Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Qupperneq 5
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986.
5
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
Ferðamálaráð sér lítið af lögbundnu gjaldi af Fríhöfninni:
Peningarnir stöðvast
í fjármálaráðuneytinu
Er nema von að almenningur hafi
lítið álit á stjómmálamönnum þegar
þeir samþykkja lög sem þeir síðan
hunsa frá fyrsta gildisdegi?
Þann 1. október síðastliðinn tóku
gildi lög um skipan ferðamála. Al-
þingi samþykkti þessi lög í fyrravor.
18. grein laganna segir:
„Fríhöfnin í Keflavík skal greiða
til Ferðamálaráðs gjald er nemur
10% af árlegri vörusölu. Fríhöfnin
skal greiða gjald þetta beint til
Ferðamálaráðs af sölu hvers mánað-
ar og fellur það í gjalddaga eigi siðar
I
Tólf manns bjóða sig fram í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi á
morgun, laugardag. Kosið verður i
Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1.
Kjörfundur stendur f'rá klukkan 10
til klukkan 21. Þátttökurétt hafa
kjósendur, 18 ára og eldri, sem ýmist
eru flokksbundnir, ganga í eitthvert
sjálfstæðisfélaganna eða undimta
stuðningsyfirlýsingu við flokkinn,
vegna bæjarstjórnarkosninganna.
Þau sem bjóða sig fram eru: Amór
L. Pálsson, Hlaðbrekku 2, Ásthildur
Pétursdóttir, Fífuhvammsvegi 39,
Bima Friðriksdóttir, Víðihvammi
22, Bragi Michaelsson, Birkigrund
46, Grétar Norðfjörð, Skólagerði 59,
Guðmundur M. Thorarensen, KjatT-
hólma 14, Guðni Stefánsson,
Hrauntungu 79, Haraldur Kristj-
ánsson, Hamraborg 32, Jóhanna
l’horsteinsson, Daltúni 4, Kristinn
Kristinsson, Reynihvammi 22, Ric-
hard Björgvinsson, Grænatúni 16 og
Stefán H. Stefánsson, Lundarbrekku
6.
f bæjarstjórn Kópavogs eru 11
bæjarfulltrúar. Sj álfstæöisflokk ur-
inn hefúr fimm, en Alþýðubandalag,
Alþýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur tvo hver. Þeir þrír mynda
meirihluta bæjarstjórnar. Allir nú-
verandi bæjarfulltrúar sjálfstæðis-
manna bjóða sig fram í prófkjörinu,
þau Richard, Bragi. Ásthildur,
GuðniogAmór. HERB
Alþýðubandalagið:
FoivaláAkureyri
Hjá Alþýðubandalaginu á Akureyri
stendur yfir forval vegna bæjar-
stjórnarframboðs i vor. Valið fer
ffarn í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu
18. í dag verður opið klukkan 17-19,
en forvalinu lýkur á rnorgun klukk-
an 14-18. Þátttökurétt hafa félagar í
Alþýðubandalaginu i bænurn.
1 bæjarstjóm Akureyrar sitja 11
fulltrúar. Þar af á Alþýðubandalagið
einn frá í kosningimum fyrir fjórum
ámm. Upphaflega var í því sæti
Helgi Guðmundsson, en við brott-
flutning hans tók sætið Sigríður
Stefánsdóttir.
HERB
Aiþýðubandalagið á Selfossi:
Frá Regínu Thorarensen. fréttarit-
ara DV á Selfossi:
Gengið hefur verið frá skipan
manna á framboðslista Álþýðu-
bandalagsfélags Selfoss og nágrenn-
is til bæjarstjómarkosninga í vor.
Listinn var samþykktur samhljóða á
félagsfundi í vikunni. f níu efstu
sætum hans em: Þorvarður Hjalta-
son kennari, Kolbrún Guðnadóttir
kennari, Sigurlaug Ólafsdóttir, for-
maður Verslunarmannafélags Ár-
nessýslu, Bryndís Sigurðaidóttir
húsmóðir, Ottó Valur Ólafsson nemi,
Þorbjörg Þorkelsdóttir sjúkraliði.
Hreggviður Daviðsson húsasmiður,
Gyða Sveinbjömsdóttir sjúkraliði og
Gunnar Jónsson bflstjóri.
en 15 dögum eftir lok mánaðarins."
Svipað ákvæði var einnig í gömlu
lögunum en stjómmálamennirnir
fóm aldrei eftir því.
„Við fáum ekki þessa peninga.
Peningamir stöðvast í fjármála-
ráðuneytinu," sagði Kjartan Láms-
son. formaður Ferðamálaráðs.
„Þetta hefði átt að skammta í ár
35-40 milljónir króna. Við reiknuð-
um með allt að 50 milljóna króna
fjárveitingu til ferðamála. Niður-
staðan varð í kringum 18 milljónir
króna,“ sagði Kjartan.
Þessar 18 milljónir króna eru í
raun helmingi lægri upphæð en ríkið
veitti til ferðamála árið áður. Þá var
veitt um 27 milljónum króna, sem
framreiknað jafngildir um 35 millj-
ónum króna í ár.
„Þessar 18 milljónir em aðeins 12
til 14 prósent af áætluðum tekjum
ríkissjóðs af brottfararskattinum,"
sagði Kjartan Lárusson.
Niðurskurðurinn veldur því að
dregið verður úr kynningu og sölu-
starfsemi erlendis á vegum Ferða-
málaráðs. Mest kemur hann þó nið-
ur á verkefhum innanlands. Nánast
engu verður varið til að bæta að-
stöðu ferðamanna hérlendis, svo sem
tjaldstæði, salemi eða göngustiga.
-KMU
Fjármálaráðherra tekur við mótmælum Flugleiðastarfsmanna.
DV-mynd KAE.
759 motmæla
200 prósentum
„Fækkun erlendra flugfarþega hing-
að til lands stefnir atvinnuöryggi
okkar í hættu og því mótmælum við,“
sagði Margrét Hauksdóttir sem á sæti
í stjóm Starfsmannafélags Flugleiða.
Margrét gekk á fund Þorsteins Páls-
sonar fjármálaráðherra í gær ásamt
Helga Thorvaldssyni, formanni
Starfsmannafélagsins, og afhenti hon-
um undirskriftir 759 starfsmanna
Flugleiða þar sem hækkun á flugyall-
ai-skatti er mótmælt.
„Þorsteinn tók okkur vingjamlega
en ekki á ég von á að hann skipti um
skoðun,“ sagði Margrét. „Ef ráða-
menn halda að 200 prósent hækkun á
þessu gjaldi færi þeim tekjur í þjóðar-
búið þá fara þeir villir vegar. Hætt er
við að erlendum ferðamönnum fækki
vegna þessa og þar af leiðandi tekjum
sem fslendingar hafa af ferðamönn-
um.“
Flugvallarskatturinn hækkar 1.
mars úr 250 krónum í 750 krónur. -EIR
Konur undirbúa framboð víða um landið
Mikill hugur er nú meðal kvenna mn
að bjóða fram í komandi bæjar- og
sveitarstjómarkosningum. Þegar hef-
ur verið tekin ákvörðun mn framboð
í Reykjavík og á Selfossi í nafni
Kvennalistans. Konur á Akureyri, í
Hafnarfirði, Kópavogi, á Blöndósi,
Akranesi og í Borgarnesi eru einnig
að hugleiða framboð.
• Konur í Reykjavík hafa nú skipað
uppstillingarnefnd. Öskað verður eftir
uppástungum frá konum um fulltrúa
á lista. Það kemur síðan í hlut uppstill-
ingamefndar að raða endanlega nöfn-
um niður á þennan lista. -APH
M M
PR0FKJ0R SJALFSTÆÐISFLOKKSINSIK0PAV0GI
STEFÁN í 6. SÆTI
Hann hefur verið varabæjarfulltrúi sl. fjögur ár og hefur áhuga á að fylgja eftir þeim málefnum,
sem hann hefur unnið að, m.a. æskulýðs- og íþróttamálum
og að byggja uppfrekari atvinnutækifæri í Kópavogi.
Prófkjörið fer fram í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1,
laugardaginn 1. mars kl. 10-21.
Stefén H. Stefánsson
torstöðumaður