Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1986, Síða 36
Frumvarpvegna kjarasamninganna: Rekstarhalli verður 800 milljónir Rekstrarhalli ríkissjóðs verður rúm- ar 800 milljónir í stað 163 milljóna króna tekna umfram gjöld á þessu ári. Þessi breyting verður vegna að- gerða ríkisstjómarinnar vegna ný- gerðra kjarasamninga. Frumvarp um þessar aðgerðir var lagt fram í gærkvöld í efri deild Al- þingis og afgreitt til annarrar umræðu. Stefnt er að því að þingfundir verði í dag og að á morgun takist að afgreiða það sem lög frá Alþingi. Frumvarpið er í samræmi við þær aðgerðir sem aðilar vinnumarkaðarins lögðu til. Gert er ráð fyrir að ríkis- sjóður taki lán hjá bönkum og lífeyris- sjóðum til að mæta hallanum. Þá er heimild Þróunarfélagsins til 100 millj- óna erlendrar lántöku felld niður. Einnig eru erlendar lántökur Fram- kvæmdasjóðs lækkaðar um 600 millj- ónir. 100 milljónir stafa af breyttum verðlagsforsendum og 500 milljónir að auki nýttar til að lækka erlenda lán- töku erlendis. -APH Ávísunum stolið Brotist var inn í verslun við Tryggvagötu seint i gærkvöldi. Þjófur- inn rótaði í gögnum verslunarinnar og hafði á brott með sér ávísanahefti. Hann náðist ekki. Þjófurinn fór inn um opinn glugga. ■ Síðan braut hann rúðu á leið út úr versluninni eftir að hafa gi-amsað nóg. Lögreglan rannsakar málið en engin vísbending hefur komið fram um hver varþarnaaðverki. -GK Bilun b prent- vél seinkaði DV Vegna bilunar i prentvél var DV mjög seint á ferð í gær. Prentun blaðs- ins lauk ekki fyrr en undir kvöldmat. Lesendur eru beðnir afsökunar á þess- ari seinkun. T RAUSTIR MENN 25050 \ S£ttDIBilFSTÖDITÍ LOKI Bara að þær kvefist ekki litlu skinnin! Indriði H. Þoriáksson, fonnaður samninganefndar rikisins: Samið við BSRBidag „fig tel það mjög líklegt að samið staðar. Það er ekki hægt að hafa samningamenn ríkisins að máli. verði við BSRB í dag,“ sagði Indriði samninga svo mjög mismunandi." - Hvað um kaupmáttarákvæðið í H. Þorláksson, fonnaður samninga- Samninganefndir BSRtí og ríkis- kröfu BSRB? nefndar ríkisins, í morgun. „Þegar ins sátu á fundi snemma í morgun „Við semjum um það í dag eins búiö er að ganga írá málum á einum og eftir hádegi var ráðgert að 50 og annað,“ sagði Indriði H. Þorláks- stað verður að gera það sama annar- manna samninganefiid BSRB hitti son. -EIR Rennblautar dömur í hægum takti i Hollywood í gærkveldi eftir vatnsgusuna sem þær fengu yfir sig, enda þátttakendur í blautbolskeppni. Úrslit eru enn óráðin. DV-mynd GVA Hæstiréttur margklofinn um þungaskatt Hæstiréttur margklofnaði í afstöðu sinni til innheimtu þungaskatts á dís- ilbílum. Sjö dómarar dæmdu þetta mikilvæga mál og komu fram fjögur sérálit. Vörubílstjóri á Húsavík, Aðalgeir Sigurgeirsson, áður formaður Land- vara, félags vörubifreiðaeigenda, taldi að ríkið hefði ekki lagt þungaskatt á löglega. Stefán Pálsson hæstaréttar- lögmaður flutti mál hans sem prófhiál fyrir alla stéttina. Þrír dómarar töldu að framsal Al- þingis á valdi til ráðherra til að leggja á þungaskatt hafi ekki verið í sam- ræmi við stjórnarskrá en bílstjórinn hafi glatað endurkröfurétti þar sem hann hafi greitt gjaldið að fullu án þess að gera um það fyrirvara. Tveir dómarar voru sammála þess- urn þremur um að sýkna ríkið en á öðrum forsendum. Loks töldu tveir dómarar að ríkis- sjóður ætti að endurgreiða vörubíl- stjóranum þungaskattinn. -KMU Kennarasambandið grettirsigyfir kjarasamningunum: Krefst beinna hækkanaog verðtiyggingar Fulltrúaráð Kennarasambands ís- lands er ekki hrifið af nýju kjarasamn- ingunum. I ályktun, sem það hefur gert og sent frá sér, hvetur það laun- þega „til að standa saman um kröfuna um beinar launahækkanir og verð- tryggingu launa". Það nánast hafhar niðurfærsluleiðinni. I ályktun fulltrúaráðsins segir að laun hafi ekki verið verðtryggð und- anfarin ár en verðbólgan hafi verið 30-40%. Undanfarið hafi orðið stór- felldar hækkanir á vörum og þjónustu. „Skattalækkanir þær sem ríkisstjórn- in býður nú í stað launahækkana munu auka niðurskurð á opinberri þjónustu, sem bitnar aftur harðást á launþegum sjálfum,11 segir í ályktun fulltrúaráðs Kennarasambándsins. HERB Mavs hefet með hlý- indum Vestlæg átt verður ríkjandi uni allt land á morgun og hita- stigið verður víðast hvar ná- lægt frostmarki. A vestan- og norðanverðu landinu verða skúrir og slyddu- él en úrkomulaust verður f\TÍr sunnan og austan. Skýjað verður á öllu vestan- verðu landinu og sömuleiðis austanlands en léttskýjað á Suður- og Suðausturlandi. Marsmánuður gengur því í garð með hlýindum um allt land og ekki lítur út fyrir mikl- ar breytingar á því á næstu dögum. -S.Konn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.