVERÐTRYGGD ALMENNIR ViXLAR (forvextir) 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34,02) kgc 34.0 kge 32.5 kge kge kge 34.0 almennskuldabrEf 32,03) 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 viðskiptaskuldabréf 35.02) kge 35.0 kge 33,5 kge kge kge 35.0 HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF AÖ21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIDSLU SJANEÐANMALS!) 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,75%, í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 13%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréíum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafiiarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf tii uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óvcrðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Sandkom Sandkorn Kvikmyndir Kvikmyndir Stjörnubíó - Silverado ★★ ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit Hetjur vestursins sem eiga fyrir góðu kvöldi á barnum, þá einu sinni að þeir leggja af stað. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr breytingunum á Hollywood því hingað til hefur Laufdal ekki skort hugmyndaflugið. Undrandi Kanar Silverado. Leikstjóri: Lawrence Kasdan. Handrit: Lawrence Kasdan & Mark Kasdan Tónlist: Bruce Broughton. Aðalleikarar: Kevin Kline, Scott Glenn, Rosanna Arqu- ette og Kevin Costner. Lawrence Kasdan hefur með Sil- verado farið á vit gömlu vestranna þar sem hetjudýrkunin er algjör og þrátt fyrir að hetjumar íjórar, sem Qallað er um, eigi að baki vafasama fortíð, þá er það góðsem- in sem ræður gjörðum þeirra og óhræddir takast þeir á við vondu kallana sem ekkert hugsa um annað en eigin hag. Það sem kemur manni mest á óvart er hversu ófrumleg vestra- mynd Silverado er. Það hefði mátt búast við meiru frá Lawrence Kasdan, leikstjóra úrvalsmynd- anna tveggja, Body Heat og The Big Chill. Og handritshöfundinum Lawrence Kasdan sem á handrit að ekki minni myndum en Raiders Of The Lost Ark og The Empire Strike Back hefur heldur ekki tekist nógu vel upp í sköpun per- sónanna í myndinni, sérstaklega á þetta við um þær fáu kvenpersónur sem koma við sögu Eins og áður sagði fjallar Sil- verado að meginefni til um fjóra karlmenn sem hittast á leið sinni til Silverado. Emmett (Scott Glenn) er sá fyrsti sem kemur við sögu. Efir að hafa bjargast naumlega undan nokkrum bófum heldur hann til Silverado. Á leið sinni hittir hann Emmett (Kevin Kline sem hafði farið illa út úr viðskipt- um sínum við aðra bófa. Næst ligg- ur leið þeirra til smábæjarins Tur- ley, þar sem bróðir Emmett, Jake (Kevin Costner) er í haldi. Honum Fjölskylduspilið góða, Trivial Pursuit, sem átti raunar að heita því vísa nafni Mímisbrunnur. Kolvitlaus svör Það eru engar ýkjur að fjölskylduspilið fræga Tri- vial Pursuit hefur farið um hér á landi eins og eldurinn í sinunni á gamlárskvöld. Nánast hvar sem komið er sitja heilu fjölskyldurnar kófsveittar yfir spilinu. Virðist það nú álíka nauð- synlegt á hverju heimili og biblían þótti hér áður fy rr. En þetta er svo sem í lagi. Hitt er aftur verra að svörin við spurningunum í spilinu eru mörg hver kolvitlaus eða þá brengluð: Við tökum sýnishorn: Spurt er: Hvaða Hoflend- ingur var kjörinn íþrótta- maður heims árið 1974? Svar: Sigurður Greips- son! Spurt er: Hvaða íslenska söngkona tók þátt i söng- keppni í Cardiff árið 1985? Og þar er gefið svarið: Ásmundur Sveinsson og Ríkharður Jónsson! Úr hófi keyrir þó þegar spurt er: Hvaða þjóðhöfð- ingi var myrtur 31. október 1984? Svarið er nefnilega: Kjartan Jóhannsson! Þetta verður látið nægja um fjölskylduspilið vin- sæla, Trivial Pursuit, að sinni. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Svo seni fram hefur komið í fréttum hefur Ólafur Laufdal sagt upp öllu starfsfólki skemmtistaðar- ins Hollywood. Mun hann ætla að breyta innrétting- um staðarins og ráða nýtt ogfersktfólk. Margir munu undrandi á þessum breytingum sem um er rætt því ekki er betur vitað en skemmtistaðurinn sé fullur út úr dyrum flest kvöld vikunnar. Eftirtekj- an mun þó ekki í samræmi við aðsóknina. Staðreyndin mun nefnilega vera sú að það er að miklum hluta námsfólk sem sækir Hollywood. Sá þjóðflokkur hefur allajafna ekki mikil peningaráð og gerir því litið að þvi að kaupa áfenga drykki. Og auðvitað er engin von til þess að staður- inn beri sig almennilega á rúllugjaldinu einu saman því oft hefur gestum verið boðið upp á úrvals skemmtikrafta sem kosta sitt og vel það. Segja kunnugir að með breytingunum ætli Laufdal að stíla upp á „öðruvísi“ gesti, það er að segja gesti Verndararnir á Vellinum verða ærið oft kringlóttir í framan þegar þeir hafa samskipti við landann og eru til af því margar sögur. Alþekkt er þýlyndi það og sleikjuskapur sem margir íslendingar eru haldnir gagnvart öllu því sem út- lenskttelst. En það eru fleiri hliðar á málinu. Islendingar eru nefnilega fádæma duglegir við að gera sig skiljanlega á útlensku. Talandi dæmi er sagan um lögregluþjóninn sem kom að biluðum bíl af Vellinum á miðju Mikla- torgi. Reyndi hann allt hvað hann gat til að koma bílnum í lag á milli þess sem hann bablaði við Kanana sem stóðu eins og saltstólp- ar við ökutækið. Þó urðu þeir fyrst hlessa þegar lög- regluþjónninn gafst upp á að eiga við bilinn, fórnaði höndum og sagði: „Só sorrý, böt wí will hev tú ít ðis kar!“ Kaninn leikur stundum lausum hala í höfuðborg- inni. Sumir lögðu hátíðarnar í aðdrætti. Fékksér einn ogfóraf stað Ýmislegt gerðu menn sér til dundurs yfir hátíðarnar sem nú eru nýafstaðnar. Sumir lögðu kapp á að skemmta sér sem mest og best meðan aðrir iðkuðu aðdrætti. Sumir slógu þessu tvennu svo bara saman. Til að mynda fréttist af einum úti í Eyjum sem var önnum kafinn við að hlaða bíl sinn vörum úr bygginga- vörudeild Kaupfélags Vest- mannaeyja þegar að hon- um var komið. Við eftir- grennslan kom í ljós að maðurinn var í annarri ferð sinni og töluvert við skál. Nýjustu fréttir herma að ekki hafi reynst unnt að yfirheyra manninn þá þeg- ar. En því er væntanlega lokið nú þegar þetta er skrifað. ' Fjórir kaldir byssumenn tilbúnir til atlögu. er reddað snarlega eftir skemmtileg viðskipti þeirra félaga við lög- reglustjóra bæjarins. Fjórði félag- inn, Mel (Danny Glover), bætist í hópinn eftir að hafa komið þeim til hjálpar þegar í harðbakka slær. Saman ríða þeir félagar til Sil- verado. Þar ræður ríkjum landeig- andi einn sem á Emmett grátt að gjalda. Hefur hann ráðið til sín frægan byssubófa sem lögreglu- stjóra. Það verður því blóðbað mikið í lokin þegar sakirnar eru gerðar upp. Silverado er hin ágætasta afþrey- ing en lítið meira. Hraði er í mynd- inni og margt atriða sem eru virki- lega vel gerð. Eins og áður sagði er lítið vandað til kvenpersónanna ■ í handritinu. Sérstaklega geldur hin ágæta leikkona Rosanna Ar- quette þess. Á þeim fáu stöðum sem hún kemur við sögu er hún eins og illa gerður hlutur sem fær nokkrar setningar til að segja. Linda Hunt fær öllu bitastæðara hlutverk en á ósköp erfitt með að sannfæra sig eða áhorfendur um tilgang þess. Þeir fjórir, sem fara með hlutverk kúreka'-vestursins, þurfa lítið að hafa fynr sínum rull- um. Nóg er að vera fljótur á byss- una og segja nokkur vel valin orð á karlmannlegan hátt. Undantekn- ing er Kevin Costner, enda stendur hann nokkuð upp úr af leikurum í Silverado. * Silverado verður sjálfsagt ekki til að gefa vestranum nýtt blóð. í henni eru allt atriði sem óður hafa verið gerð. Lawrence Kasdan er hæfileikamikill kvikmyndagerðar- maður og á örugglega eftir að koma ; með eftirtektarverðari mynd síðar meir. Hilmar Karlsson. Ólafur Laufdal. Vill meira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.