Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Side 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Ríkisstjómin féllst á hugmyndir ASÍ og vinnuveitenda: Hallanum mætt með innlendum lántökum - ekki fallist á niðurskurð vegaframkvæmda, aukinn eignaskatt né launaskatt á banka Ríkisstjómin féllst á að hrinda í fram- kvæmd öllum þeim aðgerðum sem aðilar vinnumarkaðarins höfðu lagt til grundvallar kjarasamningi sínum. Þeim var skýrt frá þessu á fundi með fjármálaráðherra og forsætisráðherra í gær. Um klukkan 17.30 var síðan kjarasamningur ASÍ og vinnuveitenda endanlega undirritaður. í svari ríkisstjómarinnar kemur fram að hún sé reiðubúin til að beita sér fyrir öllum þeim aðgerðúm sem aðilar vinnumarkaðarins beindu til hennar. Þær hafa í fór með sér tekju- niðri hefur ekki endanlega verið ákveðið. Hallanum mætt með innlendum lántökum Lífeyrissjóðimir munu lána ríkis- sjóði 625 milljónir króna til að mæta þessum halla ríkissjóðs eins og gert hafði verið ráð fyrir í kjarasamning- unum. Afganginum verður náð með öðrum lántökum innanlands. Þær munu fyrst og fremst koma frá banka- kerfinu. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og herra, að lokinni samningagerðinni. Steingrímur Hermannsson forsætisráð- DV-myndGVA halla. Hins vegar var ákveðið að tekn- ar yrðu 500 milljónir króna úr Fram- kvæmdasjóði til að lækka erlendar skuldir umfram það sem gert var ráð fyrir í lánsfjárlögum. Þessar auknu lántökur hjá bönkum munu leiða til þess að bankakerfið verður ekki eins vel í stakk búið til að lána fé til annarra aðila. En ríkis- stjómin segir að það verði að sætta sig við það ef þetta eigi að takast eða eins og forsætisráðherrann sagði á blaðamannafundi: „Það fylgir böggull skammrifi." Vextir lækkaðir um þriðjung Gengi krónunnar verður haldið sem stöðugustu og vextir á óverðtryggðum lánum verða lækkaðir þegar í stað um þriðjung. Þannig lækka t.d. vextir á almennum skuldabréfúm úr 32% í 20%. Síðan munu vextir fara lækkandi í kjölfar lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn hafði lagt til að vextir á verðtryggðum lánum yrðu hækkaðir úr 5% í 6%. Það kom fram á blaða- mannafundi í gær að ríkisstjómin hefði lagst gegn þessari hækkun og vextir yrðu því ekki hækkaðir af þess- um lánum. Vill hugsa sig um í húsnæðis- málum Ríkisstjómin fellst í grundvallarat- riðum á hugmyndir samningamanna um húsnæðismál. Hún vill þó kanna nánar útgjöld ríkisins í þessu sam- bandi eins og niðurgreiðslu vaxta og skattafrádrátt. Þá fellst hún á að beina því til banka og sparisjóða að þeir lengi lánstíma lána húsbyggjenda. Áhætta „Ljóst er að með þessum aðgerðum tekur ríkissjóður nokkra áhættu og axlar fiárhagsbyrðar sem ekki er til lengdar unnt að bera nema dregið verði úr útgjöldum eða tekjur aukn- ar,“ segir í svari ríkisstjómarinnar. Þá er þeim tilmælum beint til fyrir- tækja og annarra að þeir leggi sitt af mörkum til að hægt verði að halda verðlaginu niðri. -APH UmræðuráAlþingi: „Samningur sem markar þáttaskil‘‘ - segir fjármálaráðherra tap og útgjaldaauka sem gæti numið allt að 1.450 milljónum króna það sem eftir er af árinu. Ríkisstjómin hefur ákveðið að 640 milljónir fari í að fella niður verðjöfnunargjald af raforku og launaskatt í fiskiðnaði og iðnaði, 590 milljónir til að lækka tolla á ýmsum hátollavörum, s.s. heimilistækjum og bifreiðum. Þá hefur verið ákveðið að verja 220 milljónum til að niðurgreiða verð á búvörum og beita öðmm ráð- stöfunum til að koma í veg fyrir hækkun búvara umfram launahækk- anir. Þá er ákveðið að búvörur muni ekki hækka 1. mars eins og gert var ráð fyrir. Hvaða öðrum aðferðum verður beitt til að halda verði búvara Það vekur athygli að ekki er fallist á þær hugmyndir sem samningamenn höfðu viðrað; aukið álag á eignaskatt, launaskatt á banka og niðurskurð á vegaframkvæmdum. Um þessar leiðir varð ekki samkomulag innan ríkis- stjómarinnar. Framsóknarmenn vildu að lagður yrði á aukinn eignaskattur en sjálfstæðismenn ekki. Endanlegt samkomulag varð um að greiða allan hallann með innlendum lánum eins og fyrr segir. Samt er svo að skilja að seinna þurfi að grípa til niðurskurðar og einhverrar hækkunar tekna ríkis- sjóðs. Þá er fullt samkomulag um að taka engin erlend lán til að mæta þessum Síminn sem aldrei S Síminn er Síminnsemaia^- Síminn er Hafir þú ábendmgu eöa vitneskju urn frétt hrmgdu þá í sima 68—78—58. Fyrir hvert fréttaskot. sem birtist iDV, gieióast 1.000 kr og 3.000 krónur fyr.ir besta frettaskotið 1 hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt Vió tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. „Það eru umtalsverð tíðindi þegar skrifað er undir kjarasamning sem lækkar verðbólguna niður í 8% og að ríkisstjómin hefur fallist á að breyta stefnu sinni í fjármálum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, Alþýðuflokki, sem hóf umræðuna um kjarasamning- ana er fram fór á Alþingi síðdegis í gær. Jón Baldvin sagði sinn flokk vilja gera allt til að tryggja þessum samn- ingum brautargengi; þetta væri eins konar lífskjarasáttmáli sem hans flokkur hefði áður boðað. Hins vegar væm þijú atriði sem gætu sett þennan samning úr skorð- um. Það væri í fyrsta lagi hallarekstur ríkissjóðs, í öðm lagi ef hallanum yrði mætt með lántökum og svo að fast gengi gæti gengið hart að sjávarútveg- inum. Hann sagði að nauðsynlegt væri að lækka þjóðarútgjöldin og leggja skatta á þá forréttindahópa sem slyppu við alla skattheimtu. Hann spurði því hvort ekki væri ætlunin að leggja á eignaskatt og launaskatta á banka. Hann hvatti ríkisstjórnina til að jafna út greiðslubyrðar skattborga- ranna og að þeir efnalitlu þyrftu ekki eingöngu að færa fórnir. „Tek undir hækkun skatta“ Forsætisráðherra sagði að það sem nú hefði gerst hefði alla tíð verið á stefhuskrá ríkisstjórnarinnar. Hún hefði boðið þátttöku í samningunum haustið 1984. Henni var hafhað og í kjölfarið fylgdi kollsteypa. Hann sagði að nauðsynlegt væri að endurskoða tekjur ríkissjóðs. Hann gæti tekið undir orð Jóns Baldvins um hækkun skatta. Ekki yrði þó úr því að svo stöddu. Hann benti einnig á að allur efna- hagsbatinn væri notaður til að auka kaupmátt launa en ekki til að greiða niður erlendar skuldir, sem hefði að sjálfsögðu komið sér vel fyrir ríkissjóð. Þáttaskil Fjármálaráðherra sagði að það væri réttlætanlegt að ríkisstjómin tæki þessa áhættu núna. Hún hefði lengi viljað gera samninga af þessu tagi í stað þeirra samninga sem gerðir hefðu verið í andstöðu við hana. Hins vegar væri ljóst að ekki væm öll efnahags- mál leyst enn. Það yrði áfram nauð- synlegt að færa fómir til að rétta halla ríkissjóðs. „Ég lít svo á að þessi samningur marki þáttaskil og ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar séu allmikil nýlunda. Við erum að troða nýjar slóðir og ég vona að þessi tilraun leiði til góðs. Það hefur orðið þjóðarsátt um að styrkja kaupmátt og koma verðbólg- unni niður,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Hann sagði að ekki væri rétt að taka þann halla sem myndaðist við þessa samninga með aukinni skattheimtu. Og ekki væri rétt að leggja á eigna- skatt eða launaskatt á banka. Mikil niðurlæging Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, sagði að þótt ráðherramir reyndu að bera sig mannalega núna hefði engin ríkisstjóm orðið fyrir annarri eins niðurlægingu. Alþýðusambandið og vinnuveitendur hafa lýst vantrausti á hana og ákveðið sjálfir efnahagsað- gerðir sem ríkisstjómin verður að hlýða. Henni væri skipað fyrir verkum á öllum sviðum. Hann taldi aðgerðir í húsnæðismál- um og lífeyrismálum vera jákvæðar. Hann hefði samt viljað sjá meiri hækkun kaupmáttar. Þetta væri að- eins skref í áttina. Næsta skref væri að fella þessa ríkisstjórn. Það yrði að fylgjast vel með henni á næstunni og sjá til þess að hún kæmist ekki upp með svik og pretti. Hann lauk síðan tali sínu með því að kalla þennan kjarasamning „sögulegt vantraust .stéttannaáíslandi‘L. ....... Duglaus ríkisstjórn Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Kvennalista, sagði að þessir samning- ar undirstrikuðu dáðleysi og dugleysi ríkisstjómarinnar. Hún spurði hvers vegna ekki væri fyrir löngu búið að koma með þessar tillögur. Það væri ekki fyrr en einn sólbjartan dag að hendi væri veifað og öll spilaborg ríkisstjómarinnar hryndi. Uppi í Garðastræti væm teknar ákvarðanir sem ríkisstjómin samþykkti umyrða- laust. Allt væri unnið fyrir gýg sem þingmenn hefðu samviskulega unnið að í vetur. Þetta væri skrýtin fram- koma við þingmenn. Og Sigríður Dúna spurði hver stjómaði eiginlega efha- hagsmálunum. Samningur um ekki neitt Stefán Benediktsson, Bandalagi jafn- aðarmanna, sagði að þetta væri samn- ingur um ekki neitt. Hann væri sam- þykki á kjaraskerðingarstefnu ríkis- stjómarinnar. Fólk yrði að vinna tvöfaldan vinnudag þrátt fyrir þessar launahækkanir sem gert væri ráð fyrir. Þær gerðu ekki mikið í launaum- slag þeirra sem hefðu meðallaun. Hér myndi því ríkja láglaunastefha áfram. Engar kröfur væm gerðar til fyrir- tækja um að bæta laun launþega en haldið væri áfram að láta þá borga brúsann. Hann sagði að sá atvinnurekandi, sem ekki gæti greitt 35 þúsund í mánaðarlaun, ætti engan rétt á sér. Með þessum samningum væri verið að dekra við lélega atvinnurekendur. Kristín S. Kvaran, utan flokka, sagði að efhahagsbatinn hefði átt að koma betur til góða fyrir launafólk. Eftir þessa samninga kæmust þeir lægst launuðu ekki upp í 25 þúsund króna mánaðarlaun. Það væri þó sú upphæð sem sumir hefðu eytt á einum degi í utanlandsferðum og átti þá við utan- landsferðir forsætisráðherra. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.