Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Qupperneq 4
48
DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986.
1
„ísland er í mínum huga sólskins-
land. Ég kom hingað fyrst í júní 1972
og þá eins og nú skein sólin ótæpi-
lega.“ Svo mælir Michel Tournier,
einn örfárra útlendinga sem öðlast
hafa þá reynslu að koma hingað
tvívegis án þess að hafa umtalsverð
kynni af íslensku rigningunni. Mic-
hel Tournier er einn fremsti rithöf-
undur Frakka. Hann var staddur hér
fyrir skömmu í boði Alliance Fran-
caise og hélt fyrirlestur og rifjaöi upp
kynni af landi ogþjóð.
„Ég kom hingað fvrst er ég var að
skrifa bókina Loftsteinarnir (Mé-
teores) en einn kafli hennar gerist á
íslandi. Það vildi reyndar svo
skemmtilega til að á fyrirlestrinum
hitti ég aftur fararstjórann sem var
með mérþá.
Michel Tourniei' byrjaöi seint að
skrifa skáldsögur. Hann nam heim-
speki og sneri sér ekki að skáld-
skapnum fyrr en um fertugt. Hann
er ekki afkastamikill ef litið er á
fjölda verka sem eftir hann liggja.
Nýjasta bók hans, Gulldropinn (La
goutte d’or) er nýkomin út og trónar
nú í efsta sæti lista yfír mest seldar
bækur í Frakklandi.
Kynþáttahatur
1 bókinni fjallar Tournier um efni
sem er mjög í brennidepli franskra
stjórnmála, dvöl og störf afrískra
innflytjenda í landinu.
Við spurðum Tournier að því hvort
umræðan unt mál þetta hefði rekið
hann fram á ritvöllinn. „Nei, það eru
meira en tíu ár síðan ég byrjaði á
sögunni. Það er tilviljun að þétta
skuli vera hitamál um það leyti sem
bókin birtist.
Forsaga þessa máls á rætur að
rekja til Alsírstríðsins. Alsírbúar,
sem bjuggu í Frakklandi, áttust við
innbyrðis og franska lögreglan of-
sótti þá. Alsírstríðinu lýkur með því
að landið öðlast sjálfstæði 1962 og
þá kemst verulegur skriður á flutn-
inga Alsírbúa til Frakklands. Og það
er þrátt fyrir allt stórmerkilegt að
gríðarlegur fjöldi Alsírbúa (2 millj-
ónir) sest að í Frakklandi um það
leyti sem tengslin riiilli landanna
rofna. Nú, þetta er sem sé gamalt
efni. Frakkland hefur haft ítök í
Alsír í hundrað og fimmtíu ár. I
kosningabaráttunni, sem nú stendur
yfir í Frakklandi, eru þessi mál býsna
mikið ýkt. Ég held að þetta (rasism-
inn) sé að vissu leyti „tilbúið" vanda-
mál sem þrífst auðvitað á atvinnu-
leysinu. Hér er ekki um að ræða
neins konar pólitíska yfirlýsingu rétt
fyrir kosningar. Mér tókst einfald-
lega loksins að binda endahnútinn á
söguna eftir tíu ára erfíði.
Þér hafíð sem sé í smíðum mörg
verk í senn.
„Já, ég elda marga rétti í einu og
nú nýlega var einn búinn að sjóða
nógu lengi svo ég tók pottinn af og
barhann fram.“
Það truflar yður ekki að vera
með mörg viðamikil verk í smíðum
í einu?
„Nei, hreint ekki. Sjáið þér til. Ég
er þessa stundina með skáldsögu um
líf heilags Sebastíans í smfðum og
svo aðra um spretthlaupara í Aust-
ur-Þýskalandi. Og ég hef fjölmargt
annað á prjónunum.
Annars eru skáldsögur mínar alltaf
að verða styttri, og um þá nýjustu
var sagt að hún væri 200 bls. of stutt.
Það þótti mér vænt um að heyra.
Undirbúningur sagnanna
- Þér gefið yður góðan tíma er þér
undirbúið skáldsögu?
„Já, vinnan við hverja skáldsögu
stendur oftast í fimm ár. Fyrst er ég
um það bil tvö ár að undirbúa mig.
Ég kynni mér sögusviðið, tek viðtöl,
Loftsteiné
Michel Tournier
ræðir við Örn Olafsson
og Árna Snæ varr
les og glósa hjá mér og tek rnyndir.
Því næst taka skriftirnar við í tvö
og hálftár."
Hvernig fóruð þér að með nýju
bókina?
„Ég fór oftar en einu sinni til
Sahara og fylgdi slóð innflvtjend-
anna þaðan og alla leið til Parísar.
Ég dvaldist í verkamannahverfum í
Alsírborg og svo í hverfum innflytj-
enda í Paris. Ég k'mnti mér lífshætti
þessa fólks sem rífur sig upp frá
heimkynnum sínum í einhverri vin í
Saharaeyðmörkinni og heldur til
Frakklands í atvinnuleit. Svo ég taki
dæmi, þá fór ég í sláturhús, því eitt
atriði bókarinnar gerist á slikum
stað. Ég lærði líka að beita loftbor
og ég stæri mig af því að hafa komið
þessu ágæta verkfæri inn í bók-
menntirnar. Loftbor er táknrænt
verkfæri. Nútímamenn hafa sífellt
hávaða loftborsins í eyrunum. Hann
er tákn eyðileggingarinnar og um-
fram allt hefur hann nánast orðið
tákn innfluttra verkamanna."
Aður en þér hefjið undirbúning-
inn þá hafið þér gert nákvæma
verkáætlun?
„Já. Bókin Loftsteinarnir (Méteor-
es) fjallar til dæmis um tvíbura. Ég
ræddi við tvíbura, foreldra tvíbura,
sérfróða lækna og svo framvegis og
samdi sögu sem er dæmigerð fyrir
tvibura. Annar tvíburinn vill fara að
heiman og giftast. Hinum finnst
hann þá vera svikinn og revnir að
spilla hjónabandi bróður síns. Þetta
er mjög algengt hjá tvíburum.
Ég held að til séu tvenns konar
rithöfundar. Annars vegar þeir sem
lýsa fyrst og fremst eigin reynslu,
hins vegar þeir sem gera tilraunir,
athuganir á umhverfinu. Ég er í
þeirra flokki, segja má að ég skrifi
um það sem mér kemur ekki við, ég
er hvorki tvíburi né farandverka-
maður. Meginatriðið er að auðga
þessar athuganir á umhverfinu með
eigin reynslu, því annars yrði þetta
bara fréttamennska. En moð sam-
tvinnun verður úr þessu skáldskap-
ur, og hlutverk rithöfundar, það er
að færa samfélaginu sköpun.
Ég er að því leyti lærisveinn Zola,
að ég geri tilraunir eins og hann.
Þegar hann ætlaði að skrifa um líf
námumanna, þá fór hann niður í
kolanámurnar. Svona undirbý ég
líka skriftirnar. En Zola var með
þessa vitlausu nauðhyggju, að alkó-
hólismi væri meðfædduro.s.frv.
Margbrotnar, myndríkar sögur
Þér töluðuð um það í gær, hve
mikið þér legðuð upp úr því, að texti
yðar hljómaði vel, þér lesið allt
upphátt til að heyra það. Þetta er
nú eitt af því sem hrífur lesendur
bóka yðar umsvifalaust, á fyrstu
siðu. Þar kemur og til að lýsingar
og vangaveltur búa yfir mikilli auð-
legð. Hvert atriði er samræmt og
vandað, myndrænt, litir valdir sam-
an af nákvæmni, en hún mótar jafn-
vel uppbyggingu setninganna. Nú er
aragrúi slíkra mynda í mikilli skáld-
sögu eins og Loftsteinum, það hlýtur
að vera feiknamikið verk að skipa
þessu öllu niður og láta hvað taka
mið af öðru.
„Já, Loftsteinarnir eru vafalaust
flóknasta og metnaðarfyllsta verk
sem ég hef samið. Ég varð að gera
uppdrætti og ítarlegar áætlanir um
framvindu sögunnar og persónurnar
voru svo margar að ég varð að halda
eins konar lögregluskýrslur um
hverja og eina. Ég skrifaði hjá mér
allt mögulegt um hverja persónu,
aldur, menntun og svo framvegis.
Það auðveldaði mér að vísu verkið
að söguþráðurinn í Loftsteinunum
ræðst mikið af hnattferð. Ég er yfir-
leitt alltaf að segja frá ferðalagi í
sögum mínum. Síðasta bók mín var
ferðalag ungs araba frá Norður-
Afríku til Frakklands, Loftsteinarnir
hnattferð og svo framvegis. Það
auðveldar bygginguna því hver
áfangastaður ferðarinnar er áfangi í
sögunni. Ferðin er eins konar
þroskabraut. Söguhetjan uppgötvar
á hvei'jum áfanga sitthvað sem hann
þekkti ekki áður og um leið breytist
hún er hún kynnist sjálfri sér betur.
Ferðalagið breytir söguhetjunni og
um það fjallar sagan."
I sögum yðar ber mikið á hlutum
og aðstæðum sem e.t.v. mætti kalla
„lyftur" í byggingu sögunnar, þetta
kemur fyrir aftur og aftur með til-
brigðuni, hverju sinni upphafnara og
þrungnara merkingu en áður. Til
dæmis má nefna hermanninn í Álfa-
kónginum, sem safnar fyrst dúfum,
og leggur ást á óvenjufagra þrenn-
ingu, sem er seinna étin. Síðar i
sögunni er hann settur í að safna
börnum fyrir kynbótastöð nasista,
og aftur kemur óvenjufögur þrenn-
ing sem tortímist. Semjið þér þessi
farteski heimspekinnar áður en þér
farið að skrifa söguna?
„Já, ég hef þetta á takteinum áður
en ég sem söguna. Og hann gerir
fyrst þrjár dúfur upptækar en síðar
í sögunni gerir hann þrjú börn upp-
tæk sem svara til dúfnanna."
- Þetta eru þá burðarásarnir í
byggingu sagnanna?
„Já, ég nota mikið bergmál af þessu
tagi eða endurtekningar."
Þetta er hluti af ákveðnum að-
ferðum sem ég nota. Ég get nefnt
ykkur það að ég ákveð endalok sög-
unnar löngu áður en ég er kominn
svo langt. Mörg snilldarverk bók-
mennta líða fyrir það að höfundarnir
hafa ekki hugsað um hvernig þeir
ætli að enda söguna fyrr en um sein-
an. Þegar ég er hálfnaður með skáld-
sögu staðnæmist ég og sem endann.
Á þann hátt veit ég hvert ég stefni.
Þetta er eins og að synda í sjónum.
Maður verður að finna sér eitthvert
markmið, strönd eða bát, til þess að
sundið verði ánægjulegt. Maður
syndir ekki beint út á rúmsjó.
Það þjónar engum tilgangi að gefa
öðrum ráð um hvernig eigi að skrifa
skáldsögur. Ég gef sjaldan slík ráð
en þó bendi ég ungum höfundum, sem
leita ráða hjá mér, á að hyggja að
því þegar þeir eru búnir með skáld-
verkin hvort það borgi sig ekki að
strika fyrstu blaðsíðurnar út. Byrj-
unin er næstum því alltaf óþörf! Ég
fleygi oftast fimm til sex fyrstu síðun-
um.“
Að smygla heimspeki
Þér eruð menntaður í heim-
speki...
„Já, óg féll á kennsluréttindaprófi
og starfa því ekki á þeim vettvangi.
Ég vann við blöð og útvarp í ein
fimmtán ár og komst að því að það
væri ekki rétta leiðin til að koma
heimspekinni til fólksins í landinu.
Ég komst að því að skáldsögur væru
hinn rétti nwðill. Ég reyndi því að
fela heimspgkina í skáldsögunum.
Ég reyndi þáð fyrst í Frjádegi en það
tókst ekki sérlega vel að „smygla"
heimspekinni í það sinnið því hún
var alltof áberandi. Hún var illa
falin, það síóðu bútar undan huliðs-
hjálminum. Ég skrifaði Frjádag aftur
og þá tókst mér betur til. Hann er
þriðjungur af lengd hinnar. Nei, sú
útgáfa er ekki barnasaga. Ég skrifa
ekki fyriri börn. Ég reyni að skrifa
eins vel og ég get og ef mér tekst vel
upp geta börn skilið mig líka.
Heimspekin er mínar ær og kýr,
ég get ekki öðruvísi verið. Fyrir mér
vakir að segja sögur sem fela i sér
heimspeki án þess að eftir því sé
tekið. Og þetta er í rauninni skil-
greining á goðsögu eða ævintýri. Þú
stingur hendi í gruggugt vatn og
finnur eitthvað strjúkast við hana
án þess að geta gripið á því. Dæmi-
sögur segja hvern lærdóm eigi að
draga af sögunni, þær eru eins og
hús sem búið er í en smásögur segja
frá atviki sem gæti verið sagt frá í
blöðunum, þær eru eins og tómt hús.
En goðsögur eru eins og draugahús."
Viðbrögð lesenda
- Fáið þér mikil viðbrögð frá les-
endum yðar, bréf?
„Já, geysimikil. Á morgun kem ég
heim, og þá bíður mín áreiðanlega
50 kg póstpoki með bókum og hand-
ritum. Þetta er martröð."
Og hvernig eru viðbrögð lesenda,
jákvæð eða neikvæð?
„9/10 eru jákvæð, hin eru mjög
neikvæð."
Og hverjar eru aðfinnslurnar?
„Því finnst ég lofsyngja óeðli. Það
er svo mismunandi eftir bókum, í
Álfakónginum þótti vera of mikill
áhugi á saur.“
Nú er alls ekki hægt að kalla
sögur yðar „félagslega virkar“ fyrst
og fremst eða baráttubókmenntir.
En samt, þær eru meðal annars
rannsókn á aðstæðum undirokaðs
minnihluta, það er homma, þær
draga fram goðsögur um líf þeirra.
Hafið þér fengið viðbrögð við þessu,
þykir fólki bækurnar hafa frelsandi
áhrif?
„Já, vissulega, en annars er nú
ekki mikið um homma í mínum
bókum, það er helst Alexandre í
Loftsteinum. Hann er til að tengja
tvíburana í miðju sögunnar og pörin
í jaðri hennar; hann leitar eftir að
mynda par með sér líkum. Einnig
hefi ég fengið bréf frá prestum, sem
segja að Gaspar, Melchior og Balt-
hasar hafi styrkt þá í trúnni, það er
mjög kristilegskáldsaga."
Það er þó áberandi að þér takið
oft fyrir goðsögur sem tengjast
óvenjulegri hegðun i kynlífi?
„Já, sjáið þér til. Ég álít að sú
hugmynd, sem ríkir um kynlífið, sé
slæm. Á Vesturlöndum eru fóstur-
eyðingar vandamálið en offjölgun og
hungursneyð í vanþróuðum löndum.
Þetta tvennt á sér sömu rót sem er
tilbúið, rangt viðhorf til kynlífsins.
Það þarf að gefa kynlífinu nýtt inn-
tak og taka það inn í þjóðfélagið.
Eins og er ríkir villimennska á
þessu sviði. Ég get skýrt mál mitt
með ævintýri sem gerist í smábæ á
Norður-Italíu á miðöldum. Bærinn
var í miðjum skógi og í skóginum
ríkti hræðilegur úlfur sem ofsótti
borgarbúa. Þeir þorðu ekki lengur
að fara út fyrir borgarmörkin af ótta
við úlfinn. Þá bar svo við að heilagur
Frans frá Assisi kom til borgarinnar.
Borgarbúar sögðu honum frá hrell-
ingum sínum. Frans kvaðst þá ætla
út í skóg að leita úlfsjns. Borgarbúar
urðu óttaslegnir og reyndu að fá
hann ofan af þessu, því þeir óttuðust
að úlfurinn æti dýrlinginn. Heilagur
Frans fór og kom svo aftur með úlf-
inn í bandi. Úlfurinn varð hinn
gæfasti er honum var sinnt og varð
upp frá þessu verndari borgarinnar.
Þessi saga á eins vel við kynlífið.
Svo lengi sem það er útlægt í skógin-
um hefur það hinar verstu afleiðing-
ar en um leið og það fær sinn sess
verður það til blessunar. Það þarf
að rækta það, kenna það frá blautu
barnsbeini. Við erum enn á stigi
villimennskunnar í þessu efni.“
Hnignun franskra bókmennta
Víkjum að öðru. Á fyrri hluta
þessarar aldar var Frakkland for-
ysturíki á sviði bókmennta. Núna er
hins vegar svo komið að æ færri
bækur eru þýddar á erlend mál. Af
hverju?
„Vegna þess að það eru ekki skrif-
aðar eins góðar bækur nú og þá.
Fyrir fimmtíu árum var franskt
bókmenntalíf ótrúlega auðugt.
Hugsaðu þér hverjir voru að birtast
þá, Valery, Gide, Proust, Claudel,
Malraux, Montherland, Cocteau...
Maður gæti nefnt 30 fyrsta flokks
höfunda sem þá voru að. Það er eins
gott fyrir mig að vera uppi núna
þegar samkeppnin er minni. Það
hefði enginn tekið eftir manni innan
um þessa kalla.
Ég held að þetta gangi í bylgjum.
Það koma upp snillingar á tuttugu
og fimm óra fresti í bókmenntum.
Ég hef sérstaka trú á þeim sem eru
fæddir 1970 en þeir eru auðvitað ekki
enn farnir að skrifa!
Fyrir (immtíu árum voru franskar
bókmcnntir í blóma, eftir stríðið voru
bandarískar bókmenntir blómlegar
með Steinbeck, Dos Passos og Hem-
ingway i broddi fylkingar og núna
eru það Suður-Ameríkumennirnir.
Teljið þér að nýju skáldsögurnar
hafi haft slæm áhrif á þróun bók-
mennta í Frakklandi?
„Nei, ég held að það sé ekki hægt
að kenna nýju skáldsögunum um
ástandið. Það hefur alltaf verið
hvetjandi að skapa list gegn ein-
hverju. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu
að skapa gegn nýju skáldsögunum
ef þær eru þá svona slæmar.“
Þér hafið í rauninni synt gegn
straumnum þegar þér byrjuðuð að