Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Síða 7
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986. 7 Atvinnumál Atvinnumál Ellefu beðið um leyfi fýrirdisk -flestarumsóknir ófullnægjandi Ellefu einstaklingar hafa sótt um leyfi til sanigönguráðherra til að setja upp skerma til móttöku sjónvarpsefnis frá gervihnöttum, samkvæmt upplýs- ingum sem DV fékk frá Halldóri S. Kristjánssyni, skrifstofustjóra í sam- gönguráðuneytinu. Umsækjendur eru fjórir í Reykjavík, tveir í Garðabæ, tveir á Húsavík og einn á Ólafsfirði, Selfossi og í Þorláks- höfh. Enginn hefur enn fengið leyfi. Að sögn Halldórs S. Kristjánssonar eru flestar umsóknimar ófullnægjandi sökum þess að skilyrði 2. greinar reglugerðar um starfrækslu jarð- stöðva fyrir móttöku sjónvarpsefnis um fjarskiptatungl eru ekki uppfyllt. I þessari grein segir: „Starfræksluleyfi skulu bundin því Sigurður Þorkelsson í Garðabæ var meðal fyrstu einstaklinga hérlendis til að veiða inn til sín geisla erlendra sjónvarpsstöðva. DV-mynd: KAE. skilyrði að umsækjandi hafi aflað sér Hafldór sagði að umsækjendur væru heimildar rétthafa hinnar tilteknu nú að afla sér heimilda frá si mvarps- sjónvarpsrásar um afnot hennar." rásunum. -KMU _____ Auðbrekku 32, DANSKA “"t-f SMURBRAUÐIÐ Hjá okkur fáið þið ekta danskt smurbrauð, einnig kaff ísníttur og kokkteilsnittur. Uppl. og pantanir í sima 45633. Opiðfrá kl. 10-20 alladaga. ATH. Sendum heim ef óskað er. Styrkir til náms á Ítalíu itölsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa íslend- ingum til náms á Ítalíu á háskólaárinu 1986-87. Styrk- irnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eða rann- sókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða náms við listaháskóla. Styrkfjárhæðin nemur 600.000 lírum á mánuði. Umsóknum, ásamt tilskildum fylgiskjölum, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 21. mars nk. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. 24. febrúar 1986. Menntamálaráðuneytið. Kennslukonurnar skoða heimilisfræðistofu í Grundaskóla á Akranesi, Norrænar kennslu- konur á Skaganum Frá Haraldi Bjarnasyni á Akra- af Norðurlöndunum komu í heimsókn nesi: hingað til Akraness á fimmtudaginn. Um 50 kennslukonur annars staðar Kennslukonumar eru hér á landi í 40 hugvits- fræðslu- og kynnisferð og eftir að hafa dvalist í Reykjavík um tíma brugðu þær sér með Akraborginni hingað á Skagann. Konurnar kynntu sér skólahald á Akranesi og skoðuðu sig um í bænum og héldu svo til Reykjavíkur aftur eftir daglanga dvöl á Skaga. w TILKYNNING UM AÐSTÖÐUGJALD í REYKJAVÍK Ákveðið er að innheimta í Reykjavík aðstöðu- gjald á árinu 1986 samkvæmt heimild í V. kafla laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81 /1962 um aðstöðugjald. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjald- stigi eins og hér segir: A) 0,33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla B) 0,65% af rekstri verslunarskipa og fiskiðnaði C) 1,00% af hvers konar iðnaði öðrum D) 1,30% af öðrum atvinnurekstri Prentun og útgáfa dagblaða skal þó vera undan- þegin aðstöðugjaldi. Aðstöðugjaldsskyldir aðilar skulu skila skattstjóra sérstakri greinargerð um aðstöðugjaldsskyldan rekstr- arkostnað í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Greinargerð þessari skal skila með skattframtali fram- talsskyldra aðila samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignaskatt, en þeir, sem undanþegnir eru þeirri fram- talsskyldu, skulu fyrir 31. maí nk. skila greinargerð þessari ásamt ársreikningi til skattstjóra í því umdæmi þarsem þeireiga lögheimili. Reykjavík 25. febrúar 1986. Skattstjórinn í Reykjavík w menn með hugmyndir Hugmyndastefnan 86 mun verða hald- in næsta haust í tengslum við sýning- una Heimilið 86. Iðnaðarráðuneytið auglýsti eftir hugmyndum á slíka hugmyndastefnusýningu og rann skilafrestur út fyrir skömmu. Um 40 umsóknir bárust frá hugvitsmönnum sem margir höfðu fleiri en eina hug- mynd. Verður því ekki hikað við að halda sýninguna. Fyrirhugað er að sýna á hugmynda- stefiiunni uppfinningar og hugmyndir í tengslum við iðnað sem tilbúnar eru til markaðsfærslu af hálfu höfunda. Þannig verður framleiðsluhugmynd- um miðlað til þeirra sem hafa hug á að fjármagna nýjungar í iðnaði. Á sýningunni verða jafnframt hinir ýmsu aðilar og samtök sem tengjast nýsköpun í atvinnulífi sem veita upp- lýsingar um fyrirgreiðslu og þjónustu þá sem þeir veita. I tenglsum við sýninguna verður væntanlega haldin námstefna í fyrir- lestrarformi um vöruþróun, einkaleyfi, uppfinningar, frumgerðasmíði, mat á hugmyndum o.fl. sem tengist nýsköp- un. Dr. Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Iðntæknistofnunar, mun sjá um fram- kvæmdastjóm hugmyndastefriunnar. -KB KOPAVOGSBUtt Símar: 43300 42837 ARNÓR L. PÁLSSON, bæjarfulltrúi hefur unnið ötullega að málefnum sjálfstæðismanna og bæjarbúa allra, undanfarin ár. Kjósum ARNÓR L. PÁLSSON í eitt af efstu sætum lista flokksins í prófkjörinu laugardaginn 1. mars. Styrkjum stöðu Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Stuðningsmenn ARNÓRS L. PÁLSSONAR Ath: Nafn ARNÓRS er neðst á prófkjörslistanum vegna reglna flokksins um hlutkesti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.