Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Læknum getur líka mistekist Ein þakklát skrifar: Nú er alltaf verið að skammcist út í læknana á Borgarspítalanum út af máli sem verið hefur í sviðsljósinu að undanfömu. En enginn hefur, mér vitanlega, sagt neitt gott um þá góðu menn. Ég hef margoft þurft á hjálp þeirra að halda og get þvi talað af reynslu þegar ég segi að þetta em allt saman öðlingsdrengir hinir mestu. Ég vil ekki hafa að verið sé að skammast út i þá á þann hátt sem ég hef orðið vitni að. Það getur öllum orðið á mistök, líka læknum. En að vera að básúna það í fjölmiðlum er engum til sóma. Ég vil bara þakka þeim það sem þeir hafa gert fyrir mig, það er alls ekki lítið að þakka. Og Borgarspítalanum vil ég einnig þakka, það er góður staður fyrir þá sem þangað leita. Áfram, læknar! c> Ein þakklát vill ekki að verið sé að skammast út í Borgarspítalann og læknanaþar. Burt með bílana Sigurður skrifar: Ég vil kvarta undan allt of háu gjaldi sem þarf að greiða í strætis- vagna. Að borga 25 krónur fyrir kannski einn kílómetra er skammar- legt peningaplokk. f þjóðfélagi eins og því íslenska ætti að vera ókeypis í vagnana og það ætti líka að bæta þjónustuna svo að einkabílamir yrðu óþarfir nema í einstaka tilfellum. Bíla- eign landsmanna er fáránlega mikil og allir þeir peningar sem fara í bíla og bensín myndu nægja til að skapa velferðarþjóðfélag á íslandi. Bílar er ekki ótvírætt merki um velferð. Auk þess sem þeir eru heilsuspillandi á margan hátt. Þeir menga loftið meir en margur heldur. Þvi segi ég burt með bílana, nema strætó og leigubíla. „ Þið ættuð kannski að kynna ykkur hinar ýmsu hljómsveitir sem verða ekki úreltar, til dæmis Depeche Mode.“ Aðdáendum mótmælt Víðsýnn skrifar: Af hverju má fólk ekki hafa sínar skoðanir í friði? Undanfama daga hafa.verið bréf hér í lesendadálkinum írá unglingum sem „dýrka" Herbert Guðmundsson en ekki DURAN DURAN, Wham! eða því um líkar hljómsveitir. Er þetta allt sem þið þekkið: DUR- AN DURAN, Wham! og Herbert? Þekkið þið ekkert nema „Disco djönk“? (svo ég noti nú orð aðdáenda Hebba Gumm. sem krifaði hér i blaðið 20.2.). Þið ættuð kannski að kynna ykkur hinar ýmsu hljómsveitir sem verða ekki úreltar, til dæmis Depeche Mode, O.M.D., Tears for Fears og fleiri góðar sveitir. Er ekki í lagi að fólk „dýrki“ hvaða hljómsveit sem er? Víst er smekkur manna misjafn. Þvi ekki að hætta bara þessum vitlausu skrifum og leyfa fólki að hlusta á þá tónlist sem það vill? E.S.: Til að fyrirbyggja allan mis- skilning þá mátt þú alveg „dýrka" Herbert Guðmundson eða DURAN DURAN fyrir mér. KÓPAVOGSBÚAR Kristinn Kristinsson húsasmíðameistari í prófkjöri Sjálfstæðis flokksins á morgun gefst ykkur kostur á að velja til setu í bæjarstjórn traust an athafnamann með mikla reynslu ífélagsmál um.Tryggjum Kristni öruggt sæti. STUÐNINGSMENN FÖSTUDAGSKVÖLD í Jl! HÚSINUlíJI! HÚSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 20 í KVÖLD Matvörumarkaður 1. hæð- Rafdeild 2. hæð- Húsgagnadeild 2. og 3. hæð- Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð- Ritfangadeild 2. hæð- Munið JL-grillið Sérverslanir í JL-portinu. Barnagæsla kl. 2-20 föstudaga oglaugardaga kl. 10-16. Opið laugardag kl. 9-16. Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best JIS KORT Enginn kortakostnaður. tJll /a aa a a a UmŒTíjT cJuuijjjjT HUMTÍUUIIflMUIiÍ Vltln Jóo Loftsson hf. ________________ Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.