Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1986, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1986, Side 17
DV. LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 17 Það er mikið um að vera þessa dagana í Bergen. Undir- búningur fyrir Eurövision söngvakeppnina, sem haldin verður þar í maí, er kominn í fullan gang. Bein sjónvarpsútsending verður frá Grieghöllinni í Bergen 3. maí næstkomandi. Sú útsending mun ná til yfir 300 milljón áhorfenda í 21 landi. Útsendingartími verður tveir tímar og þrjú korter og kostnaðaráætlun hljóðar upp á 9,9 milljónir norskar krónur eða rúmar 55 milljónir íslen- skar krónur. Á milli 120 og 130 lista- menn munu koma til Bergen og taka þátt í útsendingunni auk hljómsveitarstjóra frá hverju landanna. Yfir fimm hundruð blaða- og frétta- menn munu verða í Bergen í maíbyrjun. Auk þeirra lista- manna sem koma til Bergen verða tæplega 300 norskir starfsmenn í kringum úsend- inguna og aðra viðburði vegna Eurovision-keppninn- ar. Þjóðhátíð í viku Norðmenn ætla að gera veglega vikuhátíð úr þessum viðburði. Viku fyrir söngva- keppnina, laugardaginn 26. apríl upphefst gleðin. Það verða tónleikar, dansleikir eða eins og þeir segja sjálfir „17. maí í heila viku". Sérstök áróðursnefnd hefur lagt á ráðin og hefur Bergen Bank lagt fram tvær milljónir nor- skra króna til framkvæmda. Önnur milljónin fer í að breyta og endurbæta Grieg- höllina fyrir útsendinguna en þar þarf að koma fyrir aukatól- um og tækjum tæknimanna. Hvað sem öllum kostnaði líður eru Bergenarbúar ákveðnir í að um mánaðamót- in apríl maí renni upp skemmtilegur tími sem Norð- menn muni horfa til eftir nokkur ár og segja: „Manstu dagana forðum í Bergen?" Kynnir á Eurovision-keppn- inni 3. maí verður söngkonan Ase Kleveland sem er geysi- lega vinsæl í Noregi. Hún hefur sjálf verið þátttakandi í Eurovision-keppninni. ÞG Ase Kleveland er vinsæl söng- kona í Noregi, hún verður kynnir i Eurovision-keppninni. Grieghöllin í Bergen varð fyrir valinu fyrir Eurovision söngvakeppnina i maí. Það verður sjónvarpað ti! þrjú hundruð milljón áhorfenda í tæpar þrjár klukkustundir laugardaginn 3. mai nk. Kontidagurinn ____________ Túlípanar taka öðrum blómum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.