Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Síða 3
DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986. 47 verksmiðja ein sem heitir HO- lndustriewaren og starfsmennirnir ■ stynja undan þeirri miklu vinnu sem þeir verða að leggja á sig til þess að fá svarað eftirspurninni. Stúlkur sem gifta sig vilja endilega vera með slör fyrir andlitinu. Og það eins þótt það sé bara borgardómari sem giftir. Við vissum ekki að mannskapurinn væri svona smáborgaralegur í A-Þýskalandi. En óskum þeim vel- farnaðar í bandinu, eigi að síður. Steinar í stað- inn fyrir kjöt (brauð?) Tveir strákar voru úti á akri að þræla nærri bænum Manipur í Ind- landi. Þá kom allt í einu tígrisdýr út úr skóginum og réðist gegn þeim. Og náði öðrum stráknum og var í þann veginn að fara að gæða sér á honum. Þá kastaði hinn strákurinn steinum í stóran, röndóttan belg dýrsins, sem hætti þá við máltíðina og rölti ólundarlega burtu. Þetta kallar maður að fá steina í staðinn fyrir brauð. Eða þannig. Og þetta köllum við líka að missa matar- lystina. Svartir túlípanar Nú er túlípanatíð. Og hollensk túlípanastofnun þykist hafa ræktað upp kolsvartan túlipana. Þessi ræktun hefur tekið langan tima. Heil tuttugu og fimm ár hefur það tekið að ná burtu fjólubláu slikj- unni sem þráaðist við að loða við blöðin. Hollendingar byrjuðu að reyna að fá fram svart afbrigði af sínu uppá- haldsblómi einhvern tíma á 16. öld Hvers vegna? Ekkert svar. Dásemdir á lága verðinu Ég hef alltaf verið unnandi sólar- landaferða en í þær ferðir fer fólk til að skoða það sem talið er mark- verðast í heitu löndunum, sund- laugarnar, næturlífið og Miðjarð- arhafið sem er víst nauðalíkt Atl- antshafinu sem við getum horft á að vild ef við eigum fyrir fargjaldi með strætó niður að höfn. Vegna síaukinna ferðalaga, til dæmis ráðamanna, hefur ferða- skrifstofum fjölgað álíka mikið á höfuðborgarsvæðinu og íbúum þess og keppast þær að sjálfsögðu allar um að koma okkur i sólina og sæluna þar sem búið er að kjósa um það fyrir löngu hvort opna eigi áfengisútsölu eða ekki og mér er sagt að bjórinn fljóti i svo stríðum straumum alls staðar þar sem Is- lendingar tylli niður fæti að það sé alveg með ólíkindum. - Mikið hefur Stórstúku Spánar gengið illa í baráttunni við bjórinn, sagði kunningi minn við mig um daginn. Hann var nýkominn að utan og átti ekki orð til að lýsa velþóknun sinni á veðrinu, verðinu, klæðleysi kvenfólksins, næturlifinu, sund- laugunum og lélegum árangri Stór- stúku Spánar í bjórmálinu. Ekki alls fyrir löngu fylltist póst- kassinn minn einn morguninn af pésum með myndum af kvenfólki á sundskýlu en þrátt fyrir það sá ég strax að þarna var ekki verið að auglýsa eitt glas af mjólk eins og er svo vinsælt þessa dagana heldur ferðalög á sólgylltar strendur þar sem fólk getur orðið útfjólublátt um allan kroppinn á mettíma og tilbeðið guð sinn og dáið eins oft og það vill á lága verðinu. - Skelfing held ég að það væri gaman að komast í svona ferð, sagði ég við konuna mína sem var að ryksuga þann sófann í stofunni sem ekki var upptekinn. Eg var að skoða myndir af strandlengjum sem voru þaktar kvenfólki á sundskýlu. - Það er meira að segja farið upp í fjöll i svona ferðum til að sýna fólki pálmatré og blágresi. Og þegar fólkið kemur heim og vinir og vandamenn fara að spyrja hvað það hafi séð í útlöndum getur það með góðri samvisku sagst hafa séð bæði pálmatré og blágresi. En sáuð þið engar sundlaugar? spyr þá kannski einhver. - Jú, jú, segir fólkið þá, - við sáum til að mynda sundlaugina við hótelið sem við bjuggum á, meira að segja stundum tvisvar á dag, það var alveg ógleymanleg lífsreynsla og víkkaði sjóndeildarhringinn. En var ekki hellt upp í ykkur rauðvini úr stútlangri könnu? er spurt. BENEDIKT AXELSSON - Jú, jú, segir húsbóndinn. - Og var þetta ekki nærri búið að kæfa þig? - Jú, jú. - Hvað fannst ykkur nú eftirtekt- arverðast á ferðalaginu? spyr mið- aldra frænka sem er svo listhneigð að hún má til með að lvfta umræð- unum á hærra plan. - A, segir húsbóndinn. - Hum, segir konan hans. - Já, segir miðaldra frænkan dálitið nefmælt að vanda, - er það máske svona gamalt þorp með bjórkrám og kaffihúsum í Pírínía- fjöllunum? Svona gæti fólkið haldið áfram að spvrja endalaust því að það er svo margt að sjá í útlandinu sem nefmæltar frænkur hafa áhuga á. En auðvitað verða þær hneyksl- aðar þegar farið er að tala um allar konurnar sem slepptu fram af sér beislinu á pöbhunum því að þær misskdja þetta og fer í því efni líkt og str iknum sem var að byrja að læra ; tafina og var sagt að afi hans hefði dáið úr elli. Blessað barnið þverneitaði að læra meira af þessu hvelvítis staf- rófi sem væri svona hættulegt og tók ekki aftur til við lærdóntinn fvrr en búið var að sannfæra það um að hingað til hefði enginn dáið úr effi eða péi og seta hefði ekki verið lögð niður á Alþingi vegna þess hve hún væri banvæn heldur af allt öðrum ástæðum. Þegar hér var kornið sögu slökkti konan mín á ryksugunni. rétti sig upp með erfiðismunum og sagði: Varstu að segja eitthvað? Nei. nei. sagði ég. cg var ekki að segja nokkurn skapaðan hlut. Kveðja Ben. Ax. HtFÐÍ jE<kI atÁtt laejcka AF StcRÖFUÞoTUMi S1 & Skítatrikk og koitLbínasj ónir Hann læðist inn í salinn á tánum, líður eins og skugginn rnilli stólarað- anna, þar til hann finnur sér laust sæti og sest þar. Hann kemur sér þægilega fyrir í stólnum og lítur í kringum sig, með sælubros á vör. Við þekkjum hann öll og þolum ekki, manninn sem veit jtað öllum öðrum betur að íslendingar eru mesta skákþjóð í heimi. Hann lítur yfir stöðurnar hjá „okk- ar mönnum", og brosir ánægður og .kinkar kolli yfir góðri stöðu eins landans. Annar samlandi hefur komið sér upp vondri stöðu í skák gegn útlendingi. Maðurinn, sem veit að íslendingar eru mesta skúkþjóð í heimi, hefur sínar skýringar á þessu misgóða gengi landa sinna. Sko, sjáðu til, Rússadjöfullinn asnaðist til þess að gefa okkar manni færi á að kombínera og ná því að opna stöðuna, með peði yfir, segir hann. - Það hefði hann betur látið ógert, því nú svíður okkar maður út vinning á þetta umframpeð, það er alveg klárt. Um stöðuna í skák lslendingsins, sem er með tapstöðu, segir hann hins vegar: Þessi slafneski fjandi fann einhver skítatrikk í steindauðri stöðu og nú ætlar hann að fara að vinna út á það, bölvaður. Það sem heitir að kombínéra, eða flétta, hjá íslendingum, heitir að finna skítatrikk í steindauðri stöðu hjá útlendingum. Maðurinn, sem veit að íslendingar eru mcsta skákþjóð í höimi, kann líka vel við sig í skýringasalnum. Þar sem hann er Islendingur hlýtur hann, samkvæmt skilgreiningu, að hafa vitáskák. Hann vill þó að vissum skilyrðum sé fullnægt. Sé verið að skýra skák milli tveggja íslendinga á sú skák að vera augljóst jafntefli. Sé fjallað um skák milli Islendings og útlend- ings verður fslendingurinn að vinna, og maðurinn, sem veit að Islendingar eru mesta skákþjóð í heimi, verður súr og reiður, ef skákskýrendur finna einhverjar vinningsleiðir fvrir út- lendinginn. Það jafnast á við landráð í hans augum, og hann reynir að stöðva slíkar speklúlasjónir með frammíköllum: En hvernig væri þá að drepa bara peðið? Og skákskýrandinn lítur ráðvilltur fram í salinn og spyr hvaða peð sé átt við. Þegar það er útskýrt nánar. skoðar hann stöðuna andartak og segir svo. með fyllstu kurteisi: - Þá skákar hann á d8. kóngurinn verður að fara upp á gT og bá fellur drottningin fvrir fráskák. Ég held að við þurfum ekki að skoða það neitt frekar. Og þegar nokkrum frekari tillögum frá manninum. sem veit að íslending- ar eru mesta skákþjóð í heimi. hefur verið tekið á þennan hátt stendur Ólafur B. Guðnason hann á fætur og fer fram á gang að ræða við sálufélaga sína. Þeim kemur innilega saman um það að fslendingarnir standi bara vel í þessari umferð. kannski að einn þeirra missi þetta niðrí jafntefli, en hinir eru þó fjandakornið allir með unnið. Og þegar þeir hafa þannig greint stöðurnar svo að þeim líkar finnst þeim tími til kominn að fá sér kaffi. Og yfir kaffibollanum rifja þeir upp þegar Friðrik malaði Piinik og ein- vígið við Larsen (þeir eru rétt nýbún- ir að fyrirgefa Larsen) og þegar Frið- rik var að brillera ú Hastings, og Portoroz. Og þeim kemur saman um það að þessir ungu strákar séu stórfenglegir og það endar ú því að maðurinn, sem veit að íslendingar eru mesta skák- þjóð í heimi, segir: Hvað eru menn alltaf að tala um Rússana? Við erum Rússarnir, í skák! Og svo skilja þeir félagarnir við kaffiborðið ekkert í þessu þegar þeir koma fram og sjá að sumir íslending- anna hafa hreinlega tapað, og það fyrir útlendingum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.