Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986. 53 heldur enn í við syni sína, sem hann hefur kennt að bera virðingu fyrir líkamanum, sem hann telur helga gjöf, sem ekki megi misbjóða. Michael, sonur hans, segist helst ekki vilja sýna sig í sundskýlu við hlið hans, hafi hann slegið slöku við líkamsræktina um hríð og þyngst um nokkur pund, þvi þá klípi faðir hans í hann og segi: „Hvaða spik er þetta?“ Hræðslan við örlög annarra barna leikara Ljóst er að viðhorf Kirks til sona sinna hafa að nokkru leyti mótast vegna þess hve illa hefur farið fyrir börnum sumra annarra frægra kvik- myndaleikara. Mörgum er í fersku minni er sonur Paul Newman lést eftir notkun eiturlyfja og leikarar eins og Ray Milland, Louis Jordan og fleiri hafa orðið að horfa á eftir börnum sínum í gröfina. Það er hins vegar erfitt að finna gullna meðal- veginn því að mörg leikarabörn lifa við allsnægtir en í skugga feðranna eða mæðranna eða þjást af ein- manaleika. Synir Kirks eru þó í þeim hópi, sem er reyndar stærri en sumir halda, sem hafa náð góðri fótfestu í lífinu. Ráð frá Joe Kennedy Eitt sinn lék Kirk golf við Joe Kennedy, föður Kennedybræðr- anna, og bað hann þá um að gefa sér góð ráð um uppeldi. „Gerðu drengina þína sjálfstæða," sagði Kennedy, „og þá munu þeir leita til þín síðar“. Vera má að Kirk hafi tekið þessa ráðleggingu nokkuð bókstaflega um tíma, en þó fór allt vel. Synirnir hafa hins vegar ekki náð sömu tökum á einkalífinu og starf- inu. Michael kynntist ungri stúlku, sem heitir Diandra, og bjuggu þau fyrst i Beverlyhæðum. Hún kunni illa við sig þar, að sögn vina þeirra, og fluttust þau þá til Santa Barbara. „Allir eiga við vandamál að stríða,“ segir Kirk um Michael, en Anne er ekki eins skilningsrík þegar Diandra er annars vegar. Hún var af efnafólki í Evrópu komin og átti erfitt með að aðlagast. „Diandra fór aftur í skóla,“ segir Michael, „og gerði sér sinn eigin heim.“ „1 Evrópu myndu eiginmenn aldrei leyfa konum sínum að komast upp með svona hegðan,“ segir Anne. Hjónin halda þó enn saman, en vera má að þau flytjist til austurstrandar- Eirk Douglas °g fjöl- skylda, ein áhrífa- mesta ættin ¥ 1 Holly- wood innar, þar sem Michael átti heima eftir að foreldrar hans skildu. Peterskilinn Peter kvæntist stúlku, sem heitir Blanche, en hjónabandinu hefur nú verið slitið. Eric er hins vegar ókvæntur, en umgengst mikið stúlku frá New York. Joel hefur aftur á móti miklar efasemdir um gildi hjónabands eins og er, „því hvernig er hægt að hafa eðlilegt samband við nokkurn þegar maður er að heiman við gerð kvikmvnda níu mánuði á ári?“ „Lítið í kringum ykkur,“ segir hins vegar Kirk. „Einhvers staðar er hún, stúlkan, sem þið eruð að leita að.“ Kirk á fáa vini Kirk er, eins og hann segir sjálfur, maður sem á marga kunningja en enga raunverulega vini utan fjöl- skyldunnar. Ástæðan er að nokkru leyti sú að hann gat ekki einu sinni treyst föður sínum í æsku og átti því erfitt með að treysta ókunnugum eftir það. Þá hefur ýmislegt drifið á daga hans, svo sem það að einn helsti ráðgjafi hans í fjármálum hafði af honum fé á óheiðarlegan hátt. Einn- ig hefur hann orðið fyrir harðri gagnrýni eins og þegar slúðurdálka- höfundurinn Hedda Hopper kallaði hann kommúnista, er hann reyndi að ráða Dalton Tumbo til að semja' fyrir sig kvikmyndahandrit á dögum McCarthyismans, er ýmsir rithöf- undar og aðrir voru settir á svartan lista í Hollywood. Þá gerðist það, er Kirk fór að eldast, að einn nánasti vinur hans neitaði að ráða hann í hlutverk og sagði að hann væri ekki lengur leikari sem hægt væri að treysta fyrir hlutverki í dýrum mynd- um af því að hann drægi ekki nógu marga áhorfendur að. Fjölskyldan hefur því að verulegu leyti treyst stöðu sína með því að snúa bökum saman og það er ráð sem hefur gefist vel. „Þeir eru einir gegn öllum,“ hefur verið sagt um Douglasfeðgana, og afstöðuna vilja margir þakka Kirk, þar á meðal Michael sem segir að það hafi verið „þetta brjálaða rússneska skap“ föður síns sem hafi verið sterkasta sameiningaraflið. Hann bætir því hins vegar við kon- urnar í lífi föður síns, Díana og Anne, hafi sýnt „afar mikla staðfestu" og þetta tvennt hafi ráðið úrslitum um hvaða stefnu líf þeirra feðga tók. UTBOÐ m0 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu Snæfellsnesvegar, Grundarfjörður - Mýrar. (Lengd 2,0 km, fylling og burðarlag 60.000 sprengingar 10.000 m3.) Verki skal lokið 1 5. ágúst 1 986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 10. mars nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 24. mars. 1 986. Vegamálastjóri. Þýð: ÁSG UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í undirbyggingu Djúpvegar - Oshlíð III. (Lengd 1 760 m, skering 1 25.000 m3.) Verki skal lokið í síðasta lagi þann 1. september 1 986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 10. mars nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 1. apríl 1 986. Vegamálastjóri. Þroskaþjálfasköli íslands Þroskaþjálfaskóli Islands auglýsir inntöku nemenda skólaárið 1 986-1 987. Nemendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða stundað hliðstætt nám. Heimilt er einnig að viðurkenna annað nám. Umsækjendur skulu hafa starfað a.m.k. 6 mánuði með fötluðum. Umsóknarfresturertil 1 8. apríl nk. Umsóknareyðublöð eru afhent í skólanum kl. 9-12 alla virka daga. Umsóknir skal senda til ÞSI, pósthólf 5086,105 Reykjavík. Skólastjóri Seljum í dag Saab 900 GL árg. 1983. 4ra dyra, Saab 900 GLS árg. 1982, 3ja dyra, drapplitur, beinskiptur 5 gíra, ekinn Ijósbiár, sjálfskiptur, ekinn 78 þús. 56 þús. km. Mjög fallegur bill. km. Saab 99 G2 árg. 1980, 2ja dyra, Saab 900 GL árg. 1980, 5 dyra, brúnn, beinskiptur, 4ra gira, ekinn rauður, beínskiptur, 4ra gira, ekinn 52 þús. km, útvarp og kassettutæki, 80 þús. km. mjög fallegur. Opið laugardag kl. 13—17. TÖGCUR HF. UMBOÐ FYFUR SAAB OG SEAT Bíldshöfða 16, símar 681530 - 83104.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.