Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Side 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON ogOSKAR MAGNUSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKU R H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Arfur kúgarans
Kúgarinn Ferdinand Marcos réði Filippseyjum í tvo
áratugi. Þótt hann hafi misst völdin og flúið land, er
nýjum valdhöfum mikill vandi á höndum eins og fréttir
bera með sér síðustu daga.
Stjórn Marcos var með eindæmum ill. Hann skilur
eftir sig þjóð í örbirgð. Mikill hluti landsmanna er
örsnauðir leiguliðar, á valdi landeigenda. Tuttugu af
hundraði vinnufærra manna eru atvinnulausir. Auk
þess er dulið atvinnuleysi mikið. Líklega hefur helming-
ur manna ekki næga atvinnu. Marcos lofaði umbótum
í fyrstu en sneri fljótt baki við hinum snauðu. Hann
snerist einnig gegn miðstéttinni eftir setningu herlaga
1972. Marcos hefur stuðzt við herinn. 1 baráttu við
andstöðuna hefur einskis verið svifizt. Andstæðingar
hafa verið myrtir að undirlagi Marcos. Fjöldi hefur
verið fangelsaður. Kommúnistar halda uppi vopnaðri
baráttu gegn stjórnvöldum. Líklega hafa þeir tuttugu
þúsund manns undir vopnum. Marcos svaraði með
útrýmingu heilla þorpa, þar sem íbúar lágu undir grun.
Afleiðingin varð enn meira hatur á forsetanum fyrrver-
andi. í fangelsum hafa andstöðumenn, stjórnmálamenn
og verkalýðsforingjar sætt pyntingum. Niðurstaðan er,
að fagna ber því sannarlega, að Marcos er flúinn og
aðrir hafa tekið við. Að minnsta kosti verður að leyfa
þeim að reyna, þótt vandinn sé svo mikill, að alls óvíst
sé um, hvernig fer. Stjórnin verður aldrei verri en var
í tíð Marcos.
Alræmdasta fólskuverk stjórnar Marcos var morðið
á stjórnarandstæðingnum Benigno Aquino 1983, eigin-
manni núverandi forseta, Corazon Aquino. Hann hafði
verið landflótta en verið heitið griðum, kæmi hann
heim. Hann var myrtur við komuna, á flugvellinum,
vafalaust að undirlagi Marcos og manna hans.
Marcos og fjölskylda hans söfnuðu miklum auði,
meðan landsmenn þjáðust í fátækt. Marcos færði sér
þar í nyt efnahagsaðstoð frá Bandaríkjunum. Vafalaust
á fjölskyldan miklar eignir í Bandaríkjunum, sem hún
nú getur ey tt.
Marcos falsaði úrslit síðustu forsetakosninga. Um
það er engum blöðum að fletta. Til vitnis eru til dæmis
bandarískir þingmenn, sem fylgdust með kosningunum.
Þegar til kom, treysti Marcos sér ekki, það sem hann
hafi ætlað, að beita hernum til að þagga niður í almenn-
ingi. Kaþólska kirkjan gekk gegn honum. Jafnvel
Reagan Bandaríkjaforseti, sem hafði í lengstu lög verið
vinveittur Marcos, fór að tala um fölsun kosningaúr-
slita, þótt Reagan reyndi um skeið að láta svo sem þar
hefðu báðir frambjóðendur verið sekir. Þegar gamlir
bandamenn Marcos hófu uppreisn gegn honum og
múgurinn varði stöðvar þeirra, gáfust þeir upp, Reagan
og Marcos. Reagan verður að halda vinfengi við vald-
hafa á Filippseyjum vegna hernaðarlegs mikilvægis
eyjanna, svo sem bandarískra herstöðva í þessari fyrrum
nýlendu Bandaríkjanna. Reagan kaus því að veðja á
Aquino, sem varð forseti.
Það er andstæðingum kommúnismans mikilvægt, að
Filippseyjar verði þeirra megin. Cory Aquino í'ær erfið
verkefni. Til að ná völdum gerði hún bandalag við
nokkra fyrrum valdsmenn í stjórn Marcos. En hún
verður að sinna hinum fátæku. Þar er neyðin mest. Hún
verður að bæta efnahagsástandið, þar sem skuldir
Filippseyja eru gífurlegar. Við bíðum og sjáum.
Haukur Helgason.
„Vídeóleigurnar fylltu það tómarúm sem skapaðist við einokun ríkissjónvarpsins og þá einhæfni sem
einkennt hefur þetta svið.“
Á öldum
Ijósvakans
Þingmenn, ekki síst Ragnhildur
Helgadóttir, Halldór Blöndal og
Friðrik Sophusson, eiga heiður
skilið fyrir að hafa komið útvarps-
lagafrumvarpinu í gegnum Alþingi.
Frumvarp þetta er að ýmsu leyti
skynsamlega samið, enda áttu
margir þingmenn hlut að máli áður
en það var komið í endanlega
mynd.
Lögin rufu endanlega einokun
Ríkisútvarpsins á öldum ljósvak-
ans. Sjónvarp á íslandi er þar með
orðið samkeppnisgrein og var tími
til kominn.
Einkastöðvarnar, sem munu rísa
hér upp, lenda ekki aðeins í sam-
keppni innbyrðis heldur og við
ríkissjónvarpið, vídeóleigurnar og
diskana.
Diskarnir
Um tíma leit út fyrir að jarð-
stöðvar í eigu einstaklinga mundu
fylla tómarúmið, en svo verður
ekki. Kvikmyndarásin hverfur af
skjánum í sumar, Music Box um
áramót.
Þar með hverfa báðar enskumæl-
andi stöðvarnar út af diskunum.
Engu að síður verður margt for-
vitnilegt eftir á skjánum, einkum
frá meginlandinu.
Annar galli við diskana er hins'
vegar sá að fyrir aðra en þá sem
búa í fjölbýlishúsum og hina sem
eiga ótakmarkað fjármagn er þessi
leið of dýr.
Ríkissjónvarpið
Fáar ríkisstofnanir eru orðnar
eins þurfandi fyrir samkeppni og
ríkissjönvarpið.
Þessi stofnun hefur að mörgu
leyti náð merkilegum árangri þeg-
ar hafður er í huga sá þröngi stakk-
ur sem henni hefur verið skorinn
frá upphafi.
Best hefur henni tekist með frétt-
ir, ýmiss konar frétta- og umræðu-
þætti, að ógleymdum mörgum frá-
bærum viðtalsþáttum við einstakl-
inga um allt land.
Vandamál sjónvarpsins hafa
einkum verið tviþætt. Hrapallegast
hefur gengið að uppfræða almenn-
ing og má segja að sá þáttur hafi
mistekist að mestu.
Þá hefur framieiðsla á íslensku
hákúltúrefni, þ.á m. sjónvarps-
kvikmyndum af . einhverjum
ástæðum - að mestu farið fyrir ofan
garð og neðan.
Þetta kann að þykja harður
dómur, en á hitt ber þó að líta að
menningarstefna ríkisins hefur
ávallt verið óljós og fyrirtækið í
fjársvelti.
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
DÓSENT
FRJÁLSLYNDI
ÍFRAMKVÆMD
Vonandi verður þessi vaxtar-
broddur íslensks kvikmyndaiðnað-
ar hafinn til vegs og virðingar.
Ættu frjálslyndir stjórnmálamenn
að sameinast um það verkefni.
Vídeóleigurnar
Vídeóleigurnar fylltu það tóma-
rúm sem skapaðist við einokun
ríkissjónvarpsins og þé einhæfni
sem einkennt hefur þetta svið.
Reynslan erlendis sýnir að vídeó-
leigurnar veita sjónvarpstöðvum
verulega samkeppni og að sú sam-
keppni erbáðum aðilum til góðs.
Vídeóleigurnar munu, þegar tím-
ar líða, finna sér þann sess sem
þeim ber og án efa verða þær snar
þáttur í þjóðlífi okkar um langan
aldur.
Einkastöðvar
Aðeins tíminn mun leiðá í ljós
hvers virði einkastöðvar á íslandi
munu reynast í að framleiða ís-
lensktefni.
Ljóst er að í upphafi munu ein-
ungis þær sem byggja að mestu
leyti á aðkeyptu erlendu efni lifa
af nema þær eigi ótakmarkaðan
aðgang að fjármagni.
En það sem mun ráða úrslitum
um framtíð þessara stöðva verður
jafnframt hversu fljótt þeim tekst
að hefja framleiðslu á vönduðu
íslensku efni.
Þetta er auðvitað þverstæða, en
staðreyndin er sú að til lengdar
verða Islendingar sem aðrir þreytt-
ir á eintómri erlendri afþreyingu.
Samkeppni
Mestu skiptir að sjónvarp á Is-
landi er nú samkeppnisiðnaður þar
sem ríkið, einkastöðvar og gervi-
hnattastöðvar (og vídeóleigur)
keppa innbyrðis.
Sú hugmynd að hægt yrði að
hleypa hingað inn erlendu efni
ótextuðu í stórum stíl var auðvitað
aldrei annað en hugarburður
draumóramanna.
Staðreyndin er nefnilega sú að
þegar kemur röðin að sjónvarpi
vilja íslendingar aðeins fyrsta
flokks efni. Og það skal að sjálf-
sögðu vera textað.
Samkeppnin mun hins vegar
auka fjölbreytnma til muna og
, stuðlar auk þess að tollalækkunum
og öðrum ívilnunum sem sam-
keppnisgreinar njóta.
Byitingin heldur áfram
Til þess að tryggja að sjónvarps-
byltingin komi þjóðinni að sem
mestu gagni skipta afskipti hins
opinbera sköpum.
í fyrsta lagi er afar mikilvægt að
Póstur og sími gefi hinum nýju
stöðvum nokkurt frjálsræði í
tækjakaupum og tilhögun við að
koma starfsemi sinni á fót.
I öðru lagi er líf þeirra undir því
komið að fjármálaráðuneytið
sýni þessari nýju samkeppnisgrein
þann skilning sem henni ber.
Með öðrum orðum: Sjónvarps-
byltingin er hafin og þótt enn sé
langt í land að hún beri þann ávöxt
sem alla dreymir um verður hún
ekki stöðvuð framar.... hvað sem
hver segir!
Jón Óttar Ragnarsson.
a ,,En það sem mun ráða úrslitum um
^ framtíð þessara stöðva verður jafn-
framt hversu fljótt þeim tekst að hefja
framleiðslu á vönduðu íslensku efni.“