Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Side 15
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986. 15 Lögvemdun kennara Ein svikamyllan enn? Þá er loksins komið fram frum- varp ríkisstjórnarinnar um lög- verndun starfsheitis og starfsrétt- inda kennara. Inn í þessi lög eru felld lög um embættisgengi kenn- ara frá 1978, lítt eða ekkert breytt. Það hefur lengi verið á stefnu- skrá kennarasamtakanna að lög- vernda starfsheiti og -réttindi kennara. Haustið 1984 skipaði Ragnhildur Helgadóttir, þáverandi menntamálaráðherra, nefnd til að semja frumvarp um þetta mál. I henni áttu sæti m.a. þrír fulltrúar frá samtökum kennara. Starf nefndarinnar verður ekki rakið hér en þó er ljóst af fréttum í félagsblaði kennara í fyrra að fulltrúum kennara fannst ganga hægt og óttuðust að það ætti að svíkja þá. En nú er sem sagt frum- varp komið fram, frumvarp sem gengur í sumum atriðum skemmra en kennarafulltrúarnir vildu, að sögn eins þeirra, en um frumvarpið var samstaða í nefndinni. Ætti ríkisstjórninni þá ekkert að vera til fyrirstöðu að standa við gefin loforð til kennara. Tilgangur lögverndunar Með lögunum „á að stemma stigu við að aðrir en þeir sem hlotið hafa viðhlítandi menntun verði ráðnir til kennslustarfa. Tilgangurinn er INGÓLFUR Á. JÓHANNESSON SAGNFRÆÐINGUR OG KENNARI því sá að bæta skólastarf í landinu og auka gæði menntunar með því að snúa við þeirri þróun sem orðið hefur að undanförnu þar sem rétt- indalausu fólki við kennslustörf hefur fjölgað", eins og segir í grein- argerð með frumvarpinu (bls. 9). a ,,En fyrst er að standa við gefin loforð, ^ ríkisstjórn góð, og samþykkja frum- varpið. Það er varla eftir neinu að bíða því að þingmeirihlutinn er traustur.“ Að réttmæti lögverndunar verður vikið síðar, hér á þessum vettvangi. Nýmæli frumvarpsins Nýmæli frumvarpsins eru í fyrsta lagi að starfsheitin grunnskóla- kennari og framhaldsskólakennari eru lögvernduð, þ.e. enginn má nota þessi heiti án leyfis. Skynsamlegt virðist að gera ekki tilraun til að banna þeim sem fást við hvers konar kennslu að kalla sig kennara, t.d. glímukennurum eða danskennurum. Enn fremur gengi það aldrei i venjulegu skóla- starfi að banna nemendum að kalla suma kennara kennara. í öðru lagi gilda skilyrði sem áður þurfti einungis til að hljóta skipun í starf nú einnig um setningu og lausráðningu til stundakennslu, Er það eðlilegt því að farið hefur verið fram hjá embættisgengislög- um frá 1978 með því að setja rétt- indalausa kennara í starf til eins árs í senn eða ráða þá sem stunda- kennara, jafnvel í fullt starf, oft árum saman. Oft hafa þessir menn reynst vel og þeir hafa verið endur- ráðnir með þessum hætti til þess að missa þá ekki en líka eru til dæmi um dragbíta á skólastarfið sem ráðnir hafa verið svona. Þá er ótalið það nýmælanna sem ráða mun úrslitum um gildi lag- anna; þ.e. undanþágunefndirnar. Ákvæði um undanþágur Auglýsa skal öll laus kennslu- störf og fáist ekki réttindamaður til kennslu skal nefnd þriggja manna meta umsókn réttindalauss manns sem skólastjóri vill fá til kennslunnar. 1 nefndinni skulu kennarasamtök eiga einn fulltrúa, kennaramenntunarstofnun annan og ráðuneytið hinn þriðja. Ógerlegt er að spá um hvaða áhrif þetsar nefndir munu hafa. (Þær eru tvær; ein fyrir grunnskóla og önnur fyr:r framhaldsskóla). - Munu fulltrúar kennara beita hörku gegn endurteknum ráðn- ingum réttindalausra manna til kennslu (athuga ber að sérstök bráðabirgðaákvæði gera ráð fyr- ir því að ekki skuli hrófla við grunnskólakennurum sem hafa kennt í sex ár og framhaldsskóla- kennurum sem hafa kennt í fjög- ur ár, að sinni a.m.k.)? - Munu ráðuneytisfulltrúarnir skjóta málum til ráðherra með því að fallast á ráðningu fyrir sitt leyti þrátt fyrir mótmæli hinna nefndarmannanna? - Mun skólastarf verða fellt niður að hálfu leyti á Vestfjörðum (þar er nú um helmingur kennara réttindalaus)? - Munu myndast stórar gloppur í stærðfræði- og eðlisfræðikennslu í framhaldsskólum, jafnvel í Reykjavík? Verður frumvarpið að lögum? En fyrst er að standa við gefin loforð, ríkisstjóm góð, og sam- þykkja frumvarpið. Það er varla eftir neinu að bíða því að þing- meirihluti er traustur. En svo reynir lika á ykkur, ágæta kennaraforysta, um hvort okkar menn geta gert sig gildandi eða hvort undanþágunefndin verður ein svikamyllan enn. Ingólfur A. Jóhannesson „Munu myndast stórar gloppur í stærðfræði- og eðlisfræðikennslu ' framhaldsskólunum, jafnvel í Reykjavík?“ Ný kosningalög Hætta á algerum yfirráðum Á næsta ári verður í fyrsta sinn kosið til Alþingis eftir nýjum kosn- ingalögum (gæti þó hugsanlega orðið á þessu ári). Þau fela í sér íjölgun þingmanna úr 60 í 63 og fleiri breytingar. Hlutur suðvestur- hornsins, þar sem meira en 60% þjóðarinnar búa, mun þá væntan- lega aukast talsvert og veruleg hætta er á að þessi tvö kjördæmi verði innan tíðar komin með meiri- hluta á Alþingi. Erfitt er að átta sig á hversu langt hefur verið komist í þá átt með þessari síðustu breytingu á stjórnarskránni en það verður ekki langt í næstu breyt- ingu ef fram fer sem horfir. Ef kjördæmin tvö á suðvestur- horninu fá í sinn hlut meirihluta kjördæmakosinna þingmanna verða yfirráð þeirra á Alþingi al- ger. Fulltrúar annarra kjördæma - hópur sem gjarnan er klofinn þvers og kruss eftir búsetu, pólitík o.fl. - mættu sín þá sennilega einskis. Kannski er það einmitt það sem seggir suðvesturhornsins stefna að. Þegar hafa þeir meirihluta þing- manna eftir búsetu, eins og áður hefur verið bent á, því margir þing- menn dreifbýlisins eru Reykvík- ingar. Borgríki á horni landsins Sé litið til annarra þjóða, þá mun varla nokkurs staðar í heiminum finnanlegt land þar sem miklum meirihluta þjóðar er hrúgað saman á eitt lítið horn - að ástæðulausu. I Bandaríkjunum hefur sú borg, sem þingið er staðsett í, engan fulltrúa haft á þinginu. Þess hefur ekki verið talin þörf. Þess mundi inu og nauðsyn þess að viðhalda þar og efla blómlega byggð og nýta lífbeltin tvö. þá er þess skvlt að geta að þar er líka allmargt fólk sem skilur þessi mál, óar við ofvexti borganna þar - og á skoðanalega samleið með þeim sem berjast fyrir viðhaldi byggðar sem viðast um landið og jafnrétti þegna þjóðfé- lagsins. Þess er að vænta að þessi síðamefndi hópur muni taka hönd- um saman við aðra þá sem vilja eyða tortrvggni og misskilningi og fylla upp gjána sem myndast hefur milli suðvesturhornsins og lands- verða 9. segir svo í stjórnarskránni ..b) Að minnsta kosti 8 þingsætum skal ráðstafa. til kjördæma fyrir hverja kosningar samkvæmt ákvæðum í kosningalögum c)Heimilt er að ráðstafa einu þing- sæti til kjördæmis að loknum hverjum kosningum samkvæmt ákvæðum í kosningalögum." Ennfremur segir þar: ..Við út- hlutun þingsæta samkvæmt kosn- ingaúrslitum skal gæta þess svo sem kostur er að hver þingflokkur fái þingmannatölu i sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu RÓSMUNDUR G. INGVARSSON BÓNDI, HÓLI, TUNGUSVEIT, SKAGAFJARÐARSÝSLU. ekki þörf hér heldur eins og í pott- inn er búið. Ekki verður séð að íbúar suðvest- urhornsins hafi borið skarðan hlut frá borði varðandi opinberar fram- kvæmdir né aðra atvinnuuppbygg- ingu undanfarna áratugi. Þeir hafa yfirleitt betri aðstöðu og meiri lífs- þægindi en aðrir þegnar þjóðfé- lagsins. Hefur lítillega verið vikið að því í þessum þáttum og e.t.v. gefst færi á að gera einstökum þáttum betri skil síðar. Ekki eru allir blindir En þótt margt fólk í kjördæmum suðvesturhornsins virðist blint og skilningsvana gagnvart dreifbýl- a ,,Sé litið til annarra þjóða, þá mun ^ varla nokkurs staðar í heiminum finnanlegt land þar sem miklum meiri- hluta þjóðar er hrúgað saman á eitt lítið horn - að ástæðulausu.“ byggðarinnar. Ánægjulegt er til að vita að það fólk er ekki síst að finna meðal unga fólksins í Reykjavík. Meðalvegur foringjanna Nýju kosningalögin. sem eru hluti af stjórnarskrá lýðveldisins, eru byggð á samkomulagi for- manna fjögurra stjórnmálaflokka sem þá áttu fulltrúa á þingi. Sam- kvæmt þeim verða 54 þingmenn kjördæmakosnir (49 áður). Reykja- víkurkjördæmi hlýtur 14 þingsæti (12 áður) og Revkjaneskjördæmi 8 þingsæti (5 áður) eða suðvestur- hornið samtals 22 kjördæmakosna (17). Hin kjördæmin sex hljóta 32 sæti eins og áður. Um uppbótarþingsætin, sem sína. Er þá héimilt að úthluta allt að fjórðungi þingsæta hvers kjör- dæmis, samkvæmt a- og b-lið þess- arar greinar, með hliðsjón af kosn- ingaúrslitum á landinu öllu. Sama á við um úthlutun samkvæmt c-lið sömu málsgreinar." (í a-lið eru kjördæmakosnu þingsætin 54 og í b- og c-liðum uppbótarþingsætin). Kosningalögin. sem til er vunað, voru til meðferðar á Alþingi sam- hliða stjórnarskrárbreytingunni. Loðnar og Ijótar reglur í fljótu bragði virðast þessar reglur um úthlutun þingsæta vera kafloðnar og bendir það til að samræming sjónarmiðanna hafi verið erfið - og svo mun hafa verið. Varla fer á milli mála að skiptingin fyrir næstu kosningar verður 29 þingsæti af suðvesturhorninu og 33 af landsbyggðinni. Þá er eftir að úthluta þessu eina eftir at- kvæðatalningu og sýnist mér horf- ur á að Reykjaneskjördæmi nái því. En svo kemur rúsinan i pvlsuend- anum. Yfirkjörstjórn ber að ganga frá úthlutun þingsætanna eftir talningu samkvæmt flóknum regl- um og getur þá kippt stólunum undan þingmönnum sem nýbúið er að kjósa og skákað þeim undir menn í öðrum kjördæmum. Á þann hátt er hægt að ræna dreifbýlið nokkrum þingsætum og aflienda mönnum úr Stór-Reykjavík. Má mikið vera ef suðvesturhornið nær ekki þannig hreinum meirihluta á Alþingi strax í næstu þingkosning- um. Þeir eru lúmskir samninga- menn þeir stóru fyrir sunnan. Erfið grautargerð Þessar reglur eru ekki aðeins stórfurðulegar heldur og beinlínis ósvífnar. Það er hins vegar ekki einsdæmi að furðulegar samsuður verði til þegar verið er að svæfa illsættanleg sjónarmið og koma þeim fyrir í tillögum. Flokksforingjarnir hafa eflaust átt erfiða daga þegar þeir unnu að þessari grautargerð, sem síðan hlykkjaðist i gegnum þingið næst- um óbreytt vegna þess að ekki náðist samkomulag um teljandi breytingar þar. Mun varla hafa mátt á milli sjá hvorir voru óá- nægðari landsbvggðarmenn eða hornverjar. Borgríkisþróunin fær þarna stór- aukinn byr í seglin og gjáin stækk- ar. Rósmundur G. Ingvarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.