Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Síða 32
FRETTASKOTIÐ
(bb) ■ (78) • (S)
Ritstjóm, auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022
Hafir þú ábendingu'
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Þýsk-íslenska hf.:
Sáusjálfir
umalla
endur-
skoðun
— löggiltur endurskoð-
andi ráöinn um áramótin
Frá stofnun Þýsk-íslenska hf. hefur
bókhald íyrirtækisins ekki verið
endurskoðað af löggiltum endur-
skoðanda. Allt bókhald, uppgjör og
skattframtöl hafa verið í höndum
;4fianna innan fyritækisins. Undan-
farin ár hefur Guðmundur Þórðar-
son, framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs félagsins og lögfræðingur,
annast endurskoðun.
Nú um áramótin var þessu hins
vegar breytt og sér nú Helgi Magn-
ússon endurskoðandi um alla endur-
skoðun á fjármálum félagsins.
Samkvæmt lögum um hlutafélög
má endurskoðandi ekki vera starfs-
maður, framkvæmdastjóri eða sitja í
stjórn viðkomandi fyrirtækis. Guð-
jnundur þórðarson, sem séð hefur um
^íessi mál Þýsk-íslenska, er hins
vegar bæði framkvæmdastjóri og á
sæti í stjórn félagsins.
Hlutafélagslögin gengu í gildi 1978
og fyrir þann tíma voru engin ákvæði
sem kváðu á um skipun endurskoð-
anda.
Þessa stundina stendur yfir viða-
mikil rannsókn á fjárreiðum Þýsk-
íslenska sem hófst í nóvember.
________________ APH
Allarrúður
brotnuðu
Skuttogarinn Engey RE 1 lenti í
hrakningum á Færeyjabanka sl.
Tíiugardag. Þá fékk togarinn á sig
brotsjó. Allar rúður i stýrishúsinu
brotnuðu og fylltist brúin af sjó.
Rafmagn fór af tækjum í stýrishúsi
sem skemmdust nokkuð.
Engey er nú í Norðursjó. Fyrir-
hugað er að hún selji afla sinn á
fimmtudaginn í Cuxhaven. -SOS
HEIMSKERFI TIL
HEIMANOTA
LOKI
Ætlar Denni að hafa
lögbrjót í ríkisstjórninni?
Halldór Ásgrímsson um hótanir f riðarsamtaka f Bandaríkjunum:
Engin áform um að
hætta hvalveiðum
Engin áform eru hjá stjórnvöld-
um um að endurskoða eða hætta
við hvalveiðar í rannsóknarskyni
þrátt fyrir hótanir friðunarsam-
taka í Bandaríkjunum um að beina
aðgerðum sínum gegn fisksölufyr-
irtækjunum í Bandarfkjunum.
„Við fórum út í þetta til að rann-
saka hvalastofnana við ísland og
gerðum samning við Hval hf. í því
skyni. Auðvitað getur verið að
þessi samningur verði endurskoð-
aður enda er gert ráð fyrir því að
hann verði endurskoðaður árlega,“
sagði Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra í viðtali við DV.
Hann benti á að hér væru tvenns
konar hagsmunir i húfi. íslending-
ar ættu hagsmuna að gæta i
Bandarikjunum. Hins vegar væru
einnig hagsmunir okkar í veði ef
við gætum ekki framkvæmt rann-
sóknir á auðlindum okkar innan
landhelginnar.
„ Þegar við samþykktum að
hætta hvalveiðum var samtímis
samþykkt í Alþjóðahvalveiðiráð-
inu að fram færi endurmat á hvala-
stofnum og settar yrðu reglur um
hvalveiðar í vísindaskyni. Starfs-
hópur, sem átti að kanna þetta
mál, hefur ekki enn komið saman.
Við höldum því fram að ekki sé
hægt að rannsaka hvalastofiiana
nema að veiða úr þeim. Við krefj-
umst þess einnig að staðið sé við
samþykktir hvalveiðiráðsins og
sjá einnig bis. 5
teljum áætlun okkar vera framlag
í því skyni,“ sagði Halldór.
Halldór benti á að nú í apríl ætti
að ræða innan hvalveiðiráðsins
hvemig endumiatið á stofnunum
færi fram. Hann benti á að þeir sem
hefðu verið harðastir á móti hval-
veiðum hefðu ekki sinnt þessari
samþykkt nægilega vel. Ef reglum
um endurmat á hvalastofnum yrði
breytt þá myndu Islendingar hlíta
þeim.
APH
Islandkeppir
í Qatar
íslenska landsliðiðið í knattspyrnu
heldur til arabaríkisins Qatar við
Persaflóa 24. janúar. Þar mun liðið
leika tvo landsleiki. Það er orðinn
árviss atburður að landsliðið leiki
gegn Arabaþjóðum. Áður hefur ís-
land leikið gegn Kuwait og Saudi
Arabíu.
Guðni Kjartansson mun stjórna
landsliðinu í þessari ferð. Hann mun
kalla menn til æfinga um næstu
helgi. 16 manna landsliðshópur fer
til Qatar. Blandaður hópur úr lands-
liðinu og 21 árs landsliðinu. -SOS
Sverrir
íútlöndum
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra er farinn af landi brott,
þó ekki alfarinn. Síðastliðinn sunnu-
dag hélt hann til Bretlands til að
kynna sér svokallaða opna háskóla
þar í landi. í Bretlandi mun hann
dvelja í viku.
Að því loknu, eða á sunnudag,
heldur hann til Kaupmannahafnar á
fund norrænna menntamálaráð-
herra. Sá fundur er 13. og 14. janúar.
Að því loknu kemur hann heim á ný.
-KÞ
Kópurinn kvartaði ekki undan atlætinu en horfði stóreygur á allt mannfólkið og undraðist allt
umstangið sem af ferðalagi hans hefur hlotist. DV-mynd PK
Selkópur skreið á annan kflómetra á land upp:
FEKK SVO FAR SUÐUR
) AÆTUJNARBILNUM
„Við heyrðum hljóð að utan sem
við könnuðumst ekki við. Síðan,
þegar farið var að aðgæta hvaðan
það kom, fundum við selkóp undir
fjósveggnum," sagði Narfi Krist-
jánsson, bóndi á Hoftúnum í Stað-
arsveit á Snæfellsnesi, sem fékk
þessa óvenjulegu heimsókn nú í
byrjun árs. Narfi taldi að kópurinn,
sem er af kyni útsela, væri um viku
gamall. Verður það að teljast vel
af sér vikið hjá þeim stutta að hefja
lífshlaup sitt á langferð á landi
uppi í kulda og trekki. Narfi sagði
að kópurinn hefði ekki farið
skemmri vegalengd en einn kíló-
metra frá sjónum heim að bæ. Á
þeirri leið varð hann að skríða á
freðinni jörðinni og gat ekki notað
sér skurði eða læki til að létta sér
förina.
Heimilisfólkið á Hoftúnum
reyndi fyrst að gefa kópnum mjólk
úr pela en hann sætti sig ekki við
þann' viðurgerning. Því varð það/
að ráði að bjóða Sædýrasafninu að
reyna að ala nýársgestinn. Kópur-
inn hélt því áfram ferð sinni í
mannabyggðum. Næsta áfangann
þurfti hann þó ekki að skríða því
nú fékk hann far með rútunni og
kom á áfangastað í Sædýrasafninu
á föstudaginn. Þar er kópurinn nú
í góðu yfirlæti og safnar holdum
eftir að hafa lagt nokkuð af á ára-
mótaferðalaginu. Enn hefur ekki
fundist nafn á kópinn og eru ábend-
ingar um það vel þegnar.
- GK